Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hið óða samfélag

Samfélag án trúarbragða er eins og brjálæðingur án byssu.

Höfundur ókunnur

Ritstjórn 02.04.2005
Flokkað undir: ( Fleyg orð )

Viðbrögð


ThorvaldurJo - 02/04/05 17:25 #

Hvaða samfélag er til án trúarbragða? Trúarbrögðin eru óvefengjanleg sönnun fyir þrá mannsins eftir einhvern tilgang, von og komaast til botns í leyndardóma tilverunnar. Vísindin geta ekki svarað dýpstu spurningum mannsandans, svo sem um tilgang, um Guð og vonina og líf eftir dauðann. Það er til andlegur heimur sem vísindin vita ekkert um og geta ekki mælt. Síðasti setningin í bókinni A Brief History of Time eftir Stephan Hawking er einhver stórbrotnasta setning og besta endasetning bókar sem til er. ,, However, if we discover a complete theory, it should in time be understandable by everyone, not just by a few scientist. Then we shall all, philosophers, scientists and just a ordinary people, be able to take part in the discussion of the question of why it is that we and the universe exist. If we find the answer to that, it would be ultimate triumph of human reason-- for then we should know the mind of God.´´ ( page 193.)


Bjoddn - 02/04/05 17:44 #

Trúarbrögð eru tákn um eymd. Því meiri eymd, því líklegra er að fólk leiti í trúarbrögð. Á íslandi eru sárafáir trúaðir, flestir hafa sína barnatrú sem felst í því að vita ekkert um sína trú. Barnatrúarfólk veit ekki hvort það var Kain eða Abel sem ræktaði garðinn sinn, hvað þá hvor drap hvern. Enginn með sína barnatrú treystir guði frekar en fagmönnum ef á bjátar.

Sættu þig bara við það Thorvaldur... sá sem trúir er eigingjarnt svín. Sanntrúaður maður hefur yfirleitt einhverja harmsögu á bakinu og hann vill grípa í eitthvað hálmstrá til að geta fundist hann eitthvað spes.

Alkinn sem splundraði fjölskyldunni sinni tekur guði með opnum örmum svo hann geti litið niður á venjulegt fólk af því að hann er frelsaður og þ.a.l. betri en við hin.

Kristin trú og kristið siðferði eru bara fín orð yfir eigingirni.


Sævar - 02/04/05 17:44 #

"Það er til andlegur heimur sem vísindin vita ekkert um og geta ekki mælt."

Vísindin vita ekkert um og geta ekki mælt álfa, huldufólk, Helvíti, drauga, geimverur, guði, engla, ósýnilega vini, Himnaríki og djöfla.

Af hverju ætli það sé?


Bjoddn - 02/04/05 18:20 #

Ég hef alltaf gaman af því þegar trúarlið vitnar í það þegar vísindamenn nota orðið "guð" einhversstaðar eins og það eigi að merkja eitthvað svo rosalegt, vera einhverskonar sönnun á tilvist þessa bulls.

En málið er að þó svo að menn troði guði inn í setningarnar sínar, þá þýðir það ekki að sá hinn sami sé trúaður á tilvist hans.

Ég get sagt að ég sé vel skapaður eða vel af guði gerður... þýðir það að ég trúi því bókstaflega?


ThorvaldurJo - 02/04/05 18:31 #

Ástæðan er sú Sævar, að vísindin geta bara mælt efnislegt en ekki það andlega og sálræna. Vísindin geta ekki svarað dýpstu spurningum lífsins. Af hverju ætli það sé? Vegna þess að þau eru stýrð af þröngsýni náttúruhyggjunnar og heimsku efnishyggjunnar.


Guðjón - 02/04/05 18:59 #

"Ástæðan er sú Sævar, að vísindin geta bara mælt efnislegt en ekki það andlega og sálræna"

Vísindi er kerfi til að afla þekkingar og ein af grundvallar reglur vísinda er að ekki megi undir nokkrum kringumstæðum nota skýringar sem vísa til annar en veraldlegra skýringa. Vísindmaður sem færi í fræðum sínu að fjalla um Guð væri samstundi úthrópaður af samstafsmönnum sínum. Það er auðvita til fræðigrein sem heitir sálfræði, en fræðileg sálfræði byggir algjörlega á forsendum efnishyggjunar. Ég tel að vísindi og trú gegni ólíkum hlutverkum sem eigi sem minnst að blanda saman.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 02/04/05 21:08 #

Ástæðan er sú Sævar, að vísindin geta bara mælt efnislegt en ekki það andlega og sálræna.

Af hverju gefur þú þér gagnrýnislaust að slíkt og þvílíkt sé til (í þeirri merkingu sem þú gefur því)? Hið andlega vísar í vísindum til heilastarfseminnar og búið er að greina ýmsa þætti hennar. Hugmyndir þínar um þetta get ég fullyrt að litist af gömlum fáfræðifullyrðingum um þessi efni, en hafi ekkert með raunveruleikann að gera.


ThorvaldurJo - 02/04/05 21:52 #

Efnishyggjan- ykkar elskulegsa heimspeki nær aldrei að svara dýpstu spurningum lífsins eins og stærstu heimspekilegu pælingarnar hafa glímt við í þúsundir ára. 1. Af hverju er Alheimurinn til og við til? 2. Af hverju er eitthvað til í staðinn fyrir ekkert? Efnishyggjan getur aldrei svarað þessum spurningum og þess vegna finnst mér hún hégómleg og til lítis. Trú mín á Guð er byggð á hreinni trú og örruggri fullvissu. Allir eru að leita að SANNLEIKANUM.Ég veit hver Sannleikurinn er.Það er Drottinn minn og Frelsari Jesús Kristur. Hann lifir og hefur gefið mér tilgang og von.


Sverrir Guðmundsson (meðlimur í Vantrú) - 03/04/05 01:18 #

Hvaða samfélag er til án trúarbragða?

Samfélag trúlausra.


Þórður Sveinsson - 03/04/05 02:04 #

Það er alveg hárrétt að vísindin geta ekki svarað því hvers vegna Alheimurinn er til. Þannig á varla nokkurn tímann eftir að fást eitthvert svar við því hvers vegna allt efnið og öll orkan voru, eins og kenningin um Miklahvell gerir ráð fyrir, eitt sinn samankomin í einum örlitlum punkti sem síðan sprakk og varð að hinum gríðarmikla Alheimi. Og það hvort Alheimurinn hafi einhvern tilgang – já, sé hugarsmíð guðs – er nokkuð sem vísindin geta aldrei sýnt fram á. Hins vegar má spyrja sig að því hvort það þurfi endilega að vera svo að Alheimurinn hafi tilgang.

En hvað með okkur sjálf? Svara vísindin því hvers vegna við erum til? Jú, á margan hátt: Af öllu að dæma sköpuðust þær aðstæður á jörðinni fyrir milljörðum ára að líf kviknaði fyrir samverkan ýmissa efna. Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þetta gerðist en engu að síður verður að telja þetta ákaflega sennilegt í ljósi vísindalegrar vitneskju.

Hvað sem þessu líður er alveg ljóst að vísindin eiga ekkert svar við því hvort tilvera okkar hafi einhvern æðri tilgang sem yfirnáttúrleg vera, skapari himins og jarðar og alls sem er, hefur ákveðið. Og er það endilega svo að tilvera okkar hafi einhvern æðri tilgang fremur en tilvera marflóa eða hrossaflugna?

Trúmennirnir myndu svara þessari spurningu svo að vissulega sé æðri tilgangur með tilveru okkar. En trúlaus maður þarf – þrátt fyrir að hann trúi ekki á neinn slíkan tilgang – ekki að telja líf sitt tilgangslaust. Við erum jú hugsandi verur og þess vegna hljótum við sjálf að vera fær um að finna okkur tilgang í lífinu. Um þetta skrifaði einmitt Nietzsche í riti sínu Svo mælti Zaraþústra. Hann lagði aðalpersónu þessa heimspekilega skáldverks, þ.e. Zaraþústra, í munn orðin „Guð er dauður“ og lét hana boða mannkyninu hugmyndafræði sem dygði í guðlausum heimi. Og hér erum við komin að hinni frægu ofurmenniskenningu sem í stuttu máli gengur út á það að maðurinn eigi sjálfur að skapa sér tilgang í lífinu. Sá sem það geri sé ofurmenni. Sá sem það geri ekki sé hins vegar hinn hinsti maður, þ.e. sú andstæða ofurmennisins sem nú hoppi einmitt vanmáttug um jörðina í algeru sinnuleysi um það sem hinn frjálsi mannshugur gæti afrekað.

En að lokum: Geta vísindin svarað því af hverju eitthvað er til í staðinn fyrir ekkert? Tja, því geta vísindin ekki svarað. En geta trúarbrögðin það?


ThorvaldurJo - 03/04/05 03:46 #

Trúarbrögðin geta gefið svar við þessum spurningum en við getum aldrei vitað hvort þau eru rétt.Við tökum þeim fyrir trú sem er fullvissa. Við getum líka aldrei vitað í dýpstum skilningi hvort svör sem vísindin gefa okkur sé rétt, þá meina ég í dýpstum skilningi, smá efahyggja.


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 03/04/05 05:56 #

Vísindin geta ekki svarað dýpstu spurningum mannsandans, svo sem um tilgang, um Guð og vonina og líf eftir dauðann. Það er til andlegur heimur sem vísindin vita ekkert um og geta ekki mælt.
Spurningin um tilgang lífsins er álíka gáfuleg og spurningin um tilgang þyngdaraflsins.

Það er hægt að svara sumum spurningum "Guð", svo sem "Getur grænn og ekki-grænn guð verið til?" en aðrar spurningar eru að mestu leyti án allrar merkingar. Spurningin um guð er samt utan vísindanna af því að, alveg eins og ósýnilegir bleikir einhyrningar, er ekki hægt að segja neitt um það hvaða afleiðingar tilvist "guðs" eða einhyrningsins yrði.

Allt bendir til þess að það sé ekkert líf eftir dauðann. Meðvitund virðist vera nátengd líffærinu sem er inn í hauskúpunum okkar.

Trúarbrögðin geta gefið svar við þessum spurningum en við getum aldrei vitað hvort þau eru rétt.Við tökum þeim fyrir trú sem er fullvissa.
Tríarbrögðin geta líka gefið svar við spurningunni "Hvernig er grænn litur á bragðið?", aldrei er hægt að vita hvort að svar er rétt eða rangt, enda notast trú ekki við rök, er með öðrum orðum vitleysa.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.