Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Í dag eru allir skeptíkerar

Í dag nálgumst við öll fréttir og orð annarra með sérstökum efasemdum, enda hefð fyrir því að láta fólk hlaupa apríl. En hvers vegna sýnum við ekki sömu árverkni alla daga vikunnar? Hvers vegna leyfum við prestum, heilurum, reikimeisturum, gúrúum, árulesurum, árunuddurum, handanheimanuddurum, lágspennurafmagnsreddurum, miðlum, spákonum og hvað allir þessir boðberar hins dularfulla heita, að fá óheftan aðgang að trausti okkar? Hvað vitum við nema þessir sjálfskipuðu handhafar sannleikans láti fólk hlaupa apríl allt árið, en viðurkenni bara ekki gabbið?

Verum skeptísk alla daga. Nóg er af kjaftæðinu þarna úti.

Ritstjórn 01.04.2005
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


Guðjón - 01/04/05 13:08 #

Það er einn hópur sjálfskipaðra handhafa sannleikans sem gleymist í þessari upptalningu og það eru talsmenn vísindahyggjunar.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 01/04/05 13:15 #

Lesið þetta: FAQ: Eruð þið ekki bara költ líka?


Gunnar - 01/04/05 13:20 #

Hvað er það þá að vera trúleysingi annað en að trúa því að Jesús Kristur hafi ekki verið til. Er það ekki költ líka að vera trúleysingi? Mér sýnist það ekki annað vera.


ThorvaldurJo - 01/04/05 13:51 #

Að neita tilvist Drottins Jesú Krists er meira heimska en költ. Það eru bara í kringum 1-2% sagnfræðinga sem neita þeirri sögulegu staðreynd. Þeir eru bara vitleysingjar greyin. Jesús lifði, hann dó fyrir alla og lifir enn. Dýrð sé Guði.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 01/04/05 13:55 #

Hvar er hægt að nálgast þessar tölulegar "staðreyndir" um þessa sagnfræðinga.

Það eru bara 85% þjóðarinnar í þjóðkirkjunni, en aðeins 5% sem trúa!

Hver sem er getur hent einhver tölfræðilegri "staðreynd" á netið.


Sævar - 01/04/05 14:00 #

"Hvað er það þá að vera trúleysingi annað en að trúa því að Jesús Kristur hafi ekki verið til. Er það ekki költ líka að vera trúleysingi?"

Er þá (flest) allt fullorðið fólk í heiminum í költi því að það trúir ekki á jólasveinin?

Ég trúi ekki á guð af sömu ástæðu og ThorvaldurJo trúi ekki á jólasveininn.


darri (meðlimur í Vantrú) - 01/04/05 14:06 #

Hvað er það eiginlega í svarinu, sem Matti bendir á sem þú samþykkir ekki Gunnar?

Þú hlýtur að geta fært rök fyrir máli þínu... eða hvað?

ThorvaldurJo sýnir okkur að venju hvað heilinn hans er vel þveginn.


Guðjón - 01/04/05 15:25 #

Hvað eiga menn við með orðinu "költ" ? Ég er ósammála því að vantrúarhópurin sé költ. En vandamál vantrúarhópsins er að mínu mati er ákveðin oftrú á vísindi og vísindamenn.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 01/04/05 16:10 #

Hvernig er hægt að hafa of mikla trú á því sem hægt er að færa rök fyrir? Við vitum alveg sem er að engar vísindakenningar eru endanlegar og alltaf megi búast við að nýjar upplýsingar ryðji þeim eldri úr vegi, en það eina skynsamlega í stöðunni er að halda sig við það sem hægt er að renna traustum stoðum undir. Í því felst hvorki átrúnaður eða ofurtraust.


Gunnar - 01/04/05 16:36 #

Hvernig er hægt að hafa of mikla trú á því sem hægt er að færa rök fyrir? Við vitum alveg sem er að engar vísindakenningar eru endanlegar og alltaf megi búast við að nýjar upplýsingar ryðji þeim eldri úr vegi, en það eina skynsamlega í stöðunni er að halda sig við það sem hægt er að renna traustum stoðum undir. Í því felst hvorki átrúnaður eða ofurtraust.-Birgir Baldursson

Vísindi, já þau geta leyft sér að segja eitt í dag og annað á morgun, engin gagnrýni þar eða hvað? Ég er nú ekkert rosalega gamall enn það eru settar fram hinar ýmsu vísindasannanir sem þarf svo að taka tilbaka vegna lélegrar vinnu vísindamanna eða að þetta hafi bara upphaflega verið algjört bull. Mikilmennin þar á ferð eða hvað? Auðvitað á að hafa gagnrýna hugsun, en að sjá samsæriskenningar kirkjunnar út um allt þjóðfélag er náttúrulega algjört rugl.

Reyndar er ég ekki alveg að skilja þessa vantrúarstefnu hvað er það sem þið eruð að reyna að ná fram. Betra samfélagi með betri þjóðfélagsþegnum?

Ég man ekki til þess að þessir prestar sem ég hef talað við hafi ekki svarað mér skilmerkilega og á vandaðri íslensku, þannig að ég átti mjög auðvelt með að skilja þann boðskap sem þeir fluttu.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 01/04/05 17:09 #

Gunnar, ég held að ég geti leyft mér að segja það að það sé hvergi eins mikil gagnrýni á skoðanir/kenningar o.s.frv eins og í vísindum. Vísindamenn geta haldið fram arfavitlausum kenningum en það eru alltaf til aðrir vísindamenn sem taka þær og sannreyna þær. Þetta er grundvallaratriði í vísindum og við sem erum hér tileinkum okkur þær.

T.d. finnst mér í fínu lagi að viðurkenna að ég hafi haft rangt fyrir mér eða ég viti ekki eitthvað. Það er þegar vísindamenn geta ekki viðurkennt að þeir hafi haft rangt fyrir sér eða halda í eitthvað sem búið er að afsanna að þeir lenda í vandræðum.

Því miður fyrir okkur þá skiptir það engu máli fyrir trúað fólk að það sé búið að afsanna einhverja skoðun sem það heldur fram. Það heldur dauðahaldi í sömu kreddurnar sama á hvað gengur.


Sævar Helgi (meðlimur í Vantrú) - 01/04/05 17:23 #

Vísindi, já þau geta leyft sér að segja eitt í dag og annað á morgun, engin gagnrýni þar eða hvað? Ég er nú ekkert rosalega gamall enn það eru settar fram hinar ýmsu vísindasannanir sem þarf svo að taka tilbaka vegna lélegrar vinnu vísindamanna eða að þetta hafi bara upphaflega verið algjört bull. Mikilmennin þar á ferð eða hvað?

Þess vegna hafa vísindin reynst okkur svo vel. Þau segja eitt í dag, sem við nánari skoðun stenst ekki. En þegar það gerist verður til ný þekking sem kemur okkur ollum til góða. Mér þykir það mikilmennska að þora að standa upp og viðurkenna mistök, sem er einmitt það sem vísindamenn gera ef þeir hafa rangt fyrir sér. Vísindin halda ekki sömu þvælunni til streitu vegna þess að það er svo sárt að hafa rangt fyrir sér, eins og trúarbrögðin gera og eins og umræðan um sköpun á spjallborðinu hefur sýnt.

Það heldur því enginn fram að vísindin séu óskeikul, þau eru það svo sannarlega ekki. En vísindin hafa það fram yfir svo margt annað að þau leiðrétta sig sjálf.

Leiðréttu mig ef ég hef rangt fyrir mér, hef engu að tapa en margt að vinna ef þú leiðir mig frá villu míns vegar. Sem betur fer höfum við stundum rangt fyrir okkur og þá er ekkert annað í stöðunni en að læra af því.


Gunnar - 01/04/05 18:38 #

Því miður fyrir okkur þá skiptir það engu máli fyrir trúað fólk að það sé búið að afsanna einhverja skoðun sem það heldur fram. Það heldur dauðahaldi í sömu kreddurnar sama á hvað gengur.-Jón Magnús

Hvað er búið að afsanna? Hvað er búið að vera að halda í sem ekki hefur verið leiðrétt hjá kirkjunni. Endilega haldið ykkur við sömu trúarbrögðin þannig að ég viti hvað þið eruð að tala um.

Vísindin eru ekki þannig að þau leiðrétta sig sjálf, því miður og oft verður það til þess að margir deyja vegna þess að græðgi er að drepa t.d. lyfjabransann. Þetta er ekki eitthvað sem gerðist fyrir einhverjum öldum, heldur er þetta að gerast í dag. Hvernig er hægt að trúa á slíkt.


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 01/04/05 18:58 #

Vísindin eru ekki þannig að þau leiðrétta sig sjálf, því miður og oft verður það til þess að margir deyja vegna þess að græðgi er að drepa t.d. lyfjabransann.

Vandamálið við lyfjaiðnaðinn er ekki of mikil vísindi heldur of miklir sérhagsmunir sem ýta vísindunum til hliðar. Með öðrum orðum er vandamálið sem er þar á ferð og lítil vísindi.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 01/04/05 19:00 #

Hvað er búið að afsanna? Hvað er búið að vera að halda í sem ekki hefur verið leiðrétt hjá kirkjunni.

Hér getur að líta óbeinar afsannanir, eða í það minnsta sterk rök gegn fullyrðingum trúarbragðanna um guðdóm og andaverur. Ég hef engin mótrök heyrt frá trúmönnum. Kannski þú viljir vera sá fyrsti til að hrekja þetta hjá mér? Við hefðum öll gott af því að sjá þetta hrakið.


mofi - 01/04/05 19:02 #

Vantru má nú eiga það að þeir í alvörunni trúa; á vitlausa hluti að vísu en það er betra en að vera volgur í hverri þeirri trú sem maður hefur þá valið sér í vanþekkingu.

Eitt vantar vantru þó og það gagnrýnin augu á margar staðhæfingar vísindanna og þær getgátur sem koma þar fram.

Verum endilega skeptísk í dag sem og alla daga, það er besta leiðin til sannrar trúar.


Gunnar - 01/04/05 19:18 #

Birgir Baldursson, ég hef bara ekki allt kvöldið til að lesa þessa pistla eftir þig, en vonandi fæ ég tíma fljótlega til þess. Þá mun ég reyna að svara þér eins og best ég get.

Mátt þú, Vésteinn, velja úr hvað er vísindi og hvað ekki enn við sem erum trúuð megum ekki taka það sem höfðar til okkar úr Nýja Testamentinu? Er þetta ekki svolítill tvískinnungsháttur hjá þér.


Gunnar - 01/04/05 20:24 #

Aha. Ég á semsagt bara að sitja og þegja meðan ríkisstyrkt, rándýrt bákn boðar hindurvitni og ekur sér í munaði á sama tíma og heilbrigðiskerfið er að sligast og fólk á ekki fyrir mat.-Birgir Baldursson (Pistill um Hunsun)

Slagurinn við spítalarekstur í umboði Guðs Það er athyglisvert að á árum áður sáu kaþólskar nunnur, í umboði Guðs, um stóran hluta spítalarekstrar í landinu. Þá var lengi vel greitt eftir kostnaðareiningu sem hét daggjald. Þessi rekstur Guðs og hans liðs var ekki vel séður af embættis- og stjórnmálamönnum sem ætíð greiddu rekstri Guðs minna en sínum eigin. Þannig var daggjald til stofnanna Guðs um 11 þús þegar ríkið greiddi sjálfu sér 16 þús. í daggjald, en árlegi einingafjöldinn t.d. á Landakoti var um 65 þús. Með þessu hafði ríkið af Guði þann auð sem nunnurnar höfðu skapað með því að gefa sjúkum lífsstarf sitt og stunda hagsýni í rekstri. (linkurinn að þessum pistli: http://www.raforninn.is/w/user/cat/show/26/214/)

Það eru svo margar spurningar í þessum pistlum hjá þér Birgir að þetta verður þrautaganga hjá mér að reyna að svara þér skilmerkilega.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 01/04/05 20:38 #

Eitt vantar vantru þó og það gagnrýnin augu á margar staðhæfingar vísindanna og þær getgátur sem koma þar fram.

mofi, þú gerir nú ekkert annað en að finna glufur í vísindakenningu sem þú lepur upp eftir einhverjum misvitrum sköpunarsinnum. Þú gleymir því alltaf að beita þessum sömu rökum á þín eigin fræði, því ef þú gerðir það þá værir þú orðinn trúlaus fyrir löngu.

Ég verð nú að vera ósammála Vésteini um lyfjaiðnaðinn. Það sem er framkvæmt innan hans eru mikil vísindi þ.e. að finna upp á nýjum lyfjum. Um iðnaðinn má kannski rífast um hvort hann sé að drepast úr græðgi en kostnaðurinn við að þróa lyf er gífulegur svo það er kannski skiljalegt. Síðan liggja kannski sérhagsmunirnir í þeirri miklu samkeppni sem er í honum.

Mátt þú, Vésteinn, velja úr hvað er vísindi og hvað ekki enn við sem erum trúuð megum ekki taka það sem höfðar til okkar úr Nýja Testamentinu? Er þetta ekki svolítill tvískinnungsháttur hjá þér.

Nýja Testamentið eru orð gvuðs og þú ert nú ekki alveg að sinna skildu þinn gagnvart honum með því að velja og hafna orðum hans miðað hvernig vindar blása. Nokkuð viss um það að gvuðinn þinn væri ekki ánægður með það.


Gunnar - 01/04/05 21:54 #

Þegar Nýja Testamentið kom út þá var það langt á undan sinni samtíð og það er nú þannig að þessi bók datt ekki af himnum ofan, heldur er hún vitnisburður fólks sem var uppi á þeim tíma sem Jesús var uppi. Ég er enginn vindhani ef þú ert að ýja að því, mín trú er alveg á traustum grunni byggð.


Sævar Helgi (meðlimur í Vantrú) - 02/04/05 00:26 #

Vísindin eru ekki þannig að þau leiðrétta sig sjálf, því miður og oft verður það til þess að margir deyja vegna þess að græðgi er að drepa t.d. lyfjabransann.

Og ætli það séu ekki frekar stjórnendur lyfjafyrirtækjanna heldur en vísindamennirnir eða vísindin sjálf sem eru að drepast úr græðgi?

Vísindin leiðrétta sig sjálf, þau eru þess eðlis. Ef þú telur ekki svo vera veistu greinilega ekkert um það hvernig vísindin virka. Ef þau leiðréttu sig ekki yrðu engar framfarir, við mundum "vita allt". Lestu Demon-Haunted World eftir Carl Sagan.


mofi - 02/04/05 01:17 #

mofi, þú gerir nú ekkert annað en að finna glufur í vísindakenningu sem þú lepur upp eftir einhverjum misvitrum sköpunarsinnum. Þú gleymir því alltaf að beita þessum sömu rökum á þín eigin fræði, því ef þú gerðir það þá værir þú orðinn trúlaus fyrir löngu.

Ég bendi á það sem passar við mína trú og bendi á það sem passar ekki við þróunartrúnna. Varðandi að beita sömu aðferð á mína eigin trú þá tel ég mig gera það og síðan þeir sem ég rökræði þetta við gagnrýna mínar hugmyndir einnig svo ég tel mig horfast alveg í augu við þá gagnrýni sem er þarna úti.

Nýja Testamentið eru orð gvuðs og þú ert nú ekki alveg að sinna skildu þinn gagnvart honum með því að velja og hafna orðum hans miðað hvernig vindar blása. Nokkuð viss um það að gvuðinn þinn væri ekki ánægður með það.

Á ákveðinn hátt eru þróunarsinnar þarna í betri aðstöðu, þeir geta valið og hafnað og ef eitthvað reynist rangt þá geta þeir barið á brjóst sér og sagt að svona virka vísindin. Það gengur víst ekki með Biblíuna að mínu mati, hún annað hvort stendur öll eða fellur öll.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 02/04/05 09:01 #

Á ákveðinn hátt eru þróunarsinnar þarna í betri aðstöðu, þeir geta valið og hafnað og ef eitthvað reynist rangt þá geta þeir barið á brjóst sér og sagt að svona virka vísindin. Það gengur víst ekki með Biblíuna að mínu mati, hún annað hvort stendur öll eða fellur öll.

Djöfull er ég ánægður með þig mofi - engin helvítis meðalmennska á ferðinni hjá þér :)


Guðjón - 02/04/05 10:03 #

Oftrú á vísindi og vísindamenn kemur er felst í því að menn telja að vísindinn svar öllum spurningum sem séu þess virði að svara. Vísindi eru vissulega mikilvæg, enda er vísindaleg þekking undirstaða þess þjóðfélags sem við búum í. Ein af hættunum við vísindi er að vísindmenn ofmetnist vegna þess mikla árangurs sem þeir hafa náð og fari að halda fram alls konar hugmyndum um allt milli himis og jarðar sem kemur vísindum ekkert við. Eitt af því sem sumir vísindamenn hafa gert er að ráðst gegn trúarbrögðum sem þjóna allt öðru hluverki en vísindi. Ég fæ ekki betur séð en félagskapurin vantrú sé félag aðdáenda vísinda sem virðist ekki vera vel að sér í vísindum og sem sjá ekki takmarkanir vísinda. Eitt af því sem gerir vísindinn jafn öflug og raun ber vitni er að þau geta komið með niðurstöður sem ganga þvert á viteskju okkar. Með öðrum orðum það sem við eru algjörlega samfærð um í dag t.d. að heimurinn sé efnislegur og ferkantaður og í samræmi við hugmyndir efnishyggjumanna, getur reynst vera rangt. Þegar menn raunverulega skilja þessi sannindi fara menn að passa sig á að fullyrða mikið um hluti sem þeir vita takamarkað um. Þessa varfærni skort algjörlega á vantrú.


Þórður Örn - 02/04/05 12:30 #

Guðjón, hvaða vísindamaður eða efnishyggjumaður segir að heimurinn sé ferkantaður??? Að sjálfsögðu geta vísindin haft rangt fyrir sér. Það eru hins vegar engin mótrök gegn vísindum. Þú virðist ekki skilja hvað vísindin eru. Vísindi eru einfaldlega leit að sannleika, með fyrirfram ákveðin viðmið um hvenær eitthvað teljist satt og hvenær ekki. Trúarbrögð hafa engin slík viðmið.


Sævar Helgi (meðlimur í Vantrú) - 02/04/05 12:38 #

Ein af hættunum við vísindi er að vísindmenn ofmetnist vegna þess mikla árangurs sem þeir hafa náð og fari að halda fram alls konar hugmyndum um allt milli himis og jarðar sem kemur vísindum ekkert við.

Og einmitt þess vegna er mikilvægt að veita vísindamönnum aðhald og það er gert. Bæði gera vísindamenn það innbyrðis sem og samfélagið (fjölmiðlar, stjórnvöld og almenningur). Vísindamenn veita öðrum vísindamönnum aðhald og þannig koma sjaldnar fram hugmyndir sem eiga lítið skylt við vísindi. Dæmi er t.d. kaldur samruni.

Ég fæ ekki betur séð en félagskapurin vantrú sé félag aðdáenda vísinda sem virðist ekki vera vel að sér í vísindum og sem sjá ekki takmarkanir vísinda.

Ég er aðdáandi vísinda og skammast mín sko ekkert fyrir það, enda set ég stefnuna á stjarneðlisfræði. Ég sé vel takmarkanir vísindanna, þau geta líklega aldrei sannað eða afsannað guð, og eiga mjög líklega aldrei eftir allan sannleik um raunverulegt eðli heimsins. En hver veit?

Auk þess starfa ég á Raunvísindastofnun HÍ og tel mig þekkja vel til þess hvernig vísindin vinna. En ég gæti auðvitað haft rangt fyrir mér.

Með öðrum orðum það sem við eru algjörlega samfærð um í dag t.d. að heimurinn sé efnislegur og ferkantaður og í samræmi við hugmyndir efnishyggjumanna, getur reynst vera rangt.

Það gæti auðvitað reynst vera rangt, en hingað til hefur ekkert komið fram sem segir að svo sé, aldrei nokkurn tímann. Þess vegna er alveg óhætt að halda þeirri vitneskju fram. Ef stórbrotnar sannanir fyrir því að heimurinn er ekki eins og við höldum að hann sé, þá er ég alveg tilbúinn að breyta þeirri skoðun. Allt sem ég bið um eru sannanir. Það höfum við að minnsta kosti fram yfir trúmenn, við þorum að breyta skoðun okkar ef skoðun okkar röng.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 02/04/05 14:43 #

Ég fæ ekki betur séð en félagskapurin vantrú sé félag aðdáenda vísinda sem virðist ekki vera vel að sér í vísindum og sem sjá ekki takmarkanir vísinda.

Eithvað kannast ég við málflutninginn. Er Guðjón Bro endurkominn?


Guðjón - 02/04/05 18:15 #

Svar til Þórðar Arnar Ferkantaður er líkingarmál. Ég er fullkomlega sammála að þetta eru ekki rök gegn vísindum, enda hef ég alls ekkert á móti vísindum svo lengi sem vísindi fást við þau viðfangsefni sem þeim er ætlað að fást við það er að afla þekkingar.


Guðjón - 02/04/05 18:40 #

Svar til Sævar H. Það aðhald sem vísindamenn hafa hver af öðrum er algjörlega nauðsynlegt, en það er miskilningur hjá þér að slíkt aðhald sé ávallt til staðar. Slíkt aðhald takmarkast við fræðilega umfjöllun, en þegar vísindmenn skrifa bækur fyrir almenning er slíkt aðhald mikið síður til staðar. Það má vel vera að ég vanmeti vantrú. Vandi við aðhald almennings og fjölmiðla að vísindum er að hvorki almenningur né fjölmiðlar er fyllilega dómbær á málfluting fræðimanna. Ef menn lesa fræðirit og greinar á einherju svið sem þeir þekka ekki sjá menn fljótlega hvað ég er að tala um.


Gunnar - 02/04/05 21:51 #

Vísindi eru einfaldlega leit að sannleika, með fyrirfram ákveðin viðmið um hvenær eitthvað teljist satt og hvenær ekki. Trúarbrögð hafa engin slík viðmið.-Þórður Örn

Þú ert að grínast! Hvenær eru vísindamenn sammála um það hvenær eigi að stoppa. Tökum sem dæmi klónun.


Þórður Sveinsson - 02/04/05 22:36 #

Það sem nafni minn hefur átt við er án efa að í vísindum er viðhöfð ákveðin aðferð – oft nefnd hin vísindalega aðferð – til að afla nýrrar vitneskju. Þetta felur í sér að menn líta aðeins á það sem sannleik sem hefur verið sannprófað.

Ágreiningurinn um hvort klóna eigi lífverur – og hversu langt eigi að ganga í þeim efnum, t.d. hvort klóna eigi manneskjur – hefur nákvæmlega ekkert með hina vísindalegu aðferð að gera. Það er sem sé ekki sjálfur grundvöllur vísindanna – það hvernig sannleikans er leitað – sem deilt er um heldur hvað beri að telja samrýmast siðferðiskröfum.


Þórður Sveinsson - 02/04/05 22:37 #

Það sem nafni minn hefur átt við er án efa að í vísindum er viðhöfð ákveðin aðferð – oft nefnd hin vísindalega aðferð – til að afla nýrrar vitneskju. Þetta felur í sér að menn líta aðeins á það sem sannleik sem hefur verið sannprófað.

Ágreiningurinn um hvort klóna eigi lífverur – og hversu langt eigi að ganga í þeim efnum, t.d. hvort klóna eigi manneskjur – hefur nákvæmlega ekkert með hina vísindalegu aðferð að gera. Það er sem sé ekki sjálfur grundvöllur vísindanna – það hvernig sannleikans er leitað – sem deilt er um heldur hvað beri að telja samrýmast siðferðiskröfum.


Sævar Helgi (meðlimur í Vantrú) - 03/04/05 15:06 #

Það aðhald sem vísindamenn hafa hver af öðrum er algjörlega nauðsynlegt, en það er miskilningur hjá þér að slíkt aðhald sé ávallt til staðar. Slíkt aðhald takmarkast við fræðilega umfjöllun, en þegar vísindmenn skrifa bækur fyrir almenning er slíkt aðhald mikið síður til staðar.

Slíkt aðhald er ávallt til staðar milli vísindamanna vegna þess að það er samkeppni milli vísindamanna. Það er mikill munur á því hvort vísindamenn skrifi fræðigreinar eða bækur fyrir almenning. Vísindamenn vitna ekki í almenn fræðirit handa almenningi í fræðigreinar sínar, heldur aðrar fræðigreinar sem venjulegur einstaklingur hefur ekki tök á að lesa.

Þegar vísindamaður skrifar bók fyrir almenning er hún alltaf lesin yfir af tveimur til þremur vísindamönnum. Þeir veita honum því aðhald.

Vandi við aðhald almennings og fjölmiðla að vísindum er að hvorki almenningur né fjölmiðlar er fyllilega dómbær á málfluting fræðimanna. Ef menn lesa fræðirit og greinar á einherju svið sem þeir þekka ekki sjá menn fljótlega hvað ég er að tala um.

Þess vegna er einmitt mikilvægt að fjallað sé um vísindi í fjölmiðlum í meiri mæli en nú er gert. Fólk er ekki læst á vísindi og verður það ekki ef vísindamenn greina ekki frá niðurstöðum sínum. Fólk getur hæglega verið fyllilega dómbært á málflutning þeirra ef því er kennd vísindaleg aðferð ogþ það veit hvernig vísindin virka. Þá getur fólk auðveldlega greint muninn á gervivísindum og vísindum sem það gerir ekki alltaf í dag.

Ég er að byrja að mennta mig í stjörnufræði. Ég er langt frá því að skilja hverja einustu grein sem ég kemst yfir, en það er auðvitað að því að mig skortir menntunina. Ég hef hins vegar lært nóg til að skilja stóran hluta af því sem birt er hverju sinni. Ég myndi hins vegar ekki skilja mikið í greinum sem fjölluðu um sálfræði eða einhverju slíku, ekki vegna þess að það er eitthvað flókið heldur vegna þess að mig skortir þekkinguna.

Það er ekkert skrítið að fólk geti ekki lesið fræðigreinar, vegna þess að þær eru fræðilegar og fólk skortir menntunina til að lesa þær. Þess vegna er einmitt mikilvægt að vísindamenn greini frá uppgötvunum sínum í bókum fyrir almenning og fjölmiðlar taki þátt í því.


trúvillingur - 19/04/05 22:10 #

Gunnar.. hvernig getur trú verið á traustum grunni byggð? Ef þú getur rökstutt þetta skal ég gerast kristin og hata kynvillinga og vera undirgefin eiginmanni mínum það sem eftir er. Og já, afturkalla meydóminn minn...

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.