Samfélagsefli er ferli þar sem fullyrðing verður að sterkri trú við endurteknar upphrópanir. Ferlið er óháð því hvort fullyrðingin hefur verið rannsökuð almennilega eða hvort hún er studd nægjanlegum gögnum til að réttlæta trú skynsamra einstaklinga. Oft leggja fjölmiðlar lóð á vogaskálarnar með því að fjalla á ógagnrýninn hátt um fullyrðingarnar. Enn algengara er að fjölmiðlar styðji óprófaðar og órökstuddar kenningar með því að birta ekkert gagnrýnið um glórulausustu kenningar.
Samfélagsefli útskýrir hvernig heilar þjóðir geta látið rakalausan þvætting ganga kynslóð til kynslóðar. Þetta útskýrir líka hvernig vitnisburður styrktur með öðrum frásögnum í samfélagi ráðgjafa, félagsfræðinga, sálfræðinga, guðfræðinga, stjórnmálamanna, fjölmiðlamanna og svo framvegis getur bolað burt og verið mun öflugri en vísindalegar rannsóknir eða nákvæm upplýsingaöflun óháðra aðila.
Skeptic’s Dictonary: communal reinforcement
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.