Mig langar að vekja athygli á bréfi sem James Randi birtir í vikulegum pistli sínum nú um helgina. Þar talar maður sem á ekki í neinum vandræðum með að sjá geimverutrúna fyrir það sem hún raunverulega er.
Gefum honum orðið, í lauslegri snörun minni:
Bróðir minn, sem er forritari eins og ég, og ég geri ráð fyrir að sé trúleysingi eins og ég sjálfur, virðist samt sem áður hafa trúarlega afstöðu til hugmyndanna um heimsóknir vitundarvera utan úr geimnum. Við höfum deilt hart um þessa hluti og ég les allar bækurnar hans um þetta málefni, en hef loks gefist upp við að reyna að sannfæra hann. Þetta endaði alltaf í þessu sama „sýndu mér einhverjar sannanir“, sem hann svaraði ætíð á þann veg að í gangi væri alþjóðlegt samsæri um að fela slík sönnunargögn. Sú staðreynd að engin sönnunargögn eru tiltæki voru sönnun þess að slíkt samsæri væri í gangi! Honum var fyrirmunað að sjá hvernig sú röksemdafærsla fer í hring, og það þótt hann sé greindur, rökvís og skynsamur. Í eitt skiptið lagði hann hreinlega til að ég yrði bara að „trúa“ því að geimverur sæktu jörðina heim, til að geta komið auga á samsærið.
Einmitt þá rann það upp fyrir mér að trú á geimveruheimsóknir líkist í einu og öllu trú á guð. Í báðum tilvikum koma vitundarverur ofan af himnum, í hvorugu tilvikinu skilja þær eftir sig áþreifanlegar sannanir, fólk verður að „trúa“ á tilvist þeirra, bæði fyrirbærin eru fær um yfirnáttúrlega, eða í það minnsta ofurmannlega hluti, bæði hafa þau sjálfskipaða leiðtoga á Jörðu og dygga fylgjendur, auk uppskáldaðra sögusagna. Ég held að mannfólkið hafi einhverja þörf fyrir að trúa á slíkt. Þetta hlýtur að fullnægja einhverri frumstæðri þörf. Ég minnist þess að hafa lesið „Age of reason“eftir Thomas Paine fyrir nokkrum árum og orðið það ljóst að 200 árum eftir þá bjartsýnislegu forspá trúir fólk enn á guð, og það jafnvel af enn meiri krafti en nokkurntíma fyrr. Ég hygg að fólk muni ætíð trúa á guði og/eða geimveruheimsóknir. Ég á ekki í nokkrum erfiðleikum með að umbera slíkt svo lengi sem slíkur átrúnaður hefur ekki áhrif á mikilvægar ákvarðanatökur. En slíkt er þó vandamál vorra daga.
Ég trúi því klárlega að það sé líf einhvers staðar úti í geimnum. Það eru bara yfirgnæfandi líkur.
Ég hins vegar trúi því engan veginn að geimverur hafi heimsótt okkur eða séu að heimsækja okkur. Það er gífurlega ólíklegt og allar sannanir skortir fyrir því. Er Birgir ekki að tala um slíkan átrúnað; fólk sem trúir því að geimverur séu að heimsækja okkur, ræna því og gera tilraunir, skila því svo aftur með einhverja óljósa minningu í kollinum og ranghugmyndir um að stjórnvöld standi á bak við samsæri um að hylma yfir með þeim?
Mig langar af þessu tilefni að benda fólki á viðtal við stjörnufræðinginn og SETI-vísindamanninn Frank Drake á Stjörnufræðivefnum
Ég er ekki að rugla neinu saman. Verið getur að andúð þín á trúarbrögðum, Orri, nemi staðar við hugmyndir manna um guði, en ég á í baráttu við útbreiðslu hindurvitna hvaða nafni sem þau nefnast. UFO-málefnin falla klárlega undir slík, raunar mjög sambærileg við álfatrú.
Við mannfólkið erum geimverur ekki satt? Svo geimverur eru til, :o) - en ég sá einhverntíma heimildarmynd um allan þann fjölda sem telur sig hafa verið brottnuminn af geimverum sem gerðu á þeim tilraunir (oft tengt kynfærum og endaþarmi) og kom í ljós að í flestum tilfellum var um bældar minningar kynferðisofbeldis nákominna ættingja að ræða.
Vegna mikilla fjarlægða í geimnum skylst mér að það sé einnig vonlaust að geimverur bara skreppi hingað í heimsókn því slíkar "heimsóknir" tækju þær tug þúsundir ára. A.m.k. myndi ég nú aðeins hinkra og skreppa á pöbb og ræða við fólk ef ég kæmist á áfangastað eftir hundrað þúsund ára ferðalag en ekki bara pikka upp tíu feita ameríkana og stinga mæli í rassinn á þeim og fljúga svo aftur heim!
93
Gott og vel Biggi. Skil þig með baráttuna gegn hverskyns hindurvitnum. En að bera þetta saman við álfatrú þykir mér frekar hæpið.
En ég er sennilegast bara að misskilja þig.
Þú ert kannski einungis að gagnrýna þá sem trúa á heimsóknir geimvera til jarðar, en ekki þá sem telja líklegt að vitsmunaverur þrífist annars staðar en á jörðinni?
Ef svo er, þá "kaupi" ég það alveg.
Annars er Aiwas um margt á villigötum í andsvari sínu.
Hann gerir ráð fyrir því að hugsanlegar "geimverur" séu jafn þróaðar eða vanþróaðar og maðurinn í tækni. Ályktar sumsé að þar sem ferðalög tækjakosta mannkyns taka X tíma þá sé óhugsandi að tækjakostir annarra vitrænna samfélaga séu hraðskreiðari eða þróaðri.
Þetta getur hann ekki vitað neitt um. Og honum getur heldur ekki "skylst" neitt um það. "Skilningur" er ekki skrifaður með yppsiloni.
Auðvitað er ég ekki að tala um vitsmunalíf í algeimi, heldur heimsóknir geimvera með möndlulaga augu. Og það er bréfritarinn líka. Svo sterkan grun hef ég um slíkt vitsmunalíf að um all-langt skeið leyfði ég SETI-verkefninu að nýta ónýttan tölvutíma minn í útreikninga.
Annars er Aiwas um margt á villigötum í andsvari sínu. Hann gerir ráð fyrir því að hugsanlegar "geimverur" séu jafn þróaðar eða vanþróaðar og maðurinn í tækni. Ályktar sumsé að þar sem ferðalög tækjakosta mannkyns taka X tíma þá sé óhugsandi að tækjakostir annarra vitrænna samfélaga séu hraðskreiðari eða þróaðri. Þetta getur hann ekki vitað neitt um. Og honum getur heldur ekki "skylst" neitt um það. "Skilningur" er ekki skrifaður með yppsiloni.
Nei Orri. Geimveran sem uppfyllir þessi skilyrði er Guð sjálfur. Hann er ekki efniskenndur og þarf því ekki að lúta efnislegum takmörkunum í tíma og rúmi. Guð getur því nálgast þig á margföldum ljóshraða þarna af himninum sínum og litið við hjá þér þegar þú ert tilbúinn að taka á móti honum, þótt þú getir ekki náð ljóshraða eða hinar efniskenndu geimverurnar heldur og það getur líka verið skýringin á því af hverju þú hefur ekki náð til Guðs. Þú ert of bundinn við efnisheiminn, þú kemst ekki á ljóshraða og getur ekki sigrast á stærðunum. Það má við þetta bæta, að ef álfarnir væru nógu tæknivæddir,sem þeir kannski eru, þá ættu þeir ekki í nokkrum vandræðum með að skella sér milli stjörnuþoka. Þeir eru nefnilega líka þeim kosti gæddir, í þessu tilliti, að vera óefniskenndir. Þegar þeir höfðu enn samband við mannfólkið, þá sögðu þessir menn sem reynslu höfðu af þessum samskiptum, að þeir byggju í klettum, en klettar eru frá okkur séð bara fast efni. Nú hafa þeir ekki látið lengi af sér vita og ekki Guð heldur. Kannski ættum við því að líta í eigin barm og athuga hvort við finnum eitthvað í okkar fari sem veldur því að þetta lið allt saman hundsar okkur. Svo megum við ekki gleyma púkunum. Þeir eru góðir í þessu öllu líka.
Ég veit ekki hvort þetta er mjög málefnalegt. En hefur einhver horft mikið á Star Trek? Þar eru geimverur (við meðal annars) með mikla tækni en veigra sér fyrir því að hafa samand við aðrar geimverur sem eru ekki nógu tæknilega þróuð. Því annars myndi það menga menninguna, valda usla og niðurlæingu. Þannig að þó svo að ef geimverur væri til gæti verið að þeir sjá sér og okkur ekki hag í að koma á sambandi. Annars eru ekki öll dæmin sem koma frá ufo heiminum um endaþarms og kynfæraskoðanir. Og vísa ég á www.disclosureproject.org máli mínu til stuðnings.
Ójú, þetta er fullkomlega málefnalegt, Kári. Meginástæða þess að maður leggur ekki trúnað á þessar sögusagnir um heimsóknir geimvera er þó auðvitað sú að allar sannanir skortir, auk þess sem þessi vitnisburður er allur í hæsta máta sambærilegur við sagnir af álfum, draugum, tröllum (afsakaðu Vésteinn), fylgjum, englum og öllu þessu yfirnáttúrudrasli. Mér finnst samlíkingin við reynslu manna af guði, í greininni hér að ofan, mun líklegri skýring en hin.
Til að komast að niðurstöðu verðum við að meta sönnunargögnin og þar með trúverðugleik þess sem haldið er fram.
Ef við gefum okkur,argjúmentsins vegna,að guð sé til,þá hlýtur djöfullinn líka að vera til.Miðað við ástandið í heiminum í dag,er djöfullinn miklu valdameiri.Er þá ekki næst á dagskrá að fara að boða satanisma?
Ef við gefum okkur,argjúmentsins vegna,að guð sé til,þá hlýtur djöfullinn líka að vera til.
Aðeins ef júdókristnin hefur rétt fyrir sér. Það eru margvísleg trúarbrögð til í heiminum og fæst þeirra hafa á að skipa djöflinum þótt flestöll hafi þau skapara.
Ef þú gefur þér að það hafi verið skapari þarftu að gera upp við þig hvaða útgáfu af honum þú ætlar að aðhyllast.
En hvað kemur þessi pæling þín umræðunni hér annars við?
það er ekki í lagi með ykkur þið eruð sofandi. skoðið heimsöguna og sögu þjóða og ættbálka það er ekki um að villast að verur annarstaðar frá en héðan af þessari littlu jörð hafi komið hér við og lesið bibblíuna Esikiel hvað stendur þar svart á hvítu? Það getur um guðina úr geimnum eða frá öðrum plánetum í öllum ritum,rúnum,ristum fleigiletri og hverju sem má nefna það.Meira segja er sagt að bananarnir séu komnir frá guðonum úr geimnum og viti menn það verður að rækta þá tegund sem við nærumst á.Rétt eins og guðirnir(verurnar) kendu manninum en þá var hungur sneið á jörunni og var þetta svarið við bænum mannanna.Einnig er talað um að Síríus plánetan að þar hafi ýmsar gjafir verið gefnar hingað frá þeim.Og sýðan en ekki sýst ættum við að horfa á okkur sjálf í öllum okkar skrúða litarhátt og hversu ólík við erum frá hvort öðru,við erum eins og safn af mörgum ólíkum tegundum af sama meiði svartir gulir hvítir blandaðir og eins ólík og hægt er.Jörðin er einskonar örk eða fræðslusafn því jörðin er als ekki stór pláneta ef við horfum vel á hana og við erum orðin það mörg að vistkerfi okkar er ekki að bjóða öllum þessum fjölda til þess að vera hér öllu lengur og þess veggna ríkir allt það kaos sem hér á þessum hnetti er.Hvenær á að vakkna af þessum Laodikeu svefni?
Um leið og þú sýnir mér áþreifanlegar sannanir, ekki einhverjar flökkusögur.
En ég segi þetta allt í góðu að sjálfsögðu strákar og stelpur,öll verðum við að eiga rétt á skoðunum hverjar sem þær eru. Hér er ein pæling til ykkar hvað fynst ykkur um það að hér verði byggð moskva eða bænarhús fyrir Múslíma? Og kyrkja fyrir Réttrúnaðar kyrkjuna Rússnesku? Erum við að innleiða mafíur inn í littla landið okkar? Mfíu Múslíma þeir eiga sýnar mafíur ef þið þá vissuð það ekki fyrir.Og sýðan Rússnesku mafíunna. Sem eru mí margar reyndar eftir að k.g.b hætti en þeir sem stjórna þessum rússnesku mafíum eru fyrrverandi meðlimir sem voru háttsettir hjá k.g.b og þar eru undir mennirnir fyrrverandi hermenn og margir hverjir sérsveitar og málaliðar.Hvað er að verða um þetta littla land okkar á þetta að leifast? Af hverju stendur engin upp og segir stopp,og sýðan eru einnig mótórhjólasamtök sem fara hér inn og út og ekkért er að gert öllum mútað og svo framvegis ættlum við að gera börnum okkar þetta og framleiða og búa til glæpa menn og konur? Lögfræðingar þessa lands sæta jú haggnaði af glæpum og þar sem að þeir fara með lög og lagaákvæði að þá setja þeir sýn lög og hleypa öllum inn sem þeim sýnist eða er ekki svo ? Hvað haldið þið um þetta annars?
Þú veist að við höfum spjallborð? Þú getur blaðrað eins og vilt þar.
Ef ég kæmist að hurðönum sem lokaðar eru þá gæti ég glatt þitt hjarta.En hugsaðu þér af hverju telur þú að NASA sé með allar þessar framfarir og leiti á ákveðin mið þegar að send eru för upp og út í geim ? Þetta er ekki það eina þeir trúa því að það sem stendur í bíbblíunni ásamt öllum þeim forða sem jörðin og saga hennar hefur að geima sé satt að hér hafi með vissu komið aðrar verur og með því til hliðsjónar er verið að skoða lengra út fyrir þessa jörð. Annað sem þú ættir að skoða er það að ef að það triði þvi engin hjá geimvísinda stofnununni að hér hafi aldrei komið neinn vera annarstaðar frá en frá þessari plánetu að þá væri NASA ekkért að ómaka sig yfir þessu það er alveg ljóst.Og sýðan er þessi spurning fyrir þig Sævar Helgi, fyrst þú ert til af hverju ætti ekki einhver geimvera að vera til? Þú hittir einhvern á förnum vegi sem þú hefur ekki séð áður og aldrei séð áður og annað hvort líkar þér við hann/hana eða ekki en annað þú vissir ekki einu sinni til þess að hann eða hún væru til en manneskjan er það samt en þú gast ekki fært sönnur á það né afsannað ekki satt? Er ekki eins farið með þetta? Og hafa ekki geimverur skilið eftir sig slóð? Jú það er staðreynd því annars væri ekki verið að spá svo mikið í alla þessa hluti ekki satt? Annað sem alveg er ljóst að ef mannkynið fengi að vita um tilvist geimvera að þá myndi efnahagskerfið hrinja til grunna öll trúarbrögð færu út um þúfur nema kanski hjá þeim sem ekki trúa.En það færi þá eitthvað annað í glundroða. Það myndi skapast kaos sem yrði seint eða myndi seint jafna sig.En eitt er víst að víddir mansins myndu umbreytast og sjóndeildarhringurinn víkkast svo mikið er víst og þér og ykkur að segja fyrir mitt leiti að þá myndi ég vilja að þetta yrði upplýst þessi hringavitleysa sem á sér stað núna á þessari jörð er hvort eða er orðin tómt bull og æsingar menn farnir að gera sér upp gremju og reiði út af teikknuðum myndum.Og þó er það í lagfi að þeir geri grín af öðrum þjóðum því þeir líta á alla þá sem ekki eru múslíma trúar réttdræpa og að það fólk sem ekki eru múslímar eigi ekki rétt á sér.En svona er það nú.Ég vil persónulega hreint ísland og múslímar geta verið með sýna trú í sýnum heimalöndum afríku og arabýu en hér erum við og höfum ekkért við æsingamenn að gera.Sér í lagi þar sem við erum ekki einu sinni með her enda þjóðin rétt slefar í þrjúhundruð þúsund.Hvað féllu margir í víetnam á sýnum tíma og reykkniði nú.
hvar er það spjallborð :)Jón Magnús? Jú það er rétt þetta eru laung skrif og ég er orðin þreyttur og ættla að lesa fyrir sveninn einhverja skáldsöguna.En ég skrifa þetta í þriðjupersónu eintölu með fráhvarfi. En ég er trúlaus einnig þannig að vantrú já takk :)
Hvar sagðist ég ekki trúa því að það væri líf í geimnum? Ég er bara með opinn huga fyrir öllu þessu annað en þú, sýnist mér. Miðað við það sem þú skrifar ertu sannfærður um að NASA sé að leyna tilvist geimvera og með einhverjar samsæirkenningar í þá áttina. Sorrí, þú ert þá að reyna að sannfæra ranga menn. Kíktu endilega á þetta frekar og þetta og opnaðu huga þinn.
Annars skil ég ekkert í því hvert þú ert að fara! Taktu endilega hugleiðingar þínar frekar á spjallið.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Orri - 15/03/05 03:49 #
Biggi minn.
Við megum ekki rugla þessu saman.
Sú trúarhneigð sem við fyrirlítum er byggð á stúderingum okkar á mismunandi ideólógíum um einhvern "Guð almáttugan". Með tilheyrandi vanmáttarkennd og vitleysu. Gildir einu hvort skruddan nefnist Biblía, Kóran eða eitthvað annað.
Við fyrirlítum trú mannskepnunnar á "æðri mátt". Að okkur sé ætlað að "lúta handleiðslu æðri máttar". Að hinn óljósi "Hann" muni ákveða hvað um okkur verði.
Við höfnum sumsé hugmyndinni um alheimsföður - um tilvist yfirnáttúrulegrar vitsmunaveru sem ræður örlögum okkar.
Ég hef annars aldrei heyrt að geimverur eigi að ákveða örlög okkar með þessum hætti.
Eru menn ekki á einhverjum villigötum hérna? Ég "trúi" ekki öðru ;)
Fyrir mína parta sé ég ekkert rangt við að "trúa" á að heimsóknir "geimvera" hafi átt sér stað.
Sú afstaða hefur ekkert að gera með trúarbrögð.
Enda hafa fjölmargir af virtustu vísindamönnum heimsins haldið því fram að það væri argasti hroki að útiloka þróað líf, annars staðar í alheiminum.
Mér þykir því ósanngjarnt að setja "geimverutrúaða" undir sama hatt og þá sem aðhyllast guðstrú með tilheyrandi testamentum.
Mér er annars slétt sama um hvað Randi eða Magnús Skarphéðinsson hafa um þessi mál að segja.
Það er bara ekki hægt að fella þetta subject undir hefðbundinn skotspón Vantrúar!