Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Lík á spýtu

"Hlífum börnum við tóbaksreyk," stendur einhversstaðar ritað. En þarf ekki líka að hlífa þeim við moðreyk?

Svo sterk eru rökin fyrir því að heimsmynd trúarbragðanna sé þvæla ein og að innræting kirkjunnar sé vaðall ómerkilegra blekkinga, að furðu sætir að þetta sé ekki almennt viðurkennt. En svona eru trúmenn nú viðkvæmir fyrir minnstu gagnrýni á órökrænt og væmið hugmyndakerfið að enn er heilu stofnunum haldið úti fyrir almannafé til að boða ófögnuðinn. Og enn plagar þetta batterí grunnskólana með uppáþrengdum áróðri um töframátt líksins á spýtunni.

Svo smalar það öllum gráðugu krakkakjánakvikindunum til fermingarfræðslu þegar þeir eru hvað viðkæmastir fyrir annarra áliti.

Þetta verður allt í meira lagi ógeðfellt þegar farið er að velta því fyrir sér á gagnrýninn hátt. Það er óhugnanlegt að út um allt samfélagið séu farnar að hljóma raddir sem heimta að sköpunarsaga Biblíunnar sé lögð að jöfnu við þróunarkenninguna í námsefni grunn- og framhaldsskóla. Það er ógeðfellt að ríkisreknir fulltrúar falsana og blekkinga skuli heimta óheftan aðgang að trúgjörnum barnaeyrunum á þeim forsendum einum að vitleysan sem þeir boða sé svo samofin menningu okkar og sögu að ekki sé annað hægt. Sér í lagi er þetta viðbjóðslegt í ljósi þess að í hinni svokölluðu trúarfræðslu eru draugasögur Biblíunnar kenndar eins og um staðreyndir sé að ræða og börnin oft látin fara með bænir í tíma og ótíma.

Nei, það þarf að stöðva þetta ógeð allt. Prestar ríkiskirkjunnar, þessir töfralæknar aftan úr forneskju, ættu að setjast niður og reyna að sjá hlutina frá fleiri hliðum en sinni eigin. Skoða vel og vandlega hvað þeir eru að boða og setja það í samhengi við þá vitneskju sem fengist hefur með tryggum rannsóknaraðferðum. Skoða svo vel hve illa er gerlegt að koma þeim staðreyndum heim og saman við villuhugmyndir forneskjunnar.

Kannski þeir vakni þá upp við hversu óviðfelldin stofnun þetta er sem þeir starfa hjá og fái sér heiðarlega vinnu. Líkið á spýtunni á enga heimtingu á lotningu manna eða innrætingu ranghumynda um ódauðleik undir fasískri ógnarstjórn yfirnáttúruafla.

Birgir Baldursson 06.03.2005
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð


Guðmundur I. Markússon - 06/03/05 23:17 #

Sæll Birgir. Þegar þú segir

"Það er óhugnanlegt að út um allt samfélagið séu farnar að hljóma raddir sem heimta að sköpunarsaga Biblíunnar sé lögð að jöfnu við þróunarkenninguna í námsefni grunn- og framhaldsskóla."

ertu þá ekki að heimfæra Bandarískan veruleika biblíubeltisins upp á íslenskan? Út um allt samfélagið?! Ég hef engan þjóðkirkjumann heyrt fara þess á leit að 1. Mósebók verði tekin upp í líffræði í íslenskum grunnskólum. Í þessari bráðnauðsynlegu umræðu um kristin fræði og trúboð í skólum er það íslenskur veruleiki sem skiptir máli. Allt annað missir marks. Dallas og Teheran koma málinu jafn lítið við.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 07/03/05 00:02 #

Ég er að tala um íslenskan veruleika. Ég veit ekki hve öflugur þú hefur verið á spjallþráðum netsins undanfarin misseri og ár, en þetta viðhorf hef ég orðið var við á spjalli Strik.is, Vísir.is, Málefnin.com og hér í athugasemdakerfi jafnt sem spjallþráðum (reyndar aðeins einn maður en hann er öflugur).

OK, „út um allt þjóðfélag“ er kannski djúpt í árinni tekið, en þessar undarlegu raddir eru þó til hér á meðal okkar. Og ég óttast að þeim fari fjölgandi.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 07/03/05 02:10 #

Sjá t.d. þetta.


Guðmundur I. Markússon - 07/03/05 23:07 #

Þetta er sláandi rabb á þessum link, mikil ósköp. En það má ekki gera of mikið úr vefspjalli einhverra fárra einstaklinga. Við vitum að það eru sköpunarsinnar í Krossinum og fleiri slíkum félögum, en þeir eru á jaðrinum. Þrátt fyrir allt.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 07/03/05 23:13 #

Já, en það fjölgar sífellt í þessum hópi. Og það sem mönnum fannst almennt vera fáránlegt eða jafnvel geðsýkislegt atferli, þegar þeir sáu það á Ómega fyrst, þykir núna bara sjálfsögð trúarhegðun. Vírusinn er í sókn.

Það kæmi mér ekkert á óvart að umræðan um að kenna sköpunarsöguna til jafns við þróunarkenninguna yrði komin í opinbera umræðu hér innan fárra missera.


Ólafur Vignir Sigurðsson - 08/03/05 04:01 #

Ég get nú ekki séð betur en að þetta með "líkið á spýtunni" eigi ekki við Jesú... Það er vitað að hann fæddist.. Það er líka vitað að hann fæddist EKKI um jólaleytið.. Útilokað er annað en að faðerni hans hafi verið gróflega rangtúlkað, að ekki sé meira sagt og faðir hans jafn jarðneskur og aðrir feður. Líklega hefur hann verið svívirtur og hæddur eins og svo margir aðrir mestu friðboðar mannkynsins hingað til. En mér virðist augljóst af biblíusögum að hann hafi EKKI dáið á krossinum, heldur hafi honum verið bjargað þaðan enda sárin gróin að nokkru þegar hann sýndi lærisveinunum þau, og maðurinn greinilega sprellifandi... Mér leikur forvitni á að vita hvað um hann varð síðan... Það þarf endilega að fara að túlka þetta rétt og hætta að segja börnum svona tröllasögur.


Bjoddn - 08/03/05 10:09 #

Ólafur er nokkur skarpur maður að mínu áliti.

Sumir segja að Jesú hafi farið aftur út í eyðimörkina eftir sína misheppnuðu tilraun til að ná völdum í Ísrael. Þar hékk hann og las í bókum Essena þangað til hann dó.

Meirihlutinn af lífi Jesú er því bara ósköp ómerkilegur.

Ef þú hefur gaman af samsæriskenningum sem krefjast ekki yfirnáttúrutrúar, þá er hægt að finna svoleiðis Hérna


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 08/03/05 14:36 #

Rauntilvist og ævi Jesú er málflutningi mínum hér óviðkomandi. Það eru eigin fullyrðingar kristninnar að hann hafi dáið á krossinum og lifnað svo við síðar. Lík á spýtu á því algerlega við, því það er einmitt það sem þeir dýrka.


Guðmundur I. - 08/03/05 15:26 #

Það er rétt að rauntilvist Jesú er utan við efni Birgis. En fyrst það er komið í gang má benda á að vangaveltur samsærissinna um Krist eru meira og minna úr lausu lofti gripnar og í engu áhugaverðari eða ábyggilegri en guðspjöllin. Það bendir ekkert til þess að Jesús hafi haft neitt með Essena eða dauðahafssamfélagið í Qumran að gera.

Ef fólk vill komast út fyrir guðspjöllin (sem eru einu heimildirnar um Jesú) er til heil "historical Jesus"-grein innan akademíunnar sem fókuserar á það hvernig raunverulegu lífi Jesú og hreyfingar hans gæti hafa verið háttað, með skipulögðum, vísindalegum hætti.


Bjoddn - 08/03/05 16:15 #

ok Guðmundur... hvernig get ég nálgast eitthvað svoleiðis?

Ég er ósammála því að samsæriskenningar um ævi krists séu ekki áhugaverðari en guðspjöllin. Það er alltaf gaman að góri samsæriskenningu. Da-Vinci lykillinn er vinsæl bók af því að hún inniheldur samsæri.

Annars finnst mér það voðalega skrítið ef menn eru í alvöru að spá í hvernig lífi Jesú og samferðamanna hans hafi verið háttað, að ekkert skuli heyrast frá þeim er þær pælingar stunda.

Af hverju eru kenndar goðsögur og yfirnáttúra þegar menn virðast hafa svona fínar akademískar pælingar um Jesú sem rannsakaðar hafa verið með vísindalegum hætti?

Er einhver skipulöggð þöggun í gangi? Erum við komnir með efni í nýja samsæriskenningu?


Guðmundur I. Markússon - 08/03/05 18:32 #

Sæl/ll Bjoddn,

Ég tek það fram að ég er ekki sérfræðingur á þessu sviði, hef aðeins rekist á tilvísanir í þessar rannsóknir í greinum o.þ.h. Mikið er til á netinu en oft erfitt að sjá hvað er fræðilegt og hvað trúarlegt.

Það er ekkert skrýtið að lítið beri á þessum rannsóknum--þannig er því farið með mikið af því sem fer fram innan háskólanna, enda kemst lítið í fjölmiðla eða popular bækur nema það sé þokkalega krassandi (t.d. samsæri).

Mér sýnist þessi bók vera fræðileg: Gerd Theissen, Annette Merz: The Historical Jesus: A Comprehensive Guide.

Danski trúarbragðafræðingurinn Per Bilde hefur nýlega skrifað bók um uppruna kristninnar í krítisku sagnfræðilegu ljósi: En religion bliver til. En undersøgelse af kristendommens forudsætninger og tilblivelse indtil år 110 (www.saxo.dk/P00.m4n?main=1&shop=2).

Þessi vefur sýnist mér vera ágæt kynning (virðist þó vera guðfræðilega baseraður): www.bibleinterp.com/articles/jesusresearch.htm

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.