Fyrir ótrúlega mörgu fólki er eins og rökræða sé ekki leit að sannleikanum eða leit að bestu lausn, heldur sé hún keppni og menn séu fyrst og fremst að reyna að vinna, en sannleikurinn verður aukaatriði. Þetta er auðvitað oft raunin þar sem menn vilja eindregið að tiltekin niðurstaða fáist vegna þess að önnur niðurstaða – sem gæti vel verið hin rétta – væri óþægileg fyrir þá sjálfa, stundum vegna hagsmuna, stundum vegna persónulegra aðstæðna, stundum vegna þess að hún gæti hróflað við hugarheiminum.
Algeng aðferð er að fólk slái um sig með yfirlýsingum og sleggjudómum, frösum, hnyttni eða öðrum ó-röklegum aðferðum, en vinni samt áheyrendur á sitt band. Sá sem hefur rangt fyrir sér „vinnur“ þannig rökræðuna. Hinn getur kannski á endanum sýnt að hann hafi rétt fyrir sér, en það skiptir ekki máli, hinn er búinn að vinna crowdið á sitt band og kemur sínu fram. Sá sem hafði á réttu að standa er stundum gerður að „náunganum sem þarf alltaf að eiga síðasta orðið“ eða „náunganum sem kann ekki að tapa“ eða annað ámóta.
Bjánar geta slegið fram bjánalegum fullyrðingum og þær „standa“ nema eytt sé miklu púðri í að hrekja þær. Aftur og aftur. Svo heyrast sömu bjánarnir koma með sömu bjána fullyrðingarnar, sem er löngu búið að hrekja, þeir gátu ekki varið þá og geta heldur ekki varið nú, en halda þeim samt ennþá fram. Þessu fólki gengur ekki sannleiksástin til. Það er ekki í heiðarlegri sannleiksleit heldur vill það að ákveðin niðurstaða fáist.
Það er ákaflega tímafrekt að eiga við fólk af þessu sauðarhúsi og færa má rök fyrir að það sé hrein og bein tímasóun. Hvers vegna að reyna að sannfæra fólk sem tekur ekki sönsum? Hvers vegna að halda áfram að rökræða við fólk sem skilur ekki rökin, meðtekur þau ekki, tileinkar sér þau ekki eða kýs einfaldlega að hunsa þau?
Það má spyrja sig hvort þeir sem leita sannleikans séu að nota réttu aðferðirnar. Það hlýtur alltaf að vera forskot að hafa rétt fyrir sér. Það er auðveldara að færa rök fyrir því sem er rétt en því sem er rangt. Það er því ekki skrítið að þeir sem hafa rangt fyrir sér reyni gjarnan að forðast heiðarlegar rökræður. Í staðinn er gripið til ó-röklegra aðferða. Ef slagorð eru það sem fjöldinn vill, þá ætti kannski að hamra slagorð úr sannleikanum. Rökin eru áfram fyrir hendi ef eftir þeim er leitað, en til að vinna fjöldann getur þurft slagorð.
Guð er ekki til, sættið ykkur við það.
Hómópatar eru fúskarar.
Þú ert kominn af öpum. Mamma þín er það líka.
Einhver skyldleiki er þarna skv. erfðafræðinni. Genunum svipar víst 99% til milli simpansa og homo sapiens.
Einhver skyldleiki er þarna skv. erfðafræðinni. Genunum svipar víst 99% til milli simpansa og homo sapiens
Ég trúi því allavega ekki að Óðinn sé til í alvörunni.
Já það er löngum þekkt að kynding tilfinninga, slungin beiting talna, fögur loforð, háð og mannalæti hafa fleitt mörgum til valds og "virðingar" innan félaga og stjórnmála. Nægir þessum mönnum oft að einblína á eitt vinsælt málefni hjá þeim hóp sem hlustar og komast áfram á viðtekinni skoðun hvort sem að hún stenst siðferðislega eður ei. Dæmi um þetta eru steranotendur í íþróttum. Hin falda en viðurkennda skoðun flestra keppnisíþróttamanna í greinum sem þarfnast mikilla krafta er að nota anabolíska stera meira eða minna. Í þessum greinum er talið óhugsandi að ná árangri án lyfjanna. Mótmæli heiðarlegra íþróttamanna eru gjörsamlega hunsuð. Sumir steranotendur setja upp samúðarsvip og segja: "já en svona er þetta og við breytum því ekki" eða "þjófurinn er alltaf á undan löggunni þannig að það er ekki hægt að útrýma lyfjanotkun með prófunum". Það er leitt að heyra svona uppgjöf og vanvirðingu fyrir sannleiksleit og jafnri aðstöðu keppenda. Líkt og Vésteinn segir þess háttar málflutning, þá hafa þessir menn eingöngu áhuga á einni niðurstöðu, þ.e. að þeir geti haldið áfram að nota stera. Réttlæti og hreinskilni má fara veg veraldar. Ég nefndi þetta dæmi úr heimi vissra íþrótta en sams konar hugsun er því miður víða við lýði í stjórnmálum og trúmálum. Stöðnun og hugleysi er látið ráða ferðinni. - SS
Þetta er ekki rétt sem vésteinn segir að við séum komin af öpum. Þetta er einfaldlega ekki satt.
Þetta er nú svo alvitað að mér blöskrar hreinlega þessi spurning þín Snær. Maður hlýtur að spyrja sig að því hvaða önnur "þekking" ykkar vantrúarmanna er líka byggð á ranghugmyndum um heiminn.
Þið eruð bara geðveikir ef þið trúið þessu... svo ég noti nú svona Mattaá rökin.
Ert þetta þú Lárus Páll? Ertu sköpunarsinni eftir allt? Eða bara að gera at?
"Þetta er nú svo alvitað að mér blöskrar hreinlega þessi spurning þín Snær."
Nú? Hef ég orðið eitthvað eftir á hvað varðar þekkingu á þróunarkenningunni/[einhver tilgáta í mótsögn við þróunarkenninguna]?
Endilega upplýstu mig þá hvað þetta varðar.
Sko strákar.... maðurinn og apinn eiga sameiginlegan forföður. Það er ekki það sama og að vera kominn af öpum....skiljú?
Annars var þetta örlítil tilraun sem ég var að gera. Kannski ég segi ykkur niðurstöðuna einhvertíma yfir kaffibolla. Við þurfum nú að fara að hittast Birgir og iðka röfl við tækifæri.
Lárus Páll Birgisson. Ef þú ætlar að halda áfram að væla undan því að ég hafi sagt þig geðveikan (sem ég gerði ekki) skaltu reyna að halda þig við raunveruleikann.
Þú ert ekki staddur í Morfís keppni, þú þarft einungis að játa að spurningin um tilvist barna minna á ekkert sameiginlegt með spurningunni um tilvist Gvuðs.
Meðan þú gerir það ekki get ég ekki dregið aðra ályktun en þá að það sé eitthvað að þér andlega.
Stundaðu "tilraunir" þínar annars staðar.
Fyrir mitt leyti finnst mér þetta nú saklaust. Meinalaust af minni hálfu.
Ef sameiginlegur forfaðir manna og annarra apa sveiflaði sér út úr frumskógi og inn á borð til náttúruvísindamanna, þá er ég í litlum vafa um að hann yrði kallaður api.
Einmitt. Menn og aðrir apar eru komnir af öpum.
Einhvern tímann kom ég með þetta svar vegna rifrildis um sameiginlegan forfaðir apa og manna. Þar koma m.a. fram hugmyndir um hvernig hann gæti hafa litið út.
Og hvernig halda menn að þessi forfaðir hafi litið út?
Hugsum okkur að við tökum beinagrind af sameiginlegum forföður, klæðum hana kjöti og skinni. Þá er útlitið nokkurn veginn komið.
Guð skapaði manninn og það er ekkert sem þið getir sagt sem mun láta mig hætta að trúa á Jesú Krist. Þið eruð bara með eitthverja töffara stæla eruð í eitthverji persónulegri uppreisn við sjálfa ykkur. Þegar þið eldist munuði hætta þessum stælum og snúa ykkur að ljósinu!!!!!!!!!!!!!!!
Ég fyrirgef ykkur ekki!!! en guð mun gera það !!!
Búhúfo*nghú að þú viljir ekki fyrirgefa okkur, en hvað ég á eftir að verða andvaka í nótt! Fyrst þú bregst við eins og þú gerir, þá kemur mér í hug spakmæli: Sannleikanum verður hver sárreiðastur!
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Gísli - 17/01/01 22:44 #
Einhver skyldleiki er þarna skv. erfðafræðinni. Genunum svipar víst 99% til milli simpansa og homo sapiens.