Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hið góða og hið illa...

...eru ekki til sem sjálfstæð öfl ofar og utar manninum. Þetta eru einkunnir sem maðurinn gefur atburðum og fyrirbærum í náttúrunni, eftir því hvort þeir eru heppilegir fyrir mannkynið eða ekki.

Það var ekki „hið illa“ sem setti jarðskjálfann ógurlega í Indlandshafi af stað. Og ekki var það „hið góða“ sem bjargaði þeim sem komust af. Þetta bara gerðist, svona er þetta bara.

Samt er „því góða“ þakkað björgunin og því jafnvel gert upp að sýna hluttekningu með syrgjendum. Það gera jafnvel langskólagengnir menn.

Annað dæmi: Veðráttan á Íslandi í sumar sem leið gerði út af við frekar nýtilkominn stofn holugeitunga. Þeir gera sér bú ofan í moldinni og aðeins litil hola er til vitnis um bústaðinn. Það gerðir gríðarlega rigningu í ágúst svo bú þeirra urðu umflotin vatni og í kjölfarið komu svo mestu sumarhitar í manna minnum - og allt myglaði.

Var „hið góða“ þarna að verki eða „hið illa“? Frá sjónarhóli okkar mannanna var þetta mjög heppilegur atburður, því holugeitungar eru okkur aðallega til mestu óþurftar, með allt sitt timburát og eitraðan brotdd á viðskotaillum dýrum.

Nei, þetta hefur ekki með nein öfl ofar manninum að gera, heldur metum við þetta alveg út frá sjálfum okkur. Værum við að nýta einhverjar geitungaafurðir og ættum jafnvel lífsafkomu okkar undir þeim, myndu sumir trúmenn tala um að þarna hefði „hið illa“ verið að störfum.

Nei gott fólk, allt er þetta skilið út frá forsendum þeirrar dýrategundar sem við teljumst til. Séu einhverjir atburðir í veröldinni óheppilegir fyrir mannskepnuna tala trúgjarnir einstaklingar um „hið illa“. En dilli eitthvað í okkur fegurðarskyninu verður það sjálfkrafa að handverki „hins góða“ í kolli þeirra sömu.

Hvort síðan séu til hlutir og atburðir sem eru alltaf góðir eða slæmir fyrir alla menn, alltaf og á öllum tímum er svo efni í allt aðra grein.

Birgir Baldursson 09.02.2005
Flokkað undir: ( Rökin gegn guði )

Viðbrögð


Bjoddn - 09/02/05 12:39 #

hehh... þú þarft ekkert að fara í dýraríkið til að finna svona brenglun, líttu bara á fólk sem kallar fjöldamorð guðs á hinum vantrúuði í náinni framtíð fagnaðarerindi.

Ég á voða bágt með að sjá eitthvað gott við það... finnst það bara líkjast þjóðernishreinsunum af verstu gerð.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 09/02/05 13:41 #

Vel hugsað, en það er reyndar þungamiðja þessa dómdagskölts sem sem þú ert að vísa til. Og auðvitað er það ekkert annað en argasta siðleysi að telja slíkar hreinsanir fagnaðarerindi og aflið á bak við þær gott.

Hvað segið þið trúmenn, getið þið á einhvern hátt varið þetta?


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 09/02/05 16:26 #

Samanber annars hugvekjuna "Ég vona að honum líði illa"...


marco - 09/02/05 21:20 #

Gott nafn fyrir söfnuðinn ykkar. "Félag Bókstafstrúleysingja". Undirtitill, "Gegn yfirnáttúru, með ónóttúru og með og á móti holugeitungum".


Snær - 09/02/05 21:53 #

Aha. Segðu mér Marco, getur þú ómögulega gagnrýnt okkur án þess að grípa til strámannsraka?


marco - 10/02/05 15:16 #

Það er erfitt að ræða við ofstækismenn á annan hátt en grípa til hótfyndni. Þið reynið með barnalegum dæmum að gera lítið úr trúarlegri reynslu fólks og afgreiðið óendanlegan fjölda manna sem annað hvort lygara eða geðsjúklinga með ranghugmyndir. Þið gerið lítið úr öllum þeim góðverkum sem unnin hafa verið af sannri trú og reynið að jafna það út með glæpum sem illvirkjar hafa framið í nafni trúarinnar. Þó eru aumlegastar tilraunir ykkar til að afsanna tilvist æðri máttar með ótrúlega kjánalegum vísindarökum. Þið virðist alltaf verða 17 ára, haldið ykkur vita allt en vitið svo ósköp lítið.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 10/02/05 15:29 #

Óttalega eru þetta aumingjaleg innlegg hjá marco. Hvernig væri að hann myndi eyða orku sinni í að sýna okkur fram á hvernig dæmin eru vitlaus og (vísinda)rökin kjánaleg.

Væntanlega er það lítið mál.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 10/02/05 15:29 #

marco, það eru bara kjánar sem nota "rök" eins og þessi sem þú kemur með

Þó eru aumlegastar tilraunir ykkar til að afsanna tilvist æðri máttar með ótrúlega kjánalegum vísindarökum.

og í rauninn segir það meira um þig en okkur.

Þú átt bíl er það ekki? Hann virkar er það ekki? Hefur þú verið að taka eftir því að vísindaleg þekking hafi ekki verið að virka upp á síðkastið? Reyndu að þroskast og hætta þessari vitleysu eða reyndu að snúa þér að einhverju öðru!


marco - 10/02/05 17:59 #

Skrif mín hér til ykkar hafa einkennst af hótfyndni og fullyrðingum, ekki rökum. Ég tel enga þörf að eyða rökum á menn sem ætla sér að afsanna tilvist æðri máttar með hálfkaraðri hundalógík og þrætubók. Ég hef ekki rekist á eina röksemd hér á vefnum sem orð er á eyðandi. Mest er blaður andlegrar kassamennsku um menn og málefni. Þess vegna segi ég það aftur þið eruð samtök "Bókstafstrúleysingja". Það meira en vottar fyrir fyrir pólítískri vísindahyggju í skrifum ykkar, skrif ykkar eru stæk af henni. Ykkar nánustu skoðanabræður í hugmyndafræði hvað trúarbrögð varðar að minnsta kosti eru nasistar og kommúnistar. Þess vegna segi ég "Gegn yfirnáttúru, með ónáttúru". "Með og á móti holugeitungum", vísar til snilldarrökfimi eiganda "þessara þungu högga". Jafnan fyrir hugsun ykkar gæti verið "Þú átt bíl = guð er ekki til" sem sagt "Þú átt ekki bíl = guð er til". Ég á bíl svo að líklega hafi þið rétt fyrir ykkur í kassanum ef að jafnan er rétt.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 10/02/05 18:08 #

Meðan marco getur ekki rökstutt orð sín er einfaldlega engin ástæða til að taka mark á honum. Enn hefur hann ekki bent á léleg rök eða vitlausar jöfnur til að styðja mál sitt. Vælir bara eins og svekktur trúarnöttari.

Ykkar nánustu skoðanabræður í hugmyndafræði hvað trúarbrögð varðar að minnsta kosti eru nasistar og kommúnistar.
Æi éttu skít Halldór. Það tekur því ekki einu sinni að svara þessu.


Snær - 10/02/05 18:15 #

"Skrif mín hér til ykkar hafa einkennst af hótfyndni og fullyrðingum, ekki rökum."

Hvernig og hvers vegna er það betra en að fara með rökstudd mótrök? Eða á þetta ekki að vera betra? Ert þú kannski bara að tjá neikvæðar tilfinningar í okkar garð?

"Ég tel enga þörf að eyða rökum á menn sem ætla sér að afsanna tilvist æðri máttar með hálfkaraðri hundalógík og þrætubók."

Hmm, er þetta (lestu svarið sem birtist efst á skjánum, og það sem er fyrir neðan) svona hundalógík?

Við reynum ekki að afsanna tilvist allra skilgreininga á gvuði eða gvuðum, enda með öllu ómögulegt. Hinsvegar getum við, og höfum, sýnt fram á það hvernig sumar eru röklega ómögulegar, aðrar vísa til vera sem virðist ekki með neinu mögulegt að hafa vitneskju um, og svo sýna fram á tilgangsleysi átrúnaðs á illa skilgreinda gvuði.

""Með og á móti holugeitungum", vísar til snilldarrökfimi eiganda "þessara þungu högga"."

Dæmið með holugeitungana hefur ekkert með tilvist gvuðs að gera, heldur er sniðið til þes að gera grein fyrir því hvenær fólk telur atburð "illan" annarsvegar eða "góðan" hinsvegar.

Þess vegna er "Þú átt ekki bíl = guð er til" ekkert nema strámannsrök.

Kannski að þú viljir skipta þessari þreyttu rökvillu út fyrir aðrar ferskari, s.s. hefðarrökin, eða vísun til yfirvalds?


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 10/02/05 18:49 #

Þú ert mjög dapur maður marco, viðurkenndu það bara þú veist voða lítið. Bullið sem flæðir upp úr þér er ekki svaravert. Mér þykir þú aðallega vera að TROLL-ast þannig að mér finnst persónulega að þeir sem hafa völd til geti alveg farið að stroka út þessi komment þín þar sem þú ert ekki í neinum tengslum við greinina og ert bara reyna ausa skít yfir allt og alla. Sem segir kannski meira um á hvaða stigi þú ert!


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 10/02/05 19:43 #

Já, frekara skítkasti marcos verður eytt. En hann má auðvitað alveg vaða hér uppi með málefnalegan málflutning :)


marco - 10/02/05 22:06 #

Athugasemd eytt, enda fullkomið skítkast.


Kalli - 11/02/05 00:18 #

"Þó eru aumlegastar tilraunir ykkar til að afsanna tilvist æðri máttar með ótrúlega kjánalegum vísindarökum."

Hahahaha, ég elska þennan gaur, reyndar hefur hann þann ókost að vera fullkomlega laus við skynsemi, en algjör dúlla samt!


einarh - 11/02/05 00:29 #

Ég er nú engin aðdándi marcos. Mér blöskrar samt að síðasta innleggi hans hafi verið eytt því það átti ekkert skilt við skítkast. Er þessi síða bara samkoma jábræðra sem ekki þola gagnrýni. Minnir eilítið á sértrúarsöfnuð.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 11/02/05 00:39 #

. Er þessi síða bara samkoma jábræðra sem ekki þola gagnrýni. Minnir eilítið á sértrúarsöfnuð.
Þetta er glórulaus ásökun í ljósi allra þeirra athugasemda sem hér fá að standa.

Ég sá reyndar ekki þessa síðustu athugasemd, en miðað við aðrar athugasemdir marco var löngu tímabært að stoppa hann.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 11/02/05 00:41 #

Ertu enginn aðdáandi marcosar? Athyglisvert í ljósi þess að þið eruð einn og sami maðurinn.

Lærðu að elska sjálfan þig ;)


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 11/02/05 00:46 #

Og svona FYI, þetta er athugasemdin sem einarih finnst ekki vera skítkast:

Já eyðiði bara því sem ykkur líkar ekki, eins og ykkar nánustu skoðanabræður gerðu. Svo geta allir kallarnir í kassanum verið vinir. Verði ykkur að því.

Svo notarðu fölsk netföng í ofanálag og ert því að brjóta hér allar umgengnisreglur. Taktu þig saman í andlitinu ef þú vilt fá að tjá þig hér áfram.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 11/02/05 00:49 #

Mér finnst það stórkostlega fyndið þegar liðið er farið að pósta undir mörgum nöfnum til að bakka sjálft sig upp. Hvílíkir nöttarar :-)


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 11/02/05 10:36 #

Það eru margir persónuleikar sem skrifa hérna en sumir erum með fleiri en einn :D


Snær - 11/02/05 14:47 #

"Þið virðist alltaf verða 17 ára, haldið ykkur vita allt en vitið svo ósköp lítið."

Mér þykir þetta svo yndislega fyndin gagngrýni, einfaldlega vegna þess að ég er nefnilega 17 ára.

Þó tel ég mig ekki vita allt, enda væri ég ekki að lesa ritmiðla sem þennan ef svo væri. :D

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.