Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Guðstáknið

Það er merkilegt að hlusta á trúað fólk reyna bera hönd fyrir höfuð sér með því að rugla viljandi saman vísindum og trú. Áður fyrr trúðu menn að guð stjórnaði rigningunni, vindinum, eldingunum og öllu því sem ekki var hægt að útskýra, en nú þegar vísindin hafa skýrt flest það sem við sjáum í kringum okkur þá er guð kominn út í afkima alheimsins og á þá staði sem vísindin hafa ekki enn fullkomlega útskýrt.

Fyrir mér lítur þetta svolítið út eins og guð sé einskonar „token“, þ.e. eins og lítil stytta. Ef vísindin geta ekki skýrt eitthvað út þá eru trúmenn komnir með guðsstyttuna sína og troða henni inn í dæmið. Þeir óska sér svo heitt að guð sé þarna einhversstaðar að þeir eru tilbúnir að leggjast alveg ofan í forarsvaðið. Þeir þrá að koma guð sínum einhversstaðar í skjól svo þeir geti predikað um hann sem staðreynd frammi fyrir einföldu sálunum.

Gott dæmi eru kenningar um Miklahvell og byrjun alheimsins. Þar er ekki allt komið á hreint eins flestir vita en þá er allt í einu guð mættur eins og það sé síðasta hálmstráið fyrir því að hann hafi skapað heiminn. Sumt fólk virðist bara ekki átta sig á því að þótt eitthvað sé óljóst eða óútskýrt þá er óþarfi að troða guði inn. Guð kemur málinu bara ekkert við.

Þetta sýnir kannski betur en margt annað hve mikilli kreppu trúfólk er lent í. Guð er búinn að vera stanslausum flótta síðustu 200 ár og allt það sem hann átti að hafa stjórnað sér hann ekki um lengur. Að lokum er hann kominn á þá staði þar sem fólk fyrir 200 árum og hvað þá 2000 árum gat ekki einu sinni ímyndað sé að væru til. Því miður eru prestar og aðrir ekki lengi að koma með órökstuddar dylgjur til höfuðs vísindalegum staðreyndum sem þeir skilja ekki sjálfir. Vísindin hafa hinsvegar fyrir löngu áttað sig á því að það gefst ekki vel að blanda guði inn í staðreyndir og því er honum alltaf sleppt.

Og það er ekki að ástæðulausu.

Jón Magnús 08.02.2005
Flokkað undir: ( Vísindi og trú )

Viðbrögð


Axel - 17/01/01 17:37 #

Biblían er alls ekki vísindarit og má ekki líta á hana þannig. Hún lýsir frekar sambandi við Guð og hvernig eigi að fara að. Hins vegar er hægt að tengja Biblíuna mjög vel við mörg nútíma vísindi, td. finnast merki um að syndflóðið hafi átt sér stað og finnst merki um ýmsa aðra atburði úr gamla testamentinu. Þess má til gamans geta að Biblían inniheldur líka allskonar reglur um siðferði og hegðun þ.á.m. stendur í Orðskviðunum 17:22 "Glatt hjarta veitir góða heilsubót, en dapurt geð skrælir beinin" og nú er nýleg læknisfræðiuppgötvun að gleði og ánæja er heilsubætandi en þunglyndi getur valdið beinþynningu. Svo stendur í Jobsbók. Job.26:7. "Hann þenur norðrið út yfir auðninni og lætur jörðina svífa í tómum geimnum," Job.26:10. "Marklínu hefir hann dregið hringinn í kring á haffletinum, þar sem mætast ljós og myrkur." 2pét.3:10 "En dagur Drottins mun koma sem þjófur, og þá munu himnarnir með miklum gný líða undir lok, frumefnin sundurleysast í brennandi hita og jörðin og þau verk, sem á henni eru, upp brenna." Og þetta er bara dæmi af miklu miklu meira.

En allavega þá má ekki líta á þetta sem sönnun því að Biblían byggist á trú og maður ætti í raun ekki að miða han við vísindi til að kanna áreiðanleika hennar. Ég held allavega að allar ákvarðanir og ályktanir byggjast á einhverri trú hvort sem það er trú á Guð, vísindi, skoðanir, skynsemi eða bara hverju fólk trúir. Allavega byggi ég alla mína trú og allar mínar ályktanir á Guði og ég trúi því að Biblían innihaldi aðeins sannleika sem ég byggi síðan trúna út frá.


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 08/02/05 15:54 #

Einmitt. Vísindi og trú eiga nákvæmlega ekkert sameiginlegt. Vísindi reyna að skýra hið óþekkta með því þekkta en trúarbrögð snúa því á haus, reyna að skýra hið þekkta (heiminn) með því óþekkta (guð). Það er galið.

Svo er alltaf dálítið fyndið að spyrja trúmenn afhverju guð sé alveg hættur að gera vart við sig því í trúarbókunum sem þeir grundvalla trú sína á þá fór ógurlega mikið fyrir guði í gamla daga. Guð klauf höf í tvennt, lét sólina standa kjura (!), herskarar engla fóru með lúðrablæstri um himnana, engill dauðans kom með glóandi sverð og drap alla frumburði hjá heilli þjóð, konur breyttust í saltstólpa, eldi og brennisteini rigndi yfir borgir sem var eytt, dauðir risu úr gröfum sínum o.s.frv. en nú er allt hljótt..............................................................mjööööög hljótt


Axel - 15/04/05 13:34 #

Reyndar er Guð ekki hættur að gera kraftaverk en eins og áður gerir hann þau í augsýn þeirra sem að fylgja honum og ég hef verið vitni að því svo ég efast ekkert um það. Þú sérð að Jesús gerði kraftaverkin í ausýn lærisveinanna en ekki í augsýn heiðingjanna þar sem hann kom ekki til að sanna neitt heldur til að boða trú.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.