Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Nonni trúir ekki á guð


Vangaveltur um trú, trúleysi og mikilvægi þess að hugsa sjálfur, fyrir börn og unglinga.

Hæ, ég er kallaður Nonni!

Ég er 8 ára. Ég trúi ekki á guð.

Ég veit að margir krakkar trúa á guð. En mörg þeirra þora ekki að segja að þau trúi ekki á guð því þá verða þau skömmuð.

Í mínum bekk er ég sá eini sem þori að viðurkenna að ég trúi ekki á guð.

Þegar ég var 6 ára þá trúði ég á guð. Það var af því að kennarinn og allir krakkarnir sem ég þekki sögðu að hann væri til. Þá vissi ég ekki að hann var bara í þykjustunni. Þá hugsaði ég ekki sjálfur um guð heldur trúði bara því sem allir sögðu. Mér var sagt að ég ætti að trúa þótt enginn gæti sýnt mér að guð væri til. Mér var sagt að ég ætti bara að trúa, því þá sýndi ég guði að ég væri góður.

Það er eins og að ljúga að sjálfum sér.


Pabbi og mamma trúa ekki á guð en þau segja að ég verði sjálfur að hugsa um guð og ákveða hvort ég vill trúa á hann.

Og það var einmitt það sem ég gerði og nú skal ég segja þér hvað gerðist.

Fyrst fór ég að hugsa um hvernig við getum vitað hvort guð er til eða ekki. Til að vita hvort eitthvað er til er best að geta snert það og séð. En það er ekki hægt að snerta eða sjá guð. Þeir sem trúa á guð segja að hann sé ósýnilegur og ekki hægt að snerta hann. Hvernig vita þeir þá að hann er til?

Þegar ég var í sex ára bekk þá trúðum við krakkarnir öll á ósýnilega álfa og tröll. Nú vitum við að álfar og tröll eru bara til í þykjustunni og sögurnar um þau voru búnar til af fullorðna fólkinu. Í gamla daga þegar eitthvað týndist þá sagði fólkið að álfar hefðu stolið því sem týndist. Þannig voru þykjustu álfar búnir til til að útskýra eitthvað sem fólkið skildi ekki.

Guð var líka búinn til til að útskýra margt sem fólk skildi ekki í gamla daga. Þá hélt fólk að guð stjórnaði rigningunni, rokinu, þrumum og eldingum og mörgu öðru sem fólk vissi ekki hvernig var til komið. Í dag eru vísindamenn búnir að útskýra allt það sem fólk bjó guð til til að útskýra í gamla daga.
Það gerðist vegna þess að vísindamennirnir hugsuðu sjálfir um vandamálin og gerðu tilraunir sem gátu sannað að það var ekki ósýnilegur guð sem stjórnaði.

Stundum spurja krakkarnir mig hvernig allt varð til ef guð bjó það ekki til. Þau segja að ekkert geti orðið til nema einhver búi það til. Þá spyr ég oft fyrst: "hver bjó þá til guð"? Þá segja þau að guð hafi alltaf verið til og ég svara með því að segja að ég haldi líka að heimurinn hafi alltaf verið til.

Stundum reyna krakkarnir að hræða mig til að trúa. Þau segja að ef ég trúi ekki verði guð vondur við mig og ég fari til Helvítis þegar ég dey. Þar er eldur. Þá segi ég að ef guð geti verið svona vondur við lítið barn þá vil ég ekki fara til hans hvort sem er.

Þá spurja þau ekki meira.


Fólkið í gamla daga bjó til alls konar guði. Sumir guðirnir voru menn, sumir konur og sumir voru dýr.
Sumir voru meira að segja bæði menn og dýr. Sumir guðir voru ósýnilegir en aðrir voru sýnilegir. Sumir voru góðir og sumir voru vondir. Fólkið bjó til alls konar sögur um guðina. Alveg eins og hér á Íslandi voru búnar til margar sögur um ósýnilega álfa. Í öllum löndum var það alltaf guðinn sem var búinn til í hverju landi sem fólkinu þar fannst vera bestur.
Guðinn var alltaf sérstakur vinur þjóðarinnar sem fann hann upp en óvinur hinna þjóðanna sem voru með aðra guði. Mjög mikið af fólki hefur verið drepið vegna þess að það trúir ekki á sama guðinn og einhverjir aðrir. Í dag er fólk enn að drepa hvert annað í styrjöldum út af mismunandi trú á guð.

Sögurnar sem fólkið bjó til um guðinn sinn voru svo settar í sérstakar bækur. Þar voru skrifaðar reglur um hvað guðinn vildi að fólkið gerði. Þar var einnig sagt frá öllu því sem guðinn ætlaði bara að gera fyrir þjóðina sem fann hann upp.

Á Íslandi eru flestir kristnir. Bókin sem hefur allar sögurnar um guð hjá okkur heitir Biblían. Alveg eins og í álfasögum, eru sagðar sögur í Biblíunni sem ekki geta hafa gerst í alvörunni, t.d. sagan af Nóaflóðinu. Þú hefur örugglega lesið um Nóa í skólanum.
Í dag vita allir að það var ekki til nógu mikið vatn fyrir svona flóð og að ekki var nóg pláss á bátnum hans Nóa nema fyrir pínulítið brot af dýrunum. Svo passar það ekki að segja að guð sé góður fyrst hann lét öll litlu börnin í heiminum drukkna í Nóaflóðinu.

Svona fór ég að hugsa sjálfur um guð og Biblíuna. Enginn hefur séð guð og enginn getur sýnt að hann sé til með myndum eða neinum tilraunum.

Amma mín sem trúði á guð, og sagði að hann hlutstaði alltaf á bænirnar mínar, var oft að biðja bænir. Þegar ég var 6 ára bað ég guð um að láta ekki litlu börnin í Afríku deyja úr hungri. Þau dóu samt. Nú er ég búinn að sjá að ef einhver þarf mat er betra að ein manneskja fari heim til hans með mat heldur en að láta hundrað manns í kirkju biðja bæn fyrir hann. Ég veit þetta af því að ég hugsaði sjálfur um málið.

Nú veit ég að guð er bara í þykjustunni. Eins og álfar og tröll.

Nú læt ég engan segja mér eitthvað án þess að hugsa fyrst sjálfur um málið.

Ég er trúleysingi. Trúleysingjar eru þeir sem trúa ekki á guð eða ósýnilegar verur.

Þegar við fæðumst erum við öll trúleysingjar. Það þarf að læra að trúa á guð. Þegar pabbi og mamma, allir vinir þínir og kennarinn í skólanum segja að guð sé til þá fer maður að trúa á guð án þess að hugsa sjálfur um málið. Þegar ég fór sjálfur að hugsa um málið sá ég að guð er bara í þykjustunni. Nú líður mér betur því mér finnst vont að trúa einhverju sem mér finnst vera bara plat.

Mér finnst allt í lagi þótt hinir krakkarnir trúi á guð en það væri skemmtilegra ef þau myndu reyna að skilja mig og hugsa sjálf um guð.

Ég vil ekki ljúga að sjálfum mér.

Aiwaz 31.01.2005
Flokkað undir: ( Rökin gegn guði )

Viðbrögð


Keli - 18/01/01 03:14 #

Því að orð krossins er heimska þeim er glatast, en oss, sem hólpnir verðum, er það kraftur Guðs. 19 Ritað er: Ég mun eyða speki spekinganna, og hyggindi hyggindamannanna mun ég að engu gjöra. 20 Hvar er vitringur? Hvar fræðimaður? Hvar orðkappi þessarar aldar? Hefur Guð ekki gjört speki heimsins að heimsku? 21 Því þar eð heimurinn með speki sinni þekkti ekki Guð í speki hans, þóknaðist Guði að frelsa þá, er trúa, með heimsku prédikunarinnar. 22 Gyðingar heimta tákn, og Grikkir leita að speki, 23 en vér prédikum Krist krossfestan, Gyðingum hneyksli og heiðingjum heimsku, 24 en hinum kölluðu, bæði Gyðingum og Grikkjum, Krist, kraft Guðs og speki Guðs. 25 Því að heimska Guðs er mönnum vitrari og veikleiki Guðs mönnum sterkari. 26 Bræður, hyggið að köllun yðar: Þér voruð ekki margir vitrir að manna dómi, ekki margir máttugir, ekki margir stórættaðir. 27 En Guð hefur útvalið það, sem heimurinn telur heimsku, til að gjöra hinum vitru kinnroða, og Guð hefur útvalið það, sem heimurinn telur veikleika til að gjöra hinu volduga kinnroða. 28 Og hið ógöfuga í heiminum og hið fyrirlitna hefur Guð útvalið, það sem ekkert er, til þess að gjöra að engu það, sem eitthvað er, 29 til þess að enginn maður skuli hrósa sér fyrir Guði. 30 Honum er það að þakka að þér eruð í samfélagi við Krist Jesú. Hann er orðinn oss vísdómur frá Guði, bæði réttlæti, helgun og endurlausn. 31 Eins og ritað er: ,,Sá, sem hrósar sér, hrósi sér í Drottni.``


Keli - 18/01/01 03:15 #

Því að orð krossins er heimska þeim er glatast, en oss, sem hólpnir verðum, er það kraftur Guðs. 19 Ritað er: Ég mun eyða speki spekinganna, og hyggindi hyggindamannanna mun ég að engu gjöra. 20 Hvar er vitringur? Hvar fræðimaður? Hvar orðkappi þessarar aldar? Hefur Guð ekki gjört speki heimsins að heimsku? 21 Því þar eð heimurinn með speki sinni þekkti ekki Guð í speki hans, þóknaðist Guði að frelsa þá, er trúa, með heimsku prédikunarinnar. 22 Gyðingar heimta tákn, og Grikkir leita að speki, 23 en vér prédikum Krist krossfestan, Gyðingum hneyksli og heiðingjum heimsku, 24 en hinum kölluðu, bæði Gyðingum og Grikkjum, Krist, kraft Guðs og speki Guðs. 25 Því að heimska Guðs er mönnum vitrari og veikleiki Guðs mönnum sterkari. 26 Bræður, hyggið að köllun yðar: Þér voruð ekki margir vitrir að manna dómi, ekki margir máttugir, ekki margir stórættaðir. 27 En Guð hefur útvalið það, sem heimurinn telur heimsku, til að gjöra hinum vitru kinnroða, og Guð hefur útvalið það, sem heimurinn telur veikleika til að gjöra hinu volduga kinnroða. 28 Og hið ógöfuga í heiminum og hið fyrirlitna hefur Guð útvalið, það sem ekkert er, til þess að gjöra að engu það, sem eitthvað er, 29 til þess að enginn maður skuli hrósa sér fyrir Guði. 30 Honum er það að þakka að þér eruð í samfélagi við Krist Jesú. Hann er orðinn oss vísdómur frá Guði, bæði réttlæti, helgun og endurlausn. 31 Eins og ritað er: ,,Sá, sem hrósar sér, hrósi sér í Drottni.``


Keli - 18/01/01 03:15 #

Því að orð krossins er heimska þeim er glatast, en oss, sem hólpnir verðum, er það kraftur Guðs. 19 Ritað er: Ég mun eyða speki spekinganna, og hyggindi hyggindamannanna mun ég að engu gjöra. 20 Hvar er vitringur? Hvar fræðimaður? Hvar orðkappi þessarar aldar? Hefur Guð ekki gjört speki heimsins að heimsku? 21 Því þar eð heimurinn með speki sinni þekkti ekki Guð í speki hans, þóknaðist Guði að frelsa þá, er trúa, með heimsku prédikunarinnar. 22 Gyðingar heimta tákn, og Grikkir leita að speki, 23 en vér prédikum Krist krossfestan, Gyðingum hneyksli og heiðingjum heimsku, 24 en hinum kölluðu, bæði Gyðingum og Grikkjum, Krist, kraft Guðs og speki Guðs. 25 Því að heimska Guðs er mönnum vitrari og veikleiki Guðs mönnum sterkari. 26 Bræður, hyggið að köllun yðar: Þér voruð ekki margir vitrir að manna dómi, ekki margir máttugir, ekki margir stórættaðir. 27 En Guð hefur útvalið það, sem heimurinn telur heimsku, til að gjöra hinum vitru kinnroða, og Guð hefur útvalið það, sem heimurinn telur veikleika til að gjöra hinu volduga kinnroða. 28 Og hið ógöfuga í heiminum og hið fyrirlitna hefur Guð útvalið, það sem ekkert er, til þess að gjöra að engu það, sem eitthvað er, 29 til þess að enginn maður skuli hrósa sér fyrir Guði. 30 Honum er það að þakka að þér eruð í samfélagi við Krist Jesú. Hann er orðinn oss vísdómur frá Guði, bæði réttlæti, helgun og endurlausn. 31 Eins og ritað er: ,,Sá, sem hrósar sér, hrósi sér í Drottni.``


Keli - 18/01/01 03:16 #

Því að orð krossins er heimska þeim er glatast, en oss, sem hólpnir verðum, er það kraftur Guðs. 19 Ritað er: Ég mun eyða speki spekinganna, og hyggindi hyggindamannanna mun ég að engu gjöra. 20 Hvar er vitringur? Hvar fræðimaður? Hvar orðkappi þessarar aldar? Hefur Guð ekki gjört speki heimsins að heimsku? 21 Því þar eð heimurinn með speki sinni þekkti ekki Guð í speki hans, þóknaðist Guði að frelsa þá, er trúa, með heimsku prédikunarinnar. 22 Gyðingar heimta tákn, og Grikkir leita að speki, 23 en vér prédikum Krist krossfestan, Gyðingum hneyksli og heiðingjum heimsku, 24 en hinum kölluðu, bæði Gyðingum og Grikkjum, Krist, kraft Guðs og speki Guðs. 25 Því að heimska Guðs er mönnum vitrari og veikleiki Guðs mönnum sterkari. 26 Bræður, hyggið að köllun yðar: Þér voruð ekki margir vitrir að manna dómi, ekki margir máttugir, ekki margir stórættaðir. 27 En Guð hefur útvalið það, sem heimurinn telur heimsku, til að gjöra hinum vitru kinnroða, og Guð hefur útvalið það, sem heimurinn telur veikleika til að gjöra hinu volduga kinnroða. 28 Og hið ógöfuga í heiminum og hið fyrirlitna hefur Guð útvalið, það sem ekkert er, til þess að gjöra að engu það, sem eitthvað er, 29 til þess að enginn maður skuli hrósa sér fyrir Guði. 30 Honum er það að þakka að þér eruð í samfélagi við Krist Jesú. Hann er orðinn oss vísdómur frá Guði, bæði réttlæti, helgun og endurlausn. 31 Eins og ritað er: ,,Sá, sem hrósar sér, hrósi sér í Drottni.``


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 31/10/03 19:45 #

Við ættum endilega að senda í grunnskólana og hvetja þá til að nota þetta í kristinfræðikennslu.


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 31/01/05 01:53 #

Já, það ættum við að gera. Mikið er þessi Nonni annars bráðþroska. :)


Sindri - 31/01/05 10:50 #

Vésteinn: Ég held satt að segja að uþb 8 ára sé algengur aldur til að gera upp hug sinn varðandi trúmál. Sjálfur man ég eftir að hafa verið í svipuðum vangaveltum á þessum aldri (ég var samt aldrei talin bráðþroska held ég :).


Snær - 31/01/05 12:31 #

Sindri skrifaði: "Ég held satt að segja að uþb 8 ára sé algengur aldur til að gera upp hug sinn varðandi trúmál."

Já, eða fyrr! Mér er sagt að ég þegar ég var 3 ára, hafi ég haldið því fram gvuð hlyti að vera kona :D

Mér dettur það fyrst í hug að ég hafi verið að yfirfæra hugmyndir mínar um móður mína yfir á hann, en annars veit ég ekki.

Í raun voru einu rök mín til trúar síðan einhverntíma um og fyrir tíunda árið veðmál Pascals... Ég hafði heyrt þessa vangaveltu einhversstaðar, og þar sem að gvuð virtist mér vera eitthvað sem ég gæti lítið eða ekkert vitað um, tók ég að verja eigin trú fyrir sjálfum mér á þann veginn. :Þ

En já, þessi grein er nú með fínasta móti. Ég held já bara að við gætum nýtt hana vel. Ég ætla allavega að lesa hana upphátt fyrir 5 ára systur mína, sem finnst trúmál í senn fyndin og skemmtileg.

Hún hló meira að segja þegar ég útskýrði fyrst fyrir henni trúarbrögð, s.s. kristni, fannst það voðalega vitlaust. Þó útskýrði ég frá hlutlausu sjónarhorni, held ég. :)


ThorvaldurJo - 01/02/05 01:19 #

Bíddu nú hægur kallinn minn, nefndu mér einhverja tilraun sem er í mótsögn við þann veruleika að Almáttugur Guð skapaði Alheiminn. Þú segist halda að alheimurinn hafi alltaf verið til, en það er í algerri mótsögn við staðreyndir vísindanna, t.d. hitaaflsfræðin, eða 1st and 2nd Law of Thernodynamics. Það leiðir líka til paradoxar að trúa á eilífan heim.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 01/02/05 01:29 #

Þú segist halda að alheimurinn hafi alltaf verið til, en það er í algerri mótsögn við staðreyndir vísindanna...

Hmm í raun ekki. Sjáðu til: Tíminn er háður rúminu, þetta eru partar af einu og sama fyrirbærinu - tímarúminu. Áður en rúmið varð til leið enginn tími. Því hefur heimurinn verið til allan þann tíma sem liðið hefur. Heimurinn hefur því alltaf verið til :)


ThorvaldurJo - 01/02/05 01:44 #

Bíddu nú við. Tími, rúmið og efnið er óaðskiljanlegt. Það er algerlega háð hvort öðru. Það er örrugglega eitt af fáu sem við erum sammála. Big Bang segir að þessir þrír hlutir tíminn, rúmið og efnið hafi allt komið samstundis. Big Bang sem ég held að þú trúir á, þarfnast Skapara. Big Bang gengur algerlega í þversögn við eilífan alheim. Alheimurinn á sér algert upphaf.


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 01/02/05 01:47 #

Big Bang þarfnast ekkert skapara. Heimurinn hefur alltaf verið til vegna þess að samkvæmt skilgreiningu byrjar tíminn með Big Bang.


Snær - 01/02/05 02:23 #

Big Bang sem ég held að þú trúir á, þarfnast Skapara.

Nú, og þarfnast skaparinn þá ekki einhvers skapara-skapara? Og svo koll af kolli þar til orðið fer að hljóma eins og merkingarlaust bull?

Eða er skaparinn sjálf-skapaður? Og ef svo, má heimurinn þá ekki bara vera það, og þá þarf ekki þessa óþarfa aukatilgátu?

Ég held að Hnífsblað Ockham eigi hér fullkomlega við.

Big Bang sem ég held að þú trúir á

þegar þú notar orðið 'trú' í þessu samhengi, notarðu það þá á sama hátt og orðið 'sannfæring' er venjulega notað, eða áttu við trú í fyllstu merkingu orðsins, þ.e. fullvissa um eitthvað sem ekki er auðið að sjá?

staðreyndir vísindanna

Ég veit ekki hvort þú gerir þér grein fyrir því, en það er ekki til neitt sem kalla má staðreynd innan hinnar vísindalegu aðferðar, þegar henni er beitt eins og ætti að notast við hana.

Það er hinsvegar til vísindaleg vitneskja, en hana á ávallt að endurskoða þegar ný vitneskja kemur sviðsljósið, sem breytir eða bætir, eða er í mótsögn, við eldri vitneskju.


ThorvaldurJo - 01/02/05 09:13 #

Munurinn á okkur Snær er sá að ég trúi á sjálf-skapaðan,(self-existing), eilífan, persónulegan og fullkominn Guð. En þú trúir á eilífan, ópersónulegan og ófullkominn Alheim. Smá spurning í lokin elsku kallinn minn: Ef Alheimurinn er ópersónulegt afl, hvernig gat hann búið til t.d. manneskjur með persónuleika, vilja og vitund. Hvernig getur vitund( sem ég vona að þú bekynner) komið frá vitundarlausum og ópersónulegum Alheimi.


Tóta - 01/02/05 12:49 #

Ég elska heiminn fyrir að vera ófullkominn, en það er rangt að segja að hann sé ópersónulegur því að heimur getur varla verið persóna. Sjáðu til það þarf ekki að persónugera allt til að það gangi upp. Heimurinn er gerður úr efnum sem við mennirnir höfum enga stjórn á, en þessi efni hafa verið til í margar aldir og munu halda áfram að vera til og þau koma engu guðlegu við. Af hverju í ósköpunum segiru að alheimurinn hafi þurft skapara til að verða til? Og svo segiru að Almáttugur sé fullkominn, af hverju skapaði hann þá ekki fullkominn heim? Ég kann söguna um Adam og Evu og paradísina þeirra, en hún var ekki fullkomin því að skilningstréð var þar, og því hefðu þau aldrei getað lifað fullkomnu lífi í fullkomnum heimi, af hverju setti guð tréð þangað ef hann er svona frábær? Gat hann ekki séð fyrir hörmungarnar...?


Ormurinn - 01/02/05 13:41 #

ThorvaldurJo - 01/02/05 09:13 # Munurinn á okkur Snær er sá að ég trúi á sjálf-skapaðan,(self-existing), eilífan, persónulegan og fullkominn Guð. En þú trúir á eilífan, ópersónulegan og ófullkominn Alheim.

Ég tel ekki að Alheimurinn (eða alheimurinn) sé ófullkominn. Hann er bara eins og hann er. Ég er sannfærður um að alheimurinn lúti ákveðnum lögmálum sem sum hafa verið skýrð á vísindalegan hátt en á sumum skortir okkur ennþá þekkingu. Mér finnst ekki hægt að dæma alheiminn sem ófullkominn út frá einhverjum siðferðislegum forsendum þar sem þær bara eiga ekki við í þessu samhengi.

Smá spurning í lokin elsku kallinn minn: Ef Alheimurinn er ópersónulegt afl, hvernig gat hann búið til t.d. manneskjur með persónuleika, vilja og vitund. Hvernig getur vitund( sem ég vona að þú bekynner) komið frá vitundarlausum og ópersónulegum Alheim?

Þetta er mjög stór spurning. Ég skil ekki afhverju þú ákveður að svara henni á svo einfaldan hátt. Eða með öðrum orðum "alheimurinn er svo flókinn og ótrúlegur og svo magnaður" að enginn nema sjálfskapaður guð getur hafað skapað hann".

Hvernig kemstu að þessari niðurstöðu?

Í aldanna rás hefur mönnum tekist að útskýra fjölmörg náttúrufyrirbrigði á vísindalegan hátt sem áður voru einfaldlega afgreidd sem eitthvað yfirnáttúrulegt. Þó svo að okkur skortir ennþá svör við mörgum spurningum get ég alveg sætt mig við það að við höfum þau svör ekki enn. Og margt munum við aldrei geta útskýrt.


Snær - 01/02/05 13:43 #

Munurinn á okkur Snær er sá að ég trúi á sjálf-skapaðan,(self-existing), eilífan, persónulegan og fullkominn Guð. En þú trúir á eilífan, ópersónulegan og ófullkominn Alheim.

Ja, ég tók það fyrir á áðan, að sjálfskapaður guð tel ég óþarfa tilgátu. Hún útskýrir ekkert meira en það sem við getum séð og skynjað í umheimi okkar, þvert á móti.

Hvers vegna ætti vitræn vera að eiga í minni vandræðum með að skapa sjálfa sig, heldur en óvitrænur alheimur?

Og svo heldur þú því fram að ég trúi einhverju. Þetta er í versta falli strámaður, og í besta falli illa rökstudd staðhæfing.

Það nálægasta sem ég hef við trú (þó ég noti þetta orð að vísu endrum til eins á þann veg), eru rökstuddar sannfæringar. Sömu tilhaganir gilda um þær og hina vísindalegu vitneskju sem ég minntist á í fyrra svari.

Hvernig getur vitund( sem ég vona að þú bekynner) komið frá vitundarlausum og ópersónulegum Alheimi.

Nú, hvernig getur ein vitund skapað aðra vitund, fyrir það?

Í hinum determiníska alheimi er svarið mjög einfalt: vegna þess að heildarsumma atburðana á undan leiddi þangað, rétt eins og 2+2=4.

Svo er dálítið skemmtileg íhugun sem ég rakst á í einu erlendu vísindatímariti eða öðru:

Að því er fræðileg stjarnvísindi komast næst í augnablikinu, er efnið í alheiminum óendanlegt. Í heimi með óendanlegu efni, en endanlega mörgum útreikningum (í hinum determiníska heimi gerir alheimurinn ekkert nema einfaldlega að reikna sjálfan sig út), er það víst að allt sem getur gerst, mun gerast. Jafnvel munu verða óendanlega margar endurtekningar, í mismunandi hubble-einingum (hubble eining er hámarks áhrifasvæði sem einn tiltekinn blettur í alheiminum getur haft, og eru þessi áhrifasvæði sístækkandi vegna ferðalags ljóss.)

Ég hef þann fyrirvara á, að "hubble-eining" er ekki endilega viðurkennd íslensk þýðing á "hubble volume".

Þórvaldur, það gengur ekki að þú hundsir mótrök og spurningar annarra. Ég fer fram á það að þú takir svarir spurningum mínum, og Tótu.


Snær - 01/02/05 13:54 #

Eins og er er orðið 'fullkomnun' aðallega notað annaðhvort sem ýkt lýsing á einhverju sem hefur heppnast vel, eða er notað um gvuðmögn.

Þar sem að önnur notkun þess á almennt við skáldað hugtak, og hin er almennt ekki talin algerlega viðeigandi notkun á því, tel ég bæði fullkomnun, og andstæðu þess, með öllu verðlaus.

Ormurinn skrifaði:

Ég tel ekki að Alheimurinn (eða alheimurinn) sé ófullkominn. Hann er bara eins og hann er.

Það er ekki flóknara en svo.


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 01/02/05 16:33 #

Ég spái því að Þorvaldur eigi ekki eftir að svara þessum spurningum.

Metafýsískur ídealismi er kannski ekki dauður úr öllum æðum ennþá, ha?


Bára Halldórsdóttir - 04/02/05 18:38 #

Ég vil byrja á að segja að mér finnast þessi söguskrif mjög gott framtak, og þarft. Foreldrar og uppeldisaðilar þurfa að hafa aðgang að lesefni sem fylgir þeirra skoðunum til að geta unnið með í umræðum við börnin sín. En eins og annar Nonni sem ég þekki og er trúleysingi sagði við mig þegar ég sýndi honum barnasöguna mína sem er hugsuð útfrá heiðnum hugmyndum: það má ekki setja fyrirfram ákveðnar hugmyndir í höfuð barna með predikun, heldur gefa þeim efni til að álykta sjálf. Fyrir minn smekk er þessi saga örlítið of predikandi, auk þess að í henni eru atriði sem ekki standast skoðun. Það er óþarfi að kenna börnum eitthvað sem auðvelt er að hrekja, það kemur þeim í óþægilega aðstöðu. Hér á eftir fylgir mín rýni á þessa sögu, sem lýsir auðvitað bara mínum skoðunum. Vonandi er eitthvað í henni sem getur gagnast þér við að bæta söguna, því ég myndi persónulega vilja sjá þessa sögu verða að barnabók. Ég vil geta sýnt dóttur minni allar hliðar málsins.

Rýnin er í sögulegri röð og styðst við bita úr sögunni.

Í mínum bekk er ég sá eini sem þori að viðurkenna að ég trúi ekki á guð.

Þetta finnst mér gott, sýnir að maður þarf ekki að hafa sömu skoðun og aðrir.

Það er eins og að ljúga að sjálfum sér.

Þarna kemur rödd höfundar alltof sterkt í gegn, það er engin rök tengd þessari setningu og hún er í raun óþörf miðað við samhengi sögunnar. Nýbúið að segja að gott sé að hugsa fyrir sjálfan sig og svo kemur þessi setning allt í einu án tengsla.

Pabbi og mamma trúa ekki á guð en þau segja að ég verði sjálfur að hugsa um guð og ákveða hvort ég vill trúa á hann.

Hrein snilld, þarna er viðhorf sem til þess er gert að gera bókina aðgengilega fyrir allar tegundir foreldra, allir vilja að börnin þeirra taki sínar eigin ákvarðanir.

Í dag eru vísindamenn búnir að útskýra allt það sem fólk bjó guð til til að útskýra í gamla daga. Það gerðist vegna þess að vísindamennirnir hugsuðu sjálfir um vandamálin og gerðu tilraunir sem gátu sannað að það var ekki ósýnilegur guð sem stjórnaði.

Þarna hleypurðu örlítið frammúr, auðvitað hafa vísindamenn sannað hvernig náttúruöflin virka, en þeir hafa ekki afsannað guð ennþá, því miður kannski en líka vegna þess að guð á ekki heima inni í formúlunum, heldur í tilfinningum þeirra sem trúa á hann. Vísindamenn hafa sannað virkni margra (varla allra) hluta, en ekkert er til ennþá sem afsannar eða sannar að tilviljanirnar séu ekki undir stjórn.

Stundum spurja krakkarnir mig hvernig allt varð til ef guð bjó það ekki til. Þau segja að ekkert geti orðið til nema einhver búi það til. Þá spyr ég oft fyrst: "hver bjó þá til guð"? Þá segja þau að guð hafi alltaf verið til og ég svara með því að segja að ég haldi líka að heimurinn hafi alltaf verið til.

Þarna er góð pæling í gagni, sem sýnir að mínu mati að báðar skoðanir eru jafn réttháar í raun.

Stundum reyna krakkarnir að hræða mig til að trúa. Þau segja að ef ég trúi ekki verði guð vondur við mig og ég fari til Helvítis þegar ég dey. Þar er eldur. Þá segi ég að ef guð geti verið svona vondur við lítið barn þá vil ég ekki fara til hans hvort sem er.

Mjög gott að gefa svona svör til að vinna með. Ekki er samt víst að öll börn séu svaralaus við þessu, þannig að undirbúa má fyrir að sumir hætta að spyrja ekki allir.

Fíla eftirfarandi pælingar um þjóðsköpun guða. Mjög gagnleg.

Á Íslandi eru flestir kristnir. Bókin sem hefur allar sögurnar um guð hjá okkur heitir Biblían. Alveg eins og í álfasögum, eru sagðar sögur í Biblíunni sem ekki geta hafa gerst í alvörunni, t.d. sagan af Nóaflóðinu. Þú hefur örugglega lesið um Nóa í skólanum. Í dag vita allir að það var ekki til nógu mikið vatn fyrir svona flóð og að ekki var nóg pláss á bátnum hans Nóa nema fyrir pínulítið brot af dýrunum. Svo passar það ekki að segja að guð sé góður fyrst hann lét öll litlu börnin í heiminum drukkna í Nóaflóðinu.

Þarna er höfundur farinn að pota of miklu inn aftur, hvað gerir Nonni þegar honum er bent á að nóaflóðið sé til í heimildum annarra og sé í raun líklega saga af flóði sem fyrir þeim sem skrifuðu leit út fyrir að gleypa allan heiminn? Ekki segja að eitthvað sé humbuk alla leið ef það er það ekki, heldur að bæta við hinni skýringunni til að barnið verði ekki á gati.

Amma mín sem trúði á guð, og sagði að hann hlutstaði alltaf á bænirnar mínar, var oft að biðja bænir. Þegar ég var 6 ára bað ég guð um að láta ekki litlu börnin í Afríku deyja úr hungri. Þau dóu samt. Nú er ég búinn að sjá að ef einhver þarf mat er betra að ein manneskja fari heim til hans með mat heldur en að láta hundrað manns í kirkju biðja bæn fyrir hann. Ég veit þetta af því að ég hugsaði sjálfur um málið.

Þótt Amma Nonna segi að Guð hlusti alltaf á bænir sagði hún ekkert um að hann yrði við þeim öllum.

Mér finnst allt í lagi þótt hinir krakkarnir trúi á guð en það væri skemmtilegra ef þau myndu reyna að skilja mig og hugsa sjálf um guð.

Falleg endahugsun, en því miður er þessi hugsun ekki gegnum söguna alla. Þyrfti að skoða það aðeins.

Í heild mjög góð pæling, og eins og ég sagði þarft að vinna söguna til enda og gefa hana út. Ég myndi allavegana kaupa hana:)


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 04/02/05 23:42 #

Það er eins og að ljúga að sjálfum sér.
Eins og ég skil þetta þá er verið að tala um að það að segjast trúa en trúa ekki í taun sé að ljúga að sjálfum sér.
Í dag eru vísindamenn búnir að útskýra allt það sem fólk bjó guð til til að útskýra í gamla daga. Það gerðist vegna þess að vísindamennirnir hugsuðu sjálfir um vandamálin og gerðu tilraunir sem gátu sannað að það var ekki ósýnilegur guð sem stjórnaði.
Þarna er ekki verið að segja að vísindin séu búin að afsanna guð, heldur að guð sé í rauninni óþarfur. Við vitum hvernig eldingar verða til, hvað orsakar sjúkdóma og svona.
Þarna er höfundur farinn að pota of miklu inn aftur, hvað gerir Nonni þegar honum er bent á að nóaflóðið sé til í heimildum annarra og sé í raun líklega saga af flóði sem fyrir þeim sem skrifuðu leit út fyrir að gleypa allan heiminn? Ekki segja að eitthvað sé humbuk alla leið ef það er það ekki, heldur að bæta við hinni skýringunni til að barnið verði ekki á gati.
Ef að ekki er verið að tala um flóð sem nær yfir alla jörðina þá er það ekki Nóaflóðið og Nóaflóðið verður áfram "humbuk alla leið". Amk að mínu mati.


Andri - 09/02/05 23:24 #

Ég segi að Guð sé ekki til. Ég fattaði það ekki fyrr en ég var búinn að ferma mig (kannski eitthvað í undirmeðvitundinni) en þgar ég verð átján ára ætla ég að segja mig úr þjóðkirkjunni og frekar gefa bara pening til góðgerðarmála eða eitthvað álíka, svo að það komi allavega eitthvað gott af mér. Mér finnst að allir ættu að gera slíkt hið sama. Svo hef ég ekki ennþá séð neinn áróðurspistil gegn kaþólsku kirkjunni. Sú trú er áreiðanlega mesta rugl sem til er. Ef fólki finnst Asíutrúnar vera rugl, þá komast þær hvergi í hálfkvisti við kaþólsku trúna. Kaþólska kirkjan var með spænska rannsóknarréttinn, páfann, eitthvað rugl sem hetiir hreinsunareldurinn sem er ekki einu sinni í biblíunni, dýrlingana, maríu mey, skriftir, syndaraflausnir í formi penginagjafa til kirkjunnar og svo það sem ég hata mest, frelsisskerðingin, sem kemur meðal annars fram í viðhorfum kirkjunnar til fóstureyðinga.


Heiða - 16/12/05 01:53 #

Kæri Nonni! Það er gott að trúa. Sjálf fer ég aldrei í kirkju, mér leiðist það svakalega. Ég lít á biblíuna sem dæmisögur sem maður á að reyna að skilja boðskaðinn af og læra af honum. Það þýðir samt ekkert að það sem stendur í biblíunni hafi gerst, alls ekki. Þegar ég var í 8.bekk þá sagði einn kennarinn við okkur að annaðhvort myndi maður trúa og Guð og sköpunarsöguna eða á þróunina.. það væri ekkert annað í dæminu og við vitum öll af þróunninni svo að Guð er ekki til. Það er kanski búið að sanna þróunina en það veit samt engin hvernig fyrsta lífið kviknaði, hvaðan koma allar þessar plánetur og sjörnur? Ég veit það ekki og okkur er líklega ekki ætlað að vita það. Nonni minn það er til margt sem maður getur ekki séð.. t.d. loftið sem við öndum að okkur, við getum nú ekki séð það, við finnum reyndar fyrir því. En hver segir að maður finni ekki fyrir Guði. Ég kýs að trúa á Guð, ég get ekki gert mér grein fyrir því hvernig hann er eða hvað hann er. En fyrir mér er hann bara allt það góða. Og þegar maður hugsar um allt sem er gott þá finnur maður fyrir vellýðan og þá getur maður kanski sagt að maður finni fyrir Guði. Mannveran er stórmerkileg og hefur búið til margt og uppgötvað margt ótrúlegt en hún er nú samt svo pínulítil í þessum algeimi og það er margt sem er til sem við getum aldrei séð eða fundið en það þýðir samt ekki að það sé ekki þarna.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 16/12/05 02:21 #

Kæri Nonni! Það er gott að trúa.

Snýst þetta semsagt bara um vellíðan?

Og þegar maður hugsar um allt sem er gott þá finnur maður fyrir vellýðan og þá getur maður kanski sagt að maður finni fyrir Guði.

Andlegt rúnk semsagt.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.