Við heilsuðumst auðvitað, en greinilegt er að það dugði ekki til að slaka fullkomlega á spennunni sem myndast þegar tveir ókunnugir menn eru skyndilega komnir í svo mikla nánd, því hann sló strax á létta strengi:
„Er það ekki ógæfumerki að mæta fólki í stiga?“
Áður en ég vissi af var ég búinn að svara:
„Sem betur fer er ég ekki trúaður á slíkt, því annars væri ég löngu farinn á taugum.“
Svo hlógum við báðir og ég hvarf niður stigann og út.
En orð mín vöktu mig að sjálfsögðu til umhugsunar um allt það fólk sem farið hefur á taugum vegna trúgirni sinnar. Draugahræðsla hefur sturlað ófáa gegnum aldirnar. Og herskari af alls kyns forynjum hefur hrætt tóruna úr almenningi með tilvist sinni innan höfuðkúpu fórnarlambanna. Það eru púkar, tröll, marbendlar, fjörulallar, geimverur, huldufólk, nornir, varúlfar, jólasveinar, Grýla, fylgjur, vampýrur og allra handa ófreskjur.
Sannfæringin um yfirvofandi fund við óvætt hefur kostað kvíða og óróleik manna frá örófi alda. Önnur yfirvofandi ógæfa hefur líka skelft. Oft eru það ekki annað en svartir kettir, reistir stigar, hótanir um helvítisvist, galdrar, bölbænir og annað uppkokkað dótarí sem nær að ræna skynsamasta fólk innri friði, geðheilsunni og jafnvel lífinu.
Og samt er lausnin svo einföld: Trúa ekki.
Margtuggið máltæki segir að hver sé sinnar gæfu smiður. Sá sem lætur hjátrúna sannfæra sig um að gæfan sé honum horfin er með því að ræna sig hamingju og velgengni. Sá sem kýs að taka ekki mark á þessu hefur þar með forskot á hinn, enda laus við að þurfa að túlka tilviljanakennd atvik, undarleg hljóð og svartagaldurshótanir á versta veg.
Trúgirnin er kjörin leið til vansældar. Að sama skapi hlýtur trúleysið að forða manni frá slíku hugarástandi. Ég hef í það minnsta ekki orðið myrkfælinn síðan ég kastaði trúnni á yfirnáttúrlegar verur.
Birgir skrifar: " Sá sem lætur hjátrúna sannfæra sig um að gæfan sé honum horfin er með því að ræna sig hamingju og velgengni."
Ef þetta er rétt hjá þér, og við skulum gera ráð fyrir því ágreiningsins vegna, þá gæti fullyrðing með gagnstæðri merkingu auðveldlega verið jafnrétt, s.s., að sá sem lætur hjátrúna sannfæra sig um að gæfan sé honum hliðholl er með því að tryggja sér hamingju og velgengni. Hvoru tveggja getur svo verið jafn vitlaust. Hvað segir þú um það Birgir?
Jújú, er þetta ekki helsta leiðin sem kennd er í sjálfshjálparbókum - trúðu á velgengni þína og hún mótíverar þig til að ná langt?
Það má þá spyrja sig hvort trúin á verndarengil eða guðlega forsjón geti stuðlað að því að menn mæti veröldinni óhræddari en ella. Slíku halda margir trúmenn í það minnsta fram. Ef sú taktík virkar þá virkar líka að telja sér trú um að maður hafi nú þegar öðlast það sem leitað er að. Það er bæði heiðarlegra og kallar ekki eftir ranghugmyndum um heiminn, tiltrú á yfirnáttúru.
fullvissan getur hjálpað, en er ekki verra ef hún leiðir af sér kolranga eða hæpna heimsmynd?
Birgir skrifar: “…að telja sér trú um að maður hafi nú þegar öðlast það sem leitað er að […] kallar ekki eftir ranghugmyndum um heiminn, tiltrú á yfirnáttúru.”
Þú skautar soldið hratt yfir þarna Birgir. Áður en menn telja sér trú um að þeir hafi nú þegar öðlast það sem leitað er að, verða menn fyrst að telja sér trú um að þeir leiti að einhverju. Kallar sú trú að maður leiti að einhverju ekki eftir ranghugmyndum um heiminn og jafnvel tiltrú á yfirnáttúru? Er þessi þörf að einhverju leyti innbyggð í hina lifandi veru?
Hvað veit ég? Af hverju svarar þú því ekki bara sjálfur fyrir þig?
Langlíklegast er það sköpun nýrra skilningarvita sem er hið eiginlega takmark þrár mannsins og leitar. Maðurinn er vera sem getur ennþá aðeins skynjað andstæður og takmarkanir. Hún getur aðeins skynjað fyrirbæri tíma og rúms og er í rauninni ennþá frumstæð ófullgerð lífvera. Í vitund okkar er ennþá fjöldi ósvaraðra spurninga og svar við þessum spurningum er blátt áfram lífsskilyrði fyrir þessa veru.
Eins og ytri áhrif hafa skapað núverandi skilningarvit mannsins ættu ný áhrif að geta skapað manninum ný skilningarvit. Þessi ytri áhrif verka á manninn sem sívaxandi þörf til að skilja rökrétt samhengi lífsins og alheimsins. Í leit mannsins mun hugboð eða grunur smám saman breytast í skilning, reynslu og þekkingu.
Trúarbrögð eru afleiðingar ytri áhrifa sem styrkt hafa grun eða hugboð mannsins um eilífðartilveru. Vísindin eru að sama skapi útrás mannsins fyrir staðfestingu á grun eða hugboði og leit að lausn lífsgátunnar. A.m.k. er það víst að þá grunar að slík lausn sé til því ef þá grunaði það ekki myndi ekkert í vitund þeirra knýja þá fram til þessarar leitar. Aðeins grunur, trú og þekking getur knúið manninn til framkvæmda. Utan við þetta er aðeins fullkomið vitundarleysi og enginn mun halda því fram að það knýi vísindin til leitar. Spurning er þá aðeins um hvar leita skal.
ef að röksemdafærsla ritstjóra vantru.net er komið á það level að menn eru byrjaðir að svara með "je ræt" þá finnst mér að þið getið alveg eins lokað þessari síðu og gefið peninga í hjálparstarf
Birgir og danskurinn hafa nú tala mjög mikið saman hérna á þessari vefsíðu og ef þú myndir nenna að lesa í gegnum allt bullið sem danskurinn hefur komið með þá er vel hægt að svara honum "Je ræt". Lestu það sem danskurinn var að skrifa hérna fyrir ofan og reyna botna í því. Ekki geri ég það :S Hann svarar Birgi bara með einhverju rugli.
Danskurinn hefur nefnilega einstakt lag á að færa umræðurnar úr einu í eitthvað allt annað og hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar eyðilagt góðar málefnalega samræður hérna. Og þegar eitthvað er augljóslega kjaftæði þá geta menn svarað "Je ræt" - maður verður að gera ráð fyrir því að menn sem lesa svör hérna á vefnum hafi lágmark kunnáttu í gangrýninni hugsun.
Ég er afar trúlaus en afar myrkfælinn :) Getur ekki verið að myrkfælni valdi draugatrú sem veldur svo meiri myrkfælni sem síðan ýtir undir meiri draugatrú sem ýtir undir meiri myrkfælni o.s.frv. ?
Aumingja Siggi Örn sem sennilega hefur lent í vondri skilyrðingu t.d. orðið verulega hræddur í myrkri sýnir að patentlaus Birgis á öllum hlutum dugir skammt. Trúleysi er ekki allra meina bót fremur en trú. Birir er hér að hræra saman óskildum hlutum þ.e. venjulegri tiltölulega meinlausri hjátrú ein og að svartir ketti boðið ógæfu og svokölluðu dulrænum hæfileikum og geðveiki. Auming Birgir virðist halda að trúleysið sem hann trúir á leysi í einni svipan öll slík vandamál. Maður sem hefur ekki dómgreind öðlast hana ekki í einni svipan við að verða trúlaus. Trúgirni er annað orð yfir dómgreindaleysi og læknast því miður ekki við það eitt að verða trúlaus.
Það gæti vel verið, það er alltaf svolítið spooky að labba í myrkrinu. Fólk heyrir allskonar hljóð, ljós o.s.frv. Hver hefur t.d. ekki séð ljósin á flugvél í myrkri og það fyrsta sem hefur komið í hausinn var - Geimverur! Síðan hugsar maður náttúrulega "Auðvitað er þetta flugvél" ~:-|
Þarna er heilinn bara að plata mann því þegar maður heyrir eitthvað eða sér sem maður getur ekki skýrt út á fyrstu sekúndunni þá kemur heilinn oft með mest spennandi útgáfuna af því sem þarna gæti verið - s.s. drauga eða slíkt.
Málið er bara að hugsa málið aðeins og þá kemur oftast það rétta í ljós. Hætta að láta ímyndunaraflið fara með mann því það er oftast manns helsti óvinur.
Guðjón - trúleysingjar geta líka þjáðst af ofsahræðslu eða ranghugmyndum við erum jú mannlegir! En það sem gerir okkur öðruvísi en hina er að við reynum flest okkar að leita skýringar á hlutunum en ekki velta okkur upp úr ranghugmyndum sama hvaða nafni þær nefnast.
Guðjón minn, vinsamlegast hættu að bera skoðanir upp á fólk sem er alls ekki svo víst að það búi yfir.
"Aumingja Siggi Örn sem sennilega hefur lent í vondri skilyrðingu t.d. orðið verulega hræddur í myrkri sýnir að patentlaus [sic] Birgis á öllum hlutum dugir skammt."
Hann Birgir hefur ekki lýst því yfir að trúleysi (ég geri ráð fyrir að þú eigir við það) sé einhver allsherjar lausn. Hann leggur það einungis til að trúleysi forði fólki mögulega frá órökréttum ótta, og rökstyður það með eigin reynslu.
"Auming [sic] Birgir virðist halda að trúleysið sem hann trúir á leysi í einni svipan öll slík vandamál."
Ég vona að þú gerir þér grein fyrir því að munur er á því að trúa-ekki-á-x og að trúa-á-ekki-x, þó þú minnist ekki beinlínis á slíkt hér.
Og ég get ekki séð að hann Birgir trúi á einhverja kosti trúleysis (lesist hér: það að trúa-ekki-á-x), einfaldlega vegna þess að þessir kostir sem hann lýsir í þessari grein eru rökstuddir: Þetta eru rökstuddar niðurstöður/sannfæringar, ekki trú (lesist: órökstuddar niðurstöður/sannfæringar).
Og þar fyrir utan lýsir Birgir því hvergi sem skyndilausn. Þetta er enn annar strámaður hjá þér.
Ég er afar trúlaus en afar myrkfælinn :) Getur ekki verið að myrkfælni valdi draugatrú sem veldur svo meiri myrkfælni sem síðan ýtir undir meiri draugatrú sem ýtir undir meiri myrkfælni o.s.frv. ?
Ef þú ert haldinn draugatrú ertu ekki trúlaus.
ef að röksemdafærsla ritstjóra vantru.net er komið á það level að menn eru byrjaðir að svara með "je ræt" þá finnst mér að þið getið alveg eins lokað þessari síðu og gefið peninga í hjálparstarf
Ég er ekki ritstjóri.
Ég trúi ekki á drauga en er samt myrkfælinn. Að vísu hefur myrkfælnin rénað mikið eftir að ég varð trúleus, en er samt enn til staðar. Skýringin er einföld, held ég. Ég held að manninum sé eðlislægt að verða óöruggur þegar hann getur ekki sknyjað umhverfi sitt almennilega. Hver veit nema villidýr gætu leynst í myrkrinu? Eða tröll?
Það eru nú ekki mörg villidýr á ferð í myrkrinu í henni Reykjavík. Eða Íslandi öllu ef út í það er farið.
Ef þú trúir á tröll ertu ekki trúlaus.
Villidýr lesist: Óargadýr. Ég veit að snjótittlingarnir þarna úti eru villidýr.
Ef þú ert haldinn draugatrú ertu ekki trúlaus.
Myrkfælni mín stafar ekki af draugatrú því ég er trúlaus eins og ég tók fram. Hins vegar gæti draugatrú þeirra sem hana hafa m.a. stafað af myrkfælni.
Ef ég væri nýbúinn að horfa á hryllingsmynd um skrímsli sem búa í skápum og éta unga eðlisfræðinörda þá væri mér ekki vel við að fara að næsta myrka fataskáp og opna hann. Samt hef ég enga trú á því að skrímsli búi í fataskápum.
Ég þekki marga sem hafa svipaða sögu að segja þannig að myrkfælni stafar ekki af draugatrú en getur aukist vegna hennar (sbr. það sem ég reyndi að segja ofar).
Fyrir mér hljómar tilhneyging til myrkfælni hjá tegunda sem sér ekki vel í myrkri eins og góður eiginleiki, í þróunarfræðilegu tilliti.
Og svo er tilhneygingin til þess að taka ósjálfrátt óraunverulegum verum og hegðunum sem raunverulegum nokkuð algeng, að því að mér virðist.
Samanber það sem hann Siggi Örn minnist á varðandi hryllingsmyndir og fælni hans við að endurskapa atburði sem í þeim leiðir til dauða.
"Ef ég væri nýbúinn að horfa á hryllingsmynd um skrímsli sem búa í skápum og éta unga eðlisfræðinörda þá væri mér ekki vel við að fara að næsta myrka fataskáp og opna hann."
Og reynslusögur þeirra sem spila tölvuleiki af því hvernig þeir haga sér og/eða hugsa ósjálfrátt eins og þeir séu enn í einhverjum slíkum.
Fólk sem gengur til hliðar þegar það fer fyrir horn, annað fólk sem hugsar það að rauði sportbíllin sé líklega hraðasti farkosturinn til þess að stela og nota sem flóttabíl, og enn annað sem íhugar það hvernig, ef það myndi ráðast að tígrisdýrinu, sem það horfir á í gegnum rimla, gæti það fengið +10 í spjótakunnáttu, eru einingis örfá dæmi um það hvernig fólk hagar sér og hugsar stundum óviljandi rétt sem það sé ekki enn komið í raunheiminum, heldur í heimi ímyndunnarinnar.
Kallast þetta ekki bara að "lifa sig inn í eitthvað"?
Þetta er nú meiri steypan hjá ykkur strákar.
Formaður félagsins Vantrú setur fram fullyrðingu um að trú á neikvæð örlög eða ógæfu ræni einstaklinginn hamingju og velgengni og þess vegna sé betra að vera án trúar. Með þessari fullyrðingu er formaðurinn að segja að trú hafi bein áhrif á líf og heilsu einstaklingsins og jafnframt að trúi maður á góða gæfu og gott gengi sé maður að tryggja sér hamingju og velgengni. Hindurvitni kannski?
Þegar formanninum er kurteislega bent á að fullyrðingin sé hugsanlega í mótsögn við yfirlýst markmið félagsins þar sem hann er formaður, svarar hann að telji maður sér trú um að hann hafi nú þegar öðlast það sem leitað er að, þá sé maður heiðarlegri en sá sem trúir einhverju öðru, eða þannig skil ég hans eigin orð. Bent hefur verið á, að sú fullyrðing stenst ekki skoðun, því fyrst verða menn að telja sér trú um að þeir leiti að einhverju, áður en þeir telja sér trú um að þeir hafi öðlast það sem þeir leita að. Það segir sig sjálft!
Spurning sem formaðurinn ætti því að svara næst, er hvort hann álíti það vera merki um óheiðarleika, ef maður telur sér trú um að hann leiti að einhverju?
Eða er hugboð eða grunur eða trú, það sem ævinlega kemur á undan skilningi, reynslu og þekkingu, kannski einfaldlega innbyggt í starfseindir mannskepunnar?
"Kallast þetta ekki bara að "lifa sig inn í eitthvað"?"
Jú, ég held það nú bara, Vésteinn. ;)
Takk fyrir að benda mér á það. Ég bæti þessu í orðaforðann (orðatiltakaforðann?) minn.
Já, það er margt sem þú skilur ekki, danskur. En allt sem ég hef sagt hér stenst þó skoðun, þótt þú sjáir það kannski ekki, viljandi eða óviljandi.
Já, það er sannarlega ekki allt vitleysa sem maður skilur ekki Birgir!
Sá sem lætur hjátrúna sannfæra sig um að gæfan sé honum horfin er með því að ræna sig hamingju og velgengni. Sá sem kýs að taka ekki mark á þessu hefur þar með forskot á hinn ...en sá sem lætur hjátrúna sannfæra sig um að gæfan sé honum hliðholl er með því að tryggja sér hamingju og velgengni. Sá sem kýs að taka ekki mark á þessu situr eftir með sárt ennið ..
Er þetta ekki megininntakið í greininni þinni? Hvað varð um vantrú þína?
Er þetta ekki megininntakið í greininni þinni?
Nei.
Það er vont að skjóta sig í fótinn Birgir ;-) Megininntak greinar þinnar er að betra sé að vera án trúar en láta trú um yfirvofandi ógæfu ræna sig hamingju og velgengni. Að trúa ekki/i>, það eru þín orð.
Ég hugsa að flestir geti tekið undir þetta sjónarmið. En með því að gera það, er jafnframt verið að taka undir það sjónarmið, að sá sem hefur trúna um að gæfan sé honum hliðholl, getur með trú sinni tryggt sér hamingju og velgengni.
Auðvitað er þetta allt saman ósannað og óvísindalegt Birgir og því aðeins fullyrðing þín og (hjá)trú. Sem er aftur það skemmtilega í þessu dæmi, að þú skulir hafa þessa trú, sjálfur vantrúarseggurinn ;-)
Nei danskur, þetta er hjátrú VS púra íþróttasálfræði. Ég skal svara þessu í nýrri grein.
Ég þekki mikið að misjöfnu fólki, sumt hagar sér eins og það sé sinn versti óvinur, rakkandi sig niður, getur aldrei sagt nokkuð jákvætt um sjálfan sig. Síðan eru þeir sem eru með óbilandi trú á sjálfan sig, tala um sig eins og þeir eru þeir bestu.
Þetta er bara munurinn að vera með sjálfstraust eða ekki. Þeir sem hafa sjálfstraust láta ekki smá óheppni á sig fá, gleyma henni og halda áfram meðan þeir sem telja sig óheppna enda sumir í vítahring sem þeir geta ekki komist út úr.
Vinur minn sagði mér sögu af svoleiðis strák sem var með honum í skóla og hann gróf eiginlega sína eigin gröf með þessu þar sem hann dó fyrir nokkrum árum. En hann trúði því að hann væri alltaf óheppinn og gæti aldrei neitt því allt sem hann gerði misheppnaðist.
Fólk verður að muna að vera gott við sjálfan sig, það er það sem skiptir máli. Byggja upp sjálfstraust í staðinn fyrir að rífa það niður. Og danskurinn - fólk sem er með gott sjálfstraust nær betri árangri en þeir sem hafa það ekki!
Jón Magnús skrifar: "... fólk sem er með gott sjálfstraust nær betri árangri en þeir sem hafa það ekki!"
Þetta er ekki rétt - er reyndar fáránleg og órökstudd fullyrðing. Það væri kannski hægt að segja um einstakling að hann næði meiri árangri ef hann hefði meira sjáfstraust.
Sumt fólk með mikið sjálfstraust er oft dómgreindarlausir vitleysingar sem nær engum raunverulegum árangri.
Fólk með ekkert sjálfstraust nær litlum árangri þar sem það hefur ekki trú á sjálfu sér þ.e. hefur ekki trú á því sem það er að gera. Það getur auðvitað komið sjálfu sér á óvart og látið eitthvað takast. En líklegra er að það reyni aldrei og því komi aldrei í ljóst hvort eitthvað heppnist eða ekki.
Fólk hinsvegar sem hefur sjálfstraust og trú á sjálfu sér hafa meiri líkur á að ná árangri en þeir sem hafa það ekki. Margir geta verið tómir vitleysingar en þeir reka sig bara á veggi. Sumir láta buga sig og tapa sjálfstrausinu meðan aðrir láta ekki mótlætið hefta sig og halda ótrauðir áfram.
Ég horfi nú bara á pólítíkusa sem láta nú ekki mótlætið buga sig enda eru fáir sem ná árangri í því jobbi með lítið sjálfstraust. Ef þeir væru það þá væru þeir ekki í pólítík. Svo ég vísa þessari fullyrðingu "Þetta er ekki rétt - er reyndar fáránleg og órökstudd fullyrðing" til föðurhúsana.
Birgir skrifar: "...þetta er hjátrú VS púra íþróttasálfræði.."
Nú ertu allt í einu kominn út á (íþrótta)tún. Það er engin leið að lesa neitt um íþróttasálfræði út greininni þinni. Það sem stendur í greinini er "lausnin [er] svo einföld: Trúa ekki", en engu að síður viltu líka halda fram að trú með jákvæðum formerkjum geti breytt lífi einstaklings til hins betra. En þá má ekki kalla það trú heldur viltu nota orðið "íþróttasálfræði" um sama fyrirbæri.
Hvað varð um einföldu lausina: Trúa ekki?? Og hvað varð um að trúa því að "maður hafi nú þegar öðlast það sem leitað er að." Varstu kannski bara að leita að íþróttasálfræðinni?
Það er engin leið að lesa neitt um íþróttasálfræði út greininni þinni.
Það er heldur ekkert hægt að lesa út úr henni að með því að trúa á að hindurvitni geri manni gagn þá geri það gagn, eins og þú þó gerir henni upp. Það sem ég ýja að í kommentum á eftir greininni um slíka sjálfshjálp (án yfirnáttúru þó) er runnið beint upp úr íþróttasálfræði, þótt ekki hafi ég séð ástæðu til að nefna hana sérstaklega á nafn þá.
Bíddu bara eftir greininni og sparaðu þér að reyna að skora sífellt svona ódýr mörk. Það er ljóst á öllu að þú þráir heitt að gera mig og málflutning minn hlægilegan, en ert alltaf að skjóta sjálfan þig í fótinn :)
Hvað varð um einföldu lausina: Trúa ekki??
Hún á fullkomlega við, enda er ég alltaf að tala um tiltrú á hindurvitni. Að trúa á eigin getu, þ.e. meðan sú trú er innan skynsamlegra marka hefur ekkert með trúgirni á yfirnáttúruverur að gera.
Jón Magnús skrifar: "... fólk sem er með gott sjálfstraust nær betri árangri en þeir sem hafa það ekki!" Þetta er ekki rétt - er reyndar fáránleg og órökstudd fullyrðing. Það væri kannski hægt að segja um einstakling að hann næði meiri árangri ef hann hefði meira sjáfstraust.
Alveg eru þetta makalaus skrif. Hér vísar danskurinn orðum Jóns Magnúsar á bug sem fáránlegum en heldur svo fram nákvæmlega því sama og hann strax í næstu málsgrein! Annað hvort er danskurinn ófær um að hugsa rökrétt, eða þá hann gerir sér stöðugt að leik að snúa út úr og reyna að æsa menn upp á móti sér í fullkominni fúlmennsku.
Viðureignir mínar við hann hér á þessum vettvangi fá mig æ meir til að hallast að hinu síðara. Á stundum eru skrif hans ekkert annað en einelti.
En það sem Jón Magnús er að tala um er í fullkomnu samræmi við íþróttasálfræðina, eins og sýnt verður fram á í greininni sem er á leiðinni.
Vantru.net er merk nýjung þ.e. steypustöð á netinu. Hvað segir B.M. Vallá við þessu.
Hún er mjög hlynnt því að við séum að hrauna yfir trúaða liðið!
En fyrir utan það - haltu þig við efni greinarinnar!
Birgir skrifar: "Hér vísar danskurinn orðum Jóns Magnúsar á bug sem fáránlegum en heldur svo fram nákvæmlega því sama og hann strax í næstu málsgrein!"
Jón Magnús fullyrðir að fólk með gott sjálfstraust nái betri árangri en þeir sem hafa ekki gott sjálfstraust. Þetta er að sjálfsögðu bara örökstudd fullyrðing. Alls konar vitleysingar hafa gott sjálfstraust en ná engum árangri. Ef fullyrðing Jón Magnússonar væri rétt ætti sjálfstraustið að duga betur en vitið. Svo er að sjálfssögðu ekki. Þó að einstaklingur með lélegt sjálfstraust geti bætt árangur sinn með því að efla trú sína á sjálfan sig, gerir það ekki allt fólk með gott sjálfstraust sjálfkrafa að betra keppnisfólki. Svona alhæfingar eins og Jón Magnússon notar og Birgir tekur heilshugar undir eru mjög óvísindalegar og líklegar til að geta af sér enn meiri vitleysu og jafnvel fordóma. Ég er viss um að margir af bestu sonum og dætrum mannkynsins hafa verið taugaveiklaðir einstaklingar og fullir efasemda um eigið ágæti. Ég er jafnviss um að margir góðir menn hafa anað fullir sjáfstrausts út í tóma vitleysu og jafnvel opinn dauðann, eins og það er kallað.
Birgir skrifar: "Annað hvort er danskurinn ófær um að hugsa rökrétt, eða þá hann gerir sér stöðugt að leik að snúa út úr og reyna að æsa menn upp á móti sér í fullkominni fúlmennsku."
Þetta er náttúrlega frekar fúlt komment og í raun ekkert nema dylgjur og dónaskapur. Þó ég skemmti mér ágætlega við samræður af þessu tagi á það ekkert skylt við fúlmennsku.
danskurinn... ef þú lest svar mitt frá því áðan aftur þá gætiru kannski séð að ég var ekki að alhæfa um að allt fólk með gott sjálfstraust næði árangri og allt það fólk með ekkert sjálfstraust næði engum árangri. Hættu að gera mér upp skoðanir!!!
Það sem ég sagði er að fólk með sjálfstraust hefðu meiri líkur á því að ná árangri en hinir. Taktu eftir "meiri líkur" og ég er heldur ekki að halda því fram að fólk með ekkert sjálfstraust geti ekki náð árangri í einhverju. Fólk sem hefur ekki trú á eigin ágæti er ekki líklegt að koma sér í að gera eitthvað sem krefst þess að fólk sé með sjálfstraust s.s. pólítík.
p.s. danskurinn af hverju kallaru þig ekki bara Þrætu strump - myndi eiga betur við þig
Þetta er út úr korti hjá þér, danskur. Breytan vitleysingur vs skynsamur kemur málinu þarna ekkert við. Í besta falli gætum við sagt að vitleysingur með sjálfstraust ætti betra með að fóta sig í lífinu en vitleysingur án sjálfstrausts. En að gera Jóni Magnúsi það upp að halda því fram að vitleysingur með sjálfstraust sé í betri málum en skynsamur maður án sjálfstrausts er glórulaust.
Hvað er þetta með þig og það að kynna stöðugt til sögunnar einhverjar stærðir sem ekkert eru í umræðunni og ráðast svo á þær eftir að hafa klínt þeim á viðmælandann?
irgir skrifar: "Að trúa á eigin getu, þ.e. meðan sú trú er innan skynsamlegra marka hefur ekkert með trúgirni á yfirnáttúruverur að gera."
Þetta er að sjálfsögðu alveg rétt hjá þér Birgir. Ekki gleyma því samt að þú talaðir um gæfu, hamingju og velgengni og tókst undir það sjónarmið að jákvæð hugsun gæti stuðlað að þessum eftirsóknarverðu gæðum, sem er að sjálfsögðu alveg rétt hjá þér að taka undir með.
Hvernig þessi trú þín tengist svo yfirnáttúruverum eða íþróttasálfræði er mér óviðkomandi. Ég vildi bara benda þér á að greinin þín væri mótsagnakennd því hún bæði hafnar trú og hvetur til hennar. Þeirri trú að hugsanir okkar lúta lögmálum sem eru jafn "áþreifanleg" og lögmál í efni, tíma og rúmi. Yfirnáttúruverur koma þessari umræðu ekkert við enda trúi ég ekki á neitt slíkt.
Birgir skrifar: "..að gera Jóni Magnúsi það upp að halda því fram að vitleysingur með sjálfstraust sé í betri málum en skynsamur maður án sjálfstrausts er glórulaust."
Ég er ekki að gera Jóni upp eitt eða neitt. Orðrétt eftir honum haft stendur "... fólk sem er með gott sjálfstraust nær betri árangri en þeir sem hafa það ekki!" Fullyrðingin stenst einfaldlega ekki. Fólk (fleirtala) með gott sjálfstraust gerir betur en þeir (fleirtala) sem ekki hafa sjálfstraust. Setningin er kjánaleg alhæfing um fólk. Auk þess er gott sjálfstraust engin trygging fyrir hamingju, gæfu eða velgengni, ekki frekar en að trú á yfirnáttúrverur geri fólk óhamingjusamt eða gæfusnautt.
Þetta er kjaftæði, danskur, og ég mun ekki þreytast að við að benda þér á það.
Ég vildi bara benda þér á að greinin þín væri mótsagnakennd því hún bæði hafnar trú og hvetur til hennar.
Þú þvælir, sennilega viljandi, saman tveimur merkingum orðsins trú. Rétt er að grein mín hafnar trú á yfirnáttúruverur, en í kommentum er talað um (ekki þó hvatt til) að tiltrú á eigin getu, innan skynsamlegra marka, geti skilað árangri. Það hefur ekkert með trú á yfirnáttúru að gera.
Greinin varar við henni eingöngu. Farðu nú að hætta þessum eilífu útúrsnúningum.
Ég er ekki að gera Jóni upp eitt eða neitt. Orðrétt eftir honum haft stendur "... fólk sem er með gott sjálfstraust nær betri árangri en þeir sem hafa það ekki!"
Já, væntanlega að því gefnu að aðrar breytur séu hinar sömu - Evvríþíng els bíing íkval. Það ert aðeins þú sem sérð þörf fyrir að hræra í öðrum breytum þarna til að geta ógilt þessa niðurstöðu hans. Ekki beint heiðarlegt.
Birgir skrifar: "Það ert aðeins þú sem sérð þörf fyrir að hræra í öðrum breytum þarna til að geta ógilt þessa niðurstöðu hans."
Þarf maður að vera skyggn eða lesa hugsanir eins og þú virðist gera, til að geta túlkað setningar svona "kórrétt". Eigum við ekki bara að halda okkur við það stendur skrifað og ræða það? Ég treysti mér a.m.k. ekki til að lesa eitthvað annað en það sem stendur skrifað nákvæmlega. Mig skortir allt sjálfstraust til að fara útí svoleiðis óvissu ;-)
Jamms, ekki vantar sjálfstraustið þegar kemur að því lýsa hæfileikaskorti mótskríbenta sinna hérna í þræðinum. Annars virðast menn leggja misjafnt í orðið sjálfstraust. Einhver minntist á sjálftraust stjórnmálamanna, sem oft birtist í staðfestu. Þegar staðfestan bítur ekki á andstæðingin er oft stutt yfir í hrokann. Á það jafnt við hægri sem vinstri menn, "gungur" sem "afturhaldskommatitti". Þessi tónn smitar auðvitað frá sér út í samfélagið, já verður einhvers konar staðall á umræðuna. Íslensk umræða er því oft sama rúnkið fram og aftur um veruleika sem við þekkjum alltof vel.
Ég viðkenni það að þetta var aðeins of mikil alhæfing hjá mér í þessari einu setningu sem þú tókst en ég leiðrétti hana síðar en þú (danskurinn) heldur áfram að halda þig við þá útgáfu sem hentar þér betur - frekar sorglegt.
Jón Magnús skrifar: "Ég viðkenni það að þetta var aðeins of mikil alhæfing hjá mér í þessari einu setningu sem þú tókst..."
Þegar ég benti á að fullyrðing þín stæðist ekki var sagt að ég væri að gera þér upp skoðun sem þú hefðir ekki. Núna segir þú að ég hafi haft rétt fyrir mér en tekur ekki til baka dylgjur þínar og Birgis um að ég hafi verið að mistúlka fullyrðinguna. Allt sem ég hef sagt í þessum þræði hef ég stutt rökum og verið málefnalegur. Það er meira en hægt er að segja um þig og Birgir vin minn.
Jón Magnús skrifar: "...en ég leiðrétti hana síðar en þú (danskurinn) heldur áfram að halda þig við þá útgáfu sem hentar þér betur - frekar sorglegt."
Þetta gengur ekki Jón. Það ert þú sem ert að velja það sem hentar betur og hefur ekki leiðrétt neitt fyrr en núna að þú viðurkennir að setningin var órökstudd alhæfing. Það nægir mér. Vonandi kom ekki tár.
Gisli skrifar: "Annars virðast menn leggja misjafnt í orðið sjálfstraust."
Sjálfstraust er ofmetið fyrirbæri og fylgir því oft meiri rembingur en árangur. Þegar allt kemur til alls þarf sennilega mesta kjarkinn og sjálfstraustið til að biðja um hjálp.
Vááááááááá... danskurinn þú ert hreinlega ótrúlegur. Þegar þú talar um að ég hafi ekki skýrt mál mitt betur eftir að ég sagði þessa setningu þá ertu bara að bulla og ljúga.
Kannast þú kannski við þessa málgrein, hún kemur nefnilega í komment frá mér eftir þessari frómuðu setningu.
Fólk hinsvegar sem hefur sjálfstraust og trú á sjálfu sér hafa meiri líkur á að ná árangri en þeir sem hafa það ekki. Margir geta verið tómir vitleysingar en þeir reka sig bara á veggi. Sumir láta buga sig og tapa sjálfstrausinu meðan aðrir láta ekki mótlætið hefta sig og halda ótrauðir áfram.
Þarna dreg ég mjög út fyrri setningu og ég taldi að þú gætir skilið hvert ég var að fara eftir að fyrri setningin var ekki alveg nógu skýr en þér er greinilega algjörlega ókleift að ná því sé ég.
Hérna er þessi ótrúlega setning sem þér virðist vera svo illa við.
... fólk sem er með gott sjálfstraust nær betri árangri en þeir sem hafa það ekki!
Mér finnst þessi setning ekkert svo slæm þótt að þér finnist hún greinilega alveg út í hött. Sem er nú hreinlega ótrúlegt miðað við allt það bull sem þú leyfir þér að segja og við sleppum að gera ódýrar athugasemdir við.
Fyrir mér vantar eitt orð þarna og ég leiðrétti hana hér með svona fyrir þá (aka danskinn) sem vilja hafa þetta alveg nákvæmt...
... fólk sem er með gott sjálfstraust nær yfirleitt betri árangri en þeir sem hafa það ekki!
og berðu hana við þessa setningu:
Fólk hinsvegar sem hefur sjálfstraust og trú á sjálfu sér hafa meiri líkur á að ná árangri en þeir sem hafa það ekki.
Ekki mikill munur á merkingu er það!?!?
Þetta voru kannski mín mistök að hafa þannig að 5 ára krakkar gætu gert grín að mér en sumt fólk er ekki vaxið upp úr því ennþá sé ég.
Síðan vil ég nú ljúka þessu á því að þú ættir kannski að nota þessa aðferð sem þú varst að beita á mig meira á biblíuna því af nógu er þar að taka. Ég sé á þessum orðaskiptum okkar að þú hefur þetta í þér en greinilega forðast að beita sömu aðferðum allsstaðar - sem er nú verr og miður fyrir okkur hin.
En fyrirgefðu eitt að lokum, ég rakst nefnilega á þessa setningu frá þér hérna fyrir ofan:
Yfirnáttúruverur koma þessari umræðu ekkert við enda trúi ég ekki á neitt slíkt.
Þetta er frábært að heyra að þú sért búinn að afneita Guði. Mér líður strax betur að hafa verið að rífast við þig. Það var þá einhver árangur eftir allt saman :):):):):):)
Sannaðu til að danskurinn hefur einhvern hentugleikaskilning á hugtakinu yfirnáttúrlegur sem er í litlum tengslum við almenna skilgreiningu.
Nei kvur djöfullinn, ætlar hann að fara ljúga sig út úr því líka! Því trúi ég ekki fyrr en ég sé það!
Jón Magnús, þú krafsar í bakkann og sekkur enn dýpra. Þig skortir allavega ekki sjálfstraustið.
Setningin "Fólk hinsvegar sem hefur sjálfstraust og trú á sjálfu sér hafa meiri líkur á að ná árangri en þeir sem hafa það ekki." , er alveg sama órkökstudda fullyrðingin og setning "..fólk sem er með gott sjálfstraust nær betri árangri en þeir sem hafa það ekki!", fullyrðing sem þú ert þó búinn að afneita.
Til þess að skilja þetta "rétt" þarf ég kannski að lesa hugsanir eins og Birgir getur gert. Hann veit hvað þú ert að meina þó þú getir ekki böglað því frambærilega út úr þér. Ég hins vegar er svo takmarkaður að þurfa skilja orðin og samhengi þeirra. Og því miður sýnist mér þetta vera samhengislausar og órökstuddar alhæfingar um eitthvað fólk með sjálfstaust vs fólk, ekki með sjálfstraust.
Þú virðist ekki skilja hvað þú ert sjálfur að reyna að segja svo ég skal segja þér það aftur. Það sem þú ert að reyna að segja er að einstaklingur getur hugsanlega bætt árangur sinn með því að efla sjálfstraust sitt. Í þínu tilfelli tel nóg komið af sjálfstrausti og mæli með annars konar meðferð.
Birgir skrifar: "Sannaðu til að danskurinn hefur einhvern hentugleikaskilning á hugtakinu yfirnáttúrlegur sem er í litlum tengslum við almenna skilgreiningu."
Alveg laukrétt hjá þér Birgir. Ég hef alltaf átt erfitt með almennar skilgreiningar og tel einmitt að hættan á hentugleikaskilningi sé meiri þar en í minni eigin gagnrýnu og hnífskörpu hugsun, sem ég brýni einmitt með því að tækla almennar skilgreiningar ;-)
Ég skal svo koma með skemmtilega skilgreiningu á yfirnáttúru ef þú biður fallega.
Til þess að skilja þetta "rétt" þarf ég kannski að lesa hugsanir eins og Birgir getur gert. Hann veit hvað þú ert að meina þó þú getir ekki böglað því frambærilega út úr þér.
LOL!!! þú ert alveg að fara að gera út af við mig - þú að gagnrýna að enginn skilji mig. Maður sem gerir í því að skrifa óskiljanlegan texta. Dæmi:
Langlíklegast er það sköpun nýrra skilningarvita sem er hið eiginlega takmark þrár mannsins og leitar.
Þetta er t.d. ein sú óskiljanlegasta setning sem ég hef lesið lengi. Sköpun nýrra skilningarvita!?!? hvað ertu að meina? Get ég bráðum farið að lesa hugsanirnar þínar? Úfff, það vil ég nú aldrei!
En danskurinn þú ætlar þó ekki að valda mér vonbrigðum og kommenta á setninguna með yfirnáttúruverurnar??? Gerðu það, gerðu það - pleeeeeease. Af því að ég bið nú fallega.
Jón Magnús spyr: "Sköpun nýrra skilningarvita!?!? hvað ertu að meina?"
Það er dagvitundarskynjun fimmtu víddarinnar.
Það er dagvitundarskynjun fimmtu víddarinnar.Jæja, nú lokum við á Arnþór Jónsson, maðurinn er augljóslega snarbilaður á geði.
Sorry, engu nær. Dagvitundarskynjun??? Fimmta víddin??? Mér líður eins og ég sé staddur í Ljósaskiptunum... #-|
Fimmta víddin er eilífðin, þaðan sem öll hreyfing skynjast.
Dagvitund er dagvitund, þ.e.a.s. sú raunverulega skynjun sem maðurinn hefur í vökuástandi. Í dag skynjum við andstæður og takmörkun hlutana. Tímann takmarkaða sem við höfum flokkað í andlegar víddir.
Óravíddir himingeimsins eins og óravíddir míkókosmos og milljarðar af árum sem við skynjum nú sem óhrekjanlegar upplýsingar og staðreyndir, munu leiða mannkynið til skynjunar á hinu takmarkalausa, fimmtu víddinni.
Óravíddir himingeimsins eins og óravíddir míkókosmos og milljarðar af árum sem við skynjum nú sem óhrekjanlegar upplýsingar og staðreyndir, munu leiða mannkynið til skynjunar á hinu takmarkalausa, fimmtu víddinni.
Ég held að þú hafir annaðhvort einhverja tröllatrú á einhverskonar framförum hjá mannskepnunni (hvernig þessar framfarir myndu lýsa sér í heimsmynd þinni veit ég ekki) eða þá að þú er einfaldlega að fara út í geðveiki, enda hljómar þetta, og margt annað frá þér reyndar, svipað og eitthvað sem gæti komið frá persónuleikum á við Gene Ray, sem er þekktur fyrir að hafa fundið upp á Time Cube (sem hann hjalar um á heimasíðu sinni), og Sollog, sem er þekktur fyrir allskyns spádóma, költstarfsemi, og annan vitleysisgang.
Ég er kannski leiðinlegur að segja þetta en danskurinn, þú ert búinn að bjarga mánuðinum fyrir mér. Þetta er því miður (þ.e. fyrir þig) eitt mesta bull sem ég hef á ævi minni lesið og þótt ég telji mig hafa ótrúlegt ímyndurafl þá bjóst ég ekki við þessu.
Þannig að "keep up the good work" og haltu áfram að lengja lífið hjá mér þar sem ég mun örugglega hlægja út mánuðinn vegna þessarar einu setningar.
Snær skrifar: "..eða þá að þú er einfaldlega að fara út í geðveiki.."
Það er stórfróðlegt að fylgjast með því hvernig sumir hér á Vantrú slá um sig með ódýrum geðgreiningum rétt eins og geðveiki sé eitthvað sem sjálfsagt er að hafa í flimtingum. Maður spyr sig hvað geðvekir hafi til saka unnið hér á vefnum að þurfa stöðugt að vera bendlaðir við menn eins og mig ofl. Svona lagað er náttúrlega ekkert annað en fordómar gagnvart veiku fólki.
Það er líka fróðlegt að skoða hvernig efnishyggumenn virðast halda að maðurinn sé kominn að e.k. endimökum þróunar sinnar og þekkingu. Sumir verða mjög órólegir þegar kemur að því að ræða áframhaldandi þróun mannkynsins og finnst jafnvel eins og að vegið sé að takmarkaðri þekkingu sinni og kunnáttu. Hugsanlega óttast menn að ný þekking og lærdómur geri lítið úr núverandi heimsmynd sinni og sverja sig þannig í ætt við staðnaða trúmenn allra tíma og óttast að missa spón úr aski sínum ef heimsmyndin breytist. Kannski er þetta eðlislægur ótti við þá sem taka sig út úr hópum og hugsa öðruvísi en pólitísk rétthugsun hópsins leyfir. Smámenni þurfa jú alltaf að vinna í skjóli almennra skilgreininga og eru fyrstir til að ráðst að þeim sem taka sig út úr hópnum. Almennar skilgreiningar eru ekki trúarbrögð heldur eitthvað sem gagnrýnin hugsun þarf að brjóta upp.
Snær skrifar: "Ég held að þú hafir [...] einhverja tröllatrú á einhverskonar framförum hjá mannskepnunni .."
Þetta er alveg hárrétt hjá þér Snær! Ég lít á mannskepnuna sem frumstæða lífveru ólík mörgum sem virðast hafa einhverja óljósa þörf á því að trúa að maðurinn í núverandi ástandi sé kóróna sköpunarverksins, endanleg útgáfa.
Eins og forfaðir mannsins og lífsins hér á jörð var járngrýti sem breyttist í frumstæðar lífverur sem breyttust í jurtir, sem breyttust í frumstæð dýr sem breyttust í þróuð dýr, þá mun maðurinn halda áfram að breytast og þróast og bæta við skilningarvit sín. Það er fullkomlega heimskulegt að trúa því að þróun skynhæfilega mannsins hafi náð hámarki með núverandi ástandi jarðarbúa. Einnig er það fullkomlega heimskulegt að trúa því að ekki séu til þau svið sem hinn jarðneski maður fær ekki skynjað. Hvernig ætti að rökstyðja slíka skoðun? Sjónleysi hins blinda er ekki sönnun þess að ljósið sé ekki til.
Jón Magnús skrifar: "Ég er kannski leiðinlegur að segja þetta en danskurinn, þú ert búinn að bjarga mánuðinum fyrir mér."
Nei nei Magnús minn, þú ert ekkert leiðinlegur.
Jón Magnús skrifar: ".. þótt ég telji mig hafa ótrúlegt ímyndurafl þá bjóst ég ekki við þessu."
Eins og ég skrifaði áður þá tel nóg komið af sjálfstrausti hjá þér og mæli með annars konar meðferð ;-)
Óravíddir himingeimsins eins og óravíddir míkókosmos og milljarðar af árum sem við skynjum nú sem óhrekjanlegar upplýsingar og staðreyndir, munu leiða mannkynið til skynjunar á hinu takmarkalausa, fimmtu víddinni.
Held að menn ættu bara að halda sig við það sem þeir ráða við, en reyna ekki að slá um sig með einhverju svona bulli sem er ekki einu sinni svaravert.
Maður spyr sig hvað geðvekir hafi til saka unnið hér á vefnum að þurfa stöðugt að vera bendlaðir við menn eins og mig ofl.
Dæmigerður Arnþórsmálflutningur. Ekki nokkur maður er hér að bendla geðveikt fólk við Arnþór, heldur er verið að bendla yrðingum hans við geðveiki. Aðrir geðsjúklingar koma þar hvergi nærri.
Veikin er ekki fólkið.
Það er líka fróðlegt að skoða hvernig efnishyggumenn virðast halda að maðurinn sé kominn að e.k. endimökum þróunar sinnar og þekkingu.
Geturðu bent á eitt dæmi þess hér? Þótt menn séu ekki tilbúnir að fylgja eftir sálsýkislegum órum þínum um heiminn er ekki þar með sagt að þeir telji manninn vera kominn á einhvern endapunkt.
Nei, maðurinn mun þróast áfram rétt eins og aðrar dýra- og jurtategundir. Þeir afkomendur okkar sem mesta aðlögunarhæfni hafa munu uppfylla jörðina þá sem endranær.
Til að verjandi sé að dagvitundarskynjun fimmtu víddarinnar verði yfirleitt til umræðu verður að byrja á að sýna fram á tilvist þessa, Arnþór. Þú ert nefnilega staddur meðal skeptíkera, en ekki auðtrúa og leitandi sálna sem þú getur költleiðtogast yfir.
Hugsanlega óttast menn að ný þekking og lærdómur geri lítið úr núverandi heimsmynd sinni og sverja sig þannig í ætt við staðnaða trúmenn allra tíma og óttast að missa spón úr aski sínum ef heimsmyndin breytist.
Nei, við fögnum öllu svoleiðis. En það er ekki þar með sagt að hver krakkpott-hugmynd um gerð og eðli veraldar eigi aðgang að okkur. Við erum ekki Magnús Skarphéðinsson. Við köllum eftir rökum.
Smámenni þurfa jú alltaf að vinna í skjóli almennra skilgreininga og eru fyrstir til að ráðst að þeim sem taka sig út úr hópnum.
Fullkomið kjaftæði. Málið er ekki hvort þú setjir fram nýja hluti, heldur hvað það er sem þú setur fram. Og þetta nýaldarbull sem þú treður í sífellu upp á okkur hér fáum við ekki séð að eigi sér nokkrar vitrænar forsendur, auk þess sem öll rök vantar.
En enn á ný hefur þér tekist að leiða umræður hér út í bull og vitleysu. Þetta var í síðasta skipti sem það gerist. Þú hefur tíma fram á miðnætti til að svara þessu en svo verður líka lokað á þig for gúdd, nema þér takist að sýna okkur fram á að slík ráðstöfun sé ósanngjörn. Athugaðu að hvers kyns fasismauppnefningar munu aðeins dæma sjálfan þig en ekki okkur. Persónuárásum og kommentaspammi verður eytt.
Þú hefur of lengi fengið að vaða hér uppi með þessi skemmdarverk á góðri umræðu.
Sævar Helgi skrifar: "Held að menn ættu bara að halda sig við það sem þeir ráða við, en reyna ekki að slá um sig með einhverju svona bulli sem er ekki einu sinni svaravert."
Samt svarar Sævar Helgi ;-)
Birgir skrifar: "Aðrir geðsjúklingar koma þar hvergi nærri.. ...sálsýkislegum órum þínum.. Þú ert nefnilega staddur meðal skeptíkera, en ekki auðtrúa og leitandi sálna sem þú getur költleiðtogast yfir. Við erum ekki Magnús Skarphéðinsson. ..krakkpott-hugmynd.. Fullkomið kjaftæði. ..nýaldarbull sem þú treður í sífellu upp á okkur ..öll rök vantar.. ..hér fáum við ekki séð að eigi sér nokkrar vitrænar forsendur.. En enn á ný hefur þér tekist að leiða umræður hér út í bull og vitleysu.. ...svo verður líka lokað á þig for gúdd.. Þú hefur of lengi fengið að vaða hér uppi með þessi skemmdarverk á góðri umræðu. Athugaðu að hvers kyns fasismauppnefningar munu aðeins dæma sjálfan þig en ekki okkur. Persónuárásum og kommentaspammi verður eytt."
Það er aðeins eitt sem ég skil ekki í þessari upptalningu Birgir og það er af hverju þú vilt endilega segja frá því að þú sért ekki Magnús Skarphéðinsson. Ég var nefnilega farinn að halda og þú værir Magnús, sá mæti maður.
Vegna þess að Magnús Skarphéðinsson er auðtrúa, en við ekki. Mér virðist það augljóst.
Ég sagði við erum ekki hann. Og átti þá ekki við í bókstaflegri merkingu. Af hverju viltu leggja bókstafstrúnað á þessi orð mín eftir að hafa breytt fleirtölu í eintölu? Hagræðing sannleikans eða þoka hugsunarinnar?
Alla vega, þú ert át í a.m.k. mánuð. Prófaðu í mars.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 30/01/05 00:08 #
Já, trúgirnin hleypur með marga í gönur. Þessi manneskja virðist vera dæmi um slíkt. Dæmi um manneskju sem horfði á ágæta hryllingsmynd með of "opnu hugarfari".