Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hið ómerkilega leyndarmál Fatíma

Sagan af því þegar María mey birtist þremur portúgölskum börnum í Fatíma og sagði þeim þrjú leyndarmál er greinilega merkileg í huga Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, hann helgar þeirri sögu heiðursess í nýjustu bloggfærslu sinni. Það vottar ekki fyrir efa í skrifum hans Björns, hann virðist trúa þessu af heilum hug. Þar sem Björn virðist ekki búa yfir gagnrýnni hugsun þá skulum við yfirfara þetta mál aðeins, fyrir hann en líka okkur hin.

Árið 1917 sögðust þrjú ung frændsystkin sjá Maríu mey, þau buðu fleirum að koma þarna en enginn annar sá hana né heyrði í henni. Börnin sögðu að María hafi spjallað við sig en síðan bannað þeim að ræða leyndarmálin. Árið 1941 var bara eitt barnið á lífi, hún Lucia, sem hafði gerst nunna. Lucia sagði að María hefði sagt þeim að hin börnin tvö myndu deyja, þau höfðu einmitt dáið úr inflúensu skömmu síðar. María átti líka að hafa sagt að annað stríð myndi hefjast í tíð Píusar páfa XI. Einnig sagði María víst að ef Rússar myndu ekki snúast til heitrar dýrkunar á hennar flekklausa hjarta þá myndu þeir kalla mikil stríð og almennan bömmer yfir heiminn.

Frábær árangur, í raun eru þarna þegar komnir þrír spádómar sem rættust. Börnin tvö dóu. Seinni heimsstyrjöldin byrjaði einmitt í tíð Píusar XI! Sovétríkin réðust á nágranna sína og Stalín ofsótti andstæðinga sína. Allir spádómarnir höfðu einmitt ræst þegar þeim var ljóstrað upp...

En það höfðu ekki allir leyndardómarnir ræst að sögn Luciu, síðasta leyndarmálið skrifaði hún ekki niður fyrren í lok árs 1943. Hún lét geyma bréfið og sagði að það skyldi opna árið 1960 þegar það meining þess yrði skýrari. Þegar á leið kíktu páfar á bréfið en þeir skildu bara ekkert í því, það átti ekkert við árið 1960. Það var ekki fyrr en árið 2000. Þriðja sýnin sem börnin fengu frá María var í stuttu máli þannig að ráðist var á presta, biskupa, páfann og fleira trúað fólk. Þetta hefur verið túlkað annars vegar á þann hátt að hér sé verið að vísa í þrengingar kaþólsku kirkjunnar og hins vegar að hér sé verið að vísa í það þegar ráðist var á Jóhannes Pál páfa á sínum tíma.

Þetta verður að teljast mjög aumt kraftaverk, ekkert er til sem staðfestir það að Lucia hafi vitað af Rauðu hættunni, seinni heimsstyrjöldinni né dauða frænsystkina sinna fyrirfram, í raun bendir ekkert til þess. Síðasti spádómurinn rættist síðan ekki á þeim tíma sem hann átti að rætast og satt best að segja var hann annað hvort kolrangur eða mjög háður túlkunum.

En ef þið gleypið þetta hrátt eins og hann Björn Bjarnason virðist gera þá hvet ég ykkur til að helga líf ykkar hinu flekklausa hjarta Maríu til að bjarga okkur hinum sem nennum ekki að standa í svona vitleysu.

Heimildir
The Message of Fatima
Leyndarmál í Fatíma – vitleysa...
What happened to the secret message of Fatima?

Óli Gneisti Sóleyjarson 17.01.2005
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Sindri - 17/01/05 10:11 #

Kannski hafa nógu margir snúist til dýrkunar á flekklausu hjarta Maríu til að afstýra síðustu hörmungunum.

Annars er skemmtilegt við grein Björns að hann minnist eitthvað í restina á þá sem efast um einhver túlkunaratriði í þessu máli, hann er samt greinilega ekki einu sinni einn þeirra.


Guðjón - 17/01/05 13:18 #

Til hamingju. Nú tókst biltingasamtökunum að koma höggi á ráðamenn. Trúleysingjasamtökin minna óneitalega dálítið á hópa vinstri rótæklinga sem voru áberándi í kringu 70. Í stað þess að byggja á kenningum Kars Marx styðjast menn við Darwin og vísindahyggju. Það er grundvallar miskilingur hjá ykkur að brýnast vandamál á íslandi sé að gera útafvið kristni á íslandi. Trúarbrögð eru orðin hornreka í okkar þjóðfélgi. Kapitalisminn er hinn raunverulegu trúarbrögð íslendinga


Doddi (meðlimur í Vantrú) - 17/01/05 13:31 #

Og kapítalismi, eða maski aðferðarfræði kapítalisma er að mörgu leyti runnið undan rifjum, hverju? Þetta er svona "trick"-spurning.


Guðjón - 17/01/05 15:38 #

Það er ekki prestar eða trúarofstækismenn sem aðstoða kapítalistanna að selja meira. Það eru vísindamenn sem sérhæfa sig í markaðsfræði eða auglýsingasálfræði. Það er goðsögn að þegar fólk verði trúlaust öðlist það frelsi. Símin platar fólk til að kaupa frelis í farsíman sinn þ.e. leyfi til að greiða símreiking sinn fyrirfram. Það eru ekki trúarbrögðin sem halda fólkinu í klóm sínum það er mikið frekar markaðsmaskínan sem byggir m.a. á starfi vísindimannanna.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 17/01/05 15:56 #

Þótt markaðsmaskína byggi á starfi vísindanna er ekki þar með sagt að það séu vísindamenn sem standi fyrir þessu sem þú talar um. Þessi gagnrýni þín beinist að bissnissköllum, ekki vísindunum eða vísindamönnum sem slíkum.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 17/01/05 16:08 #

Guðjón, þessi markaðsmaskína sem þú talar um á ágætlega við flest trúarbrögð. Í staðinn fyrir að það sem verið að selja vöru sem fólk getur keypt, notað og hent þá er verið að selja Jesús/Allah o.s.frv.

Sumir nota Jesú þangað til þeir deyja en aðrir henda honum í ruslið sem ónothæfri vöru og einbeita sér að einhverju öðru sem getur jú verið jafn vitlaust. Fólk áttar sig vonandi á því að vörurnar sem það er að kaupa séu góðar vörur eða slæmar.

En það virðist samt vera sammerkt þessari vöru "Jesús" að sama hvað sumu fólki er bent á hve vitlaus og órökrétt hún er þá skiptir það ekki máli, það notar hana samt.

Það er allavega mín von að fólk fari að hugsa um Jesú eins hverja aðra vöru. Þ.e. ef hún virkar ekki - hentu henni í ruslið! Guð er allavega löngu kominn í recycle bin hjá mér, vonandi gerir þú einhvern tímann það sama.


Jóhanna - 17/01/05 16:20 #

"Recycle" - that´s the spirit! Better than reject.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 17/01/05 21:55 #

Jóhanna: Það er alveg á hreinu að guð kemur ekki upp úr ruslafötunni minni og hvað þá fer hann í einhverja endurnýtingu - held líka að það sé alveg útilokað að endurnýta guð. Ekki hægt að endurnýta eitthvað sem enginn veit hvað er ;)


Jóhanna - 18/01/05 09:04 #

Takk fyrir þennan hérna ;)


urta (meðlimur í Vantrú) - 18/01/05 17:15 #

"Það er grundvallar miskilingur hjá ykkur að brýnast vandamál á íslandi sé að gera útafvið kristni á íslandi."

Það væri engu að síður til mikilla bóta ef það tækist!


gg (meðlimur í Vantrú) - 18/01/05 17:49 #

Guðjón, ertu virkilega að halda því fram að kirkjan sé ekki kapitaliskt apparat? Biskup og klerkar eru einhverjir alhörðustu kapitalistar, sem hér byggja. Jafnan er ósköp einföld:

Einn 'sauður' í hópinn = sóknargjöld í kassann

Hvers vegna heldur þú að biskup klifi sífellt á því að hér sé allt að fara til andskotans og eina leiðin til hamingju og sáluhjálpar sé að vera rækilega fastur í þorskaneti kirkjunar. Náungakærleikurinn hrekkur skammt hjá honum ef hann sér fram á að hróflað verði við fjármögnun apparatsins.

Þú mátt líka útskýra fyrir mér hvernig sá hópur sem hér lætur í ljós skoðanir sínar er 'bitlingasamtök'. Bitlingar skv. mínum skilningi fela í sér einhvers konar umbun, oft óverðskuldaða. Hvaðan fáum við bitlingana?


gg (meðlimur í Vantrú) - 18/01/05 17:51 #

Guðjón, ertu virkilega að halda því fram að kirkjan sé ekki kapitaliskt apparat? Biskup og klerkar eru einhverjir alhörðustu kapitalistar, sem hér byggja. Jafnan er ósköp einföld:

Einn 'sauður' í hópinn = sóknargjöld í kassann

Hvers vegna heldur þú að biskup klifi sífellt á því að hér sé allt að fara til andskotans og eina leiðin til hamingju og sáluhjálpar sé að vera rækilega fastur í þorskaneti kirkjunar. Náungakærleikurinn hrekkur skammt hjá honum ef hann sér fram á að hróflað verði við fjármögnun apparatsins.

Þú mátt líka útskýra fyrir mér hvernig sá hópur sem hér lætur í ljós skoðanir sínar er 'bitlingasamtök'. Bitlingar skv. mínum skilningi fela í sér einhvers konar umbun, oft óverðskuldaða. Hvaðan fáum við bitlingana?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.