Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Söfnuðurinn og sauðahjörðin


Ésús heitinn kallaði sjálfan sig „góða hirðinn“ og kirkjan og menn hennar gefa sig út fyrir að vinna verk Ésú hér á jörðinni. Með öðrum orðum má segja að prestar líti á sig sem fjárhirða (og þá okkur hin væntanlega sem sauði). Biskupar bera meira að segja hirðisstaf og ef mig brestur ekki kunnáttu í ensku (eða latínu) þýðir „pastor“ upphaflega hjarðmaður.

En hvað gerir fjárhirðir? Hann heldur jú utan um hjörðina (söfnuðinn) til þess að geta nýtt sér hana (hann). Góður hirðir er ekki góður í þeim skilningi að hann sé að vinna góðgerðastarf fyrir rollurnar. Rollurnar eru bara vinnan hans. Í því samhengi er orðalag presta annars athygli vert. Orðið „söfnuður“ minnir mig helst á „söfnun“ eins og í „peningasöfnun“ og starfsheitir „fjárhirðir“ ... er það ekki sá sem hirðir fjármuni fólks? En, þegar öllu er á botninn hvolft, hvað eru „trúarbrögð“ annað en brögð til að fá fólk til að trúa?

Rómverskir keisarar notuðu líka líkinguna við fjárhirða -- nema hvað þeir notuðu líkinguna fyrir landstjórana sem innheimtu skattana fyrir þá. Skattheimtan var einatt framkvæmd með miklu harðfylgi og ágirnd (lesið bara málsókn Ciceros í málinu gegn Verresi) og einhverju sinni þegar landstjóri nokkur hafði gerst ennþá illskeyttari við innheimtuna en vant var, er haft eftir keisaranum: „Þú átt að rýja sauðina mína, ekki flá þá.“

Örn Bárður, Neskirkjuprestur, sagði um daginn í jólapredikun að hann vildi „sérstaklega fagna ykkur, kæru foreldrar, ömmur og afar, sem hér eruð með börnum ykkar og eruð jafnframt dugleg að sækja messur og barnastarf kirkjunnar. Það innlegg skilar miklum arði og hefur eilíft gildi.“ Þetta eru orð að sönnu, þótt skilningur minn á þeim sé kannski ekki sá sem Örn vildi að ég hefði.

Fjárhirðar eru fyrir kindur, ekki frjálst fólk.

Vésteinn Valgarðsson 16.01.2005
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð


Jóhanna - 16/01/05 09:56 #

Góðan daginn lambið mitt!

Já, hvers konar rugl og bull er það nú að Jesú skyldi kalla sig "góða hirðinn!" Og allt í eigingjörnum tilgangi. Bjössi bóndi á Ósi, er einnig svona sjálfselskugaur! Ein rollan hans lá afvelta greyið langt uppá heiði, krummi farinn að sveima yfir og rollan gat sig hvergi hreyft -

Haldiði ekki að Bjössi bóndi hafi bara varið heilmiklum tíma í leit að rollunni sinni og náð að snúa henni við og koma henni á fætur! Allt í þeim eigingjarna tilgangi að græða á henni síðar. Búinn að skemma góða skemmtun fyrir krumma í þokkabót.

Helv. prestarnir - eina hugsun þeirra að reyna að græða á okkur sauð-svörtum almúganum!! Absolútlí rétt hjá þér!!


G2 (meðlimur í Vantrú) - 16/01/05 14:03 #

Jóhanna, gimbrin mín, hvernig væri að láta lélega hæðnina vera? Þú veldur þessu stílbrigði ekkert sérlega vel.

Ef Örn Neskirjuklerkur væri eitthvað svipaður málvini þínum Birni bónda, mundi hann þá ekki styðja gamlar konur og karla í hálkunni í stað þess að standa sællegur í pontu og blaðra tóma steypu? Ætti hann ekki að opna kirkjuna 'sína' fyrir ógæfusömum sauðunum, sem eiga hvergi höfði sinu að halla og gefa þeim að éta í fína, nýja safnaðarheimilinu?

Þú reyndar hittir naglann á höfuðið þegar þú segir:

"Helv. prestarnir - eina hugsun þeirra að reyna að græða á okkur sauð-svörtum almúganum!!"

Þar erum við algerlega sammála.


thorvaldurJo - 16/01/05 20:46 #

Jesús lifir elsku sauðirnir mínir. Hann er góði hirðirinn og sem góður hirðir, þá lagði hann líf sitt í sölurnar fyrir líf allra, líka fólks sem heimsækir þessa síðu.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 16/01/05 21:22 #

Sorglegt, thorvaldurjo, hvernig þú étur þessa tuggu gagnrýnislaust upp eftir költleiðtogunum sem ráðskast með lífi þitt.


thorvaldurJo - 16/01/05 23:30 #

Æi greyið ég.


Ásgeir - 17/01/05 01:28 #

Jesú dó fyrir sínar syndir, ekki mínar.


Jóhanna - 17/01/05 10:23 #

Hvað veist þú, G2* um hvað Örn Bárður er að gera svona utan prédikunarstóls? Kannski finnst meirihluta fólks hann alls ekki vera að blaðra "tóma steypu" heldur gefa þeim inspirasjón inn í lífið! Ert þú kannski í flokki með þeim sem finnst fólk vera fífl?

*Mér finnst soldið lélegt að koma hér fram undir dulnefni og ráðast að mönnum.


G2 (meðlimur í Vantrú) - 17/01/05 14:33 #

Jóhanna*

Guðmundur heiti ég og er Guðmundsson. Örn Bárð hef ég tekið fyrir í blaðagrein nýlega í Mbl. og þar er meira að segja mynd af mér. Það er alveg rétt að ég veit ekki hvað Örn er að gera utan síns predikunarstóls, en það veit ég að ef hann snéri sér alfarið að öðru en að mæra vin sin jésú hefði hann meiri tíma til að gera eitthvað af viti. Þeim sem Örn veitir inspirasjón (ef einhverjir eru) er auðvitað vorkun, eins og öllum þeim sem þurfa að láta ljúga að sér svo þeim líði vel. Og nei, mér finnst almennt séð fólk ekki vera fífl, utan þeir sem hafa atvinnu af því að skrökva að fólki vitandi vits.

Góðar stundir Jóhanna.

*þetta er álíka dulnefni og G2 - getur þú sagt á þeir deili?


Jóhanna - 18/01/05 09:34 #

Sæll Guðmundur - takk fyrir opinberunina. Jóhanna hér (ekkert dulið við það) og er Magnúsdóttir. Kannski var það aðeins ég sem var ignorant um hver stæði á bak við G2, þar sem ég hef verið of nísk til að kaupa Moggann í vetur.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.