Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Að grínast með Guð

Er bannað að grínast með Guð? Guðmundur Magnússon virðist vera á þeirri skoðun samkvæmt skrifum hans sem birtust í Fréttablaðinu á Þorláksmessu.

Smekkleysi DV birtir í gær heilsíðuauglýsingu (nema þetta teljist aðsent efni?) frá Snorra Ásmundssyni myndlistarmanni, sem þekktur er fyrir að gera út á dáraskap í fjölmiðlum. Í tilefni jólanna býður hann aflátsbréf til sölu í þremur flokkum, á fimm, tíu og tuttugu þúsund krónur. „Aflátsbréf er besta gjöfin“ er yfirskriftin og síðan er eftirfarandi haft eftir Jesú Kristi innan tilvitnanamerkja: „Besta jóla- og áramótagjöfin er fyrirgefningin“. Þetta er auðvitað ósmekklegt úr hófi. En endurspeglar líklega með sínum hætti alvöruleysi samtímans og útbreiddan virðingarskort fyrir trú og tilfinningum fólks.

Ég sá þessa auglýsingu ekki sjálfur og treysti hér á lýsingu Guðmundar en ég á erfitt að skilja hvers vegna það er ósmekklegt að eigna Jesú þau orð að fyrirgefningin sé besta jólagjöfin. Í raun er auglýsingin ákaflegan falleg. Guðmundur virðist bara ekki sjá hinn alvarlega boðskap sem er falinn bak við grínið.

En af hverju má ekki grínast með Jesú? Satt best að segja á ég erfitt með að ímynda mér að margir kristnir menn hafi tekið þetta nærri sér (sérstaklega þar sem þetta birtist í DV, það hefði væntanlega heyrst eitthvað ef þetta hefði verið í Mogganum). Í raun þá er það reynsla mín að flestir kristnir menn geta hlegið að bröndurum sem varða Jesú og Guð. Viðkvæmi minnihlutinn er hins vegar hávær.

Óli Gneisti Sóleyjarson 30.12.2004
Flokkað undir: ( Siðferði og trú )

Viðbrögð


urta (meðlimur í Vantrú) - 30/12/04 09:06 #

Það hefur nú lengi valdið mörgum miklu hugarangri þegar verið er að grínast með kristindóminn - allt í lagi að gera grín að múslímum og öðrum "heiðingjum"! Allir muna fjaðrafokið þegar Spaugstofan tók kristni og kirkju aðeins fyrir...


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 30/12/04 09:19 #

já, blindir fá Sýn, það var fyndið..... úps, en það er kannski ekki nógu pc að grínast með blinda? hmmmmmmmmmm


Árni Árnason - 30/12/04 10:51 #

Mér hefur alltaf fundist Snorri Ásmundsson hrein snilld. Í sölu hans á aflátsbréfum leynist hnífskörp ádeila, sem svo sannarlega á erindi inn í okkar yfirborðskennda samfélag.

Það versta er þó að þeir sem ádeilan beinist helst að eru svo grunnhyggnir að þeir skilja hana ekki.

Síðast þegar Snorri seldi aflátsbréf, tók hann aðeins við greiðslu með ávísunum eða kortum sem hann renndi í gamaldags kortasleða, greiðslufyrirkomulagi þar sem það er algerlega í hans valdi hvort nokkur raunveruleg verðmæti eru nokkurn tíma innleyst.

Í Evangelísk Lútherskri uppfræðslu hefur gjarna verið fjallað um aflátsbréfasölu Kaþólsku kirkjunnar með nokkuð háðskum tón, og hún höfð sem dæmi um spillingu og gróðahyggju. Þjóðkirkjan er ekki skömminni skárri, öll hennar starfsemi snýst meira eða minna um eignir og peninga, heilu kirjuþingin fara í lítið annað en peningakarp. "Aflátsbréfasalan" er stunduð sem aldrei fyrr,kirkjan er enn að selja okkur dýru verði fyrirgefningu syndanna og eilíft líf, eini munurinn er að í dag eru þetta pappírslaus viðskifti.


Óskar - 09/01/05 15:37 #

Það er ekki bannað að grínast með og við GUÐ. Þetta er allt spurning um smekkvísi. Hvað getur þú leift þér og hvað ekki. Hvaða trúarbrögðum er í "tísku" að gera grín að. Nú eru það Múslimar. Enn eitt ráðabruggið runnið undan rifjum BNA - manna til að grafa undan múslimum (allavega á yfirborðinu , þeim þykir annars ákaflega vænt um peningana þeirra). Myndi það teljast dæmi um góðann smekk að gera grín t.d. með Bandaríkjaforseta að míga á SVARTA STEININN í Mekka. Nei , nei , nei. Þess vegna ráðlegg ég þér að fara inn á síðuna reverendfun.com og sjá hvernig kristnir gera grín að sjálfum sér.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.