Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Terroristinn Guð

Heimsbyggðinni var brugðið þegar hryðjuverkamenn gerðu árás á tvíburaturnana World Trade Center árið 2001. Og margir eru þeir sem láta þjóðarmorðið á Írökum þessa dagana fara í siðferðiskenndina á sér og fyrirlíta Bandaríkjastjórn. Við flest kærum okkur nefnilega ekki um að saklausu fólki sé slátrað.

Til eru þeir sem telja jörðina of flott hannaða til að geta verið annað en sköpunarverk Guðs almáttugs. Þetta fólk upplifir smæð sína gagnvart „sköpunarverkinu“ í hvert sinn sem það tengir sig náttúrunni, tínir blóm eða stendur andspænis stórum fossi og fjallasýn.

Of fagurt og of mikilfenglegt til að vera ekki verk fullkominnar veru.

Og lífið er á sama hátt of meistaraleg ráðstöfun til að dauð náttúruöfl geti gert það svona úr garði. Þeir sem lengst ganga í sköpunarhyggjunni sjá augljóst handverk Guðs í þessu öllu og tala fjálglega um gáfaða frumorsök.

Þessari gáfuðu frumorsök gekk ekki betur en svo við smíði sína á jörðinni en að láta yfirborð hennar vera á endalausri hreyfingu. Nokkrir yfirborðsflekar fljóta um, gliðna hver frá öðrum sumsstaðar og nuggast saman á öðrum svæðum, svo nýtt berg er stöðugt að myndast og gamalt að hverfa aftur ofan í kvikuna undir.

Við flekamót þar sem plöturnar þrýstast saman verða stundum gífurlegir jarðskjálftar. Skaparinn mikli hefði átt að sjá það fyrir og hafa þetta einhvern veginn öðruvísi.

Nýjar tölur um látna í löndunum kringum Indandshaf og við austurströnd Afríku eru komnar upp í 55.000 og fara hækkandi. Jafnvel er óttast að yfir 100.000 manns hafi farist. Og þá er eftir að tiltaka þá sem munu deyja í kjölfarið, sökum sjúkdóma, vannæringar og almennrar eymdar. Þetta eru töluvert hærri tölur en við sáum þegar stálfuglar mannanna flugu á turnana. Guð er þarna með lélegri og óviturlegri hönnun sinni að slátra fólki á mun stærri skala en áður hefur þekkst, ef trúa á sköpunarsinnunum.

Hvernig geta sköpunarsinnar verið uppfullir af hatri í garð múslima sem fórna 2.000 manns fyrir málstað sinn, en haldið áfram að elska skapara sem hegðar sér svona gagnvart sköpun sinni?

Nei gott fólk. Við eigum í höggi við óvitræn náttúruöfl sem mótuðu okkur og gáfu líf. Þessi öfl hafa ekkert siðferði og er ekki umhugað um nokkurn tilgang. Þau bara eru.

Sama gildir um okkur. Við bara erum og eigum allt okkar undir skynlausum kröftum. Það besta sem við getum gert í stöðunni er að auka ekki á ógeðið en reyna eftir megni að stuðla að fögru mannlífi, friði og lífsgæðum öllum til handa.

Er ekki kominn tími til að hætta að tilbiðja ímyndaða terroristann stóra og gera sér frekar far um að sjá hlutina fyrir það sem þeir eru?

Birgir Baldursson 29.12.2004
Flokkað undir: ( Rökin gegn guði )

Viðbrögð


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 29/12/04 00:10 #

Þess má til gamans geta að Þjóðkirkjan hlýtur að teljast til sköpunarsinna sbr: "Ég trúi á Guð...blabla... skapara himins og jarðar..."


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 29/12/04 00:25 #

Það er afar súrt að heyra að páfi sé að biðja fyrir fórnarlömbum flóðsins, maður hefði haldið að betra hefði verið að biðja Guð um að hætta að slátra fólki.


Ormurinn - 29/12/04 10:00 #

Vegir guðs eru órannsakanlegir!

...sorry ég bara gat ekki stillt mig um að koma með þetta hérna :D


AquilaMarke - 29/12/04 11:41 #

Í skólaportinu í gamla daga voru alltaf nokkrir strákar sem þurftu að sýna hvað þeir voru "stórir" með því að lumbra á þeim aumustu sem þeir fundu. Ef við gefum okkur að guð sé til, hefði þá ekki verið aðeins sanngjarnara að flytja þessar sorglegu hörmungar til Vestur-Evrópu, t.d. Noregs?


urta (meðlimur í Vantrú) - 29/12/04 13:51 #

Gott sjónahorn - ekki síst þessa dagana.


Siggi Örn (meðlimur í Vantrú) - 29/12/04 14:03 #

Við getum allavega unað sæl við það að fleiri fengu að lifa af í þessu flóði heldur en í barnaævintýrinu um Nóa. Þar er Guði eignaður heiðurinn af því að drekkja nær öllu mannkyninu. Ef einhver héldi því fram í dag að fólkið sem týndi lífinu í nýafstöðnum hörmungum hefði átt það skilið því það væri syndarar þá er ég viss um að sá hinn sami væri sakaður um að vera með siðlausar og ógeðslegar skoðanir.

Ég bið alla þá sem trúa þessu ævintýri að hafa myndir síðustu fréttatíma í huga þegar þeir hugsa til Guðs. Þó svo að þið trúið á tilvist hans viljið þið þá eyða eilífðinni með honum? Ég mundi allavega ekki treysta honum.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 29/12/04 14:07 #

Biskup hefur tjáð sig.

Bæn Guð allrar huggunar og vonar, rétt út hönd þína til þeirra sem þjást vegna náttúruhamfaranna við Indlandshaf, hugga þau sem syrgja, líkna þeim sem örvænta, styrk þau sem sinna björgunar og hjálparstörfum, lát þau og oss öll finna návist þína, vernd og hlífð fyrir Jesú Krist, Drottin vorn.

Af hverju ætti þessi "Guð allrar huggunar og vonar" að rétta út hönd núna en ekki áður en þessar hörmungar áttu sér stað?

Er þetta Gvuð hinna litlu verka? Horfir á þegar tugþúsundir farast en .. uh, huggar svo þá sem syrgja.

Þessi Gvuð Biskupsins meikar ekki nokkurn sens!


Árni Árnason - 29/12/04 15:38 #

Kirkjunnar menn eru reyndar margsaga í þessu máli, og ekki nokkur leið að henda reiður á þeirri grænsápuguðfræði allri.

Starfandi sóknarprestur þjóðkirkjunnar (reyndar ekki þjoðkirkjuprestur lengur) hélt því fram án þess að depla auga að snjóflóðin á Súðarvík og á Flateyri hefðu verið refsing guðs fyrir syndir íbúanna.

Þetta vita núverandi þjóðkirkjuprestar að er ekki söluvæn kenning og nú heitir það hjá Halldóri Reynissyni fræðslufulltrúa Biskoppsstofu að Guð eigi alls ekki að gæta þess að ekkert illt komi fyrir okkur, heldur aðeins að "styðja" okkur þegar á bjátar.

Það er í öllu falli ljóst að þessi "Guð" getur ekki verið bæði í senn alvaldur og algóður eins og lengi hefur verið haldið fram.

Hvort hann er vondur, valdalaus, eða ekki til er ekki gott að segja, en við skulum að minnsta kosti vona að hann sé þá sæmilega að sér í áfallahjálp.


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 29/12/04 15:53 #

Eins og Helgí Hóseasson orðaði það: Snjóflóðagvöð.


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 29/12/04 16:15 #

Já en það er bara eitt sem sem við erum að gleyma, og það er: Satan. Ef guð hefði ekki getað bjargað þessu þá skv. allkunnri kristni hugmyndafræði þá hefði Satan gert það. Og það er þá hann sem á að hata ( svo að guð sleppi ). Þannig held ég að trúmenn myndu líklega verja sig frá því að líta gagnrýnum augum á Guð sinn.


Ágúst Borgþór Sverrisson - 29/12/04 17:12 #

Afbragðsgóð grein. Kærar þakkir.

Kv. ÁBS


Auður - 29/12/04 17:12 #

Hmmm. Ég trúi á guð. Ekki þó þann guð sem talað er um í biblíunni. Mína útgáfu af guði.

Sko, kannski ætlaði guð ekkert að skapa fullkominn heim eða þá að þessi heimur sé fullkominn í hans skilningi en við séum svo lítil að við bara skiljum ekki ætlun hans og okkur er þá örugglega ekkert ætlað að skilja hana heldur. Kannski er heimurinn fullkominn í þeim skilningi að hann er ekki fullkominn, því að e-ð sem er fullkomið er svo hundleiðinlegt! Fullkominn því hann er ófullkominn.

Er verið að reyna að kenna okkur e-ð? Ég á þá ekki við að guð sé að refsa okkur. Hvað er aftur sagt, að sársaukinn sé fæðingarhríð skilningsins, að mig minnir.

Erum við ekki alltaf að vaxa og þroskast og gerðist það nokkuð ef að ekki væri sífellt verið að demba á okkur verkefnum til að takast á við. Er verið að reyna á okkur enn og aftur?

Ég vona að þetta hljómi ekki eins og ég hafi ekki samúð og þyki þetta ekki ömurlegt að horfa uppá,

en ég held að það sé rétt hjá Orminum að vegir guðs eru órannsakanlegir.

Hins vegar í sambandi við tvíburaturnana og Írak og þannig þá eru það samkvæmt mínum skilningi menn sem framkvæma þetta en ekki guð.

Æðri máttur var svo sniðugur að veita okkur mönnunum vald til að stjórna ferðum okkar og gjörðum, sem er ekki gott mál þegar svona skaðræðismenn eiga í hlut en hey, ég er fegin að ég hef það vald og það er ekki mitt/okkar að skilja afhverju hlutirnir eru eins og þeir eru, mar yrði bara geðveikur að reyna það. Þessvegna sættir maður sig við hlutina og reynir að gera það besta við það sem maður getur haft áhrif á og ráðið einhverju um. Eins og til dæmis að kjósa ekki Bush eða e-ð þvíumlíkt en þeir sem kusu hann voru kanar sem æðri máttur skapaði og gaf sjálfstæðan vilja og þetta er það sem þeir gera við hann. Skítt.

Smá pælingar.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 29/12/04 17:27 #

Er verið að reyna að kenna okkur e-ð?

Varla þeim sem létu lífið í hörmungunum. Hvað ætti það fólk að læra af þessu?

Hvað er aftur sagt, að sársaukinn sé fæðingarhríð skilningsins, að mig minnir.

Hér ertu komin út á hættulegar slóðir, Auður. Þú mættir lesa ritgerð Þórbergs, Heimspeki eymdarinnar til að átta þig á að upphafning eymdarinnar er ekki mjög siðleg, auk þess sem eymdin er ekki tilvalin leið að þroska og skilningi.

en ég held að það sé rétt hjá Orminum að vegir guðs eru órannsakanlegir

Og þá er hann bara stikkfrí? Eru þá ekki vegir múslimanna sem réðust á World Trade bara órannsakanlegir líka og allt í gúddí með það bara?

Það er algert siðleysi að afsaka ógáfulegt sköpunarverk fullkominnar veru með þessum hætti. Af hverju ættum við að gera okkur far um að bera virðingu fyrir lífi annarra manna, ef skapari okkar gerir það ekki sjálfur?


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 29/12/04 21:17 #

Eru þá ekki vegir múslimanna sem réðust á World Trade bara órannsakanlegir líka og allt í gúddí með það bara?

Meinarðu múslimanna sem haldið er fram að hafi ráðist á WTC?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 29/12/04 21:28 #

Já, ég treysti mér ekki í að halda öðru fram , enda þótt samsæriskenningar séu á sveimi um að Bandaríkjastjórn hafi sjálf sprengt upp turnana. Ég kýs að skoða þetta útfrá hinum almenna fréttaflutningi, enda hentar það argúmentinu.


Auður - 29/12/04 22:17 #

Já, það er nú það?


Ormurinn - 30/12/04 10:19 #

Ég trúi á guð. Ekki þó þann guð sem talað er um í biblíunni. Mína útgáfu af guði

Er þetta ekki bare einhver óskhyggja?

Hugsunagangurinn er einhvernveginn svona: "Biblían og kirkjan meika ekki alveg sens, en það hlýtur að vera almáttugur skapari á bak við allt batteríið"

Bara svona fyrir forvitnis sakir. Hvernig er þín útgáfa af guði? Og hvernig stenst hann/hún samanburð við persónulega útgáfu annars fólks?

Ef við gefum okkur að allir geti haft sína eigin persónulega útgáfu af guði er þá nokkuð hægt að finna einn samnefnara? Þýðir það ekki bara að guð (sama í hvernig mynd hann er í huga einstaklingsin) er bara hugarfóstur mannanna?


Auður - 30/12/04 16:51 #

Jii, ég veit það ekki. Það sem ég skrifaði átti fyrst og fremst að vera með stórt spurningamerki fyrir aftan sko. Ég er ekkert viss um að þetta sé svona. Ég bara get ekki vitað það. Kannski er enginn sem skapaði heiminn, það getur vel verið, ég bara veit ekkert um það.

Þegar ég segist trúa á mína útgáfu af guði þá er það eimmitt bara hvernig ég ímynda mér að guð, eða eins og ég vill frekar kalla það æðri máttur sé. Því að ég get aldrei vitað það fyrir víst að það sé e-ð svoleiðis til hvað þá hvernig sá kraftur starfar. Ég get ekki fært nein rök fyrir því afhverju ég trúi á æðri mátt og hef alveg þann fyrirvara á að ég geti haft rangt fyrir mér. Hugmynd mín um "guð" er svo ómótuð að eina hugmyndin sem ég er með er bara e-ð afl mér æðra og e-ð sem er gott. Lengra er ég ekki komin og finnst bara fínt að hafa það svona. Get ekkert vitað meira, finnst ég ekki þurfa það neitt sérstaklega.

Hmmm, reyndar þegar ég er búin að skrifa þetta núna átta ég mig á því að þetta eigi kannski ekki heima í þessari umræðu beint. Ég er ekki viss um það. Tilgangurinn með skilgreiningu minni á æðri mætti er bara til að átta mig á að ég og við mennirnir erum ekki þau sem stjórna. Það skiptir miklu máli að átta sig á því.

Hægt væri að kalla náttúruöflin guð. Þau eru máttur okkur æðri. Held að enginn geti mótmælt því. Eða hvað?

Kannski náttúruöflin séu minn guð?


Snær - 30/12/04 17:30 #

Auður skrifaði: "Tilgangurinn með skilgreiningu minni á æðri mætti er bara til að átta mig á að ég og við mennirnir erum ekki þau sem stjórna. Það skiptir miklu máli að átta sig á því."

Það er nefnilega rétt athugað að við mannfólkið erum ekki við stjórnvölin, sama hversu víðtæk áhrif við höfum haft á umhverfi okkar hingað til.

Hér bendir þú svo á eitt birtingarform þess máttar sem er einmitt við stjórnvölin:

Auður skrifaði: "Hægt væri að kalla náttúruöflin guð. Þau eru máttur okkur æðri. Held að enginn geti mótmælt því. Eða hvað?"

Fyrirbærin sem við köllum náttúruöfl, og við erum hluti af, er eitt birtingarform lögmáls orsakar og afleiðingar.

Ef Guð er skilgreindur sem vera gædd greind, eiga náttúruöflin ekki við þann guð. Ef hann er hinsvegar ekki skilgreindur þannig, má mjög vel kalla náttúruöflin guð.

Hinsvegar er það ekki guð sem mér, persónulega, þykir tilbeiðslu virði, því persónugering á náttúruöflunum sýnir þau sem mjög skapmikla veru, í senn grimma og blíðlynda.


Snær - 30/12/04 17:47 #

Hmm... þegar ég hugsa um þetta, þá átta ég mig á dálitlu...

Eru náttúruöflin ekki bara hreinlega það nákvæmlega sama og orsök og afleiðing?

Má ekki flokka allar orsakir og afleiðingar þeirra sem náttúruöfl?

Ætti kannski að fara annað með þetta...


sigurgeir orri - 30/12/04 23:04 #

"Þjóðarmorð á Írökum" er ákaflega óheppileg fullyrðing og gerir það að verkum að óþarft er að lesa lengra. Írakar eru guðs lifandi fegnir að vera lausir við Saddam Hussein.


sigurgeir orri - 30/12/04 23:05 #

"Þjóðarmorð á Írökum" er ákaflega óheppileg fullyrðing og gerir það að verkum að óþarft er að lesa lengra. Írakar eru guðs lifandi fegnir að vera lausir við Saddam Hussein.


darri (meðlimur í Vantrú) - 31/12/04 01:34 #

Íbúar Falluja snúa heim í rústirnar Alveg himinlifandi.


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 31/12/04 12:19 #

Já, óþarft er að lesa lengra.


Kalli - 31/12/04 13:12 #

Hvað hefurðu fyrir þér í því að írakar séu guðslifandi fegnir að vera lausir við Saddam Hussein Sigurgeir? Hefurðu verið í Írak og talað við fólkið þar, eða sögðu fjölmiðlarnir þér það?


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 31/12/04 16:42 #

Hér verður ekki rökrætt um ástandið í Írak. Bendi mönnum á persónulegar heimasíður ef þá langar að spjalla um það efni.


Óskar - 08/01/05 23:25 #

Þetta flokkast undir "Bush" messu. Halda fólkinu í óvissu. Halda fólkinu hræddu. Gera fólk óvinveitt hvort gegn öðru. Ykkur gengur ágætlega á þeirri braut. Munið bara!! Þetta sem Bush herjar (sem og ÞIÐ) flokkast sem TRÚARBRÖGÐ. Þið eruð þar með trúboðar góðs og ills (því ef allt er illt er gott ekki til) Farnist YKKUR vel. "Þá sá ég spekin hefur yfirburði yfir heimskuna eins og ljósið hefir yfirburði yfir myrkrið. Vitur maður hefir augun í höfðinu, en heimskinginn gengur í myrkri" (Pd.2. 13-14) Þið gangið veginn , vantar bara aðeins meira ljós.


Snær - 09/01/05 03:56 #

Óskar minn: Rökstyðja rökstyðja rökstyðja.

Nú er nóg komið. Rökstyddu mál þitt, ef þú vilt að mark sé tekið á þér.


Óskar - 09/01/05 13:41 #

Haldið fólkinu hræddu.............. http://desmoinesregister.com/apps/pbcs.dll/article?AID=/20050108/NEWS11/501080326/1001/NEWS.


Óskar - 09/01/05 13:47 #

Haldið fólkinu í óvissu.................og hræðið í leiðinni. http://www.juneauempire.com/stories/010905/opi_20050109021.shtml


Óskar - 09/01/05 13:49 #

Þeir vondu búa í "Mið-austur-löndum" http://www.salisburypost.com/area/285164032041196.php


Óskar - 09/01/05 14:22 #

Guð skóp manninn í sinni mynd og gaf honum FRJÁLSANN VILJA. Þið grípið það sem þið sjáið á CNN sem sjálfsagðann sannleika. Bush og hjörðin hanns trúir á eitt framar öðru. THE ALLMYGHTY DOLLAR......... Með peningum er hægt að kaupa allt??

Eitt stykki Osama Bin Laden til að berjast við Kommana. Svo að klippa á allan styrk til hanns þegar "áætlanir um heimsyfirráð" breytast.

Eitt stykki Saddam Hussein til að berjast við Írani (sem voru svo styrktir af Rússum).

Eitt stykki Mohammad Ghadafi.

Ríkið Ísrael. Láta þá berjast við einhverja og selja báðum aðilunum vopn. Ísraelunum beint og palestínumönnum m.a. í gegnum áðurnefndann Ghadafi.

Forseta Bandaríkjanna. Láta hann græða meiri peninga með ótúlega heimskulegum aðgerðum í löndum fyrir botni miðjarðarhafs.

Stofna til stíðs við fyrrverandi bandamenn og segja umheiminum að þeir eigi efnavopn (og hvernig veit KANINN það.....) jú þeir gáfu Írökum þau..... til að berjast við Írani.

Frjáls vilji verður hættulegasta vopn stórgáfaðra manna til að stjórna heiminum.


Kári Rafn Karlssob - 09/01/05 14:28 #

Mér finnst að sumir ættu að fá sér skrúfjárn til að herða nokkrar lausar skrúfur...


Óskar - 09/01/05 14:32 #

Kæri Matti Á. Tæjabúnaðurinn var til og virkaði til að segja til um flóðið. Það var búið að vara veðurstofustórann í Tælandi við því að koma með ábendingar um svona hörmungar því það var slæmt fyrir ferðamannaiðnaðinn (ALL MIGHTY DOLLAR). Þeir vissu að það væri bylgja á leiðinni (ekki hversu stór) en ákváðu að láta vera með að vara við henni vegna þess að það gæti valdið "panik" í löndunum í kring. Bad for bissness. Ekki treyst öllu sem þú lest á CNN.


Óskar - 09/01/05 14:35 #

Kári!! Þau fást í BYKO í sama rekka og þumalskrúfurnar


Snær - 09/01/05 15:38 #

Óskar skrifaði: "Haldið fólkinu hræddu.............. http://desmoinesregister.com/apps/pbcs.dll/article?AID=/20050108/NEWS11/501080326/1001/NEWS."

og

"Haldið fólkinu í óvissu.................og hræðið í leiðinni. http://www.juneauempire.com/stories/010905/opi_20050109021.shtml"

Ég skil núna betur hvað nákvæmlega þú átt við, en þú verður að benda mér á það hvernig vefurinn vantru.net og/eða vantrúarseggir stunda slíkt. Ég hef ekki séð nein dæmi þess, enn sem komið er.

Óskar skrifaði: "Þeir vondu búa í "Mið-austur-löndum" http://www.salisburypost.com/area/285164032041196.php"

Ert þú að reyna að segja mér það að einhverstaðar í þessari fréttagrein megi finna dæmi um þess konar hugsunarhátt? Og þá kannski að við stundum slíkt hið sama?

Ég, og aðrir vantrúarseggir, gerum okkur grein fyrir því að það eru bæði trúarbrögð fólksins sem kemur þaðan frá, og svo hörmulegar aðstæður bæði þess sjálfs og þeirra sem það finnur til með, sem hefur þau áhrif að sumt þeirra bregður á það ráð að stunda hryðjuverk gegn skynjuðum orsakavöldum þessara þjáninga. Þetta þarf ekki að þýða það að fólkið sé í sjálfu sér "vont".

Óskar skrifaði: "Guð skóp manninn í sinni mynd og gaf honum FRJÁLSANN VILJA. Þið grípið það sem þið sjáið á CNN sem sjálfsagðann sannleika."

Mér sýnist það greinilegt að þú lítur einmitt á trúarbrögð þín sem sjálfsagðan sannleika. Hinsvegar stunda ég það ekki að gleypa við fréttum, sama hvort þær koma frá CNN eða öðrum, án þess að gagngrýn hugsun komi þar við.

Kannski að þú hefðir gott af því að nýta þér gagngrýna hugsun þegar kemur að trúarbrögðum?

Mér virðist þú stunda það að benda á flís í auga náunga þíns, á meðan þú tekur ekki eftir bjálkanum í þínu eigin. ;)

Óskar skrifaði: "Bush og hjörðin hanns trúir á eitt framar öðru. THE ALLMYGHTY DOLLAR......... Með peningum er hægt að kaupa allt??

Eitt stykki Osama Bin Laden til að berjast við Kommana. Svo að klippa á allan styrk til hanns þegar "áætlanir um heimsyfirráð" breytast.

Eitt stykki Saddam Hussein til að berjast við Írani (sem voru svo styrktir af Rússum).

Eitt stykki Mohammad Ghadafi.

Ríkið Ísrael. Láta þá berjast við einhverja og selja báðum aðilunum vopn. Ísraelunum beint og palestínumönnum m.a. í gegnum áðurnefndann Ghadafi.

Forseta Bandaríkjanna. Láta hann græða meiri peninga með ótúlega heimskulegum aðgerðum í löndum fyrir botni miðjarðarhafs.

Stofna til stíðs við fyrrverandi bandamenn og segja umheiminum að þeir eigi efnavopn (og hvernig veit KANINN það.....) jú þeir gáfu Írökum þau..... til að berjast við Írani.

Frjáls vilji verður hættulegasta vopn stórgáfaðra manna til að stjórna heiminum."

og

"Kæri Matti Á. Tæjabúnaðurinn var til og virkaði til að segja til um flóðið. Það var búið að vara veðurstofustórann í Tælandi við því að koma með ábendingar um svona hörmungar því það var slæmt fyrir ferðamannaiðnaðinn (ALL MIGHTY DOLLAR). Þeir vissu að það væri bylgja á leiðinni (ekki hversu stór) en ákváðu að láta vera með að vara við henni vegna þess að það gæti valdið "panik" í löndunum í kring. Bad for bissness. Ekki treyst öllu sem þú lest á CNN."

Og samræmast ekki flestar þær staðhæfingar þínar hér sem lesa má í fréttum almennt, því sem einnig má lesa hjá CNN?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 09/01/05 15:55 #

--- Troll alert! ---

Snær, þessi Óskar er troll. Athugasemdir hans koma efni greinarinnar ekkert við og ef hann hættir þessu ekki og verður málefnalegur neyðist ég til að loka á hann.


Óskar - 10/01/05 11:33 #

athugasemd eytt


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 10/01/05 12:08 #

Óskar, það er voða þægilegt að vaða hér uppi, skíta allt út og rífa svo bara kjaft og kalla alla fasista þegar þú ert beðinn um að hlýta einföldum reglum. Haltu þig við málefnin eða stattu úti.


Trúaður - 07/02/05 03:47 #

Svakalega er mikið af sorglegu fólki hérna. En varðandi þessa grein, þá nenni ég varla að segja mitt álit á henni en ég ætla þó að segja eitt. Þú tuðar oft að heimurinn sé of flott hannaða til að vera ekki eftir fullkomna veru. Halló, ef að þú ert trúleysingi þá kannski ættirðu að geta skrifað alminnilega grein. Guð er fullkomin, við erum það EKKI! Þessvegna varð árásin á tvíburaturnana. Ekki því að guð ákvað það, heldur því að fólk eins og þið voruð í vondu skapi, hugsanlega á túr eða bara illt í hendinni eftir að hafa verið að skera ykkur.

Fáiði ykkur líf...

Takk fyrir.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 07/02/05 04:21 #

Guð er fullkomin

Þú virðist hafa sólíd upplýsingar um Guð á reiðum höndum. Hvaðan hefurðu þær?


Snær - 07/02/05 04:26 #

Við eigum okkur líf. Þau eru meira að segja blessunarlega laus við trúarbrögð, og aðra órökrétta trúarástundun.

Áttu einhver rök önnur en þessi sem aðrir hafa lengi staglast á, og hafa þegar verið tekin fyrir, og svo þessa rökleysu sem er lítið annað en persónuárás og strámaður...?

Líklega ekki.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.