Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hvers vegna að hafna kristni?

Ég veit ekki hvort ég ætti að hafna kristinni trú vegna þess að hún sé órökrétt eða vegna þess að hún sé á lágu plani siðferðislega. Eða ætti ég að hafna henni vegna þess að hún stangast á við alla aðra vitneskju mína um heiminn?

Eða ætti ég að hafna henni vegna allrar hræsninnar í kring um hana? Eða vegna ósannindanna sem er haldið fram? Eða ætti ég kannski að hafna henni á forsendum þess, hvað grundvöllur hennar er aumur? Eða hvað kirkjan er spillt? Það eru margar mögulegar ástæður sem maður getur haft til að hafna þeirri bábilju sem kristni og önnur trúarbrögð eru. Hver og einn getur valið þá ástæðu eða þá samsetningu ástæðna sem hann vill. Kannski að ég ætti bara að segjast vera vaxinn upp úr þessum barnalegu ævintýrum?

Spurningin ætti samt ekki að vera hvers vegna maður hafni kristni. Hin eðlilega spurning hlýtur að vera: Hvers vegna í ósköpunum ætti maður að taka mark á henni?

Vésteinn Valgarðsson 19.12.2004
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.