Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Jón Gnarr og tilgangurinn

Á baksíđu Fréttablađsins á fimmtudag birtist ágćt hugleiđing Jóns Gnarr um tilgang lífsins. Eins og viđ er ađ búast reynir trúmađurinn Jón ađ fóta sig í trúarlegum hugmyndum í ţessa átt og fćr útkomu sem er í litlu samrćmi viđ niđurstöđu ţeirra sem tamiđ hafa sér gagnrýna hugsun á öllum sviđum.

Jón kemst ađ ţeirri niđurstöđu ađ ţetta líkist helst fótbolta. Gefum honum orđiđ:

Lífiđ er eins og fótbolti. Tilgangur fótboltaleiks er ekki ađ vinna, eins og gćti virst viđ fyrstu sýn, heldur ađ lćra og samhćfa sig öđrum og umfram allt ađ hafa gaman af ţví ađ spila fótbolta. Árangur nćst međ ćfingu, erfiđi og aga.

Knattspyrnumađur nćr ekki árangri fyrr en hann hćttir ađ reyna ađ ná árangri upp á eigin spýtur, hćttir eigingirni sinni og finnur sér samhljóm međ öđrum. Međ ţví ađ láta af eigingirni nćr hann árangri. Og međ árangrinum fćr hann viđurkenningu frá áhorfandanum sem gefur honum orku til ađ ná enn lengra. Kannski erum viđ mennirnir eins og íţróttamenn og Guđ eins og áhorfendurnir.

Ţetta er alveg glettilega góđ líking hjá Jóni og samrćmist fullkomlega hugmyndum mínum um umbunarsiđferđi sem ég reifa í nýlegri grein. Foringi Jóns, Jesús Kristur bođađi einmitt ţetta umbunarsiđferđi og ţví er Jón fastur í ţeim pakka ađ haga sér eins og fótboltamađur á velli, eđa öllu heldur barn fyrir framan foreldra sína: „Sjáđu mig pabbi, sjáđu hvađ ég er klár, hvađ ég spila vel, hafđu mig í náđinni hjá ţér, viđurkenndu mig, hrósađu mér!“

Siđferđi trúmanna, í ţađ minnsta hinna kristnu, er ţarna algerlega rétt lýst. Og frá sjónarhóli okkar, sem í krafti húmanískra gilda og/eđa fagurhyggju höfum gengiđ skrefi lengra í siđferđislegum efnum, eru ţeir ósköp aftarlega á merinni.

Umhyggjusiđferđi er siđferđi dagsins.

Birgir Baldursson 12.12.2004
Flokkađ undir: ( Hugvekja )

Viđbrögđ


urta (međlimur í Vantrú) - 14/12/04 16:54 #

Seint mun Jón Gnarr teljast djúpvitur. Annađ eins ţunnildi og bakţanka hans eru vandfundiđ. En góđ samlíking viđ guđdóminn og umbunina - ţótt hann hafi nú örugglega ekki hugsađ ţetta ţannig.

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.