Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Leikskólapresturinn og Vantrúarseggirnir

Það er leikskóli í bakgarðinum mínum. Kannski ætti ég að fara út og tala við leikskólabörnin, ég get útskýrt fyrir þeim að Guð sé ekki til og ekki heldur jólasveinninn. En að sjálfssögðu geri ég það ekki. Ég er nefnilega ekki svo siðlaus að ég taki þetta val af foreldrum. Ég er líka svo undarlega gerður að ég vill beina málflutningi mínum að þeim sem hafa til að bera allavega vott að gagnrýnni hugsun.

Þjóðkirkjan gerir út prest sem fer á leikskólann sem börnin hans Matta (sem skrifar hér á Vantrú) eru á og kennir þeim að tala við Guð. Prestinum virðist ekki detta í hug að það sé nokkuð að þessu, honum virðist sama þó þetta komi illa við einhverja foreldra. Ég skrifaði grein um þetta sem birtist í Mogganum í vikunni og fékk nokkuð góð viðbrögð víðs vegar að.

Á sama tíma og leikskólagreinin birtist þá hefur verið skrifað mikið um trúleysingja og Vantrú, flest af þessu hefur einfaldlega verið rugl sem er ekki svaravert. Yfirleitt þá virðist gagnrýnin ekki beinast að því hvernig trúleysingjar eru né hvað er skrifað á Vantrú heldur um einhverjar ímyndaðan málflutning okkar. Það virðist vera vandamál að allmargir dæma Vantrú án þess að lesa greinarnar sem birtast hér fyrst, allavega heyrir maður sjaldan gagnrýni á það sem við höfum skrifað. Oft felst gagnrýnin einfaldlega í því að trúleysingjar ættu ekkert að vera að tjá sig um þessi mál, allavega ekki að útlista skoðanir sínar á trúmálum án þess að sykurhúða þær fyrst.

En mig langar að biðja fólkið sem hefur verið að gagnrýna Vantrú að setja málflutning okkar (raunverulegan málflutning, ekki það sem þið haldið að við segjum) í samhengi við prestinn sem hefur tekið að sér að grafa undan Matta sem foreldri. Ég held að Vantrú komi alveg einstaklega vel útúr þessum samanburði. Ef fólk vill ekki lesa það sem er hér á Vantrú þá getur það sleppt því. Þeim sem finnst við fara rangt með staðreyndir geta komið með komment um það því við höfum opið athugasemdakerfi. Er Vantrú ekki afskaplega saklaus miðað við kristniboðið á leikskólunum?

Óli Gneisti Sóleyjarson 28.11.2004
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð


kristín - 28/11/04 15:12 #

ég verð að segja ykkur að þið hafið gert mér ótrúlega gott með þessum vef og vil ég þakka ykkur kærlega fyrir. ég hef öðlast mikinn áhuga á trúmálum, og heimspeki ef út í það er farið, og velti hlutunum meira fyrir mér en áður og er orðin mjög gagnrýnin á svör! í fáfræði minni vissi ég ekki af svörtu hliðum biblíunnar og finnst nú gaman að segja þeim sem álíta hana heilaga og gallalausa frá sannleikanum. sammála þó með að svona áróður eigi ekki heima á leikskólum. vonandi haldið þið þessu góða starfi ykkar lengi áfram! takk fyrir mig.


darri (meðlimur í Vantrú) - 28/11/04 17:25 #

Verði þér að góðu :)


Fiffi - 30/11/04 21:40 #

Ég var eimitt, rétt í þessu, að enda við að lesa grein um trúleysi þar sem því er haldið fram að meðvituð ákvörðun um trúleysi sé vandlega grunduð eftir óskapleg heilabrot um trúmál.

Er þá ekki bara hið besta mál að gefa þeim trúarhugmyndir með móðurmjólkinni? Þau hafa þá pottþétt alla æfina til þess að íhuga málið ;)


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 30/11/04 22:23 #

Fiffi, ekki er pælingin hjá þér djúp.

a) Þeir sem eru trúlausir hafa flestir tekið meðvitaða og ígrundaða ákvörðun byggða á töluverðum heilabrotum. b) Flestir eru ekki trúlausir. c) Kristniboð er stundað í leikskólum og grunnskólum.

a) Þeir sem ekki drekka áfengi gera það yfirleitt meðvitað eftir nokkra pælingu. b) Flestir drekka eitthvað áfengi. c) Eigum við þá að hafa vínsmökkun í leikskólum og grunnskólum?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.