Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Vikulegur pistill James Randi, 19. nóvember 2004

James Randi hefur í áratugi barist gegn svindlstarfssemi miðla og annarra svikahrappa, á hverjum föstudegi skrifar hann pistil um þau mál sem hafa komið upp þá vikuna.

Efnisyfirlit nýjasta pistilsins:

Ritstjórn 20.11.2004
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Örn - 22/11/04 23:32 #

Ég er ekki alveg að skilja hvað þessi gaur er að gera svona merkilegt, getur einhver sagt mér það? Hann virðist vera í einhvers konar guðatölu á þessari síðu þannig að eitthvað vit hlýtur að vera í þessu.

Ég reyndi að lesa eins mikið og ég gat í þessum pistli hans og eftir smá stund var mér farið að blöskra hverslags viðhorf þessi maður hefur. Hann málar sig sem SVO mikið "know-it-all" að það er alveg sjúklegt. Án efa væri alveg hægt að hafa samskonar síðu um nánast hvaða málefni og skjóta svona neðanbeltisbröndurum inná milli og þeir sem hafa gaman af svoleiðis myndu lepja það upp.

Ég get alveg skilið það að fólk hafi gaman af svona gaurum sem eyða sínum tíma í að reyna að fletta ofanaf svikahröppum og fólki sem reynir að hafa fé úr öðrum. En ég get ekki séð að þessi maður sé með svo göfug sjónarmið að leiðarljósi. Er hann virkilega að reyna að vernda vísindin frá því að vera flokkuð með loddurum og skottulæknum eða að reyna að koma eigin smetti á framfæri ? Mér sýnist á öllu að það sé hið síðarnefnda.

Auk þess er hann ekkert síður að reyna að selja sjálfan sig á síðunni sinni heldur en þeir sem vilja selja þér kristalla og ilmkerti.

Ég er almennt á móti því að mér séu seldar hugmyndir og hvað ég á að hugsa en þessi gaur er aldeilis með útsölu á því hvernig fólk á að hugsa. Allir sem eiga bágt eru fífl og eiga skilið að deyja, samanber ummæli : "Pellito had claimed that she lost her wondrous powers after some pieces of lumber fell on her head while she was rooting about in a bin at Home Depot, who she then sued for millions. There was a rumor passed around that when I heard her claim, I mumbled, "Not enough lumber," but that's not true, I swear. "

Haha (eða þannig) . Þetta er húmorinn sem ég les hjá karlinum og ég get ekkert lesið úr honum annað en fyrirlitningu á bágstöddu fólki (heimskuleg réttarhöld eru oftar en ekki eitthvað sem virkar í BNA og því kalla ég þessa manneskju ekki heimska heldur gráðuga). Ef svona kall ætlar að segja mér hverju ég á að trúa þá er ég nú betur settur hjá kirkjunni þó ég viti að allt sem þar er skrifað sé mistúlkað bull.

Ef hans marmkið er að vekja fólk til umhugsunar þá get ég ekki trúað öðru en að það mistakist þegar hann er svona Howard Stern "sceptic" bransans. Að taka mikið mark á þessum manni er eins og að líta á DV sem alvöru fréttablað af því að þeir skrifa allt með risastöfum á forsíðuna og "þora" (hvað sem það nú þýðir).


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 23/11/04 00:06 #

Af hverju lítum við upp til Randi? Af því hann hefur afhjúpað ótal svikahrappa og ef þér finnst það ekki virðingarvert þá er það þitt vandamál. Finnst þér í alvörunni allt í lagi að miðlar og aðrir svindlarar plati peninga útúr fólki sem er illa statt? Það er fyrirlitleg starfsemi og Randi hefur, einsog ótal töframenn á undan honum, ákveðið að nota þekkingu sína til að koma í veg fyrir þessa svikastarfssemi.

Randi sagði ekki að þessi Pellito ætti skilið að deyja heldur var hann þvert á móti að neita þeim orðrómi (kannski þótti honum orðrómurinn skondinn). Randi segir oft brandara um svindlarana en myndir þú ekki verða svoltið meinhæðinn ef þú værir til dæmis að svara fólki sem héldi því fram að það gæti lifað á loftinu einu saman?

Er Randi að selja sig? Vissulega en hann gerir það á heiðarlegum forsendum, það er munurinn á honum og svikurunum, það er munurinn á töframönnum og miðlum. Randi var frægur áður en hann fór inn á þær brautir sem hann er á núna, ef ég man rétt þá var hann til að mynda með sjónvarpsþætti.

Þegar þú heldur því fram að dómstólar í BNA virki þá skortir eitthvað á þekkingu þína. Til þess að fara í mál við svikahrappana þá þarftu að vera með mikla peninga á bak við þig enda kosta lögfræðingar þar peninga, þú færð þá peninga aldrei aftur þó þú vinnir málið (ólíkt því sem gerist á Íslandi). Lögin ná heldur ekki yfir miðla.

Randi sjálfur þurfti að eyða stórum fjárhæðum þegar svindlarinn Uri Geller fór í mál við hann, þessi málaferli enduðu að sjálfssögðu með sigri Randi en hann fékk peningana ekki til baka.

Ef Randi vildi í alvörunni græða þá hefði hann getað notað þekkingu sína og farið yfir til "myrkrahliðarinn", sem sjónhverfingarmaður er hann mun hæfileikaríkari og útsjónasamari en Uri Geller, hann kann vel á háttlesturstækni (cold reading). Þar er hægt að græða miklu meira heldur en Randi getur þénað í núverandi starfi.

Randi segir engum hvað þeir eiga að hugsa en hann leiðrétir rangfærslur svikahrappa, hann heldur hvergi fram að hann sé óskeikull. Ef einhver trúir því sem Randi segir alveg blint þá er það ekki Randi að kenna heldur þeim sem er ekki að nota gagnrýna hugsun. Heldurðu að við á Vantrú höfum bara tekið þennan mann í "guðatölu" eftir að hafa rekist á síðuna hans eða heyrt um hann? Að sjálfssögu skoðuðum við málið ítarlega áður en við tókum upp á því að treysta manninum (ekki blint) og við gerum ráð fyrir að þeir lesendur okkar sem lesa færslur hans stundi líka gagnrýna hugsun.


Örn - 23/11/04 15:25 #

Að sjálfsögðu er það gott og blessað að fletta ofanaf svikahröppum, en í tilfelli Randi virðist eins og hann sé að taka þetta yfir á hápersónulegt stig og því skolar hann niður öllu hlutleysi og leggur meira í að koma inn beittum háðsglósum á viðfangsefnið heldur en að rökræða málin. Ef þú ætlar að vera leiðarljós í baráttu gegn loddurum og svikahröppum verður þú sjálfur að sýna fram á óbilandi hlutleysi og tilhneygingu til að sannleikurinn fái alltaf að koma í ljós sama hver hann er. Það er eitthvað sem vantar hjá Randi, í það minnsta að mínu mati.

Eitt sem mér fannst ég verða var við þegar Randi er að selja sig er ekki bara það að hann selur DVD diska með eigin fyrirlestrum og efni heldur líka það að hann selur sig sem nokkurs konar skemmtikraft. Allt sem hann skrifar er kryddað með þessum áðurnefnda "know-it-all" stíl og þegar þú veist allt er mjög auðvelt að segja að allir aðrir séu fífl. Eftir smá stund er búist við því að Randi "dissi" þessa ömurlegu loddara og ef hann skilar því ekki frá sér af viti dvína vinsældir hans. Hann er semsé komin í keppni við sjálfan sig að reyna að halda þessum loddara-böst bransa sínum sem mest krassandi og hann getur.

Þú segir að það sé erfitt að sleppa því að vera meinhæðin innan um fólk sem segist geta lifað á lofti t.d. Mín skoðun er hins vegar sú að þegar hann er komin á það stig er hann búin að grafa sér ákveðna gryfju sem bindur hann við það að allir sem hann fjallar um eigi skilið að vera hlegið að. Ef svo væri ekki þá væri hann ekki að fjalla um það.

Eina ástæðan fyrir því að ég velti þessu fyrir mér er að ef það reyndist svo vera að einhver teldi sig geta gert einhvers konar kraftaverk/heilun/reki og hvað þetta heitir nú allt saman en væri í raun veikur á geði og þyrfti hjálp eru menn eins og Randi aldrei tilbúnir að rétta fram hjálparhönd útaf því að þeir eru svo miklu betri einstaklingar og eiga því skilið að hlæja að aumingjanum og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að niðra þá.

Mínar hugmyndir ganga útá það að efast um allt en útiloka ekkert og þegar ég sé svona gaura sem VITA og VITA betur en aðrir þá fer það mjög í taugarnar á mér. Ég hugga mig þó við það að þeir sem búa yfir manngæsku munu vafalaust líta þennan mann svipuðum augum og ég, sem ómerkilegan skemmtikraft á sviði þar sem fordómar ná svo djúpt að jafnvel þó að vísindaleg sönnun á því að menn geta flogið* kæmi fram væri hægt að gera grín af henni þar til fólk tekur ekki lengur mark á vísindunum.

Vísindin þurfa ekki skemmtikrafta því af skemmtikröftum er til þess ætlast að þeir séu skemmtilegir þegar tími þeirra til að fara í loftið rennur upp. Vísindi virka ekki eftir þannig reglum og því nokkuð andstæðir pólar. Það er að mínu mati ástæða til að óttast þegar skemmtikraftar hafa meiri áhrif á skoðanir fólks á því hvernig heimurinn virkar heldur en vísindamenn. Það er stærsta ástæðan fyrir því að mér líkar ekki við Randi, hann er skemmtikraftur í heimi vísinda og beitir sér ekki fram af hlutleysi og virðingu fyrir viðvangsefninu (þó svo að sumt af því sem hann flettir ofanaf sé fáránlegt).

*ég er alls ekki að halda því fram að menn geta flogið heldur bara að nefna eitthvað nægilega fjarstæðukennt til dæmis.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 23/11/04 20:25 #

Þú heldur því fram að Randi sé know-it-all týpa, ég held að svo sé alls ekki, ég les það ekki úr pistlum hans. Það kemur honum hins vegar fátt á óvart úr þessum heimi og oft svarar hann lesendum sínum með "kannast við það".

Ég held að þitt vandamál sé líka að þú hafir raun ekki skoðað Randi almennilega, hann er ekki þessi dissari sem þú segir hann vera. Hann er hins vegar beinskeyttur og harkalegur á köflum, það er bara gott. Hann er langverstur við þá sem er vísvitandi að svindla en mun mildari við þá sem eru í "góðri trú" um hæfileika sína.

Ég held ólíkt þér að það sé í raun nauðsynlegt fyrir Randi að vera að einhverju leyti skemmtikraftur (og hann var skemmtikraftur áður en hann fór út á þessa brautir), til þess að ná til fólks þá verður að hafa skemmtanagildi með, stjórnmálamenn gera þetta og þeir vísindamenn sem hafa náð frama í sjónvarpi gera það líka.

Það er stórfellt vandamál að fjölmiðlafólk hlustar ekki á vísindamenn vegna þess að þeir hafa ekki skemmtanagildi og líka vegna þess að fjölmiðlafólkið skilur ekki vísindin. Ef að Randi nær að brúa þetta bil að einhverju leyti þá er það bara gott. Randi er hins vegar ekki vísindamaður sjálfur og heldur því ekki fram. Hans sérþekking eru aðferðir svikahrappana og með þeirri þekkingu getur hann aðstoðað vísindamenn.

Þú ýkir hins vegar upp skemmtikraftshlið starfsins hans, hún er alls ekki jafn áberandi og þú lætur í skína.

Dæmið með flugið sýnir vel hvað þú mistúlkar starf hans. Hann er einmitt að bjóða fólki peninga fyrir að framkvæma það sem það segist geta gert. Ef einhver héldi því fram að hann gæti flogið þá þyrfti sá hinn sami einfaldlega að fljúga án þess að beita brögðum til þess að vinna verðlaun. Hann er að bjóða fólki milljón dollara fyrir það að gera það sem það segist geta gert, ef einhver gæti flogið þá myndi Randi missa peningana sína. Kíktu á reglurnar sem fylgja áskoruninni hans Randi og þau próf sem hann hefur sett upp, hann er mjög sanngjarn.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.