If you make people think they are thinking, they'll love you. But if you really make them think they'll hate you.
- Don Marquis
Nýlega var dylgjað hér á vefnum með það að barátta okkar gegn boðun hindurvitna væri fasismi. Þar var auðvitað öllu snúið á hvolf, því öllum stundum hvetjum við til gagnrýninnar hugsunar, að fólk hugsi fyrir sjálft sig og láti ekki mata sig á því hvernig hugsa skuli. Slík hvatning er auðvitað eins langt frá fasisma og hugsast getur.
En þetta er svosem ekkert nýtt. Við trúleysingjarnir sem höfum gaman af því að ræða málin fáum það oft framan í okkur að við séum ofstækisfyllstu trúboðarnir af þeim öllum. Slíkur málflutningur er náttúrlega hlaðinn rökvillum og misskilningi. Ekkert er fjarri mér og öðrum guðlausum sem ég hef séð til, en að fara að troða trúleysi upp á fólk. Okkur gengur allt annað til.
Okkur hér á Vantrú rennur til rifja að sjá hve fólk er tilbúið til að kasta frá sér allri sjálfstæðri hugsun fyrir gylliboð um eilífðarsælu eða hótunum um kvalir í jafnlangan tíma. Við einfaldlega sjáum í gegnum lygaþvæluna og viljum fá fólk til að vega og meta þetta sjálft og sefjunarlaust, vekja það af svefninum. Fólki er velkomið að trúa hverju sem það vill en það ætti þó að fá tækifæri til að meta heimsmynd sína rökrænt.
Nei, við erum ekki að ræna neinn neinu, en vitum þó sem er að um leið og fólk tekur að rannsaka lífsskoðanir sínar yfirvegað gufa hindurvitnin yfirleitt fljótt upp.
Af hverju finnst fólki sjálfsagt að trúboðar gangi um og selji fólki úrelta heimsmynd, ræni jafnvel heilu menningarsamfélögin arfleið sinni og andlegum verðmætum, en bregst svo ókvæða við ef við vantrúaðir reynum að benda á fáránleikann í þessu öllu? Og hvernig stendur á því að mótbárur hinna trúuðu skuli svo oft fjarlægjast málefnalega rökræðu á hundrað kílómetra hraða og detta niður á Ad hominem-, strámanna- og rauðsíldarplanið?
Að öllum líkindum er það vegna þess að innst inni vita hinir trúuðu sem er að tiltrú þeirra hefur enga vitræna undirbyggingu. Þeir geta einfaldlega voða lítið sagt af viti. Og þegar maður getur ekkert sagt er gott að hata og berja frá sér.
Fólk getur endalaust blaðrað um umburðarlyndi fyrir trú annarra en það er eins og það eigi bara að gilda svo lengi sem viðkomandi er haldinn einhverri trú, því sama fólki þykir sjálfsagt að demba yfir okkur trúlausa hatursáróðri og fordómafullu ofstæki hvenær sem er. Ef þið trúið mér ekki skulið þið bara skoða áramótaræðu biskupsins frá árinu 2003 og prófa að setja orðið "íslamstrú" inn fyrir orðið "trúleysi".
Það hefði eitthvað verið sagt ef ræðan hefði hljómað þannig. Sjáið líka þessa líkræðu Neskirkjuprestsins Arnar Bárðar, þar sem segir:
Varla er sá maður trúlaus sem hefur jafn sterka réttlætiskennd og þú, maður sem boðar tiltekin lífsgildi, hefur starfað sem læknir og lagt sitt af mörkum í umræðu daganna með það fyrir augum að lækna hin félagslegu lýti og mein.
Ætli presturinn sé viljandi að ala á fordómum gagnvart okkur sem tökum frjálsa hugsun fram yfir hindurvitni?
Já, ég kommenteraði hjá honum, en hann færði þá færsluna til og eyddi út athugasemd minni, um leið og hann lokaði fyrir frekari tjáningu.
Ég skil varla þessa taktík hjá kirkjunni og trúmönnum. Ef gagnrýnandi manns hefur rétt fyrir sér en maður vill ekki láta segjast, þá er bara vitlaust að vera að standa í málþófi fyrir rangan málstað. Ég meina, maður getur ekki unnið í rökræðum ef maður hefur rangt fyrir sér og er að rökræða við sæmilega sleipan viðmælanda. Það liggur í hlutarins eðli. Sú var tíðin að rödd sannleikans var yfirleitt bara þögguð niður þegar hún hentaði ekki valdamönnum. Ef henni er leyft að heyrast og henni svarað, þá ekki bara heyrist hún, heldur bergmálar og magnast upp, svo maður haldi svi við líkingamálið. Hvers vegna standa kirkjunnar menn og trúmenn yfir höfuð í því að reyna að rökræða við Vantrúarmenn og aðra gagnrýnendur þeirra? Auðvitað eru barnaleg órök og lýðskrum næstbesta vörn gegn sannleikanum, á eftir þögninni. Þökk sé veraldarvefnum er hægara sagt en gert að þagga niður í gagnrýnum röddum -- þannig að kannski að það sé, þrátt fyrir allt, sterkasti leikurinn að svara sífellt með útúrsnúningum? Ætli kirkjan hafi á sýnódusum mótað með sér samhæfða strategíu til að díla við hættulega guðleysingja? Nei, ég bara spyr ....
Þvílíkur viðbjóður og moða er þessi ræða hjá honum Árna. Maður kúgast nánast af þessari þvælu þó sérstaklega væmnu ljóðabálkunum. Það er eins og presurinn hefur skotleyfi til að troða því sem hann vill upp á þennan mann vísinda og fræða þegar hann getur engan vegin svarað fyrir sér dauður. Þarf fólk virkilega á svona ræðum að halda þegar það ættingi deyr?
Afsakið í textanum eru nokkrar rökvillur:)
Það er alveg makalaust að sjá mann sem kennir sig við lýðræði og frjáls skoðanaskipti loka fyrir umræður og þurrka út athugasemdir á vefnum sínum. Sannalega er Örn Bárður klofinn persóna, í pólitík er hann ákafur lýðræðis sinni en í trúmálum veður hann upp fyrir haus í Kristilegu trúsamráði. Hann hljómar eins og íslenskur Olíufursti sem fagnar samkeppni.
Samkvæmt þessum pistli þá hlýtur að vera í lagi fyrir mig að trúa á Guð, svo framarlega sem ég nota sjálfstæða hugsun til að komast að þessari persónulegu niðurstöðu... er það ekki annars?
Hver hefur sagt að það sé ekki í lagi að þú trúir á guði? Ekki ætla ég að banna þér það. Ef þú ákveður að það sé málið fyrir þig, eftir vitræna ígrundun, er það bara fínt.
Annað gildir um trúarinnrætingu þar sem haldið er að fólki, já börnum, úreltum ranghugmyndum sem valda því að þetta fólk á kannski aldrei eftir að geta metið þetta vitrænt. Í þeim tilvikum hafa verið framin hryðjuverk á hugum þeirra.
Er ákvörðun þín um að trúa á guð sjálfstæð og vitræn, eða ertu fórnarlamb lyga sem troðið var upp á þig í bernsku?
Ég mundi nú segja að trú mín á Guð sé sjálfstæð og vitræn. Nei ég upplifi mig ekki fórnarlamb þegar kemur að því að trúa á Guð.
Þegar þú talar um "andleg" hryðjuverk sem framin eru í hausnum á börnum, ertu þá líka að tala um þínar skoðanir sem eru órökrænar og út í hött? það væri gaman að fá að vita hvaða skoðanir þér hafa verið innrættar sem barn og þú hefur ekki enn náð að vinna úr. Geturðu gefið mér dæmi?
Ég er til dæmis viss um það að þú sért nokkuð mótfallinn því að fólk mígi í sundlaugina þína þó svo að rökin með því séu nokkuð fleiri og betri en hjá þeim sem eru mótfallnir því. þetta eru nú bara svona pælingar hjá mér.
Þegar þú talar um "andleg" hryðjuverk sem framin eru í hausnum á börnum, ertu þá líka að tala um þínar skoðanir sem eru órökrænar og út í hött?
Það fer auðvitað algerlega eftir því hvaðan þær hugmyndir eru komnar.
Ég get tekið dæmi: Í 8. bekk grunnskóla (sem nú er 9. bekkur) var ég með umsjónarkennara sem besservisseraðist og laug eims og hann lysti að okkur krökkunum. Hann hélt því t.d. fram við okkur að orðið heilahristingur væri misskilningur og ætti að vera heilaristingur. Þessu trúði maður og skrifaði það svona í mörg ár (sem betur fer er notar maður þetta orð lítið alla jafna).
Þetta kalla ég að vinna hryðjuverk á hugum barna. Fullorðið fólk hefur ekkert leyfi til þess að fylla barnshugann af bulli sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Það gildir um ranghugmyndir hriðingja fyrir botni Miðjarðarhafs fyrir 2 - 3.000 árum líka.
Þetta dæmi um sundlaugina skil ég svo ekki. Synist vera einhver hugsanavilla í því.
Nei pældu aðeins í því. Flestum finnst það eitthvað ógeðslegt ef fólk hlandar í sundlaugar þó svo að í raun séu engin rök gegn því. Hins vegar má færa góð rök fyrir því af hverju það sé í lagi að pissa í sundlaugarnar. Hér er um einhverskonar smekksatriði að ræða eða tilfinningartengda skoðun á hlandi.
Sagt hefur verið að Ísland hafi misst hlutfallslega fleiri dætur og syni í náttúruhamförum en allar þjóðir meginlands Evrópu í öllum styrjöldum álfunnar frá upphafi. Þetta land er ógnvænlegt en um leið svo undurblítt.
Ég kíkti á þessa líkræðu Arnars Bárðar. "...svo undurblítt". Mér finnst þetta frekar sjúkt. Ég sé ekkert undurblítt við það að þriðjungur þjóðarinnar hafi farist úr hungri, vosbúð og farsóttum mörgum sinnum. Kannski lítur maður þetta öðrum augum úr prestskufli? Ég vorkenni fjölskyldu og vinum hins ágæta Árna heitins að hafa setið undir þessu.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Snæbjörn - 07/11/04 02:56 #
Tengillinn á Örn Bárð hefur e-ð færst til. Hérna er rétt slóð á líkræðuna:
http://www.gudfraedi.is/annall/ornbardur/2004-11-06/21.18.25