Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Af hverju fór Jesús í manngreinarálit?

Biblían er áhugaverð bók sem allir ættu að lesa. Þar er margt forvitnilegt að finna sem vekur spurningar. Ég tek dæmi:

Í Matteusarguðspjalli segir í 5 kafla versunum 44-48:

En ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður, svo að þér reynist börn föður yðar á himnum er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta. (...) Verið þér því fullkomnir, eins og yðar himneski faðir er fullkominn.

Og áfram í 6. kafla 14. versi:

Ef þér fyrirgefið mönnunum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. En ef þér fyrirgefið ekki öðrum mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar.

En í Lúkasarguðspjalli 23. kafla versunum 39-43 kveður við annan tón:

Annar þeirra illvirkja, sem upp voru festir, hæddi hann og sagði: “Ert þú ekki Kristur? Bjargaðu sjálfum þér og okkur!” En hinn ávítaði hann og sagði: “Hræðist þú ekki einu sinni Guð, og ert þó undir sama dómi? (...) Þá sagði hann: “Jesús, minnst þú mín þegar þú kemur í ríki þitt!” Og Jesús sagði við hann: “Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís.”

Ef við leyfum okkur að bera saman og íhuga þessar tvær frásagnir þá fer ekki hjá því að við verðum svolítið hvumsa. Af hverju fyrirgaf Jesús ekki báðum mönnunum – bara þeim sem smjaðraði fyrir honum? Var Jesús búinn að gleyma eigin boðskap? Eða eru þetta einfaldlega ólík sjónarhorn ólíkra höfunda á fyrirbærið Jesú?

Jórunn Sörensen 05.11.2004
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Kalli - 05/11/04 01:42 #

Nú kann ég ekki mikið fyrir mér í ritningu, enda lítill áhugamaður um þær bækur. Ég verð því að spyrja; sýnir þessi texti að hann fari í manngreinarálit? Hann svarar þarna öðrum, en ekki hinum.

Svo er spurning hve vel þetta kemur út í íslenskri þýðingu? Hefur ekki eitt boðorðið breyst í þýðingu frá því að banna morð yfir í það að banna að taka líf?


Carlos - 05/11/04 10:42 #

Af hverju fyrirgaf Jesú ekki báðum mönnunum – bara þeim sem smjaðraði fyrir honum? Var Jesú búinn að gleyma eigin boðskap? Eða eru þetta einfaldlega ólík sjónarhorn ólíkra höfunda á fyrirbærið Jesú?

Ég held að þú sért að bera saman ólíku. Annars vegar er þessi almenna regla. Hinsvegar er trúin, fyrirgefningin, náðin ekki troðið upp á neinn. Annar ræninginn sýnir hug sinn með því að gera grín að Jesú, hann vill ekkert hafa með hann að gera. Biður ekki um og fær ekki fyrirgefningu. Hinn sýnir Guði virðingu og biður sér vægðar og fær hana. Smjaður? Kannski. Hræsni? Veit ekki. Ekki skv. orðana hljóðan. Kannski er það bara þannig að stundum er viljinn tekinn fyrir verkið.


Carlos - 05/11/04 10:45 #

Af hverju fyrirgaf Jesú ekki báðum mönnunum – bara þeim sem smjaðraði fyrir honum? Var Jesú búinn að gleyma eigin boðskap? Eða eru þetta einfaldlega ólík sjónarhorn ólíkra höfunda á fyrirbærið Jesú?

Annars vegar er þessi almenna regla. Hinsvegar er trúnni, fyrirgefningunni, náðinni ekki troðið upp á neinn.

Annar ræninginn sýnir hug sinn með því að gera grín að Jesú, hann vill ekkert hafa með hann að gera. Biður ekki um og fær ekki fyrirgefningu. Hinn sýnir Guði virðingu og biður sér vægðar og fær hana. Smjaður? Kannski. Hræsni? Veit ekki. Textinn og persónusköpunin of takmörkuð. Kannski er það bara þannig að stundum er viljinn tekinn fyrir verkið.


Carlos - 05/11/04 10:46 #

sorrý, þetta átti bara að fara einu sinni.


Arnþór Jónsson - 06/11/04 11:53 #

Á þeim sviðum þar sem veran er vanþroska og fáfróð, hlýtur henni að skjátlast. En getur það verið réttlátt að refsa manni fyrir verknað sem hann hefur framið í algerri blindni? Þar sem það er Guð sem hefur skapað manninn, hlýtur framkoma hans og breytni að vera háð þessari sköpun. Hann getur auðvitað ekki breytt gallalaust á þeim sviðum, þar sem hann er enn ekki fullskapaður. Halda menn að Guð refsi manni fyrir að breyta ekki sem fullkominn væri á þeim sviðum þar sem hann er ekki ennþá fullskapaður? Þar sem breytni mannana er framkvæmi sköpunar Guðs, getur Guð einn borið ábyrgð á breytni verunnar. Aðeins skaparinn getur verið ábyrgur fyrir hinn skapaða. Allar gjörðir sem heimfærast undir hugtakið "synd" eru að innstu kosmísku niðurstöðu eingöngu það sama og yfirsjónir. Í kosmískum skilningi er alls ekki til synd í neinu formi. Þess vegna gat Kristur líka, án þess að um neina blekkingu væri að ræða, sagt við manninn, að syndir hans væru honum fyrirgefnar.


Lárus Páll Birgisson - 08/11/04 05:37 #

Þú verður bara að fyrirgefa Urta en ég get ekki alveg séð samhengið í því sem þú ert að reyna að koma á framfæri hér.


Halelúja - 08/11/04 23:59 #

Ok, þegar ég les þessar frásagnir þá skil ég þetta þannig; Að þeir sem vita að þeir hafi gert rangt og iðrast þess sé fyrirgefið. Svo er líka talað um að byðja fyrir þeim sem ofsækja mann og elska óvininn. Mér persónulega finnst gæjin þarna á krossinum sem er að hæðast að jesú ekki vera að ofsækja hann eða vera óvinur hans, hann bara sýnir engin merki yðrunar. Urta mér finnst þetta ekki alveg rétt út hugsað hjá þér.


urta (meðlimur í Vantrú) - 10/11/04 13:53 #

Hvaða samhengi sést ekki? Nú að Jesú gerði ekki það sem hann var alltaf að boða. Lestu biblíuna betur!


Árni - 11/11/04 20:36 #

Biblían er að ég held ein samhengislausasta bók sem ég hef nokkurn tíman augum litið. Þetta er samansafn handrita sem lýsa einhverju sem gerðist mörghundruð árum áður en þessi handrit eru skrifuð og því engin furða að samhengið skuli vera svoldið sundurslitið, auk þess eru margir höfundar af biblíunni.

Munnmælasögur, eins og þær sem biblían geymir, brenglast alltaf eftir því sem þær eru sagðar oftar. Ofan á þetta hefur kirkjan tekið sér það bessaleyfi að ritskoða ritninguna fram og aftur, til að boðskapurinn henti betur stefnu kirkjunnar og komi gæðingum kirkjunnar til að líta betur út í sögulegu samhengi.

Sennilega eru þetta bara mismunandi túlkanir á lífi Jesú sem þeir Matteus og Lúkas skrifa um.


Ingvar Leví - 17/11/04 23:12 #

"Ef við leyfum okkur að bera saman og íhuga þessar tvær frásagnir þá fer ekki hjá því að við verðum svolítið hvumsa. Af hverju fyrirgaf Jesús ekki báðum mönnunum – bara þeim sem smjaðraði fyrir honum? Var Jesús búinn að gleyma eigin boðskap? Eða eru þetta einfaldlega ólík sjónarhorn ólíkra höfunda á fyrirbærið Jesú?" Þettar er það sem þú skrifar seinast í greininni.

Guð gaf okkur frjálst val. Það er eins og með mannin sem var við hliðina á Jesú á krossinum og hæddi hann, hann hafði einnig frjálst val, það var hans val að hæða hann eða ekki. Eins og Carlos segir hérna fyrir ofan að Guð klínir engu upp á þig.... Þú sjálfur hefur valið.


urta (meðlimur í Vantrú) - 18/11/04 09:29 #

Hvað með fyrirgefningarboðskap Jesú? Var hann ekki guð/guðsson og hátt yfir það hafinn að fyrtast þótt einhver hæddi hann - var það ekki í anda hans boðskapar að fyrirgefa til þess að honum yrði sjálfum fyrirgefið?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.