Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Orkusvið mannsins, Kundalini og fjárans alheimsorkan


Í Fréttablaðinu í gær mátti lesa eftirfarandi auglýsingu:

Heilun
gegnum orkusvið mannsins

  1. "The Character STructures, An Exploration of the Way We protect Ourselves Against Hurt". Heilarinn Karina Becker heldur námskeið helgina 30. og 31. okt. Frábært námskeið í Ljósheimum, Brautarholti 8.

  2. "Healing Workshop - Spine Cleaning" Karina Becker heldur einnig námskeið helgina 6. og 7. nóv. í Heilsusetri Þórgunnu, Skipholti 50 c. Upplýsingar og skráning á neimskeið og í einkatíma í símum 554 4121 og 862 7121.

Karina Becker hefur lokið sex ára námi í hinum þekkta heilunarskóla Barböru Brennan í Bandaríkjunum.

Stundum virðist vera nóg að auglýsa að eitthvað hafi með „orkusvið“ mannsins að gera til að fólk fái tiltrú og flykkist að. En hvaða orkusvið er verið að tala um? Eitthvað viðurkennt fyrirbæri sem hægt er að hafa áhrif á með særingum og handahreyfingum?

Og hvers konar mænuhreinsun er þetta sem verið er að auglýsa? Meiri særingar og galdrahegðun, eða raunverulegur þvottur á þessu líffæri? Reyndar mynda heilinn og mænan miðtaugakerfið og því má kannski með sanni segja að þessi meðferð sé litla systir heilaþvottarins ;)

Nei í alvöru, folks. Beitið nú þeirri gagnrýnu hugsun sem þið eigið öll í fórum ykkar á svona tilkynningar. Veltið fyrir ykkur hvort mögulega geti verið um helbert kvakkerí að ræða, áður en rokið er af stað og tímar keyptir. Og endilega lesið ykkur til!

Ég reyndi að ná sambandi við aðstandendur í þessi símanúmer, til að fá að heyra hvert verðið er á þessu, en konan sem heldur þetta er í útlöndum. Ráðvilltur sonur hennar vissi ekkert um þetta og virtist ekki hafa nokkurn áhuga á þessum dásamlegu heilunaraðferðum.

Á sömu blaðsíðu í Fréttablaðinu (bls. 4 í „Allt“) segir einnig af Sahaja-jóganámskeiði, þar sem „meðfædd eining [er] vakin á ný“. Þarna er gengið skrefinu lengra en í hinni orðsendingunni og ekki sæst á smámuni á borð við „orkusvið“, heldur er talað fjálglega um „orkukerfi“ sem býr víst í hverjum manni, byggt upp af sjö orkustöðvum, Kundalini og „Andanum“. Alheimsorkan hans Maharishi kemur líka sterk inn.

Hefur einhver sá sem sækir svona námskeið rukkað þetta fólk um nánari skilgreiningar á þessum undarlegu hugtökum öllum? Og hafa svörin verið lógísk og vel rökstudd, eða bara eitthvað loftkennt fimbulfamb um guðdóm og aðra yfirnáttúru?

Hér kemur einhversskonar „rökstuðningur“ Kúndalíní-fólksins fyrir mikilvægi þess sem það er að kynna:

Mannkynið getur vaxið sameiginlega með því að samræma öll trúarkerfi, en Kundalini-vakning á sér samstæðu í öllum trúarbrögðum, svo sem endurfæðingu eða heilagan anda í kristni og uppljómun í búddisma. Shri [Mataji Nirmala Devi] bendir okkur á að friður í heiminum verði ekki tryggður fyrr en við höfum öðlast jafnvægi og frið í okkur eigin sálarrótum.

Ég átti eftir að minnast á þessa Shri, en hún er frumkvöðull Sahaja-jóga. Athygli vekur költleiðtogadýrkunin, en fólki er ráðlagt að hugleiða með mynd af þessari kellu nálægt sér, svo hughrifin verði meiri.

Ég geri ráð fyrir að Shri þessi sé „onn ísí strít“ í lífinu. Munið bara: „Tengjast alheimsvitundinni og hætta að hugsa, þá kemur friðurinn“, eins og ágætur útvarpsmaður orðað það nýlega.

Birgir Baldursson 27.10.2004
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 10:03 #

Þetta er nú ljóta helvítis þruglið. Ætli það séu í alvöru margir ginnkeyptir fyrir þessu?


gagnrýnandinn - 27/10/04 11:52 #

Auðvitað eru menn ginkeyptir fyrir þessu, það er réttur okkar og skylda, á meðan við lifum í frjálsum heimi þá verðum við að vera ginkeypt fyrir hinu og þessu því maðurinn er heimskt dýr sem hefur möguleika á að hugsa en það eru ekki allir sem gera það, annars þá væri ekki til "íþrótt" ;) sem væri auglýsingasálfræði.

En ekki örvænta við getum breytt þessum, stofnum fasista ríki og hugsum öll eins :D húrra húrra húrra


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 12:04 #

Hmm, hvernig í ósköpunum færðu það út að við séum að hvetja til slíks? Sérðu ekki, kjáninn þinn, að við erum að öllum stundum að hvetja til gagnrýninnar hugsunar, að fólk hugsi fyrir sjálft sig og láti ekki mata sig á því hvernig hugsa skuli. Við vörum við hvers kyns fjarstýringu hugsunar eins og þeirri sem kemur skýrast fram í trúarbrögðum.

Það er hið þveröfuga við það sem þú ert að gera okkur upp.


gagnrýnandinn - 27/10/04 12:11 #

Ég var ekki að segja að þið væruð að hvetja til slíks, hvar í máli mínu var ég að gera það. Ég var einungis að svara vésteini eftir mínum geðþótta. Hann spurði „Ætli það séu í alvöru margir ginnkeyptir fyrir þessu?" Og ég svaraði honum eins vel og ég gat. Vá...chill


gagnrýnandinn - 27/10/04 12:12 #

P.s. ég svaraði honum vegna þess að ég hélt að þetta væri staður fyrir viðbrögð :/


darri (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 12:56 #

Vá...chill

Þessi vefur gengur einmitt út á það að slappa ekki af þegar kemur að órökstuddum staðhæfingum, heldur ráðast á þær með kjafti og klóm.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 12:56 #

Ef þú værir ekki með þessa útúrsnúninga þá fengir þú kannski ekki jafn harkaleg viðbrögð.


gagnrynandinn - 27/10/04 13:07 #

Hvar kem ég með útúrsnúning sem hæfir ekki umræðunni eða órökstudda fullyrðingu sem þarfnast rökstuðnings enda sé hún þá ekki augljós sannindi eða merking hennar augljós að öðru leiti


gagnrynandinn - 27/10/04 13:10 #

Mér finnst mitt innlegg í viðbrögðum við þessa grein ekki ómálefnalegri eða gagnrýnisverði en ummæli pennans Vésteins "Þetta er nú ljóta helvítis þruglið" Og því undra ég mig á því að vera sakaður um útúrsnúninga og órökstuðning þegar innlegg mitt virðist í fullu samræmi við önnur viðbrögð einstaklinga sem standa að vefnum. Er hlutleysi ekki litið jákvæðum augum hjá þeim sem að þessum vef standa


darri (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 13:14 #

við getum breytt þessu, stofnum fasista ríki og hugsum öll eins

Þó þú sért að djóka, ertu samt að líkja stefnu vantru.net við fasistaríki, mér finnst persónulega frekar leiðinlegt að láta slíka líkingu standa óáreitta.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 13:14 #

Er hlutleysi ekki litið jákvæðum augum hjá þeim sem að þessum vef standa
Að sjálfsögðu ekki.


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 13:22 #

Mér finnst mitt innlegg í viðbrögðum við þessa grein ekki ómálefnalegri eða gagnrýnisverði en ummæli pennans Vésteins "Þetta er nú ljóta helvítis þruglið"

Með þessum ummælum var ég að taka undir með greinarhöfundi og segja að ég féllist á rök hans. Það sem ég sagði var, m.ö.o., hvorki órökstutt né ómálefnalegt. Rökin færði Birgir í grein sinni og hvað málefnið varðar gerði ég ekki annað en að samsinna honum.


gagnrynandinn - 27/10/04 13:30 #

Ég vil mótmæla því að viðbrögðum mínum verði breytt á þann hátt sem það er gert hér að ofan með yfirstrikun! Þið hafið áskilið ykkur rétt til að eyða athugasemdum ef ekki er farið eftir þeim reglum sem hér gilda en ekki til að breyta athugasemdum eins og þið hafið gert gagnvart mínum athugasemdum.

Ég líkti vantru.net ekki við fasistaríki í viðbrögðum mínum eins og ég sagði áðan þá svaraði ég spurningu vésteins sem var almenns eðlis um hvort að til væri fólk sem væri ginkeypt og ég svaraði að ég héldi það og byggi það á minni skoðun að maðurinn sé heimskur í eðli sínu en hafi þó möguleikan á því að vera gáfaður. Nú ef þið viljið rök fyrir því að maðurinn sé heimskur vísa ég til hinna og þessa greina á vantru.net þar sem oft er fjallað um hin ýmsu trúarbrögð sem mörg milljón manns fylgja hér og þar í heiminum, en einnig lesið um hin og þessi "Darwin-verðlaun"

Ég biðst þá velvirðingar Vésteinn á því að hafa misskilið ummæli þín, engu að síður tel ég mín ummæli ekki þannig úr garð gerð að þau séu ómálefnalega á neinn hátt.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 13:47 #

Ég vil mótmæla því að viðbrögðum mínum verði breytt á þann hátt sem það er gert hér að ofan með yfirstrikun!
Ég hunsa þau mótmæli en mun hugsanlega fjarlægja yfirstrikun ef þú skrifar undir réttu nafni. Nafnlausar gungur njóta einfaldlega minna tjáningafrelsis á þessum vettvangi en þeir sem skrifa undir réttu nafni.


gagnrynandinn - 27/10/04 13:50 #

Nú þá er það staðfest hér með að þessi síða er á engan hátt vettvangur fyrir hlutlaus viðhorf, gagnrýna hugsun nú eða sanngirni og frelsi skoðana. Enda er það ykkar réttur sem að þessari síðu standa að hafa það svo, og virði ég þann rétt til hins ýtrasta. Engu að síður er það synd og skömm að segjast boða eitthvað en ða fylgja því ekki, og á þetta við almennt hvort sem verið er að boða gagnrýna hugsun eða trúarbrögð og efast ég um að nokkur geti verið mótfallin því


gagnrynandinn - 27/10/04 13:53 #

Mig langar að forvitnast af hverju það kemur hvergi fram í skilmálum að nafnlausar gungur hljóti minna tjáningarfrelsi á þessum vef. Nú ef svo er stefnan, hlýtur að vera rétt að viðeigandi aðilar sem standa að vefsíðunni birti þessa stefnu á viðeigandi stað sem sé aðgengileg þeim nafnlausu gungum sem þetta kynnu að vilja vita. Enda ætti það að vera þeirra réttur.

P.s. Ofangreind ummæli Matta Á. hljóma í besta falli eins og kúgun, og miða við það sem kemur út eins og grimmd í minn garð vegna ummæli mína hlýtur maður að efast um tilgang þess að gefa upp nafn á þessari síðu.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 13:56 #

Vertu ekki með þetta væl maður. Vegna þess að sett var yfirstrikun á eina málsgrein sem var ósmekkleg er þá þessi síða ekki lengur vettvangur frjálsra skoðanaskipta? Það er enn hægt að lesa það sem þar stendur.

Afhverju skrifar þú ekki undir nafni gagnrýnandi?

Það er auðvelt að tala digurbarklega þegar að enginn veit hver maður er og þá sleppur sá einnig við að taka ábyrgð á orðum sínum. Við hvað ertu hræddur?


gagnrynandinn - 27/10/04 14:29 #

Hvað við ummæli mín var ósmekkleg? Er fasismi ósmekklegur?

Nú þegar strikað er yfir ummæli mín þá er það soldið mikið diss ekki satt? Diss sem ég get ekki stjórnað og diss á minn nafnlausa kostnað.

Nú kannski vil ég ekki láta nafn míns getið vegna þess að ég er fasisti og það virðast ríkja miklir fordómar í garð okkar þessa daganna. Hvað kemur það þér við. Hversvegna ertu að eyða púðri yfir væli í trúarnöttaðan fasista guðfræðinema í HÍ???


gagnrynandinn - 27/10/04 14:31 #

Hvaða ábyrgð á ég að taka fyrir orðum mínum hér (sem N.B. eru yfirleitt spurningar!!!!)

Hvernig á maður að taka ábyrgð á spurningum?

Kannski er ég 12 ára gutti sem á foreldra sem eru margítrekað búnir að banna mér að setja nafnið mitt á internetið vegna hræðslu við barnaníðinga!!!


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 14:35 #

Þetta er orðið ágætt hjá þér gagnrýnandi, ef þú villt tjá þig meira um ritstjórnarstefnu Vantrúar skaltu gera það á spjallinu.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 15:12 #

Örlítil árétting:

Mig langar að forvitnast af hverju það kemur hvergi fram í skilmálum að nafnlausar gungur hljóti minna tjáningarfrelsi á þessum vef.

Við kommmentaformið stendur: "Sýndu viðbrögð, en vinsamlegast slepptu öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng og/eða rétt nafn í athugasemdunum [...] Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdum þeirra verði eytt af umsjónarmönnum vefsins."

Nú var ummælum þínu ekki eytt, heldur aðeins krotað yfir þau, til tákns um að okkur finnist þau bæði ómálefnaleg gg meiðandi. Vertu bara glaður yfir þeim silkihönskum, gagrnýnandi góður.

Höldum þessu áfram á spjallinu.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 15:18 #

Rökin færði Birgir í grein sinni og hvað málefnið varðar gerði ég ekki annað en að samsinna honum.

Rök mín í þessari grein eru reyndar hvorki mörg né mikil. Það er nú einu sinni svo að það stendur ekkert upp á mig að afsanna fullyrðngar þessa fólks, heldur fólksins sjálfs að sýna fram á virkni þeirra aðferða sem það kýs að nota.

Engar sannanir hafa nokkurntíma komið frá heilurum fyrir vægi þeirra særinga sem þeir standa fyrir og þangað til það gerist gef ég sjálfum mér fullt leyfi til að hæðast að þessu dóti öllu eins og mig lystir.


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 28/10/04 00:41 #

Af hverju heldur þú að heilarar nenni því Birgir? Eða að einhver eða fleirri heilarar séu lesendur að skrifum þínum? S.s ná þessi skrif til heilara. Væri ekki bara betra að reyna (meira) að ná í einhvern heilara á spjall? Í staðin fyrir bara eitt skipti sem gegg ekki.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 28/10/04 01:10 #

Um hvað ertu að tala? Ég var að árétta það að halda beri þessari umræðu um ritstjórnarstefnu Vantrúar áfram á spjallinu en ekki hér.


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 29/10/04 01:52 #

Ég var að svara greinini þinni en ekki þessum sandkassaleik hjá gagnrýnansanum um ritstjórnarstefnu.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 29/10/04 03:46 #

Ó afsakaðu. Þú spyrð semsagt af hverju ég haldi að heilarar nenni að sanna mál sitt. Auðvitað nenna þeir því ekki af ekki er gengið á það með það. En sé það gert er næsta víst að í ljós komi að þeir geta það ekki.

Og að öllum líkindum standast þeir engin próf heldur. Því ef heilun væri raunveruleg lækningaaðferð væri það löngu komið í ljós. Og þá væri verið að beita slíkum aðferðum innan heilbrigðiskerfisins, án nokkurrar kontróversíu.


Helgi Briem - 29/10/04 11:03 #

Ég sveiflast á milli þess að vilja kæra og fangelsa þessa lygamerði alla saman, heilara, græðara, lithimnulesara, áruglýjuþruglara, nálastunguvitleysinga, hómapatapsychopata og hvað þeir heita allir saman og að vilja leyfa þeim öllum að féfletta, svíkja og særa þessa auðtrúa sakleysingja sem þeir nærast á. Sauðirnir kalli þetta hvort eð er yfir sig með trúgirni sinni og skorti á gagnrýninni hugsun. Æ ég veit ekki.

Ég hugsa stundum um allt það góða fólk sem lætur blekkjast til að taka rangar ákvarðanir í lífi sínu út af einhverjum miðlabullukolli.

Svo hugsa ég um placebóáhrifin og allt það sem þau hafa áorkað og hugsa sem svo að þetta verði víst allt að hafa sinn gang.

"Gagnrýnandinn" ætti að kynna sér "Godwin's Law" á google áður en hann ybbar gogg meira. Hálfviti.


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 31/10/04 21:34 #

Ja maður veit ekki fyrr en það er búið að prófa þá. Svo um það að þetta myndi vera notað í sjúkrahúsum nú þegar ef þetta virkaði. Þá er ég ekki viss 'there´s a first thing for everything'. Sem gæti svo sem gerst hvenær sem er. Það er ekki úti lokaður möguleiki að það er einfaldlega ekki búið að rannsaka sviðið nógu vel eða ítarlega eða einfaldlega of erfitt að rannsaka ( í bili ) . Sem þýðir ekki að möguleikin sé ekki fyrir hendi.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 31/10/04 22:53 #

Ef þetta dót virkaði ættum við að hafa sönnun þess í því að fjölmargir hefðu í raun og veru hlotið lækningu sem ekki væri hægt að rekja til annars en þessara særinga. Það er ekkert erfitt við að prófa það.

Sú staðreynd að þetta er ekki enn orðið að viðteknum lækningaraðferðum, þrátt fyrir allan þann tíma sem þetta hefur verið í gangi sýnir okkur í raun svart á hvítu að þetta er bara kjaftæði.

Ég vitna í vikulegan pistil Randi frá 22. október. Hér er reyndar verið að tala um hómópatíu, en þetta á fullt eins við hér:

In all seriousness, look at point 6. I will repeat it here for emphasis:
The claimed discovery is of such a nature and scope, that if true, it would have radically changed the face of science, our way of life, and our perception of the real world: that has not happened.

I repeat, it has not happened. Penicillin — developed (and really discovered) by an Australian named Howard Florey just before the end of World War II -changed the world. Suddenly, previously deadly infections were being effectively treated in a predictable manner with a scientifically proven basis and outcome in over 90% of patients treated. Homeopathy has been around since 1700, a 245-year head start on antibiotics. Where is the Earth-changing therapy? Which homeopathic remedy even comes close to penicillin in effectiveness?

The practice of scientific medicine is constantly evolving. Howard Florey would be astounded by the development of antibiotics if he were alive today. Samuel Hahnemann could put out his shingle and fit right in with the plethora of modern-day quacks as the art (it is not a science) of homeopathy has not evolved one iota. It cannot evolve, because to do so it would have to be tested rationally and scientifically rather than by anecdotes and placebo effects. It is a practice of smoke and mirrors only.


Lárus Páll Birgisson - 08/11/04 05:43 #

Skondið hvernig þessi Randi er orðinn einskonar spámaður vantrúaðra..... svona nokkurskonar óskeikull trúarhöfðingi trúlausra... :)


darri (meðlimur í Vantrú) - 08/11/04 10:09 #

Skondið hvernig þessi Randi er orðinn einskonar spámaður vantrúaðra..... svona nokkurskonar óskeikull trúarhöfðingi trúlausra...

Einmitt, hvar hefur einhver sagt Randi vera óskeikulann?

Ég er fullviss um að hann hefur haft rangt fyrir sér oft og mörgum sinnum, gæti eflaust fundið dæmi ef út í það væri farið. Óskeikular manneskjur eru ekki til. Þarna hafðir t.d. þú lalli, fullkomlega rangt fyrir þér.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 08/11/04 12:27 #

Randi er kannski ígildi "alpha male" en hann er ekki óskeikull. Prufaðu að lesa vikulegu pistlana hans lalli, mig minnir að það séu bara örfáar vikur síðan hann var að leiðrétta eitthvað sem hann hafði sagt vitlaust. Það er nefnilega það sem Randi gerir, hann leiðréttir sig ef hann sér að hann hafi farið með rangt mál. Errare humanum est ef ég man það rétt, það er mannlegt að skjátlast.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 08/11/04 17:19 #

Einkennilegt að mega ekki vitna i aðra máli sínu til stuðnings án þess að fá það framan í sig að maður sé viljalaus hugsanaþræll einhvers költleiðtoga. Af hverju dregurður þessa ályktun, Lalli? Er það vegna þess að þér sjálfum er ómögulegt að aðhyllast skoðanir annarra án þess að verða slíkur hugsanaþræll? Er þetta einhver trúmannaveiki sem þú ætlar okkur að ganga með?


Lárus Páll Birgisson - 12/11/04 05:03 #

Fínt að vita það að Randi hefur ekki alltaf haft rétt fyrir sér. það vekur óneitanlega upp þá spurningu um hvað fleiri hluti hann hefur rangt fyrir sér. Það er jú vissulega auðvellt að leirétta það sem maður veit að er vitleysa. Annað mál er um þær ranghugmyndir sem maður hefur án þess að gera sér grein fyrir því.

Og já Birgir. Ég lít á ykkur sem trúarsamfélag.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 12/11/04 12:56 #

Og já Birgir. Ég lít á ykkur sem trúarsamfélag.

Finnst þér það ekki vera gengisfelling á þínum eigin trúarbrögðum að kalla hina og þessa hugmyndafræði eða lífsskoðanir trú?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 12/11/04 13:14 #

Lárus Páll, þú verður að rökstyðja þessa svívirðilegu aðdróttun. Það er grundvallarmunur á starfi okkar og lífsgildum annars vegar og trúarhópum hins vegar. Grundvallarmunur.


Lárus Páll Birgisson - 13/11/04 03:45 #

Ég sé bara mjög margt sameiginlegt með málfluttningi ykkar og svo þeirra sem "vita" sannleikann um Guð betur en aðrir.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 13/11/04 05:18 #

Ég sé bara mjög margt sameiginlegt með málfluttningi ykkar og svo þeirra sem "vita" sannleikann um Guð betur en aðrir.

Þetta er að sjálfssögðu vitleysa, málflutningur byggður á rökum á ekkert sameiginlegt með málflutningi sem byggir á órökstuddum fullyrðingum.

En ég ætla aðeins að leika mér að þessu. Segjum að það sé margt líkt með málflutningi talsmanns bókaklúbbs og kvikmyndaklúbbs, er þá rökrétt að segja að bókaklúbburinn sé í raun kvikmyndaklúbbur?


Lárus Páll Birgisson - 13/11/04 05:48 #

Óli, þú virðist gleyma því að orðið "rök" er gífurlega gildishlaðið orð. Rök er ekki það sama og sannanir. Það er hægt að færa rök fyrir öllu mögulegu, en ekki er allt mögulegt sannanlegt.

Rök eru einungis verkfæri til að styðja ákveðna skoðun. Ég er ekki að segja að þið hafið engin rök, ég er bara að segja að ég er ósammála þeim.

Og svona svo ég noti nú algengt "svar" ykkar vantrúarmanna þá er pælingin um bókaklúbbinn rökvilla samvæmt nizkor.com stuðlinum.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 13/11/04 12:12 #

lalli, vinsamlegast nefndu rökvillurnar sem þú ert að ásaka okkur um. Annars þá tók ég fram að ég væri bara að leika mér með samlíkinguna, engin alvara þar að baki. En við bíðum ennþá eftir rökstuðningi við trúarsamfélagskommentið þitt.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 13/11/04 14:02 #

Ég er ekki að segja að þið hafið engin rök, ég er bara að segja að ég er ósammála þeim.

Fínt. Þá er bara að koma með mótrök til að fella okkar rök úr gildi. Það dugir ekki að segjast bara vera ósammála þeim, án allra mótraka og klína því svo á okkur í kjölfarið að málflutningur okkar sé sambærilegur málflutningi trúmanna. Þetta er alveg út í hött hjá þér, Lárus.


Árni - 14/11/04 00:00 #

Þetta er alls ekki út í hött hjá Lárusi, bendi á orð þín Birgir:

"Rök mín í þessari grein eru reyndar hvorki mörg né mikil. Það er nú einu sinni svo að það stendur ekkert upp á mig að afsanna fullyrðngar þessa fólks, heldur fólksins sjálfs að sýna fram á virkni þeirra aðferða sem það kýs að nota."

Þessu má allt eins snúa á ykkur: Guð er til! Það er þó ekki mitt að sanna það, heldur ykkar að afsanna það.

Varðandi samlíkinguna á ykkur við bókstafstrúarfólk er hún algjörlega borðliggjandi. Þið beitið fyrir ykkur þeim rökum að vera menn vísinda, en bregðist svo þeirri skyldu vísindamanna að koma algjörlega hlutlausir að þeim viðfangsefnum sem þið takist ykkur á hendur. Það er að segja, þið "vitið" að guð er ekki til, alveg eins og bókstafstrúarfólkið "veit" að Guð er til.


Árni - 14/11/04 00:03 #

Mér sýnist semsagt sem þið séuð svoldið veikir fyrir að falla fyrir Rökvillu 18 samkvæmt nizkor.org.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 14/11/04 00:18 #

Ég veit ekkert hvort guð er til, ég bara trúi því ekki. Ótal rök hrekja tilvist hans en engin styðja hana. Stórar staðhæfingar kalla á stórar sannanir. Staðhæfingin um guð er stór. Staðhæfingin um tilvistarleysi hans er ekki stór, öll rök hníga í þá átt.

Það er einfaldlega ekkert hægt að snúa þessu við, eins og þú heldur fram.

Við komum alveg hlutlausir að spurningunni um guð, en rökin hafa leitt okkur að ágætis bráðabirgðaniðurstöðu. Við mönum endalaust trúmenn til að hrekja rök okkar, en ekkert gengur. Hvað er bókstafstrúarlegt við það?


katla - 06/04/06 10:38 #

Hey anna vitið þið hvar þessi nýja djöfla einhvað kirkja er á ísl?? .. veit ekkert hva þið eruð að tala um :P ..


Konráð - 22/10/12 11:44 #

Vantrú = Reiði Lokaðir hugar Óblómstraðar Sálir.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.