Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Vikulegur pistil James Randi, 15. október 2004

James RandiJames Randi hefur í áratugi barist gegn svindlstarfssemi miðla og annarra svikahrappa, á hverjum föstudegi skrifar hann pistil um þau mál sem hafa komið upp þá vikuna.

Í þessarri viku fjallar Randi meðal annars um:

  • Baráttuna gegn hómópötum í Frakklandi, þar á að hætta að niðurgreiða "lækningar" smáskammtaranna.
  • Lesandi sendir ábendingu um að siðleysið eigi sér fá takmörk. Þrátt fyrir að hafa fengið háar fjársektir fyrir ólögmætar sjónvarpsauglýsingar, má enn finna auglýsingar á Netinu frá fyrirtæki sem selur "kalkþörunga" sem lækningu við krabbameini.
  • Annar lesandi bendir á risaverkefni sem hefur verið í gangi í tæp þrjátíu ár, en það er að byggja örkina hans Nóa samkvæmt Biblíulegri forskrift.
  • Því næst talar Randi um mann sem fær guðlegar sýnir, en það sýnir svart á hvítu að ekki er öll vitleysan eins.
  • Terry Polenov þykir ekki mikið til fjarheilunar koma eða þeirra sem hana þykjast stunda. Hann beinir orðum sínum m.a. til Edgar Mitchell, og segir starfsemi hans "blóðug viðskipti" og "rán". Óþarfi er að taka fram að Mitchell sakar hann um þröngsýni þegar hann hvetur til að sýnt sé fram á gildi starfseminnar.
  • Frá Rússlandi kemur áhugaverð athugasemd, því skv. Pravda höfum við "tímastjórnunarlíffæri" sem leyfir okkur að stjórna tímanum. Þótt enginn hafi fundið það þá er það líklegast staðsett í heilanum. Eða hugsanlega í mænunni.
  • Að lokum fáum svo að fylgjast með samskiptum milli vantrúaðs neytanda og svikahrappa sem selja "segulklemmu" sem setja á utan um stútinn á vínflöskum til að bæta bragðið af víninu. Með hefðbundnum útúrsnúningi koma þeir sér undan því að láta prófa vöruna sína. Þrátt fyrir að margir víngúrúar mæla með segulklemmunni vill enginn þeirra reyna að græða milljón dollara.
Ritstjórn 17.10.2004
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.