Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Maharishi

Í Dægurmálaútvarpinu í fyrradag var spjallað við konu sem vill setja á stofn friðarsetur í Reykjavík, að fyrirmynd söfnuðar jógans Maharishi Mahesh. Maharishi þessi er aðallega þekktur fyrir það sem kallað er innhverf íhugun og það að Bítlarnir hengu utan í honum í nokkra mánuði.

Lennon var fljótur að átta sig á því að Maharishi er feik. Og þegar upp komst að jóginn var farinn að verða ískyggilega fjölþreifinn á kvenfólkinu þarna á íhugunarsetrinu þakkaði Bítillinn fyrir sig, fór heim og samdi lagið Sexy Sadie um kauða. Textinn er svona:

Sexy Sadie what have you done
You made a fool of everyone
You made a fool of everyone
Sexy Sadie ooh what have you done

Sexy Sadie you broke the rules
You layed it down for all to see
You layed it down for all to see
Sexy Sadie oooh you broke the rules

One sunny day the world was waiting for a lover
She came along to turn on everyone
Sexy Sadie the greatest of them all

Sexy Sadie how did you know
The world was waiting just for you
The world was waiting just for you
Sexy Sadie oooh how did you know

Sexy Sadie you'll get yours yet
However big you think you are
However big you think you are
Sexy Sadie oooh you'll get yours yet

We gave her everything we owned just to sit at her table
Just a smile would lighten everything
Sexy Sadie she's the latest and the greatest of them all

She made a fool of everyone
Sexy Sadie

However big you think you are
Sexy Sadie

Maharishi hefur ekki látið sér nægja að finna upp og kenna innhverfa íhugun, heldur segist hann hafa fundið aðferð til að snúa við ellihrörnun (þótt ekki sé að sjá á honum sjálfum að það hafi tekist). Að auki hefur hann svo haldið námskeið í jógísku flugi (levitation), en þótt þúsundir og aftur þúsundir hafi lagt stund á slíkt undir handleiðslu hans hefur þó engum tekist að fljúga enn.

En lítum aðeins á innhverfu íhugunina, sem notið hefur mikilla vinsælda, jafnt hér á landi sem og annarsstaðar í heiminum. Sá sem þetta stundar tekur tvær hugleiðslusessjónir á dag þar sem hann hefur í huganum yfir það sem kallast mantra, orð eða setning sem endurtekin er aftur og aftur. Árangurinn af þessu er sá að menn ná að sögn stjórn á hugsunum sínum og upplifa einhversskonar sæluástand í kjölfarið, en levítasjónin, ósæranleiki (ónæmi fyrir jafnt andlegu sem líkamlegu ofbeldi) og aðrir yfirnáttúrlegir eiginleikar eiga líka að fást með þessu.

Margir kannast við fræði sem kallast Ayurveda og felast í samsetningu matar út frá bragðtegundum, til að fyrirbyggja sjúkdóma og hrörnun. Þessi fræði eru sögð ævagömul, en fullyrt hefur þó verið að þessi "vísindi" séu ekki nema nokkurra áratuga gömul, fundin upp af téðum Maharishi. Meira um allt það lækningakukl síðar.

En altént, einhverjir Íslendingar eru alveg ólmir í að reisa Maharishískt friðarsetur, þar sem kennt verður að þekkja og meta "alheimsorkuna" til að efla frið og þroska. Pælingin virðist í stíl við Náttúrulagaflokkin sem einu sinni bauð fram til þingkosninga á Íslandi. Þar átti að vera hægt að fækka glæpum og koma á betra og þroskaðra þjóðfélagi með því að hrúga saman fólki í risastórar hugleiðslusessjónir. Ekkert hefur heyrst frá því fólki lengi og spurning hve langan tíma það tekur almenning að átta sig á að það sem fara mun fram innan veggja friðarsetursins er helbert kjaftæði og ekkert annað.


Heimild: James Randi: An Encyclopedia of Claims, Frauds, and Hoaxes of the Occult and Supernatural.

Birgir Baldursson 08.10.2004
Flokkað undir: ( Nýöld )

Viðbrögð

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.