Núna áðan tóku nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar sig til og gengu af þingfundi, eftir að forseti þingsins gagnrýndi forseta Íslands fyrir að hafa beitt neitunarvaldi sínu í vor.
Í frétt Moggans stendur þetta:
Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sagði á setningarfundi Alþingis í dag, að synjunarákvæði stjórnarskrárinnar væri leifar af þeirri trú að konungurinn fari með guðsvald.
Þessi trú sem talað er um hér er svo rækilega úrelt það það dettur ekki nokkrum manni í hug að hún fái staðist. En sá sem þarna talar svo óvirðulega um gamla trú á guðsvald konunga er sjálfur rétt nýgenginn út úr samkunduhúsi (og þáði ekki skyr), þar sem töfralæknir, sem telur sig hafa vald frá goðmögnum, framdi særingar í krafti þeirra.
Ætli þingforsetanum þyki það jafnfráleit hugmynd? Ef ekki, af hverju þá?
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.