Í nýliðinni viku var "orkuvitundar"gúrúið Stephen Kane áberandi, það var hamrað á honum úr mörgum áttum þannig að lokum lét hann sig hverfa úr landi með konu sinni. Landlæknir gekk mjög hart fram gegn Kane og kallaði þessa starfsemi hans költ. Ég get alveg skrifað undir þessi orð Sigurðar en mér datt í hug að fjalla aðeins um þau líkindi sem ég sé á milli "orkuvitundar"foringjans og annars költforingja sem kallaður hefur verið Jesús.
Nú er kannski tíminn til að útskýra hvað költ sé, ég veit að þetta fyrirbæri hefur ákveðna skilgreiningu í trúarbragðafræðum en ég er ekki trúarbragðafræðingur (nema kannski á amatörstiginu). Frá mínu sjónarhorni eru költ vísir að trúarbrögðum. Ekki verða öll költ að trúarbrögðum, flest þeirra leysast upp og hverfa en ef þau ná að breiðast út þá geta þau að lokum komist upp í "úrvalsdeildina" þar sem stærstu trúarbrögðin eiga heima.
Jesús var költforingi. Ef Nýja Testamentið er lesið þá sést að hann notaði nákvæmlega sömu aðferðir og költforingjar í nútímanum. Jesú hvatti fylgismenn sína til þess að yfirgefa fjölskyldur sínar, gefa eignir sínar og hætta í vinnunni. Í Nýja Testamentinu segir að eignirnar hafi verið gefnar til fátækra en mitt gisk er að Jesú hafi séð um dreifingu þeirra og hafi hirt sinn skerf til þess að mæta "kostnaði", smyrsl og svona. Ef að einhver í þinni fjölskyldu hefði farið að eltast við Jesú þá hefðirðu haft áhyggjur, það er óhugnanlegt þegar fjölskyldumeðlimur fer út á þessar brautir.
Jesús læknaði sjúka og Stephen Kane líka, allavega ef þú trúir fylgismönnum þeirra, hver er munurinn? Hvers vegna trúir þú ekki að Kane geti læknað fólk þó að fylgismenn hann séu hér og nú að halda því fram? Hver er munurinn á að segja að Jesús hafi læknað fólk og að segja að "orkuvitundar"gúrúinn hafi læknað fólk? Ætti ekki frekar að trúa þeim sem eru hér og nú heldur en að trúa einhverjum eftirmála við þjóðsögubók? Stephen Kane getur platað fólk með einföldum töfrabrögðum, er það í raun svo fráleitt að halda því fram að Jesús hafi gert hið sama? Af hverju trúir sumt fólk að það hafi verið hægt að framkvæma svona galdra í fortíðinni en ekki í dag? Svörin við þessu spurningum mínum leiða að þeirri augljósu niðurstöðu að þeir eru Kollegar, Jesú og Stephen Kane.
Jesú hefur það reyndar fram yfir "orkuvitundar"gúrúinn að hafa risið upp frá dauðum en til að útskýra þá sögu þá þurfum við ekki annað en að líta aftur um 27 ár þegar Elvis sigraði dauðann, eða svo segja allavega firrtir aðdáendur hans. Hvar liggur munurinn? Ættum við kannski að hætta að trúa aðdáendaklúbbunum þegar þeir segja ótrúlegar sögur?
Kannski að Júdas hafi verið eini lærisveininn sem sá Jesú í réttu ljósi? Áttaði Júdas sig á því að Jesú var í hættulegri fjárplógsstarfsemi og að það þyrfti að stoppa hann? Framdi Júdas sjálfsmorð af því að hann hafði eyðilagt líf sitt með því að eltast við svikahrappinn? Eða var Júdas myrtur af lærisveinunum og sagan af sjálfsmorði hans búin til?
Költið hans Jesú varð vinsælt og þar af leiðandi trúa heilmargir ótrúlegu sögunum sem aðdáendaklúbbar hans dreifa, hvernig ætli heimurinn verði eftir tvöþúsund ár ef költið hans Kane verður vinsælt?
Kannski finnst einhverjum gamlar lygar trúverðugri en nýjar lygar.
Þjóðin er í næstum 4 milljarða króna skuldafangelsi á ári til að viðhalda öflugasta költinu hér á landi sem er Þjóðkirkjan.
Kannski finnst einhverjum gamlar lygar trúverðugri en nýjar lygar.
Hehe ... fyrst fólk hefur trúað þessu svona lengi hlýtur eitthvað að vera varið í það, ekki satt?
Blessaðir.
það er oft gaman að lesa það sem þið skrifið.
Málið er að ég er einn af þessum sem fylgir Jesú og hef gert það í nokkuð langan tíma.
Það hefur ekki kostað mig eina krónu í öll þessi ár og ég veit að Jesús elskar mig og alla menn. Elska hans til okkar er ekki háð neinum skilyrðum, það sem ég las um þennan Kane þá kostaði hans aðstoð tugi þúsunda í hvert skipti.
Augljóslega er Jesú ekki að fá neina peninga frá þér enda er hann dauður, ég er hins vegar viss um að hann var álíka mikil peningasuga og Kane (ef hann var yfirhöfuð til). Þjóðkirkjan er síðan gríðarleg peningasuga og jafnvel þó ég sé ekki skráður í hana þá halda þeir áfram að hirða peningana mína vegna ranglátra samninga við ríkið.
Blessaðir.
Ég er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju.
Óli Gneisti, mér finnst það skrítið hvað þú hefur miklar skoðanir um það sem Jesús gerði og gerði ekki ef þú heldur jafnvel að hann hafi aldrei verið til. Þú hlýtur að geta komist að niðurstöðu um hvort þú teljir að hann hafi verið til eða ekki.
Birgir: Það er svakalega gott að vera frjáls.
www.christian-thinktank.com
Óli, þó svo þú teljir eitthvað er ekki þar með sagt að það sé satt. Skil ekki alveg hvernig það flokkast undir rugl að gefa fátækum.
Svo get ég ekki heldur séð ranglætið í því að borga skatt. Heilbrigðiskerfið og menntastofnanir eru af hinu góða... síðast þegar ég vissi.
lalli, hefurðu einhvern tímann komið með komment þar sem þú hefur ekki snúið útúr? Mér finnst allt í lagi að borga fyrir menntun og heilbrigðiskerfi en mér finnst svínslegt að þurfa borga undir rassinn á helvítis kirkjunni. Ég var ekki heldur að tala um að það væri slæmt að gefa fátækum.
Ívar: Það er auðvelt að líkja "sambandi mínu" við Jesú við það hvernig fólk hugsar um persónur í bókum eða sjónvarpsþáttum, það er hægt að pæla í slíkum persónum án þess að telja þær raunverulegar.
Birgir: Það er svakalega gott að vera frjáls.
Veit ég það, enda frjáls frá trú og trúarbrögðum.
Blessaðir.
Óli ég er samt ekki alveg að skilja þig, ertu sammála þvi að Jesús hafi verið til sem söguleg persóna eða ekki?
Birgir gott ef þér líður vel en mér líður samt líka mjög vel að eiga frelsið sem Jesús gaf mér.
Það eina sem ég get með vissu sagt um hinn sögulega Jesú er að ef hann var yfirhöfuð til þá var hann allt öðruvísi en Nýja Testamentið segir, sögurnar af þessum manni hafa blandast öðrum sögum og verið ýktar upp þar til að Jesú eins við þekkjum hann varð til. Og ég get fullyrt að ef Jesú var til þá var hann mannlegur.
...frelsið sem Jesús gaf mér.
Áttu við ánauðina og undirlægjuháttinn gagnvart klerkum og guðaverum, sem kirkjumafían tældi þig í á unga aldri, á sama hátt og hún þröngvaði þessu upp á milljónir annarra gegnum aldirnar? Ánauðina sem þessi sama kirkja, og ótal "frjálsir" söfnuðir kalla frelsi, í fullkomnu tvísinni sínu?
Hvaða frelsi felst í því að lúta einhverjum?
Já, fullkomlega mannlegur.
Semsagt fullkomlega ó-guðlegur, óheilagur og óyfirnáttúrlegur, ekki satt? Kjötið af honum rotnaði hér á jörð, en valdasjúkir einstaklingar sem vissu að lýðurinn er heimskur notfærðu sér það sem hann á að hafa sagt, til að halda liðinu niðri, ekki satt?
Hvaða frelsi felst í því að lúta einhverjum?
Kannski að Ívar Ísak eigi við frelsið sem felst í því að mega velja hverjum maður lýtur? Ég meina, hann getur verið í Jesú og Jesú í honum, sama í hvaða kirkjudeild hann er skráður, eða hvað?
Blessaðir.
Óli ert þú semsagt ekki búinn að mynda þér skoðun á því hvort hann var til sem söguleg persóna eða ekki?
Ég trúi því að hann hafi verið til og að hann hafi verið fullkomlega mannlegur.
Vésteinn gaman ef þér er skemmt en svona er þetta.
Birgir frelsið sem ég upplifa á ekkert skilið við það sem þú skrifar enda fylgi ég Jesú og engri kirkju eða mönnum.
Það var engin kirkjumafía eða nokkur maður hér á jörðu sem tældi mig, leyddi mig inn á að fylgja Jesú Kristim heldur gerðist það á þann hátt sem enginn ykkar myndi trúa.
Aftur á móti get ég verið tekið undir það sem þú skrifar Birgir að mjög margir menn og kirkjudeildir þröngvar fólki í undirlægju hátt gagnvart sér.
Vésteinn ég þarf ekki einu sinni að vera skráður í nokkra kirkjudeild.
Fyrirgefðu, yfirsást mér það? Já, þú hefur semsagt frelsi til að velja hvernig þú þjónar. Æðisgengið frelsi það. Hugsa sér svo kaldhæðnina við að þú þjónar einhvejrum sem þú getur ekki einu sinni rökstutt að sé til, hvað þá að þú fáir svo mikið sem skít og skófir í laun þegar yfir lýkur! Það er verið að snuða þig Ívar Ísak, og þú gleðst yfir því.
Blessaðir.
Vésteinn afhverju heldur þú að ég sé þjónn, hef ég einhverntíman haldið því fram, þekkir þú mig. Ég er ekki þjónn.
Blessaðir.
Hvað, ertu farinn?
Þjónn eða þræll, ég veit ekki hvað þú álítur þig samanborið við meint almættið. Ég hugsa nú samt að ég mundi skipa þér einhvers staðar á skalann milli 'þræls' og 'auðmjúks' -- án þess svosem að ég hafi forsendur fyrir að fullyrða nokkuð um það.
Blessaðir.
Orðið blessaðir er nú bara gamal og gott íslenskt orð til að nota í heilsunar- og kveðjuorðum.
Vésteinn mitt samband við Jesú Krist er fyrst og síðast vinasamband. Og hefur hann reynst mér besti vinur sl. 20 ár eða svo.
Eru allir vinir Jesú vinir þínir lalli? Það er nú einmitt nokkuð sem flestir úr þjóðkirkjunni hafa neitað þegar við vitnum í voðaverk kristinna manna í gegnum tíðina og um víða veröld.
Geta menn ekki trúað á Jesú á sama tíma og þeir véfengja túlkun kirkjunnar á Biblíunni? Ég veit um fjölmarga sem aðhyllast ekki kirkjuna en segjast samt trúaðir.
Hvað varðar vináttu Ívars Ísak við Jesú þá get ég vel séð hana fyrir mér á jafnréttisgrundvelli. Þetta mynnir mig reyndar svolítið á ímyndaða vini sem mörg börn hafa. Það er sama hvað við reynum að telja barnið af því að ímyndaði vinurinn sé ekki til. Fyrir barninu er hann eins raunverulegur og hvað annað.
Hvernig fariði eiginlega að því að setja ramma utan um texta sem þið kvóterið? Eða eru það spesíal forréttindi þeirra sem halda úti síðunni :)
Við notum blockquote html tagið.
Bætti inn smá skjölun í kassann fyrir ofan athugarsemdarformið.
Hvað varðar vináttu Ívars Ísak við Jesú þá get ég vel séð hana fyrir mér á jafnréttisgrundvelli. Þetta mynnir mig reyndar svolítið á ímyndaða vini sem mörg börn hafa.
Ekki bara börn...
Jú jú Ormur, þetta er vissulega rétt hjá þér. Hins vegar eiga sumir erfitt með að kyngja því að ekki eru allir trúaðir öfgafullir bókstafstrúarmenn. Hinir trúuðu eru eins fjölbreyttir eins og þeir eru margir.
Hvað varðar vináttu Ívars Ísak við Jesú þá get ég vel séð hana fyrir mér á jafnréttisgrundvelli.Hvernig þá?
Jafnréttisgrundvöllur þýðir að aðilar eru jafnir, það segir sig sjálft. Hvorugur er hinum æðri.
Það á varla við um Jesús og vini hans, eða hvað?
Jú jú matti, alveg hárrétt hjá þér. Gaman að sjá hvað þú hefur tekið við þér í fræðunum!
Hvernig þá? Jafnréttisgrundvöllur þýðir að aðilar eru jafnir, það segir sig sjálft. Hvorugur er hinum æðri. Það á varla við um Jesús og vini hans, eða hvað?
Ég skil vináttu Ívars Ísak og Jesú frekar sem platónska ást tveggja karlmanna heldur en samveru yfirboðara og undirlægju :)
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 26/09/04 14:23 #
Eflaust eiga margir þeir sem "frelsaðir" eru til trúar á blóð Krists í hinum frjálsu söfnuðum erfitt með að sjá sjálfa sig sem fórnarlömb költleiðtoga. Hvað þá hinn almenni Þjóðkirkjuþegn. En svona er þetta nú bara og kominn tími til að benda fólki á þetta.