Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Kappklæddur guð, sonur og heilagur andi

Það líður varla sá dagur að kristið þjóðkirkjufólk fækki þeim fötum sem biblían hefur áskapað þeim. Vissulega standa einstaka sérvitringar í fullum biblíuskrúða okkur hinum til mikillar undrunar, en þeir sprella þó fyrir eigin reikning. Það er ekki langt síðan þjóðkirkjan afklæddi sig þekkingarhatri, lýðræðishatri, kvennahatri o.s.frv. Þó vissulegi eimi nokkuð af þeim vefnaði á hátíðarstundum.

En ennþá stendur Þjóðkirkjan keik í útskúfun samkynhneigðra. Það einsog hommahatrið sé ein af þessum síðustu sérgreinum kirkjunnar í mannvonsku, sé henni svo heilagt að ef hún afklæðist þeirri flík verði almættið nakið. Hvað er það sem kirkjunnar menn óttast? Það er sú staðreynd að kenning hennar á samkynhneigðum afhjúpist sem ranglát eins og allir hinir fordómarnir.

Þeir halda að með því að gefa slíkt eftir hafi almættið misst allt og það stendur ekki bara nakið, heldur kemur í ljós að fötin voru feluleikur til að halda uppi stétt manna. Það er ekkert innhald, það er enginn guð, sonur né heilagur andi. Kirkjan er einvörðungu byggð á skrælingjapésa, fullum af formdómum, henni og öllum þeim sem trúa til ævarandi þrautar. Vonandi verður þessum kirkjuskrípaleik sjálfhætt þegar hún klofnar í deilum um hvort að lög hirðingja séu rétthærri mannréttindum. Það væri gæfa okkar og þeim sem þar starfa, því í Þjóðkirkjunni starfar fjöldinn allur af hæfileikaríku fólki sem væri fengur fyrir samfélagið að fá til gagnlegra starfa.

Frelsarinn 25.09.2004
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Kristinn - 25/09/04 15:24 #

Ég kann ekki að setja samasemmerki á mill hnignunar siðferðis og þess að leifa samkinhneigðum að lifa í friði við Guð og menn.


Lárus Páll Birgisson - 26/09/04 00:59 #

Má ekki líta á það sem jákvæðan hlut þegar kirkjan fækkar fordómafötunum? Ég get ekki séð að það sé nokkuð rangt við það.

Annars er tel ég þetta vera dálítið einhliða skoðanaflutning....að telja að kirkjan sé á einhvern hátt fordómafyllri en aðrir.

Ég veit ekki betur en að vísindamenn fortíðar hafi líka verið fordómafullir á ýmsan hátt..... já og bara flestir menn ef út í það er farið.

Kirkjan er ekkert sekari en aðrir í þessum efnum. Ef ranglætisboðskapur kirkjunnar á hljómgrunn meðal fólksins er þá ekki bara eitthvað að fólkinu?? Annars skil ég ekki alveg þessa ofurhræðslu við kirkjuna, að hún sé eitthvað öflugri heilaþvottatæki en hvað annað. Sjálfur hræðist ég nú trúleysishugmyndir kommonista og níhílista, ekki vegna þess hve heilaþvottamáttur fyirbæranna er öflugur, heldur vegna þess að hugmyndarfræðin á jafn greiðan aðgang að fólki og hvað annað.


Lárus Páll Birgisson - 26/09/04 01:40 #

Batnandi kirkju er best að lifa!


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 26/09/04 04:15 #

Kommonista, segirðu? Hefurðu kynnt þér díalektíska efnishyggju? Ég mæli með því. Þeir sem kynna sér hana fara oft að aðhyllast hana, og veistu af hverju? Vegna þess að hún, öfugt við kristindóm, meikar sens.


Lárus Páll Birgisson - 26/09/04 04:36 #

...uhh... ég var nú bara að tala um svona kommúnisma sem flestir þekkja....Stalín...gúlagið....ofsóknir gegn þeim sem voga sér að gagnrýna yfirvaldið.... kúba.... N kórera...! Verð að viðurkenna að ég ekki alveg séð sensinn í því.


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 26/09/04 12:36 #

Ofsóknir Stalíns höfðu nú lítið með trúleysi hans að gera. Ofsóknirnar voru vegna vænisýki. Hann ofsótti ímyndaða og raunverulega óvini sína til að styrkja sjálfan sig í sessi. Trúleysi hans var ekki um að kenna. Hversu margir kristnir pólítíkusar heldur þú að hafi ofsótt þegna sína?


Ormurinn - 26/09/04 19:23 #

Stalín var bara harðstjóri og engu betri en Hitler, Pol Pot, Khomeini, Idi Amin og fleiri góðir.

Frelsari Bush er engu minni trúar-ofstækismaður. Munurinn á honum og öðrum er kristin öfgatrú vs. öfgatrú á pólítískt kerfi.

Held annars að það hafi komið fram nokkrum sinnum hérna á síðunna að Jesú var eiginlega fyrsti Kommúnistinn. Að deila auðæfunum jafnt á milli allra smælkinganna - hvar er munurinn?


Frelsarinn@vantru.net (meðlimur í Vantrú) - 26/09/04 19:50 #

Svona til gamans þá var Stalín prestlærður af beiðni móðir hans. Hann drap vissulega Kaþólikka í massavís en það var gert til að koma Rétttrúnaðinum fyrir eins og í Úkraínu. Stríð Vatíkansins við kommúnisma var ekki af mannúðarástæðum heldur hluti af gömlu stríði hennar við austur kirkjuna. Henni var því mikið í mun að koma höggi á Rétttrúnaðinn og hluti af því plotti var að semja við Hitler um að ofsækja Rétttrúnaðarkirkjuna.

Allar alheimslausnir með einn leiðtoga, flokk eða trú eru dæmdar til að mislukkast. Ég skrifaði eina grein um slíkt: http://www.vantru.net/2003/09/10/02.32/ Ég held að það ætti að vera okkar lærdómur af sögunni að kveðja alla einræðisherrana og ekki síst þá ósýnilegu.

Kveðja Frelsarinn


Lárus Páll Birgisson - 27/09/04 04:16 #

Já, ég er bara nokkuð sammála þrem síðustu ræðumönnum. Ekkert rangt við þetta.

Vésteinn, má ekki segja með sömu rökum að ofsóknir kristinna einræðisherra hafi ekkert með Guð að gera heldur geveilu þeirra og paranoju?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 27/09/04 12:02 #

Eða trúarlegar ranghugmyndir. Er ekki Búss á fullu að berja á "hinu illa"?


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 27/09/04 15:28 #

Vésteinn, má ekki segja með sömu rökum að ofsóknir kristinna einræðisherra hafi ekkert með Guð að gera heldur geveilu þeirra og paranoju?

Ég býst við að oftast nær sé það skýringin. Guðstrú bætir hins vegar ekki úr skák, en þvert á móti getur hún ýtt undir ranghugmyndir, styrkt ímyndaða skiptingu í gott/illt, vini/óvini og rétt/rangt. Kirkjan er sköpuð af mönnum og er þess vegna mennsk. Kirkjunnar menn skipa sér sjálfir á móralskt hærri þykjustu-sess og láta eins og þeir sitji þar í umboði gvuðsa, en í raun eru þeir mennskir menn og ófullkomnir, fordómafullir og litaðir af hagsmunum sem slíkir. Það sést enda á kirkjunni og hennar kenningum.


Lárus Páll Birgisson - 28/09/04 02:54 #

Allir menn eru mennskir. Það setja allir sig á móralsk hærri sess, ekki bara trúaðir.


Ingvar - 10/10/04 21:22 #

Jobsbók 38 kafli til og með 42 kafla. Samtal Guðs og Jobs

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.