Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Lífsauga Þórhalls á Stöð 2

Þórhallur miðill

Í kvöld kl 20:00 hefjast þættir Þórhalls miðils á Stöð 2. Því miður eru þessir þættir ekkert annað en svik og prettir. Það er sorglegt að sjá hve íslendingar eru sólgnir í miðlaruglið.

Frelsarinn 15.09.2004
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 15/09/04 18:29 #

Ég hef nú aldrei útilokað að Þórhallur haldi í alvörunni að hann hafi einhverja hæfileika, meðvitaðir svindlarar eru yfirleitt meira sannfærandi.

Ég skora á Stöð 2 og Þórhall miðil að sanna þær fullyrðingar sem koma fram í þáttunum og auglýsingunum um þættina. Þórhallur gæti til dæmis reynt við milljóndollaraprófið hans Randi.


Hreinn Hjartahlýr - 15/09/04 23:14 #

Eins og ég hef oft reynt að benda á þá er Þórhallur alveg skelfilega lélegur og ósannfærandi í sínu hlutverki. Ég mundi ekki leyfa honum að leika miðil í bíómynd. Er hann ennþá að tala við smávöxnu ömmurnar sem eru alltaf að hella upp á kaffi?


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 16/09/04 12:17 #

Já, smávöxnu ömmurnar sem vita aldrei nokkurn skapaðan hlut, hvorki sitt eigið nafn né tengsl sín við viðmælendur né nokkuð sem máli skiptir fyrr en viðmælandi Þórhalls er búinn að gefa honum ALLAR upplýsingar með því að svara "cold reading" spurningum hans, en þá fá þær skyndilega munnræpu og gefa endalausar ráðleggingar og upplýsingar sem þær virtust ófærar um að gefa þegar Þórhallur byrjaði að fiska.

93


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 16/09/04 14:38 #

Ég hef sagt það áður og segi það enn, Þórhallur miðill er loddari.


Nafni - 16/09/04 16:02 #

Það að trúa ekki á einn eða annan miðil, eða það að trúa ekki á hindurvitni almennt er auðvitað ekkert annað en trú, ekki vantrú.

Það að mynda sér þá skoðun að viðurkennd trúarbrögð sem og öll hindurvitni séu uppspuni og vilteysa eru ekki vísindi heldur í raun öfgatrú, því viðkomandi hefur þá myndað sér skoðun óháð vísbendingum eða sönnunum.


hsj - 16/09/04 16:08 #

Já verð að vera sammála, hef kynnt mér þetta aðeins og verð að segja að ég hef séð mun betri 'miðla' að störfum. það er nokkuð ljóst að Þórhallur notar cold reading og er meira að segja ekkert alltof sleipur í þeirri tækni.

Hef setið fjöldafund með Þórhalli og ef maður fjarlægir sig aðeins frá múgæsingunni þá er þetta alveg sorglegt. Eina virkilega hittið sem hann náði kom svo í ljós að var tekið utan af letrun á fyrirtækissendibíl út á bílastæði.


Jón - 16/09/04 16:13 #

Ég var nú að lesa upphaflegu greinina um "miðlaruglið" og comment sem hennu fylgdu og ég verð nú bara að viðurkenna að annað eins bull hef ég sjaldan lesið, þið eruð að rífast um það hvort "meintir miðlar séu að falla á prófi hjá færasta töframanni heims, töframanni sem er í einhvers konar herferð í að fella þessa svokölluðu miðla" Ég myndi ekki einusinni þora að taka stafsetningarpróf hjá færasta töframanni í heimi ef fall myndi þýða alþjóðlega niðurlægingu á Internetinu, að ég tali ekki um að ég missi lífsviðurværið.

Ákaflega kjánaleg umræða hjá báðum aðilum - "andlegar umræður á sandkassa leveli"

Vil taka það fram að ég tek enga afstöðu með eða á móti miðlum


Jón - 16/09/04 16:19 #

VErð eiginlega að bæta því við að á heimasíðu sem er kennd við vantrú skulir þú tala um "töframann" væri sjónhverfingarmaður eða eitthvað þar frameftir götunum meira viðeigandi, því að "töfrar" eru í eðli sínu yfirnáttúrulegir


ég - 16/09/04 16:22 #

hmmmm hvaða hvaða voða eru allir eitthvað þröngsýnir og lokaðir í dag.

ég er nokkuð viss um að hann sé að ná eitthverju sambandi.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 16/09/04 16:23 #

Ég myndi ekki einusinni þora að taka stafsetningarpróf hjá færasta töframanni í heimi ef fall myndi þýða alþjóðlega niðurlægingu á Internetinu
Ef þú héldir því fram að þú kynnir að stafa orðið "sandkassi" værir þú væntanlega tilbúinn til að taka próf og sýna fram á þessu kunnáttu Engar brellur, einungis eðlilegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir svindl, þú mættir t.d. ekki taka með þér hjálpargögn eða hjálparfólk. Auðvitað myndir þú taka prófið ef peningar væru í boðið, ef þú kynnir að stafa orðið.

Til er fólk sem heldur því fram að það hafi yfirnáttúrulega hæfileika, það selur jafnvel þjónustu sem tengist þessum yfirnáttúrulegu hæfileikum. Samt er þetta sama fólk ekki tilbúið að taka einfalt próf, við aðstæður þar sem það getur ekki svindlað, til að staðfesta að það hafi þessa hæfileika.

Skrítið.


Neovo - 16/09/04 16:40 #

Hann Þórhallur segir t.d. einhver er dain í kringum þíg Amman Svarar já. Þórhallur já helt það . Okey Hvaða 62 ára kona er ekki buin að missa pabba sinn eða mommu Eða ommu og afa meina komon bara hætta sína þetta lyga ógeð


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 16/09/04 16:47 #

VErð eiginlega að bæta því við að á heimasíðu sem er kennd við vantrú skulir þú tala um "töframann" væri sjónhverfingarmaður eða eitthvað þar frameftir götunum meira viðeigandi, því að "töfrar" eru í eðli sínu yfirnáttúrulegir

Randi er ekta töframaður, ekta töframenn eru sjónhverfingamenn.

Það að trúa ekki á einn eða annan miðil, eða það að trúa ekki á hindurvitni almennt er auðvitað ekkert annað en trú, ekki vantrú. Það að mynda sér þá skoðun að viðurkennd trúarbrögð sem og öll hindurvitni séu uppspuni og vilteysa eru ekki vísindi heldur í raun öfgatrú, því viðkomandi hefur þá myndað sér skoðun óháð vísbendingum eða sönnunum.

Vitleysa, það að trúa ekki á eitthvað er andstaðan við trú en alls ekki það sama. Það er til að mynda engin trú að segja að álfar séu ekki til, það er hins vegar form trúar að telja að álfar séu til. Hvaða vísbendingar eða sannanir eru fyrir því að miðlar séu raunverulega að tala við látna eða að trúarbrögð byggi á einhverjum raunverulegum grunni? Engar, við erum ekki að hunsa neinar sannanir því sannanirnar eru ekki til. En ég hvet þig til að sýna þessar sannanir sem þú heldur fram að séu til staðar, ef þú getur það þá hefur þú möguleika á milljón frá Randi.


Skippy - 16/09/04 16:54 #

Sko ef fólk hefur séð þátt í south park sem heitir "biggest duche in the universe" ef ég man rétt þá er gert endalaust grín að einmitt svona gaur. "ég finn að einhver hér inni þekkir dauða persónu sem byrjar á a." , einn í salnum segir: "Já, hún Anna móðir mín var að deyja." miðill: "Hún ferðaðist oft í bíl, er það ekki" os. frv. Þetta er alveg stjörnuspekikjaftæðið all over again


Golli - 16/09/04 17:15 #

Já svona sjónvarpsmiðlar líta nú yfirleitt illa út! En hefur einhverntíman verið vísindalega sannað að enginn hafi hæfileika til að eiga samskipti við aðrar víddir tilverunnar? Vísindin hefa ekki enn fundið aðrar víddir þannig að hvernig geta þau unnið með málið. Vísindamenn vita margt en þó er ansi margt sem þeir vita nákvæmlega ekkert um!!!


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 16/09/04 17:17 #

En hefur einhverntíman verið vísindalega sannað að enginn hafi hæfileika til að eiga samskipti við aðrar víddir tilverunnar?
Hér er öllu snúið á haus.

Það hefur aldrei verið sannað að nokkur hafi hæfileika til að eiga samskipti við aðrar víddir.

Reyndar hefur aldrei verið sýnt fram á með nokkrum hætti að til séu aðrar víddir tilverunnar.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 16/09/04 17:26 #

Hvaða aðrar víddir eru miðlar að spjalla við?

Það er ekkert sem miðlar geta gert sem hæfir sjónhverfingarmenn geta ekki endurtekið með brögðum sínum.

Það hafa verið gerðar margar rannsóknir á miðlum og það bendir ekkert til þess að þeir hafi nokkra yfirnáttúrulega hæfileika, þeir nota aðferðir einsog Cold reading til þess að plata fólk (og jafnvel sjálfa sig). Það er mjög auðvelt að útskýra hvaða aðferðir miðlar nota til þess að ná upplýsingum úr fórnarlömbum sínum, það er enginn leyndardómur þarna. Vantrú gæti í raun tekið að sér að prófa hæfileika þessara svokölluðu miðla og afhjúpað þá.


KEY - 16/09/04 19:13 #

Látum víddir liggja á mili hluta en hvað um fjarskynjun það eru ótal margir sem hafa upplifað hana. Samanber að flestir hafa upplifað að vera að raula lag í huganum þegar næsti maður byrjar að flauta það, jafnmargir hafa upplifað að hreinlega vita að það er verið að horfa á þá, snúið sér við og fengið staðfestingu þess.Með öðrum orðum, skynjn okkar og næmni er miklu fjölbreittari en hægt er að sanna á áþreifanlegan hátt. Ég er sannfærður um að ákveðnir aðilar hafa enn meiri og víðtækari skynjun en almennt gerist og einn þeirra er Þórhallur. Það er þá væntanlega Hot reading


Elvar - 16/09/04 20:36 #

Ég skil ósköp vel að menn skuli ekki trúa á svona miðla. En mér finndist allt í lagi að menn létu þá reyna á það til fulls áður en menn fara dæma menn svikara og lygara. Ég var sjálfur ekkert sannfærður um þetta en lét mig samt hafa það og eyddi 5000 kalli í einkatíma hjá Þórhalli. Ég get ekki sagt annað en að þeim peningum hafi verið vel valið. Hann vissi hreint ótrúlegustu hluti, sem í raun enginn vissi nema ég sjálfur. Það hafa að sjálfsögðu allir rétt á að hafa sína skoðanir, en mér finnst yfirlýsingar um að einhverjir séu að reyna svíkja fólk án þess að hafa fullar sannanir fyrir því mjög ómerkilegar. Á ekki sú gullna regla við hér eins og annars staðar að menn séu saklausir uns sekt manna sé að fullu sönnuð.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 16/09/04 20:53 #

Ég var sjálfur ekkert sannfærður um þetta en lét mig samt hafa það og eyddi 5000 kalli í einkatíma hjá Þórhalli. Ég get ekki sagt annað en að þeim peningum hafi verið vel valið.
Þú lést hafa þig að fífli, flóknara er það ekki. Enginn hefur haldið því fram að Þórhallur og aðrir miðlar séu ekki sannfærandi og að fólk trúi því raunverulega að miðlar nái sambandi við aðra heima. En þegar samtöl fólks við miðla eru skoðuð kemur yfirleitt alltaf það sama í ljós. Miðlar setja fram óljósa frasa og fólk fyllir upp í myndina. Í raun eru það ekki miðlarnir heldur kúnnar þeirra sem setja allar upplýsingarnar á borðið.
Miðill: "Ég sé gamla góðlega konu, hún heitir eitthvað Sig... Sigríður, Sigrún?" Kúnni: "Já þetta er amma mín, Sigurlaug." Miðill: "Ég sé eitthvað sem tengist hjarta eða lungum" Kúnni: "Já, hún dó einmitt úr lungnabólgu"

Síðar segir kúnninn vini sínum frá. "Já, miðillinn var rosalegur. Sagði mér frá Sigurlaugu ömmu minni og vissi alveg að hún hefði dáið úr lungnabólgu."

Svona er þetta ekki bara oftast, svona er þetta næstum því alltaf og kúnnarnir trúa því að þetta hafi raunverulega gerst á þennan hátt.


d - 16/09/04 21:04 #

What you see is what you get.


Bl4z3 - 16/09/04 21:59 #

Hversu sniðugt er það að rukka 5000 krónur á tíman fyrir eitthvað sem er ekki mögulegt. Maðurin er bara sniðugur.......Maðurin er BRILL ....Hvað myndi mar ekki gera fyrir að hafa 5000 á tíman.......bara fyrir að fylla í eyðurnar......We are the stupit ones not him....


darri (meðlimur í Vantrú) - 16/09/04 23:17 #

"Maðurin er bara sniðugur.......Maðurin er BRILL"

Jamm og ef einhver gleymir að læsa húsinu sínu er allt í lagi fyrir mig að fara og taka það sem ég vil, ekki satt? Glæpurinn er hinn sami, þarna er bara verið að plokka peninga af fólki með því að nýta trúgirni þess, farið inn um ólæstar dyr so to speak.


Sævar Helgi Bragason (meðlimur í Vantrú) - 16/09/04 23:24 #

"Ég var sjálfur ekkert sannfærður um þetta en lét mig samt hafa það og eyddi 5000 kalli í einkatíma hjá Þórhalli. Ég get ekki sagt annað en að þeim peningum hafi verið vel valið. Hann vissi hreint ótrúlegustu hluti, sem í raun enginn vissi nema ég sjálfur."

Getur verið að þú munir aðallega eftir því "rétta" sem hann sagði? Líkur eru á að hann hafi spurt þig fjölda spurninga og þannig aldrei verið 100% viss um það sem hann þóttist heyra. Þú hefðir átt að taka fundinn upp og heyra hversu margt hann "vissi" og hvað hann vissi ekki.

Mér finnst oft voðalega skrítið hvað dáið fólk virðist muldra mikið - alla vega er allt saman mjög óljóst sem það segir. Þessir miðlar segja manni aldrei neitt 100% nákvæmt, heldur varpa þeir fram spurningum sem þú verður að svara játandi eða neitandi, annars geta þeir ekki haldið áfram. Og ef þú svarar neitandi, var þá einhver sem þekkti þig ekkert að reyna að ná sambandi við þig?


Snær - 16/09/04 23:27 #

Ég skil ósköp vel að menn skuli ekki trúa á svona miðla. En mér finndist allt í lagi að menn létu þá reyna á það til fulls áður en menn fara dæma menn svikara og lygara.

Það hefur verið sýnt fram á það að með réttu þekkingunni er auðvelt að fá fólk til þess að halda mann vera miðil. Þórhallur sýnir þessa sömu takta, og ekkert bendir til þess að hann hafi yfirnáttúrulega hæfileika. Ekki þá nema að rökhugsun sé tekin úr jöfnunni, því þá er allt mögulegt.

Hversu sniðugt er það að rukka 5000 krónur á tíman fyrir eitthvað sem er ekki mögulegt. Maðurin er bara sniðugur...

Ja, ef hann gerir sér grein fyrir þeirri blekkingu sem hann beitir, þá er erfitt að kalla hann algerlega ógáfaðan. Siðspilltur, samkvæmt mínum staðli og ýmissa annarra, en þó ekki heimskur.


Sævar Helgi Bragason (meðlimur í Vantrú) - 16/09/04 23:28 #

Ég má líka til með að benda á þetta hér. Mjög skemmtilegt. Ætli við fáum einhvern tímann að sjá óklipptan miðilsþátt?


Jón - 17/09/04 01:15 #

Ég skil ósköp vel að menn skuli ekki trúa á svona miðla. En mér finndist allt í lagi að menn létu þá reyna á það til fulls áður en menn fara dæma menn svikara og lygara. Ég var sjálfur ekkert sannfærður um þetta en lét mig samt hafa það og eyddi 5000 kalli í einkatíma hjá Þórhalli. Ég get ekki sagt annað en að þeim peningum hafi verið vel valið. Hann vissi hreint ótrúlegustu hluti, sem í raun enginn vissi nema ég sjálfur. Það hafa að sjálfsögðu allir rétt á að hafa sína skoðanir, en mér finnst yfirlýsingar um að einhverjir séu að reyna svíkja fólk án þess að hafa fullar sannanir fyrir því mjög ómerkilegar. Á ekki sú gullna regla við hér eins og annars staðar að menn séu saklausir uns sekt manna sé að fullu sönnuð.

Segjum svo að það sé eitthvað til í svona miðlum. Ég hef aldrei skilið hvað er svona merkilegt eða eftirsóknarvert við að fara til miðils til að fá að vita hluti sem ég veit nú þegar! Það er ekki eins og þeir segja manni eitthvað nýtt (af því sem ég hef séð og heyrt af frásögnum annarra). "Ég sé að æska þín tengdist sjó, sjór var hlutur af þínu daglega lífi", "já, ég ólst upp í sjávarþorpi" (big surprise á Íslandi!!) Síðan er veitt upp úr manni að amma manns hafi heitir Anna og hún hafi verið bakveik og er dáin. Hún var húmorísk en öguð. Síðan spyr Þórhallur (veit ekki hvort þetta gildi um alla) hvort maður sé sáttur. Við hvað??? Að hafa borgað honum 5000 kall fyrir segja manni eitthvað sem ég vissi?? Komdu með lottótölur næsta miðvikudags (Vikinga, ekki þessa smáaura í Íslenska) og þá skal ég fara að trúa. En, nei, það virkar víst ekki þannig...djöfuls þvæla er þetta!


jogus (meðlimur í Vantrú) - 17/09/04 08:55 #

"Það er þá væntanlega Hot reading"

Nei.

Cold reading er nafn yfir aðferðir til að fiska upplýsingar frá notandanum og giska í eyðurnar.

Hot reading er það þegar þú hefur haft fyrir því að afla þér upplýsingar um fórnarlambið fyrirfram, t.d. með því að hafa starfsmann sem villir á sér heimildir og þykist vera gestur í biðherberginu undan sjónvarpsþættinum (sem að sjálfsögðu ræðir við fólkið meðan þau bíða) eða falda míkrófóna meðal áhorfenda í upptökuherberginu o.s.frv.

Ekki er óalgengt að loddarar (miðlar) noti blöndu af þessum tveimur aðferðum.

Fróðlegt er að fara t.d. inn á randi.org og leita að "hot reading" og "cold reading" til að fá frekari dæmi um það hvernig svindlarar starfa.


Elvar - 17/09/04 11:09 #

"Það hefur verið sýnt fram á það að með réttu þekkingunni er auðvelt að fá fólk til þess að halda mann vera miðil. Þórhallur sýnir þessa sömu takta, og ekkert bendir til þess að hann hafi yfirnáttúrulega hæfileika. Ekki þá nema að rökhugsun sé tekin úr jöfnunni, því þá er allt mögulegt."

Þetta eru alveg brilliant rök, það er ekkert sem bendir til þess. Ég held að það sem skrifað hefur verið hér á þessari síðu dæmi sig sjálft. Og kannski lýsir sér best í nafninu á síðunni. Vantrú. Segir manni að það sé þá fólk sem trúir ekki og sé um leið þröngsýnt og vilji ekki trúa þó það geti leitað uppi sannanir. Menn séu bara ekki meðtækilegir fyrir rökum. Ef menn vilji fyrir alla muni ekki trúa hlutum, þá leiðir það bara til heimsku og vanþekkingar sem má vel sjá hér. Ó, já ég hefði átt að taka fundinn upp, vitlaus maður. AUÐVITAÐ er fundurinn tekinn upp, þeir sem eitthvað vita um miðilsfundi vita að boðið er upp á að þeir séu teknir upp, sem segir um leið ýmislegt um þekkingu þeirra sem eru að tjá sig hér á síðunni. Það sem Þórhallur talaði um á fundinum var fyrst og fremst mín framtíð, og strax frá byrjun þá virtist hann vita um það sem ég er að plana. Án þess að ég segði eitt einasta orð annað en að heilsa honum. Síðan held ég að við ættum aðeins að skoða hvernig rökfærslurnar eru hérna, ég er sá eini sem hef reynt þetta sjálfur og svo eru allir hinir sem "hafa horft á þetta í sjónvarpinu" og virðast skyndilega orðnir expertar út frá því, sem er náttúrulega bara fyndið.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 17/09/04 11:12 #

ég er sá eini sem hef reynt þetta sjálfur...
Þú veist ekkert um það.


Sævar Helgi Bragason (meðlimur í Vantrú) - 17/09/04 11:34 #

Hmmm, mér finnst örla á einhverjum sárindum hjá sumum. Mér finnst að fólk eigi alla vega að bera virðingu fyrir þeim sem þeir eru að reyna að rökræða við og sleppa því að kalla þá vitleysinga eða heimskingja.

Og kannski lýsir sér best í nafninu á síðunni. Vantrú. Segir manni að það sé þá fólk sem trúir ekki og sé um leið þröngsýnt og vilji ekki trúa þó það geti leitað uppi sannanir. Menn séu bara ekki meðtækilegir fyrir rökum. Ef menn vilji fyrir alla muni ekki trúa hlutum, þá leiðir það bara til heimsku og vanþekkingar sem má vel sjá hér.

Enginn er alvitur hér og ég hef engan séð halda því fram. Allt sem við, a.m.k. ég, erum að biðja um eru sannanir og rökstuðningur. Ef þú kemur ekki með neinar sannanir, þá er auðvitað ekkert hægt að rökræða þetta. Einu "sannanirnar" sem þú hefur er vitnisburður þinn um miðilsfundinn sem þú fórst á. Það er vitað að hægt er að læra trikkin í þessu og ekkert bendir til þess að miðillinn hafi neina yfirnáttúrulega krafta. A.m.k. hafa helstu sjónvarpsmiðlar Bandaríkjanna verið afhjúpaðir af mörgum efahyggjumönnum (t.d. Penn og Teller, Michael Shermer, James Randi o.fl.) og ef þú trúir því ekki skalltu verða þér út um efnið frá þeim.

Þar að auki er ég ekkert öðruvísi en margir aðrir þegar kemur að lífi eftir dauðann. Persónulega finnst mér voðalega leiðinlegt að allt skuli verða búið þegar maður deyr. Ég vildi óska þess að einhver hluti af mér lifði áfram, eða ættingjum og fólki sem mér þykir vænt um. Hins vegar er ekkert sem bendir til þess að svo sé. Öll rök sem snúa að því má hrekja með vísindalegum aðferðum. Þess vegna trúi ég ekki á líf eftir dauðann og þar af leiðandi miðla.


Jón B - 17/09/04 16:19 #

Ef þú héldir því fram að þú kynnir að stafa orðið "sandkassi" værir þú væntanlega tilbúinn til að taka próf og sýna fram á þessu kunnáttu Engar brellur, einungis eðlilegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir svindl, þú mættir t.d. ekki taka með þér hjálpargögn eða hjálparfólk. Auðvitað myndir þú taka prófið ef peningar væru í boðið, ef þú kynnir að stafa orðið.

Ég er búinn að kynna mér þetta ágætlega og það þarf ekkert neina rosalega "töframenn" eða hæfileika (einhverja þó) til þess að sannfæra mig þegar á hólminn er komið að það hvernig ég held að sandkassi sé skrifað sé ekkert endilega rétt´, þó svo að ég hafi verið sannfærður um það áður en ég settist að ég vissi hvernig ætti að stafa það, tala nú ekki um þegar maðurinn sem ég á við að etja er færasti "töframaður" í heimi.


Jón B - 17/09/04 16:33 #

Vil líka benda á eitt sem stendur á þessari síðu hans Randi og er eitt af skilyrðum fyrir því að standast þetta próf: "We have no interest in theories or explanations of how the claimed powers might work; if you provide us with such material, it will be ignored and discarded."

Hvering á miðill t.d. að geta sagt fyrir um það nákvæmlega áður en hann byrjar að "miðlast" hvað á eftir að gerast, og meira segja skrifa hálfgert handrit? Ákaflega heimskulegt


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 17/09/04 16:33 #

Það er ekkert skilyrði fyrir því að taka áskorun James Randi að hann sjálfur sé á staðnum þegar prófið fer fram, því geta menn ekki falið sig á bak við það að Randi sé að skemma fyrir. Þáttakendur samþykkja aðferðina áður en þeir ganga st undir prófið, það eina sem skiptir máli er að skýrt sé hvað menn telja sig geta og komið sé í veg fyrir svindl.

Þannig að ef þú fullyrðir að þú kunnir að stafsetja orðið sandkassi, hoppa á einum fæti eða eitthvað í þá áttina, þá væri það sambærilegt.

Sá hæfileiki sem menn fullyrða að þeir hafi þarf að teljast yfirnáttúrulegur. Svo þurfa menn einfaldlega að framkvæma það sem þeir fullyrða að þeir geti við aðstæður þar sem ekki er hægt að svindla.

Bendi á að einn einstaklingur hefur staðist próf Randi, en hæfileikar hans teljast þó ekki yfirnáttúrulegir. Sá einstaklingur gat þekkt hljómplötur einungis með því snerta yfirborð þeirra.


Jón B - 17/09/04 16:41 #

Ég held því miður að hvort sem miðlar eru til eða ekki þá geta þeir ekki fallið undir þessa keppni Randis, þar sem í eðli miðla er þörf á samkiptum við "aðra" og því geta þeir ekki fyrirfram sagt fyrir um útkomu "miðlunarinnar" og falla því strax á öðrum lið skilyrðanna fyrir þátttöku. Sem þýðir að ef það eru alvöru miðlar einhversstaðar þarna úti þá myndi enginn þeirra með fullu viti taka þátt í þessari keppni og því fellur þessi málflutningur um sjálfan sig

PS: hvað meinaru með að geta þekkt hljómplötur, gat hann séð með hverjum þær voru?


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 17/09/04 16:47 #

Hann gat þekkt klassískt tónverk með því að skoða rákirnar/mynstrið á hljómplötum.

Nánar: http://www.skepdic.com/vinylvision.html


Jón B - 17/09/04 16:51 #

Og fékk hann miljón dollara?


Tobbi - 17/09/04 17:34 #

Þetta er mjög er búin að vera mjög skemmtileg umræða eins og flestar sem eru hér á vantru.is. Ég er efahyggjumaður og ég trú ekki á þetta rugl en stundum er miðlarnar mjög góðir í því að "giska". Eitt dæmi sem hefur alltaf angrað mig er þegar hún móðir mín fór til miðils þegar hún var ung stelpa og miðillinn sagði meðal annars að hún ætti eftir að búa undir kletti. 20 árum síðan byggja þau gömlu hús undir kletti og eru búinn að búa þar í 25 ár. Hverjar eru líkrunar á því að giska á þetta? Hvað ætli séu mörg hús hér á Íslandi sem eru undir kletti (ekki fjalli heldur kletti). Ef að þesi miðill var bara loddari þá hefur hann aldeilis dottið í lukkupottinn að detta þetta í hug og giska á rétt, ekki miklar líkur.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 17/09/04 17:38 #

I was asked by TIME Magazine to look into Dr. Lintgen's ability. He said he could examine the surface of an LP recording ? with the label removed or covered ? and identify the music. It had to be classical music, entire symphonies or suites, etc., etc. From the very first, he admitted that he had a system, and that it was not paranormal. After he did the stunt ? very successfully ? he explained to us how it was done, and we were very satisfied. At no time was the prize offered, at no time did he try to claim it. - James Randi

--

Það er alveg hægt að prufa miðla, Randi hannaði til að mynda afskaplega einfalt próf fyrir einn frægasta miðil Bandaríkjanna sem hún sagði að myndi virka sem prófraun á hæfileika hennar (það er væntanlega ástæðan fyrir því að hún hefur neitað að taka prófið):

Prófið og samræður Randi og miðilsins eru rétt fyrir neðan miðju á þessari síðu, of langur texti til að ég lími hann hingað inn.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 17/09/04 17:54 #

og miðillinn sagði meðal annars að hún ætti eftir að búa undir kletti. 20 árum síðan byggja þau gömlu hús undir kletti og eru búinn að búa þar í 25 ár. Hverjar eru líkrunar á því að giska á þetta? Hvað ætli séu mörg hús hér á Íslandi sem eru undir kletti (ekki fjalli heldur kletti). Ef að þesi miðill var bara loddari þá hefur hann aldeilis dottið í lukkupottinn að detta þetta í hug og giska á rétt, ekki miklar líkur.

Það fyrsta sem mér dettur í hug er að mamma þín hafi hugsað þegar hún sá að húsið var undir kletti að þetta hús hafi verið "ætlað sér" útaf spádómi miðilsins og það hafi orðið til þess að hún flutti þangað.

Fólk á líka til (ekki illa meint til mömmu þinnar, ég er bara að tala um fólk almennt) að aðlaga svona hluti að því sem gerist seinna, algengast er að hið loðna orðalag miðlanna sé gert ákveðnara (svipað gerist líka með flökkusögur) og þá gæti verið að "undir kletti" hafi upphaflega verið "hjá kletti" eða eitthvað álíka.

Þetta er náttúrulega bara gisk hjá mér, til þess að útskýra aðferðir miðla þá verður maður að vera viðstaddur, þá veit maður líka hvað miðillinn sagði nákvæmlega og hvað af því sem fram kom hafi í raun og veru komið frá fórnarlambinu en ekki miðlinum.

Hvað gekk annars mikið upp af því sem miðillinn sagði mömmu þinni? Miðlar eru svo duglegir að koma með ótal kenningar og mannshugurinn virkar þannig að kenningarnar sem stóðust ekki gleymast en það sem stenst rifjast upp (og það gerist þá oft um leið að fólk aðlagar spádóminn raunveruleikanum).


Geirfinnur - 17/09/04 20:31 #

Já hæ, ég lést nú fyrir alllöngu og hef verið að bíða eftir að Þórhallur hefði samband. En það hefur aldrei gerst. Kannski getur hann ekkert. Ég sé mig knúinn til að hafa samband hér á internetinu, allir framliðnir fá ókeypis netaðgang. Ég vil bara skila kveðju til ættingja sem hafa ekkert vitað hvað varð af mér. Og ég ætla ekkert að fara að ýfa upp gömul sár með því að nefna morðingja minn hér. Heyrðu, veriði bless, ég ætla að taka skák við Lennon. Bæ, Bæ, Geiri.


Ormurinn - 18/09/04 20:06 #

Já hæ, ég lést nú fyrir alllöngu og hef verið að bíða eftir að Þórhallur hefði samband. En það hefur aldrei gerst. Kannski getur hann ekkert. Ég sé mig knúinn til að hafa samband hér á internetinu, allir framliðnir fá ókeypis netaðgang. Ég vil bara skila kveðju til ættingja sem hafa ekkert vitað hvað varð af mér. Og ég ætla ekkert að fara að ýfa upp gömul sár með því að nefna morðingja minn hér. Heyrðu, veriði bless, ég ætla að taka skák við Lennon. Bæ, Bæ, Geiri.

LOL


Helgi Briem - 20/09/04 09:19 #

Þetta Geirfinnsmál sannfærði mig alveg. Ef framliðnir geta einhvern veginn haft samband við okkur þá er það gegnum internetið. Spáið í það. Bara hnika til nokkrum rafeindum hér og þar. Þeir hljóta að geta það.


Lárus Páll Birgisson - 20/09/04 16:04 #

Og af hverju hafa þessir draugsar ekkert betra að segja við fólk en: "Þú verður nú að fara varlega í nammiskálina Guðrún mín" eða "Taktu nú til í fataskápnum vænan" ???


Hørður - 21/09/04 10:38 #

Afhverju kemur Þórhallur ekki með kennitölur eða nafnnúmer viðkomandi,samt er alveg ótrúlegt að árið 2004 að fólk skuli trúa þessu,og óléttu Maríu meyjar og öllu því ferli sem kom eftirá


Lárus Páll Birgisson - 21/09/04 14:00 #

He he he he þetta með kennitölurnar er alger snilld!


Jóhanna - 21/09/04 17:01 #

Leidist ykkur svona rooosalega???? Eda er konan ykkar ad gera ykkur lífid leitt?? Afhverju erudi ad hlusta á Thorhall eda horfa, er tad svo tid getid verid med einkvern rembing? Látid konunar ykkar bara heyra tad naest ef hun er einkvad óhamingjusöm ;o) Eda eigidi kanski einga konu...? Tad er kanski ástaedan!!!!


Le Andriante - 21/09/04 17:07 #

Þórhallur er ekki loddari !

Ég er ekki með stöð 2 en eg DLa þáttunum inná tölvuna, þetta er uppaháldsþættirnir mínir og ég ætla ekki að láta annað eins bull ganga yfir... hann getur allt sem hann segist geta og annars væri hann ekki í sjónvarpinu... ef einhver vill rökræða þá er ég á MSN !


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 21/09/04 17:18 #

Ég skora á Le Andriante að koma inn á spjallborðið og rökræða um Þórhall loddara og peningaplokkara.


Lárus Páll Birgisson - 21/09/04 19:48 #

Maður þarf nú ekki að hlusta lengi á Þórhall til að átta sig á Barnum setningunum sem hann byggir allt sitt á.

Undarlegt hvernig hann getur séð fólk í fötum þarna fyrir handan. Sem dæmi: "Hér er maður í gráum jakkafötum, gráum jakkafötum...kannast einhver við það?"

Ég var svona að vellta fyrir mér hvernig jakkaföt komast til himna?? Þegar gráu jakkafötin sem kallin átti alltaf eru á dánarbúsútsölu í góða hirðinum. Fer fólk kannski til himna í fötunum sem það dó í? Þannig að ef maður deyr í köfunarslysi þá bara verður maður að burðast með heilan KÖFUNARBÚNING að EILÍFU!!??


Hørður - 22/09/04 02:21 #

Ég ætlaði ef menn gætu haft samband við handan,þá myndu þeir álíta að þeir fengu þessa gáfu frá guði,og tæku því ekki laun fyrir samkomur sínar,ég fatta eiginlega ekki afhverju prestarnir eru ekki fyrir löngu að farnir að selja miða á sunnudagsmessurnar. Og getur ekki verið að Þórhallur trúi þessu sjálfur,og sé einfaldlega bara klikkaður,og ætti þessvegna að vera á geðlyfjum?


rebbi - 12/10/04 18:38 #

það er til folk sem er skygn,,, bara folk truir ekki a það nema það sé það hehe það er bara málið


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 13/10/04 00:59 #

Rebbi, það er til fólk sem heldur að það sé skyggnt, en því miður bendir flest til þess að það hafi rangt fyrir sér og engir andaheimar til í alvöru.


Guðbjörg M Halldórudóttir - 24/02/05 13:16 #

Mér vandar að tala við hann Þórhall sem fyrst. Vildu hringja í mig klukan 10 í kvöld ef þú getur það . 456-4569. Gemsi 867-7166. Með kveju. Guðbjörg að vestann.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.