Í Mogganum á þriðjudag, bls. 23, er að finna auglýsingu frá Heilsubúðinni, Njálsgötu 1, þar sem segir m.a:
Lithimnulestur með David Calvillo
Miðvikudag, fimmtudag og föstudag
Lithimnulestur er gömul fræðigrein þar sem upplýsingar um heilsufar, mataræði og bætiefni eru lesnar úr lithimnu augans.
Þetta er auðvitað algert kjaftæði. Staðreyndin er einfaldlega sú að lithimna augans er jafn óbreytanleg og fingrafar, þykir jafnvel betri til persónugreiningar önnur meðöl.
Nánar um það hér. Athyglisverð er svo niðurstaða Quackwatch-síðunnar:
Iridology is not merely worthless. Incorrect diagnoses can unnecessarily frighten people, cause them to waste money seeking medical care for nonexistent conditions, or steer them away from necessary medical care when a real problem is overlooked.
Lithimnulestur er ekki aðeins gagnslaus, heldur getur skökk sjúkdómsgreining að óþörfu komið fólki í uppnám og otað því út í að sóa fjármunum sínum í lækningar á sjúkdómum sem engir eru. Einnig er hætta á að með þessu sé fólki stýrt frá nauðsynlegri aðhlynningu með því að horft er framhjá raunverulegum veikindum.
Það hefur verið auglýsing með þessum manni í Mogganum af og til í mjög langan tíma, mörg ár held ég.
Takið eftir því að "fræðigreinin" er ævaforn. Já, þeir læknuðu betur til forna ekki satt?
Já einmitt. Þarna er enn á ný sú arma rökvilla að ef eitthvað er voða voða gamalt og menn búnir að stunda það kynslóðum saman, þá hljóti það að vera gott og gilt.
Það væri fróðlegast að fara í svona lithimnugreiningu sjálfur og hjá fleiri en einum til að sjá muninn. Ég tek undir það að þetta virðist algjört bull í mínum eyrum og augum þegar ég les um svona. Ég hélt að það væri helst hægt aðsjá merki um gulu í augunum og óheilbrigðan lífsmáta eins og reykingar. Það segir sig sjálft að hver augnhimna er einstök þar sem augnskannar eru mun fullkomnari en fingraför. Mér skilst að þetta hafi eitthvað með litinn að gera án þess að hafa kynnt mér það eitthvað sjálfur. Og vissulega er það fáranlegt að fara að hlaupa eftir einhverjum sjálfskipuðum lithimnuskoðara án þess að dobbul tékka hlutina hjá lækni. Annað er heimska. En það afsegir það samt ekki að hægt er að sjá margt út úr augunum.
Athugasemdin hefur verið færð á spjallborðið þar sem hún tengist ekki efni greinarinnar. Bendi enn og aftur á að spjallborðið er opið fyrir almennar hugrenningar.
Matti Á.
Athugasemdin var tekin út af því hún tengdist ekki efni greinarinnar. Spjallborðið má hins vegar nota til að ræða hvað sem er (til dæmis ritstjórnarstefnu Vantrúar).
Þetta eru nú kannski full sein viðbrögð hjá mér, en hvað með það. Ekki veit ég hvort eitthvað er að marka lithimnulestur, en hitt veit ég að staðreyndin um að lithimna augans er jafn óbreytanleg og fingrafar er röng. Litur augna minna hefur tekið breytingum í tvígang. Ég var með blá augu til 7 ára aldurs, þá breyttust þau í brún og við 14 ára aldur urðu þau græn með brúnni slæðu við augasteininn!
Ég held að „fingrafar“ lithimnunnar hafi ekkert með lit hennar að gera. Mynstrið í henni er áfram það sama þótt liturinn breytist. Lithimnulesarar gefa sig út fyrir að greina sjúkdóma út frá mynstrinu, en ekki litnum.
Nei, þetta er nú ekki alveg rétt hjá þér Birgir, þeir segja að brúnn og blár litur séu heilbrigðir litir, en grænn á að vera merki um lasleika.
Skömmu eftir að ég fékk græna litinn fékk ég reyndar krónískan sjúkdóm. Ég skoðaði eitthvað plagg sem á að sýna hvaða hluti augans sýnir hvaða líffæri, og mér fannst það nokkuð skondið að sá hluti augans sem næstur er augasteininum tengist ristlinum (ég er með brúna slikju þar), og þar er einmitt sjúkdómurinn sem ég er með.
Ég vísa aftur í niðuststöðu Quackwatch. Að öllum líkindum ertu undir áhrifum staðfestingartilhneigingarinnar (vá, langt orð svona í þágufalli)
Nú er ég hræddur um að ég skilji þig ekki alveg. Tengist staðfestingartilhneigingin því að finnast eitthvað skondið?
Held að Árni sé ekkert að verja lithimnulestur hér Birgir. Er ekki líka rétt hjá honum að liturinn sé skoðaður í þessum "fræðum" ?
Jú samkvæmt Quackwatch er það liturinn sem segir til um hvort eitthvað sé að og svo í hvaða hluta líkamans sjúkdómurinn er. Ég var nú bara að segja að mér þætti þetta skondin tilviljun. Quackwatch segir reyndar að það sé engan veginn hægt að segja til um sjúkdóma með þessu, en í mínu tilfelli virðast þessi fræði passa.
Sorrí, ég misskildi þig, Árni. orðið skondið tók ég í merkingunni merkilegt. Ég taldi þig vera að leiða að því líkum að irdíólógía virkaði og styðja það með þessum eina vitnisburði úr eigin ranni.
En fellstu ekki á að lithimnan, að frátaldri litabreytingu, sé nægilega óbreytanleg til að koma í stað fingrafara?
Jú mér þykir það sennilegt, en því miður sé ég ekki annað á myndum frá mér sem barni að liturinn er öðruvísi. En svo er það samkvæmt Quackwatch að lithimnulesarar spái mikið í litabrigði augans frekar en lithimnunni. Eða allavegana les ég það útúr þessu.
Augans frekar en lithimnunni? Áttu við hvítuna? En öll kort þessara fræðinga eru af lithimnunni. Þeir spá í rákirnar (sem strangt tiltekið eru auðvitað litir) og ráða í mynstur þeirra að mér skilst.
Þetta mynstur er óbreytanlegt eins og fingrafar.
Sko...málið er að...það er ekki liturinn sem verið er ap athuga heldur heldur einhverjir brúnir blettir/slykjur...sem sjást í augunum... Það er sömuleiðis hægt að skoða hvítuna sjálfa...
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Sigurður Hólm Gunnarsson - 26/08/04 12:37 #
Aftur sammála þér Birgir. Ég bendi á grein sem ég skrifaði um sama efni á Skoðun:
Nýöldin á Stöð 2 – Ábyrgð fjölmiðlamanna