Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Að sóða sig út

Mig langar að nálgast tilvitnunina í Örn Bárð Jónsson, í greininni hér á undan, frá aðeins öðru sjónarhorni.

Svona hljómaði hún:

Jesús grætur ekki yfir þeim sem þekkja vitjunartíma sinn en hann grætur yfir þeim sem hunsa hin sönnu gildi lífsins og hafna eilífðinni sjálfri, himni Guðs og kærleiksríki hans.

Jesús er semsagt, samkvæmt Erni Bárði Jónssyni, enn til og er skælandi as ví spík.

Getur það með einhverju móti staðist? Örn Bárður á að vita að lífsskeið mannanna fer varla mikið yfir eina öld. Ef einhver heldur því fram að maður, sem fyrir tæpum tvöþúsund árum gekk hugsanlega um á meðal fólks, sé enn í fúnksjón, með meðvitund fullrar heilastarfsemi og aðgang að yfirnáttúrlegu upplýsingakerfi til að fylgjast með lífsskoðunum allra sem ganga á jörðinni, tja, er þá of mikið upp í sig tekið að halda því fram að sá hinn sami sé bókstaflega að ljúga? Annað hvort er um það að ræða, ellegar að sá sem þessu heldur fram sé í engum tengslum við það sem vitað er um raunveruleikann.

Og hvað með þennan grát? Í mannfræðilegum skilningi er grátur sú aðferð sem ungabörn nota til að fá umhyggju og vernd. Gráthljóðin triggera hjá hinum fullorðnu þörfina fyrir að vernda og tárin sóða út andlitið svo þörf skapist hjá foreldrunum að verka það upp með mjúkum og sefandi snertingum.

Örn Bárður er í raun að segja að Jesús, sem ennþá er til þrátt fyrir að slíkt sé ógerningur, gefi stöðugt frá sér það signal ungabarna sem táknar að umhyggju sé þörf.

Og hvað er það sem eitt getur huggað hann? Svarið er augljóst: Það erum við trúleysingjarnir. Með því að gangast inn á afkáralegt hugmyndakerfi, sem nauðgar í okkur skynseminni, hughreystum við þennan tveggja árþúsunda gamla uppvakning.

Örn Bárður, þú ert annað hvort að skrökva eða lítt raunveruleikatengdur. Í það minnsta ertu að boða hindurvitni.

Birgir Baldursson 18.08.2004
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 18/08/04 15:24 #

Jesús er samkvæmt þessum skiningi ekki alvitur. Alvitur vera myndi ekki gráta eitt né neitt þar sem hún þekkti allar hliðar málsins og orsakaþætti (og meira að segja áður en hinir grátklökku atburðir eiga sér stað). Auk þess bendir þetta til þess að Jesú sé heldur ekki almáttugur eða algóður.............

but then again þá er Jesú ekki til svo þetta er nú bara akademísk spurning :o)

93


Frelsarinn (meðlimur í Vantrú) - 18/08/04 16:13 #

Ef það er eitthvað sem fær mann til að gráta, þá er það að vita af háskólagegnum manni skrifa opinberan boðskap um upprisin og grátandi Krist sem þráir að fá fólk í þúsund ára ríkið sitt á himnagötu 1.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 18/08/04 16:20 #

Já, það liggur við að maður sóði út á sér andlitið yfir þeim fáránleika öllum.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 18/08/04 21:30 #

En bottomlænið er auðvitað þetta: Hvaðan fékk Örn Bárður þær upplýsingar að Jesús sitji kjökrandi yfir lífsviðhorfum mekanista? Það stendur ekkert um slíkt í guðsorði kristinna manna og varla hefur hann sjálfur séð til meistarans, eða hvað?

Nei, Örn Bárður hefur tekið upp hjá sjálfum sér að fullyrða þetta um hegðun goðsins í þeim annarlega tilgangi að kveikja sektarkennd hjá saklausum fermingarbörnum. Því hér er bara gamla sárindarökvillan á ferðinni, sú sama og prestar beita óspart sjálfir á þá sem gagnrýna verk þeirra og skoðanir: Það er ljótt að vera ekki trúaður á Jesú, því þá sárnar honum og hann grætur.

Það vill auðvitað enginn vel meinandi maður vera þess valdandi að einhverjir aðrir gráti undan sér, síst af öllu æðstu herrar mannkyns. Því er ljóst að fermingarbörnin láta sér segjast og ákveða með sjálfum sér að hafa þá Gussa og Krissa með í spilinu. Þannig losna þau við að burðast með vonda samvisku.

Sjáið þið ekki hvað þetta er siðlaust og ljótt? Örn Bárður, hvað ertu að pæla?


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 18/08/04 23:38 #

Ég sá nú Jesú um daginn og hann var bara alls ekkert grátandi. Sat bara í strætó og klóraði sér í skegginu. Lá vel á honum.

Annars er einhvers staðar í Biblíunni (ég er ekki nógu vel lesinn til að muna hvar) kveðið á um að enginn maður skuli auka við orð gvuðs, það er, gera gvuði upp skoðanir eða orð. Sá sem leggur út af Biblíunni eitthvað sem ekki stendur beinlínis í henni er þannig að brjóta boð hennar. Ég hef hvergi séð í Biblíunni (aftur, ég hef ekki lesið hana alla og get því ekkert útilokað) um að lífsviðhorf trúleysingja græti krosslaf. Sá sem heldur því fram án þess að vísa í stað í Bibíunni þar sem það stendur, hvað er hann að gera annað en "auka við orð gvuðs" - þ.e. gera meintu almætti upp skoðanir?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 18/08/04 23:48 #

Já, gott ef þessi texti, um að ekki megi bæta við eða fella burt, er ekki niðurlag Opinberunarbókarinnar, semsagt það síðasta sem skrifað er í skrudduna.


Lárus Páll Birgisson - 20/08/04 16:46 #

Jú jú, nokkuð fyndið í ljósi þess að á næstu blaðsíðu stendur stórum stöfum VIÐAUKI..... hefði maður tekið sjensinn? :)


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 20/08/04 17:09 #

:)


úlfurinn - 30/08/04 13:33 #

Halló.Ef ekki má breyta,auka við eða fella brott úr orðum gvuðs í biflíunni,hvers vegna var þá sleppt eftirfarandi setningu í íslenskri þýðingu:: (úr Jakobsbiblíu enskri):"Damned be he who pisseth on the Wall"


lambið - 30/08/04 15:18 #

"Damned be he..."Kannski er hér átt við múrinn mikla sem ísraelar eru að byggja?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.