Vissuð þið að frá okkur öllum stafar ljósbylgjum? Þær eru reyndar á lægri tíðni en svo að skynjaðar verði með augunum. Við köllum þetta hita.
Já, við erum öll svona um það bil 37 gráðu heit á celsíus. Og við þurfum ekki annað en finna ylinn af annarri manneskju, t.d. þegar okkur er kalt til að sannfærast um að hitabylgjur þessar streyma frá okkur út í umhverfið.
Við skynjum semsagt þessar bylgjur með húðinni.
Aðrar ljósbylgjur, á þröngri tíðni, skynjum við með augunum. Flugur skynja ljósbylgjur á enn hærri tíðni en við, sjá útfjólubláa ljósið sem við gerir okkur brún, eða alsett sortuæxlum.
Svo eru til manneskjur sem segjast sjá árur. Hvaða tíðnisvið ljóss ætli það sé?
Getur verið að þetta fólk hafi augu sem skynja hitabylgjur, sjái jafnvel mismunandi hitastig sem liti? Þá ætti þetta fólk að sjá árur umhverfis ofna, eld, og bíla sem eru í gangi. Aldrei hef ég heyrt því fleygt að slíkir hlutir hafi árur.
Nei, þetta fólk skynjar greinilega einhverja aðra tíðni en hitatíðnina, einhverja aðra útgeislun en þá sem við vitum að er raunverulega í gangi.
En það ætti ekki að breyta því að auðvelt er að finna út úr því hvort þessi skynjun sé raunverulega til staðar. Samkvæmt árufólkinu hefur hver manneskja sitt eigið litróf og tákna litirnir hina ýmsu þætti í karakter manna. Ef fimm menn myndu stilla sér upp á bak við spjöld sem væru litlu hærri en þeir sjálfir, ætti árulesarinn að geta sagt um leið hver er á bak við hvaða spjald, einungis með því að skoða áruna sem lýsir yfir brún hvers spjalds.
Og ef spjöldin væru einu fleira en mennirnir ætti ekki að vera neitt mál fyrir hinn árunæma að benda á spjaldið sem enginn húkir bak við.
Við höfum engar heimildir fyrir því að nokkur svona próf hafi gefið óyggjandi niðurstöðu um tilvist árunnar. Af hverju ætli það sé?
Þetta er nákvæmlega prófið sem ég vildi gjarnan bjóða Erlu Stefánsdóttur miðli að taka. Hún segist sjá þessar árur og kann "full skil" á hvað litirnir þýða fyrir "sálarþroska" hvers einstaklings. Ætli hún sé game?
93
Það er eins og mig minni að ég hafi lesið um einmitt svona rannsókn sem skilaði engum sönnunum um tilvist ára. Verst að ég man ekki hvar ég las um þessa rannsókn.
Annars hafa "miðlar" sagt mér að árur séu utan um alla hluti, líka dauða hluti. Líklegast hafa þeir skiptar skoðanir á þessu :)
Fyrir mörgum árum þekkti ég töluvert mikið af fólki sem taldi sig vera með miðilshæfileika, þar á meðal taldi það sig geta séð árur. Eitt sinn varð ég vitni að því þegar tveir þessara "miðla" voru að ræða um áru einhvers sem var viðstaddur. Áhugavert var að miðlarnir tveir voru algerlega ósammála um það hvernig ára viðkomandi leit út. Þeir sáu semsagt ólíkar sýnir. "The aura is in the eye of the beholder" eins og einhver gæti sagt :)
Hér er umfjöllun um svipaða rannsókn og rætt er um í greininni: http://www.don-lindsay-archive.org/skeptic/auras.html#see
"However, if a person can see an aura around a human, then they should be able to see a bit of the aura, even when the human is behind a screen. So, it should be possible to see if there is a human behind the screen, or not. This test has been done. The person who was tested signed a contract beforehand, saying that they had helped to design the test, that it was fair, and that they expected to succeed. They didn't."
Nú veit ég að fólk með byrjunareinkenni gláku sér stundum eins konar áru umhverfis ljósgjafa. Ætli geti verið að þetta árulið sé með einhvern augnsjúkdóm?
Einskonar árur sjást oft í kringum ljósgjafa, mismunandi mikið, hjá ýmsum þeim sem þjást af hinum ýmsu augnsjúkdómum, og getur jafnvel fylgt nær- eða fjærsýni. T.d. hefur það verið reiknað af óháðum aðilum að allt að 25% fólks sem fer í leysiskurðaðgerð á einu eða báðum augum fái einhverja hvimleiða sjóngalla ótengda nær- eða fjærsýni, þar sem um 80% fá samt sem áður 20/20 sjón.
Einhver óákveðinn hluti þessara 25% sér síðan einhvers konar árur, af mismunandi gerðum, í kringum ljósgjafa. Samkvæmt því sem ég kemst næst, að hluta til af eigin reynslu, eru þessar árur þó ávallt í sama lit og ljósgjafinn, og fylgja ekki öðrum hlutum.
Þess vegna þykir mér það ólíklegt að sjónrænn galli sé eini valdurinn að þessum árum sem rætt er um.
http://www.lasikdisaster.com/
Myndir nr. 5, 6 og 7 sýna nokkur dæmi um árur vegna sjóngalla.
P.S.
Hvar finn ég leiðbeiningar þess efnis hvernig mögulegt er að koma fyrir html hlekkjum, og fleiru álíka, í þessu viðmóti?
Hér duga venjulegar html-skipanir. Þú notar bara a href, b og /b, i og /i, og blockquote og /blockquote innan oddklofa.
Það er skemmtilegt að lesa um þessar árur. Ég er einn af þeim sem getur séð ”árur eða mismunandi bylgjur frá fólki. Ég er nú enginn áru gúru og trúi aðeins að þetta sé hita útgeislun en ekki persónuleiki manna. Ég verð líka að viðurkenna að ég sé nú enga liti og þó. Oftast get ég aðeins greint eitt lag og í mesta lagi þrjú ef ég horfi vel. En ég sé þetta ekki nema að rýna sérstaklega eftir þessu. Allar hafa þær sama litin en samt er hægt að greina löginn eða nokkurskonar skil á milli þeirra. Það fyrsta sé ég ekki nema svona 1-2 sentimetra langt samt geta þau verið stærri og svo minka þau. Raunar ættu allir að geta séð þetta ef þeir vilja. Best er að rétta út höndina og láta hana bera við hvítan vegg í smá fjarlægð. Þá ættuð þið að geta séð þetta. Nema þið séuð blindir. Svo er það bara æfingin.
Reyndar er ég með læknisfræðilega staðfest að ég er með óeðlilega virkni í sjónstöðvum heilans. Það fékk ég að vita eftir að ég fór í rannsókn vegna flogakasta sem ég fékk.
Ég meðal annars þoli ekki flúr perur því ég sé þær blikka samt mismikið eftir tegundum og flúrum og það ruglar heilan, eins 50 riða sjónvörp og venjulega tölvuskjái. Þarf að nota lcd skjá.
En það ætti að vera auðvelt að gera svona tilraun á svona gúrúm með svona pappaspjald þó þeir sæju kannski ekki í gegnum spjöldin eftir vill. En þeir ættu að geta séð hitastreymið eða “áruna” út undan hliðunum á því. Annars hafa allir hlutir svona útstreymi allavega sé ég það. Líka ofnar, eldur, og bílar sem eru í gangi.
Af einhverjum ástæðum, sem eru mér óljósar, er vísun mín á lasikdisaster.com ekki rétt, og er þetta einhver allt önnur síða en ég ætlaði að vísa á.
Síðan sem ég hafði ætlað mér að vísa á, og hef týnt hlekknum að, sýnir nokkrar myndir af aukaáhrifum leysiaðgerða á auga, sem í sumum tilvikum eiga sér stað á náttúrulegan hátt. Flestar þessar myndir sýna ýmisskonar árur, orsakaðar af eðlilegum sjóngöllum.
Ég ætla að athuga hvort ég finni þessa síðu ekki aftur.
Jóhannes: Þrátt fyrir að þessi tilgáta þín um "hitastreymi" sé óneitanlega áhugaverð, þá hef ég ekki séð nokkur gögn sem benda til þess að sú sé raunin. Enn sem komið er hef ég aldrei heyrt um sannanir þess að nokkur manneskja búi yfir sjón sem fer inn á innrauða skalann, sem væri þá að öllum líkindum nauðsynleg, ef hægt á að vera að sjá eitthvað hitaústreymi sem annað en ósköp eðlilega truflun á sýnilegu ljósi þegar hitastig er mikið.
Hæ Snær. Ég fór eimitt inn á þessa síðu sem þú sagðir frá og áttaði mig fljótt á að þetta gæti ekki verið rétta síðan. Þarna voru aðeins svipaðir effectar eins og maður sér þegar maður pírir augun á móti ljósi. Endilega findu síðuna.
En þetta með hitauppstreymið. Þú hlýtur einhverntíman að hafa séð heitt loft rjúka upp af heitum ofni. Eða þá hitauppstreymi af malbiki svo ég tali nú ekki um hillingar. Það þarf ekki innrauða sjón til þess.
Þetta er akkurat það sem ég tel þetta vera. Prófaðirðu að gera æfinguna með höndina og hvíta vegginn? Eða einhver sem les þetta? Gaman væri að fá að vita hvort þið hefðuð séð eitthvað.
Kíkið á vísindavef háskólans. Sjáið myndirnar, Þett er rafsegulsvið. Þess má geta að ég á tvo vini sem þekkjast ekki. Þeir segjast báðir "skynja fólk í litum". Annar segist sjá þá beint en hinn segist fá þá á tilfinninguna þegar hann hittir viðkomandi manneskju, Ég hafði fyrir því að hitta þá báða sama daginn og þeir lístu báðir sama litnum! En, só vott.
ég fór í "árumyndatöku" í heilsubúðinni í hafnarfyrði í gær. Það kostaði 3000 kall!!!-en samt myndavélin er dýrt tæki. Ég verð að viðurkenna að það var nokkuð áhugavert. Ég hvaet ykkur til að kýkja, athuga hvort það komi ekki í ljós að samkvæmt myndinni sé Birgir jarðbundinn intelektjúall sem kaupir ekkert búllsjitt :) Kellíngin í búðinni "les úr" myndinni og svo er líka hægt að bera hana saman við allar þessar "áru interpretation" heimasíður. Vertu sannur vísindamaður Birgir og beitu tilraunaaðferðinni, fórnaðu 3000 kalli fyrir málstaðinn
He he. Ég gæti vel hugsað mér að skoða þetta :)
það var nokuð merkilegt að skoða myndina mína og bera hana saman við þessa "áru hugmyndafræði". starfsemi heilans felst jú í rafhleðslu í taugafrumum, og það er hugsanlegt að eitthvað sé hægt að lesa úr tíðni rafsegulsviðsins. Það er svo annað mál hvort um er að ræða einhverja áru sem lifir eftir dauðan eða er einhverskonar sál.
þetta gæti verið stór ransákn ef alvöru vísindamenn færu í þett. Spurning hvort "dulrænu litirnir" tengist eitthvað framheilaskaða eða skemdum í vinstra gagnaugablaði. Það væri hægt að senda gæann með skökku tennurnar á ómega í þetta :)
Reyndar er það ekki alveg rétt að þessi tilraun hafi ekki gerð því ég man til þess að hafa lesið hana. Auk þess eru til Kirlian myndir sem sýna árur og ég þekki vísindamann frá Svíþjóð sem notaði infrared tækni til að taka myndir af árum og orku.
Það er voðalega auðvelt að benda bara á aðra hlið málsins en hunsa þær tilraunir sem hafa verið gerðar og benda á tilvist ára og halda því fram að þær séu ekki til.
Hvar voru tilraunirnar gerðar og hvar birtust niðurstöðurnar?
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 06/08/04 14:19 #
Góður punktur, trúgjarnir eyða gjarnan mikilli orku í að spökulera í því hvernig eitthvað virkar án þess að hafa fullvissað sig um hvort það virkar.
Reyndar fullvissa menn sig oft um að eitthvað virki en yfirleitt er það sjálfsblekking eða valkæm hugsun.