Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Óvitar giftir guðdómnum

Rakst á þetta í Net-Mogganum í dag:

Það var ekki fyrr en skilnaðarpappírar komu inn um bréfalúguna hjá 22 ára gamalli norskri konu, að hún komst að því að hún hafði verið gift ókunnugum pakistönskum manni í eitt ár, að því er norska blaðið Verdens Gang greinir frá í dag.

Og áfram heldur Mogginn:

Konan, sem varð fyrir því að veskinu hennar var rænt nokkrum árum áður, hafði ekki hugmynd um að skilríki hennar höfðu verið notuð við athöfn í Íslömsku menningarmiðstöðinni í Ósló, til þess að gifta hana og Pakistanann.

„Mér brá rosalega. Ég hef aldrei gifst og hafði ekki hugmynd um hvað hafði gerst,“ sagði konan, en nafn hennar kom ekki fram. Hana grunar að önnur konar hafi notað skilríki hennar við athöfnina.

Imam Maulana Mehboob-ur-Rehmann hjá menningarmiðstöðinni sagði við Verdens Gang að skilríki væru vandlega athuguð hjá þeim fyrir athafnir sem þessar.

Hin 22 ára gamla kona reynir nú að fá hjónabandið ógilt og hefur tilkynnt um málið til lögreglu. Rannsóknarlögregla hefur hins vegar ákveðið að hætta rannsókn málsins þar sem henni hefur ekki tekist að finna manninn, sem virðist ganga undir allnokkrum dulnefnum í Noregi.

Hvað segið þið? Eru það ekki eðlileg viðbrögð konunnar að reyna að fá þetta hjónaband ógilt? Væru það ekki svívirðileg viðbrögð hins opinbera ef henni yrðið synjað þess á þeim forsendum að skilnaðurinn nægði? Þar með væri það áafmáanlega skráð í þjóðskrá að hún hafi verið gift þessum manni og ekkert við því að gera.

Hér á landi er Helgi Hóseasson í svipaðri baráttu. Þegar hann var óviti var honum, án upplýsts samþykkis, þröngvað til samfélags við hinn kristna Guð og þrettán ára síðan gert að staðfesta hann, án þess að hann hefði aldur til að meta þetta á upplýstan hátt. Og þegar hann, í ljósi þess að hann gaf aldrei upplýst samþykki sitt fyrir þessu, fer fram á að skírn hans og fermingu sé rift, setja yfirvöld upp snúð og segja að skráning hans úr þjóðkirkjunni sé nægileg.

Ég sé ekki að nokkur munur sé á Helga og þessari norsku konu. Af hverju ætti þá afstaða okkar til krafna þeirra að vera eitthvað mismunandi?

Birgir Baldursson 05.07.2004
Flokkað undir: ( Helgi Hóseasson , Kristindómurinn )

Viðbrögð


Eva - 08/07/04 21:37 #

Nákvæmlega! Ef er hægt að ógilda skráningu í hjónaband þá hlýtur eins að mega ógilda skráningu í trúfélag.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?