Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Það fossar blóð í frelsarans slóð

Saga kristindómsins er bæði ljót og blóðug. Það vitum við öll.

En þessi óhugnaður er okkur fjarlægur og óraunverulegur, nú á þeim tímum sem Þjóðkirkjan reynir hvað hún getur að koma fram sem friðelskandi sameiningartákn. Kannski svipmyndir af framgangi kristinna manna gegnum aldirnar geti þó hjálpað til við að tengja okkur þessum myrku tímum þegar kirkjan réði öllu:

Saga um guðinn sem drap son sinn

(þessi stuttmynd liggur á íslensku netléni og kostar því ekkert að sækja hana)

Ritstjórn 01.06.2004
Flokkað undir: ( Vantrúarbíó )

Viðbrögð


Snær - 01/06/04 17:13 #

Skemmtileg og umhugsunarverð, þessi stuttmynd. Ferskandi formbreyting á hinum oft-á-tíðum ósvöruðu ábendingum Vantrúarmanna á mótsagnir raka þeirra sem koma fram í rituðu letri bibbu gömlu, og staðhæfingum trúaðra.

Jóhannes: Er minnsti möguleiki á því að þú sért til í að útskýra mótsagnir þessara tilvitnana við hinar mörgu klisjur kristins trúboðs?

Eða varstu þegar mótfallinn staðhæfingum hinna ýmsu trúboða?

Ekki sitja allir fylgismenn sögupersónunnar krists við sama borðið, þannig að ég áfellist þig ekki fyrir það eitt að hafa aðrar skoðanir en trúarbræður þínir.


Skúli - 02/06/04 08:37 #

"Ferskandi formbreyting á hinum oft-á-tíðum ósvöruðu ábendingum Vantrúarmanna á mótsagnir raka þeirra sem koma fram í rituðu letri bibbu gömlu, og staðhæfingum trúaðra."

Nei, þeim hefur oft verið svarað.

Kirkjustofnunin hefur því miður ekki alltaf starfað í þeim anda sem Kristur boðaði. Annars eru þær margar mýturnar sem skapast hafa í tengslum við fortíð hennar og sýnist mér margt í þessu myndskeiði styðjast við þær.

Vissuð þið að í mörgum héruðum Evrópu var stærsti hluti ákærenda í galdramálum hinir ákærðu sjálfir?


frelsarinn (meðlimur í Vantrú) - 02/06/04 09:04 #

Skúli minn, eru menn bættir með því að segja "var stærsti hluti ákærenda í galdramálum hinir ákærðu sjálfir?" Ég fæ hroll þegar ég heyri svona afsakanir, hver heilaþvoði þessa sakleysingja til þess? Kannski presturinn á staðnum. Segir ekki þessa eina setning meira en þúsund orð um hversu langt menn sökkva í hyldýpi afsakana til að bæta kirkju söguna. Um daginn sá þig tala um mildilegar refsingar á miðöldum, á þeim tíma þegar sterk efnaðir gátu borgað sig frá refsingum á meðan einstæðum fátækum mæðrum var drekkt á Þingvöllum, þar sem kirkja og hylur renna í eitt. Þú getur svo farið á http://www.vestfirdir.is/galdrasyning/viskubrunnur/galdrabrennur/galdrabrennur.htm Þetta fólk óskaði ekki eftir því að verða brennt á báli Skúli. Það eru manneskjur bak við allan þennan harmleik Kristninnar. Kristilegt siðferði þess tíma var þannig að það þótti kærleiks verk að brenna fólk. Við skulum bera virðingu fyrir minningu þessara fórnarlamba Kristninnar en ekki reyna draga undan með því klæða böðlana í spariföt.


Skúli - 02/06/04 10:35 #

"Skúli minn, eru menn bættir með því að segja "var stærsti hluti ákærenda í galdramálum hinir ákærðu sjálfir?""

Góð spurning og að miklu leyti við mig að sakast að henda inn þessari aths. rétt áður en ég hljóp af stað með soninn í leikskólann.

  1. Með þessu vildi ég síður en svo afsaka kirkjuna frá öllum glæpum enda tók ég það fram í byrjun að hún væri syndum hlaðin að þessu leyti. Hins vegar er margt á huldu hvað þessa tíma varðar og sjálfur dunda ég mér við það að lesa RÉTTARGÖGN kirkjunnar á tíma rétttrúnaðarins og fram yfir heittrúnað þar sem margt kemur sannarlega á óvart. Eitt af því er hversu mikill munur er á því hver tíðni galdramála var eftir landshlutum og starfstíð einstakra embættismanna. Svo virðist sem meginafstaða kirkjunnar út af fyrir sig hafi ekki nægt til þess að dæma fólk á eldinn. Þvert á móti les ég ítarlegar rannsóknir - síendurteknar vitnaleiðslur og margir merkisbiskupar virðast hafa verið algerlega áhugalausir ef ekki með óbeit á þessu fári. Á Íslandi féllu - hvað? 25-30 manns á galdratímanum. Tímabilið stóð yfir frá upphafi 17. aldar til ca. 1685. Auðvitað er þetta hryllilegt mál allt saman en fjöldinn er nú ekki meiri en fellur í umferðinni á einu ári á Íslandi.

  2. Rannsóknir frá Evrópu benda sannarlega á hryllilega atburði. Kirkjan hélt á tímabili fram þessari kenningu Nornahamsins - um sabbatinn og nornareiðar og allt það - en almúganum var nokk sama um það. Gamla hjátrúin (vísast langtum eldri kristninni og kunn í menningarsvæðum langt fjarri hennni) snerist um það hvort nyt féll úr kúm, búsmali drapst eða sótt lagðist á heimilisfólkið. Þá lá nærri að kæra nágrannann - ekki síst ef hann var eitthvað undarlegur. Eftir að slíkur kvittur hafði gengið um nokkurt skeið, virðist það hafa verið mjög algengt að "sakborningurinn" hafi arkað sjálfur á fund yfirvalda og "kært" sig í þeirri von að fá þá áburðinum hnekkt.

  3. Norrænir sagnfræðingar hafa á síðustu áratugum leitast við að skoða hvernig þessir atburðir geta varpað ljósi á mörk opinberrar trúar og óopinberrar - yfirstéttar og alþýðu-.

Sjálfur hef ég lesið Dungal - sem mér sýnist nú vera ykkar aðalheimild í þessum málum. Hann er snjall penni og lipur en ég verð að segja að heimildarvinnan hjá honum er hörmuleg og engin leið að grafast fyrir um uppruna þessara frásagna hans. Ég ætla, er tóm gefst til, að kíkja á þennan Andrew White sem skrifaði um herferð kristindómsins gegn vísindum - en sú bók sýnist mér liggja til grundvallar bók Dungals.

Að mér læðist sá grunur að mýturnar í vantrúnni standi mýtum trúarinnar ekki alltaf langt að baki.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 02/06/04 10:40 #

Það kemur vel fram í bók Níelsar Dungal, Blekking og þekking, hvernig meintar nornir voru pyntaðar til að vitna gegn öðrum konum. Þegar kvalirnar voru orðnar óbærilegar sögðu þessar konur hvað sem er til að losna undan kvalræðinu.

Þessi ábending þín er því fremur máli okkar til stuðnings fremur en hitt.


Skúli - 02/06/04 10:45 #

Hvað varðar greinina mína um milda dóma á miðöldum er hún skrifuð út frá ritgerð eins virtasta sagnfræðings landsins á sviði miðaldasögu. Hér er tilgátum varpa fram sem stangast á við þá mynd sem fólk hefur almennt af þessum tíma.

Sannleikurinn er sá að margt er órannsakað og heildarmyndin er víða brotakennd. Fyrir vikið ættu menn að fara varlega í dómum sínum.

Ef ég fæ leyfi ritstjórnar Kirkjuritsins er ég með aðra grein handa þér á annálnum mínum! Hún fjallar um það hvernig dómur undir forystu Gizurar Einarssonar biskups dæmdi konu skilnað eftir ofbeldi sem hún mátti þola af hendi bónda síns. Þetta var árið 1544, skömmu eftir siðbreytingu í Skálholtsstifti. Karlinn var auk þess dæmdur til húðláts og opinberrar aflausnar!

Hvaða heimild hafði dómurinn fyrir þessu? Ekki lagaheimild - hvorki andlega né veraldlega. Nei, menn höfðu einfaldlega hluttekningu með konunni og vísuðu þar til heilags anda er þeir studdu mál sitt.

Margt er ókannað á þessu sviði og sagnfræðiáhugamenn eins og ég og þú getum fundið margt fróðlegt og nýstárlegt í kirkjusögunni. :)


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 02/06/04 10:48 #

Úbbs, sá ekki skeytið þitt nýja fyrr en ég póstaði.

Að mér læðist sá grunur að mýturnar í vantrúnni standi mýtum trúarinnar ekki alltaf langt að baki.

Hvaða mýtur eru það? Er Torquemata og spænski rannsóknarrétturinn mýta? Eru þau skjöl sem varðveist hafa með skráðum yfirheyrslum/pyntingum ekki til eftir allt?

Ef þú ætlar að afgreiða heimildarvinnuna hjá Dungal sem "hörmulega" verðurðu að rökstyðja það helvíti vel. Ef þér tekst að sýna fram á að þetta séu bábiljur föllum við auðvitað frá þeim.

Gaman væri að sjá trúmenn gera einu sinni eitthvað svipað.


Skúli - 02/06/04 10:51 #

"Það kemur vel fram í bók Níelsar Dungal, Blekking og þekking, hvernig meintar nornir voru pyntaðar til að vitna gegn öðrum konum. Þegar kvalirnar voru orðnar óbærilegar sögðu þessar konur hvað sem er til að losna undan kvalræðinu."

Þetta fellur undir liðinn "hörmulegt" í svari mínu til frelsarans.

"Þessi ábending þín er því fremur máli okkar til stuðnings fremur en hitt."

MEGINKENNING kristinnar dugði ekki ein og sér til þess að tendra galdrabálið:

  1. Kristnin hafði verið við lýði í 500-1500 ár í Evrópu áður en fárið hófst og hefur verið það á fjórðu öld síðan.

  2. Áberandi munur er á landsvæðum hvað ofsóknir varðar og virðist það tengjast mjög því hvaða embættismenn voru við stjórn.

  3. Finna má ítarlegar rannsóknir kirkjunnar þar sem engum pyntingum er beitt of fjöldi fólks var sýknaður í slíkum málum. Langflestir á Íslandi, t.a.m.

  4. Galdratrú (sú trú að fólk geti með fjölkynngi valdið öðrum skaða) er þekkt út um allan heim. Sömuleiðis hafa menn drepið meinta galdramenn á öllum tímum og stöðum.


Skúli - 02/06/04 10:55 #

Við erum of fljótir á okkur, Birgir!

Eins og ég segi langar mig til að kíkja á White. Jafnan þegar umskipti verða í menningarsögunni vilja menn ata hið gamla auri - og þá verða mýturnar til.

Rannsóknarrétturinn er einmitt dæmi um hryllilegt fyrirbæri sem á sér upphaf (löngu eftir kristnitöku) og endi. Hann er líka afmarkaður í rúmi m.t.t. hinnar kristnu Evrópu. Hann þekktist t.a.m. ekki í N-Evrópu þar sem voru skil á milli rannsóknar- og dómsvalds. Jafnan gátu menn og áfrýjað málum sínum til kóngsins - oft með ágætum árangri.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 02/06/04 11:38 #

Hefurðu tekið eftir því að grimmdarverk kirkjunnar hafa horfið eftir að hún missti hið veraldlega vald? Og andstaða hennar við framfarir (sbr. bólusetningu, krufningar og eldingavara) er líka horfin eftir að hún missti þetta vald?

Hvernig væri heimurinn í dag ef hún réði enn öllu?


Skúli - 02/06/04 11:57 #

Rétt Birgir - heimurinn væri verri ef kirkjan réði öllu.

Hvaðan kemur annars sú hugmynd að kirkjan eigi að halda sig á mottunni? Er hún frá því eftir stríð? Er þetta 19. aldar þjóðfrelsisrómantík? Er hún arfur upplýsingarinnar? Kannske komin frá forkólfum skynsemishyggju eða raunhyggju?

Nei, hana má rekja aftur til ársins 1517 þegar hinn breyski munkræfill Lúther andmælti ofríki miðaldakirkjunnar og krafðist þess í framhaldi að hún sæti á strák sínum þegar málefni væru annars vegar sem hún ekki réði við.

Þessar hugmyndir koma svo ljóslifandi fram í Ordinansíunni 1537 þar sem segir að kirkjan eigi eingöngu að hafa áhyggjur af samvisku og sálarheill fólksins en ekki að velta sér upp úr refsingum, leyfum til hjónaskilnaða, kynferðismálum etc. Þetta var svo ítrekað með Stóradómi 1564 þegar málefni þessi voru færð úr verkahring kirkjunnar.

Raunin varð þó sú að kirkjan hélt áfram að grufla í þessum málum (í trássi við téðar kenningar og lög) en framkvæmdavald hafði hún ekki og raunar var armur hennar æði máttlaus hvað þetta varðaði þótt hún hafi vissulega haft mikil áhrif á hugsun og þ.m. menningu landans.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 02/06/04 12:50 #

Þessar hugmyndir koma svo ljóslifandi fram í Ordinansíunni 1537 þar sem segir að kirkjan eigi eingöngu að hafa áhyggjur af samvisku og sálarheill fólksins en ekki að velta sér upp úr refsingum, leyfum til hjónaskilnaða, kynferðismálum etc.

Hvað er kirkjan þá enn að skipta sér að kynferðismálum? Og af hverju ganga áhyggjur af sálarheill fólks enn út á að fylla höfuð þess af afkáralegum ranghugmyndum um heiminn? Er ekki bara ljóst að þessi stofnun á ekkert erindi við nútímann? Við höfum aðrar og mun færari stofnanir til þessara hluta. Sálfræðinga, geðlækna, félagsráðgjafa, félagsmálastofnun, atvinnuleysistryggingasjóð, SÁÁ...


Skúli - 02/06/04 13:08 #

Eitthvað hefur þetta nú þynnst út hjá okkur, Birgir! Frá "fossandi blóði" yfir í "atvinnuleysistryggingarsjóð".

Af því að þú ert laus við allan dúalisma þá hlýtur það að gleðja þig að fólk skuli geta leitað þangað þar sem það finnur gleði og styrk hvaða nafni sem það nefnist. Sú er einmitt raunin þegar kirkjan kemur inn í líf fólks í gleði, sorg og allstaðar þar á milli.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 02/06/04 15:38 #

Það væri allt í fínu lagi, ef því fylgdi ekki þessi ranghugmyndainnræting sem þið stundið.


Snær - 02/06/04 21:27 #

Gleði og styrk, segirðu Skúli.

Þessa gleði sem þú minnist á er hægt að fá hvaðan sem er. Ég fæ hana frá vinum, Fjölskyldu, kunningjum og vinnufélögum. Ég fæ hana frá náttúrunni, vísindunum, framförum, þekkingu. Ég fæ gleðina jafnt frá björtum sumardegi sem myrkustu nótt.

Tilveran sjálf er nægilegt gleðiefni. Engin þörf á Kirkju til þess að lita og lýsa minni gleði og mínum hlátri, minni sorg og annarri mæði.

Og finnst mér þá tími til þess að fólkið fari að læra af lífinu, í stað sjálfvissra presta og vafasömum sögupersónum aftan úr svartasta myrkri fortíðarinnar.

Tilveran þröngvar sér ekki upp á mann. Guð gerir það. Jésú gerir það. Prestar og trúboðar alveg sérstaklega.


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 03/06/04 01:18 #

Gleymdu ekki Vottunum! :D


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 13/06/04 04:39 #

Skrítin blanda af viðbjóði(myndirnar) og yndi(hljóðið).


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 13/06/04 13:17 #

Jamm, sami sjokkeffekt og þegar Louis Armstrong söng "What a Wonderful World" undir napalmárásum Bandaríkja á Víet-Namska alþýðu í myndinni Good Morning Viet Nam.


Skúli - 14/06/04 09:46 #

Bach gamli hefði nú ekki verið hrifinn. :(

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.