Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Færri guðir, betri trú

Í ágætri bók sinni Trúarbrögð mannkyns fjallar Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup um ýmis trúarbrögð veraldar, allt frá náttúrutrú til fjölgyðistrúar. Eingyðistrúarbrögðin islam fá reyndar að fljóta þarna með, ef ég man rétt.

Það sem sló mig við lestur þessarar bókar á sínum tíma var það hvernig í ósköpunum Sigurbjörn gat verið áfram trúaður eftir að hafa grúskað sig í gegnum öll þessi hindurvitni. Hann dró fram allra handa guði og anda, rakti goðsögur Egypta, Kaldea, Asteka og ég veit ekki hvað og gat á fræðilegan hátt afgreitt þetta allt saman á þeim forsendum að þetta væru goðsagnir, enda getur ekki staðist að allir þessir skaparar fái þrifist.

En ég man að röksemdafærslan hjá honum var eitthvað á þá leið að trúarbrögð væru því fullkomnari sem færri guðir eru í spilinu. Náttúrutrúin, sem hann kallaði frumstæð trúarbrögð, býr yfir endalausri andapopúlasjón og er því ófullkomnust af þessu öllu. Og í hans augum stendur eingyðið þessu öllu framar.

Slík uppstilling er reyndar alveg öfug við stjórnarfarið hér á jörðu niðri, þar sem lýðræðisleg valddreifing þykir standa einveldi á sporði. En ég ætla samt að leyfa mér að vera hjartanlega sammála doktornum í þessum efnum; því færri guðir, því betri trúarbrögð.

En það táknar líka að trúleysið, sem sumir trúmenn vilja kalla trúarbrögð, hlýtur þar með að vera fullkomnari trúarbrögð en eingyðistrú, enginn guð innifelur einum guði minna en það sem Sigurbjörn biskup trúir á. Í ljósi þess leyfi ég mér að spá því að í framtíðinni muni trúleysið taka við af guðstrúnni í krafti framþróunar mannkyns.

Birgir Baldursson 27.05.2004
Flokkað undir: ( Rökin gegn guði )

Viðbrögð


Úlfurinn - 27/05/04 10:25 #

Hvaðan kemur þér sú vitneskja að Sigurbjörn sé trúaður?Hann er bara að verja sína iðn.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 27/05/04 15:14 #

Tja, maðurinn er búinn að vera að boða trú árum saman, bæði þjónandi fyrir altari og eins með öflugum skrifum og útgáfu.

Hann er í það minnsta sterk-kristinn. Er hægt að vera það án þess að vera trúaður?


Kristín - 30/05/04 01:30 #

Ertu sammála því að trúleysingi sé trúaður? Ég sjálf tel mig ekki vera trúaða. En þið á þessari síðu, finnst ykkur trú á Guð eða Búdda þess vegna, vera eitthvað kjánalegt og heimskulegt? Mér finnst ég mæta fordómum gagnvart trú á þessari síðu.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 30/05/04 01:59 #

Ertu sammála því að trúleysingi sé trúaður?
Hefur hárlaus maður hár?

Mér finnst ég mæta fordómum gagnvart trú á þessari síðu.
Ég held þú sért að taka feil á skoðunum og fordómum. Á þessari síðu finnur þú sterkar rökstuddar skoðanir gagnvart trú.

En öll höfum við einhverja fordóma. Spurningin er bara hvernig við förum með þá.


Ketill - 30/05/04 04:27 #

Hárlaus maður getur haft hár , Já.

það fer eftir því hvort hárrótin hefur verið numin á burt eður ei. Ef þú rakaðir þig í morgun getur þú sagt að þú sér hárlaus í dag, en hárrótin er alltaf til staðar og til að vera hárlaus á morgun þarftu að raka þig aftur þá. Hvers vegna fara konur aftur og aftur í vax ?

Sama með trúna. þú getur sagt vera trúlaus, en undir niðri er eitthvað sem blundar í þér varðandi trú, á sjálfan þig, guð, Mao Buddha eða hvað sem er.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 30/05/04 09:48 #

þú getur sagt vera trúlaus, en undir niðri er eitthvað sem blundar í þér varðandi trú, á sjálfan þig, guð, Mao Buddha eða hvað sem er.
Trú á sjálfan sig á nákvæmlega ekkert skylt með trú á guði og önnur hindurvitni.

Ef þú gerir þér ekki grein fyrir því er tilgangslaust að ræða málið frekar.

Hárlaus maður hefur ekki hár. Hann getur haft hár en það er ekki sami hluturinn. Það er ekkert sem segir að trúlaus maður geti ekki trúað. Hann gerir það ekki og er því ekki trúaður.

Í raun er þetta fáránlega einfalt en samt finna ýmsir hjá sér annarlega þörf til að snúa út úr þessu vegna þess að þeir vilja ekki horfast í augu við það hversu pervisin trú þeirra er.


Ketill - 30/05/04 14:38 #

Það er ekkert sem segir að trúlaus maður geti ekki trúað.

þetta er nú það sem ég er einmitt að pæla.

það er þetta staðreynd að þegar fólk lendir í miklum vandræðum, lífsháska eða alment stendur á brúninni, þá byrjar það að ákalla sinn guð, þótt svo það hafi talið sig trúleysinga allt fram að því augnabliki. þetta er vísbendingin á hárlausa manninn sem hefur hár.

Eða eru trúleysingar kannske alvöru hárleysingar, bara með hárkollu. Trúa undir niðri en setja á sig kollu til að sanna fyrir öðrum og sjálfum sér að þeir séu trúleysingar.

Að trúa á sjálfan sig er allt í lagi meðan allt er í goody. En hvað gerir þú þegar þú stendur á barmi glötunar / hangir á spítunni á tveimur fingrum dettandi ofan í gljúfrið. Búin að klúðra hlutunum.
Hvers vegna ákalla þá trúleysingar "sinn guð" ?


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 30/05/04 15:40 #

Eins og ég sagði hér fyrir ofan, þetta er tilgangslaust.

Það er ekkert sem segir að trúlaus maður geti ekki trúað.
Jú, því ef hann trúir er hann ekki lengur trúlaus alveg eins og sá sem safnar hári er ekki lengur hárlaus. Þetta felst einfaldlega í skilgreiningu hugtakanna.
Eða eru trúleysingar kannske alvöru hárleysingar, bara með hárkollu. Trúa undir niðri en setja á sig kollu til að sanna fyrir öðrum og sjálfum sér að þeir séu trúleysingar.
Ertu með óráði? Þetta er alveg fullkomlega óskiljanlegt þvaður.
En hvað gerir þú þegar þú stendur á barmi glötunar / hangir á spítunni á tveimur fingrum dettandi ofan í gljúfrið. Búin að klúðra hlutunum. Hvers vegna ákalla þá trúleysingar "sinn guð" ?
Uh, vegna þess að þeir gera það ekki.

En það getur svosem gerst. Lífslöngunin veldur því að fólk grípur til örþrifaráða á ögurstundu, gengur jafnvel svo langt að ákalla einhver hindurvitni. Við metum fólk sem ekki almennt af því hvernig það hagar sér í lífsháska, því fáir hafa fulla sjálfsstjórn við þær aðstæður.

Þetta breytir því ekki að samtal þetta er tilgangslaust, skilningsleysi þitt á hugtökunum sem hér eru rædd er það fullkomið.


ketill - 30/05/04 17:14 #

1 Þú skrifaðir fyrst, "Það er ekkert sem segir að trúlaus maður geti ekki trúað."

Vinsamlegast ritskoðaðu þitt eigið mál.

þannig að ég var nú að vonast til þess að þú værir farinn að skilja út á hvað þetta gengur. En svo virðist ekki vera.

Hvers vegna getur þú staðhæft að trúleysingar ákalli ekki "sinn guð" við ákveðnar aðstæður.? að vísu dregur þú aðeins í land sem bendir á að þú er ekki viss í þinni trúleysu.

Hið eina sanna í fólki kemur í ljós við mjög ögrandi aðstæður og þá fyrst kemur í ljós hvort þú hefur verið með hárkollu eða er í raun og veru hárlaus. þegar fólk lendir í þessum aðstæðum, þá fýkur kollan í burtu og hið eðli kemur í ljós. Ekki bara varðandi trú, heldur allt sem í henni býr.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 30/05/04 18:05 #

#1 Þú skrifaðir fyrst, "Það er ekkert sem segir að trúlaus maður geti ekki trúað."
Reyndar skrifaðir þú þennan texta! Væri ekki ágætis byrjun að þú áttir þig á því hver er að segja hvað áður en þú ibbar gogg.

Trúðu mér, þú ert ekki fyrsti og væntanlega ekki síðasti örvitinn sem ég reyni að ræða við um þetta málefni. Þér virðist einfaldlega ganga örlítið verr en flestum öðrum að skilja umræðuna en það er allt í lagi. Þetta kemur vonandi að lokum.

Ef við dæmum fólk út frá því hvernig það bregst við á ögurstundu þegar líf þess er í hættu held ég að við getum sagt að flestallir séu kúkalabbar, því það er víst ansi algengt að fólk missi saur á lokastundu. Ert þú skítalabbi ketill? Þú hlýtur að vera það ef þú tekur mark á eigin röksemdarfærslu.


Ketill - 30/05/04 18:42 #

þetta er copy og paste frá þér

"Hárlaus maður hefur ekki hár. Hann getur haft hár en það er ekki sami hluturinn. Það er ekkert sem segir að trúlaus maður geti ekki trúað. Hann gerir það ekki og er því ekki trúaður."

Mér var sagt að á þessari síðu fyndist fólk sem væri fært um að takast á varðandi skoðanir um trúleysi án þess að missa sig út í e.h. krakkalegt skítkast en sennilega hefur það verið misskilningur, annaðhvort hjá mér eða viðmælanda mínum.

Rök þín eru oriðin eins og þegar mamman spurði krakkan hver hefði tekið kökurnar og hann svaraði: "ég tók þær ekki , vegna þess að þú fórt ekki með mér í bíó" , með öðrum orðum, útí hött.

Ég hef séð fólk á ögurstundu í viðskiptum, sambúð, lífsháska við vinnu og þá dettur oft af því andlitið og töffarinn í leiðinni. það er töff að kalla sig trúleysinga á netinu og kaffihúsum en þegar á reynir og neiðin er stærst og ekkert til að grípa í , þá er flott að ákalla sinn Guð og biðja hann að hjálpa sér, nú ef hann gerir það þá getur maður bara sagt að maður hafi ekki verið með fullri rænu og í geðshræringu vegna aðstæðna !!!!

Ert þú alvöru trúleysingi Matti eða bara kaffihúsa trúleysingi ?


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 30/05/04 22:40 #

Ert þú alvöru trúleysingi Matti eða bara kaffihúsa trúleysingi ?
Ert þú alvöru fífl eða bara kaffihúsa fífl?

Það er beinlínis ósatt að trúleysingjar leiti til guðs á ögurstundu. Þetta er bara ómerkileg lygi sem trúmönnum finnst gaman að endurtaka.

Á vantrúarvefnum reyni ég yfirleitt að rökræða trúmál málefnalega en þegar enn eitt fíflið kemur hér og heldur því fram að trúleysingjar trúir allir inn við beinið sé ég ekki nokkra ástæðu til að gera honum það til geðs.

Setning mín sem þú vitnar til er einföld. Trúlaus maður trúir ekki. Ef hann trúir er hann ekki lengur trúlaus. Hárlaus maður hefur ekki hár. Ef hann hefur hár er ekki ekki lengur hárlaus. Þetta snýst um hugtakið að vera og svo hugtakið að getað orðið. Auðvitað getur trúlaus maður orðið trúaður alveg eins og trúaður maður getur orðið trúlaus.

En þetta helvítis kjaftæði um að trúlausir grípi allir sem einn til trúar á ögurstundu er óþolandi rógur og ómerkilegt skítkast um leið. "Það er enginn trúleysingi í skotgröfum" segja enskir trúarnöttarar stundum á sama hátt og þú, fullyrða að allir ákalli guð þegar þannig háttar á. En þetta er lygi. Ómerkileg, óheiðarleg og óþolandi lygi þar sem hún beinist ekki bara að þeim sem nú telja sig trúlausa heldur einnig öllum þeim sem hafa gert það en eru nú látnir.

Setningin var mín, mea culpa.


Ketill - 30/05/04 23:11 #

Matti skrifar: "Lífslöngunin veldur því að fólk grípur til örþrifaráða á ögurstundu, gengur jafnvel svo langt að ákalla einhver hindurvitni."

Ertu farin að taka fyrri fullyrðingar til baka? Verður að vera heill í gegn. Alla leið. Eða átti þetta bara við hobby trúleysinga ?

Ertu að segja að þetta sé svolítið Rock and Roll í þessu. Menn trúi í dag en ekki á morgun og svo öfugt. Eftir því hvernig veðrið er eða hvaðan vindurinn blæs.

Heldur þú að trúleysið sé veikara fyrir en trúin. þ.e. að Trúleysið víki frekar fyrir trúnni ?

hvað með öfgasinnaða trúleysinga, eru þeir sambærilegir öfgasinnuðum trúarmönnum ?


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 30/05/04 23:24 #

ketill, það sem ég er að segja er að það er ekkert að marka það hvað fólk gerir undir miklu álagi.

Ég útiloka ekki að slíkt geti gerst hjá trúleysingjum en ég búinn að benda þér á að það er ómerkileg lygi að trúleysingjar ákalli guð upp til hópa á ögurstundu. Lygi sem þú endurtekur ítrekað.


Kristín - 30/05/04 23:41 #

Haldið þið hér á Vantrú að heimurinn yrði betur settur trúlaus? Þetta á ekki að vera ómerkilegt skot á ykkur, finnst bara forvitnilegt að heyra hver sjónarmið ykkar eru. :)

Ketill: "Hið eina sanna í fólki kemur í ljós við mjög ögrandi aðstæður.." Matti: "Ef við dæmum fólk út frá því hvernig það bregst við á ögurstundu þegar líf þess er í hættu held ég að við getum sagt að flestallir séu kúkalabbar..."

Er þetta byrjað að snúast um það hjá ykkur hvernig þið haldið að fólk bregðist við á örlagastundum? :) Og eruð þið ekki augljóslega ósammála um það?


Ketill - 30/05/04 23:53 #

Matti, ég er bara ekki sammála þér, fólk kemur best í ljós undir álagi, meira að segja langbest.

Kristin, Mao bannaði trúarbrögð í Kína og í stað þess að gerast trúleysingar þá fór fólkið ómeðvitað að trúa á hann. Og hann varð á endanum guð fólksins og er þann dag í dag. Er það trúleysa ?

ég logga mig hér með út og kærar þakkir fyrir umræðuna


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 31/05/04 02:07 #

Það gerðist ekkert upp úr þurru að fólk fór að "trúa á" Maó, þetta var persónudýrkun sem kom til af heilaþvætti.


ketill - 31/05/04 02:50 #

Ég ætlaði nú að fara út af þessu, en hvað með það fyrst verið er að tala um blessaðan formanninn.

Ég á kunninga í Kína sem heldur því fram að hann sé kristinn sem er ekki í frásögur færandi nema hann heldur því líka fram að það sé 100% ástæðan fyrir því hvað Kínverjar eru aftarlega á merinni að þeir hafi ekki verið kristnir og þetta sé refsing guðs. Hann bendir því til sönnunar að alstaðar þar sem er gott að búa , þar sé kristin trú.

Mér sýnist þetta stefna í svipað hér á landi og Kína forðum og kannske endar það með því að Íslendingar hafi bara einn guð og það sé Davíð O.
það væri nú ferlega flott en aldrei betra ástandið en núna.


Snær - 31/05/04 13:41 #

Og ætlar þú þá hér með að eiga síðasta orðið? Eða þá kannski næst-síðasta orðið?

Ég er því ekki ósammála að kristin trú hafi haft nokkur góð áhrif á menninguna hér. Kristni var ein helsta ástæðan til þess að læra að lesa hér áður fyrr, og ég held að flestir séu nú sammála um mikilvægi hins ritaða orðs.

Kínverjar kunna nú hinsvegar flestir upp til hópa sitt ritaða mál, og tel ég þess vegna kristna trú ekki vera æskileg áhrif á þær slóðir. Búddismi á það nú til að vera mikið friðsamari heldur en kristni, þó vissulega séu til undantekningar þar á.

Ég tel trú yfirleitt hafa haft nokkuð góð áhrif á þá hluta heimsins sem oft eru kallaðir vestrænir, en nú eru þessi góðu áhrif komin í þrot. Ég tel trúleysi bæði bjóða upp á betri áhrif og vera nálægar sannleikanum hvað þessi mál varðar.

trýleysi, sem hugmyndafræði, er laus við þessar vafasömu forsendur sem guðir eru. Eins og við vitum öll eru fordómar byggðir að hluta á forsendum.

Færri forsendur = færri fordómar


Cappel - 31/05/04 14:58 #

Ef þið eruð að segja að allir trúleysingjar séu trúaðir innst við beinið, er þá ekki alveg eins líklegt að trúað fólk sé trúleysingjar í afneitun? Að fyrir þeim er það að trúa orðið eins sjálfsagt og að bursta tennurnar, en undir niðri vita þeir að trúin er jafn mikið bull og jólasveinninn...


Ketill - 31/05/04 16:35 #

Cappel, þú slærð naglan á hausinn þarna. Þetta er það flottasta sem ég hef séð á þessum vef. Ég fullyrði með þér að bróðurpartur fólks eru eins og krakkar með jólasveininn. Finnst flott og gott að fá gott í skóinn. Ég held að fólk almennt nenni ekki að pæla í því og gera það upp við sig hvort það er trúað eða ekki, they dont give a shit, og fylgja bara straumnum sem rennur í áttina til kirkjunnar, ef það gerir það þá einu sinni nema við jarðarfarir og fermingarathafnir.

Hérna í Banaríkjunum hafa trúleysingar komið því til leiðar að búið er að taka út úr vissum athöfnum í skólum að nefna "guð". "Ein þjóð undir einum guði", e.h. svoleiðis er þetta hjá jönkunum.

En ég hef verið að lesa að nú hafa trúleysingar hafið herferð gegn trúarsjónvarpsrásum og vilja láta afnema þær. það finnst mér vera of langt gengið.

Því, hvers vegna meiga krakkarnir ekki trúa á jólasveininn fram að fermingu. Sama með Jón og Gunnu, ef þau halda því fram að þau séu kristin, þótt svo undirniðri þegar Jón er að fylla vatnið á tjaldvagninn og fær efasemdir, hvers vegna meiga þau bara ekki halda þetta, þ.e. að þau séu ferlega trúuð ?


ketill - 31/05/04 16:41 #

Snær, ertu að halda því fram að meðan verið er að ná þróunarþjóðum upp úr eymdinni þá sé gott að nota trú, einn til tvo guði , vegna þess að eftir því sem gamli biskupinn sagði , færri guðir, því betra.

Svo þegar búið er að nota guðina til að rífa upp þjóðina, þá upplýsa fólkið um það guðirnir voru bara jólasveinarnir og nú séu þau orðin fullorðin og kominn tími til að vita sannleikann.


Snær - 01/06/04 19:33 #

Nei, ég er því ekki fyllilega sammála. Eins og hann Birgir skrifar í grein sinni er hann sammála því að færri guðir séu betri, og að enginn sé sannarlega einum færri en einn. Á því áliti er ég einnig.

En áður fyrr (áður en mótmælendatrú kom við sögu. Eða svo er tilfellið eftir því sem ég get best séð.) var engin (fáar?) sú þjóð þar sem ritað mál var á allra færi. Síðan þegar þær þjóðir sem nú kallast vestrænar tóku upp trúna á krist, og seinna að Luther og fleiri lögðu áherslu á að Bibba gamla ætti að vera á allra færi, þá fyrst tók ritmenningin almennilega af stað.

Nú þekkjum við hinsvegar mikilvægi ritaðs máls, og þá sérstaklega að það sé aðgengilegt öllum. Nú er það á okkar færi að koma fólki í mörgum þróunarlöndum skilning á því hversu mikilvæg þessi kunnátta á eigin máli er, og hvorki kristni né önnur trú er líkleg til þess að hraða eða betra það ferli að nokkru verulegu leiti.

Trú er ekki lengur eina ástæðan til þess að þekkja sitt ritaða mál.


ketill - 02/06/04 00:53 #

Þessi Kínverji vinur minn sem ég nefndi fyrr vildi meina það að aðalástæðan fyrir því hvað Kína hefði dregist aftur úr væri sú að þeir væru ekki trúaðir.

Þeir hafa alltaf verið frekar vel skrifandi, ef skrift skal kalla en það er nú annað mál.

Hann var að tala um það að þjóðin hefði ekki neitt til að trúa á og eftir að landið opnaðist þá væru þeir mjög mikið týndir í tilverunni meðan trúaðir menn hefðu sinn guð sem einhverskonar áttavita.

Ef þú hefur áhuga á því Snær, þá get fengið álit nokkra kínverja sem ég þekki á því hvernig þeir túlka trúarleysi sitt gagnvart stöðu sinni í dag, bæði sem heild og einstaklingar.

væri það áhugavert ?


Kristín - 02/06/04 02:16 #

Og mig langar ennþá endilega til að vita hvort þið haldið að heimurinn væri betri án nokkurra G/guða. Trúlaus. :)


Snær - 02/06/04 07:51 #

Kristín, þú ættir að sjá það á grein Birgis að það er hans álit, og einnig á seinasta svari mínu að ég ber sannarlega sömu skoðun.

Svo væri ég ekki hissa ef stór hluti af vantrúarmönnum væri á sama meiði.

Ketill: Já, ég held að það væri áhugavert. Alltaf gott að fá ný sjónarmið inn í umræður. Kannski samt að þú ættir að skrá þig á spjallborðið fyrir það, og að þú gætir þá skrifað grein um þetta.

En hvað varðar trú sem áttavita, þá er ég ekki alveg sammála vini þínum um gildi þess. En ég hef ekki nægilegan tíma til þess að útlista það okkurat í augnablikinu.


Úlfurinn - 10/09/04 12:26 #

Sköllóttur maður fær sér hárkollu.Það er einmitt það sem guðstrúin er :Hárkolla á skalla efans.


Kristinn - 22/09/04 04:15 #

Sköllóttur maður er hárlaus, sköllóttur efi hlýtur þá að vera efaleysi. Hann þarf því ekki trú þessvegna. Hann hlýtur að vera hinn vissi, ekki hin trúaði.


Kristinn - 22/09/04 16:15 #

Frá þessu sjónarmiði séð, þá var Jesú ekki trúaður (ef þetta þarf skýringa við).


Kristinn - 22/09/04 17:11 #

En svo er það spurningin; eru menn að fara í hár saman eða eru þeir að fara í skalla saman?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.