Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Fangelsaður í Jesú nafni

Mikil áheyrsla er lögð á að kristnir "frelsist" í söfnuðum hér á landi. Þessi meinta "frelsun" á sér yfirleitt stað þegar viðkomandi gengur í söfnuð og gerir Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. Þá virðist sumir örmagnast af gleði að vera hluti af útvaldri hjörð Guðs. Hinn frelsaði finnur yfirleitt einhverjar barnalegar skýringar á því hvernig hann tengist tryggðarböndum hinum upprisna anda.

Eflaust er skýringin á gleði þess frelsaða að hann er þá loksins orðinn hluti af hóp og því fylgi ákveðið öryggi með eilífðartryggingu. En í raun er þessi meinta "frelsun" ekkert annað en upphafið af endalokunum. Siðferði og hegðun hins "frelsaða" getur stundum orðið andfélagsleg vegna tilskipana frá handhöfum guðs í söfnuðinum. Ef "frelsunin" verður ofsafengin eru forstöðumenn fljótir að nýta sér varnaleysi viðkomandi bæði í vinnuframlagi og fjármagni. Með múgæsing og áróðri er hinum "frelsaða" haldið í skefjum til að tryggja langvarandi "frelsun".

Þegar svo er komið er meint "frelsun" ekkert annað en hefting og fangelsun. Auðvitað er fjöldi fólks sem telur sig "frelsað" (trúað) í þjóðkirkjunni og telur lýsinguna hér að ofan eigi aðeins við "sértrúarsöfnuði". En öðru nær, þjóðkirkjan rær öllum kröftum að viðhalda sjálfri sér með ákveðnum aðferðum. Segja má að orðið "frelsun" í stað "trúar" sé tilraun "sértrúarsafnaða" til að yfirbjóða eilífðarpakka þjóðkirkjunnar, en þegar upp er staðið er tilgangurinn sá sami. Það er að segja að safna saman og fangelsa hóp fólks til að viðhalda sjálfum sér.

Frelsarinn 16.05.2004
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð


Snær - 16/05/04 12:48 #

Ef eitthvað, þá er þetta einna helst fangelsun vissra hugsanahátta. Þeir eru geymdir einhvers staðar í hinum myrkustu hugarfylgsnum fylgismannanna, ekki til þess að vera nokkurn tíma komið út í sólarljósið.

Svo eru heimsóknartímarnir afskaplega stuttir, og þá ávallt leynilegir. Fangaverðirnir eru síðan ávallt til staðar til þess að hjálpa til við að stytta þá enn frekar, þó fáir nýti sér slíkt.

Svo sem mætti einnig álíta þetta frelsun frá ánauð þessara hugsanahátta sem er útskúfað, og líklega er það álit sumra, en það að leiðast út í slíkan hugsanahátt þykir mér afskaplega vafasamt.


Davíð - 16/05/04 14:08 #

Smá leiðrétting að frelsast hefur ekkert með það að ganga í söfnuð, alla vega ekki í þeim söfnuðum sem ég þekki til í. Að frelsast er að taka þá afstöðu að að fylgja Jesú sem Drottni og herra. Þú beygir þig undir vald hans og hér er ekkert um neitt mannlegt vald að ræða. Þú heldur þinni sjálfstæðu hugsun, enda gaf Guð okkur hana að ástæðu. Málið er einfaldlega að með henni hefur þú valið Jesú. Þú verður hluti af fjölskyldu með því að verða Guðs barn mikið rétt og því fylgir mikil gleði.
Svo þegar komið er að peningunum, hvers vegna haldið þið að kristið fólk gefi fé í kirkjurnar? Svar mitt að þegar ég gef fé þá er það til þess að blessa það land sem féið er notað í svo að fólk meigi fá að kynnast frelsara mínum og Drottni og öðlast það frelsi sem ég á og til þess að sjá það góða verk sem kirkjur og trúfélög eru að vinna vaxa, vegna þess að Ég VIL ÞAÐ, ekki af því að mér var sagt að vilja það.


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 16/05/04 14:30 #

Ég minni á hið ágæta orð "helsi" sem rímar við "frelsi" og merkir hið gagnstæða. Það væri því réttnefni að segja að fólk "helsist" þegar það gerist handgengið fjárplógsstarfsemi skykkjuklæddra töfralækna.


Ívar Ísak Guðjónsson - 29/06/04 01:39 #

Sælir

Frelsari og Vésteinn hafið þið upplifað frelsið sem Jesús gefur???

Kveðja,

Ívar Ísak.

"Critically examine everything. Hold on to the good."


Snær - 02/07/04 00:18 #

Frelsi minn rass. Ég var þunglyndur þegar ég var trúaður. Og trúaður var ég mjög, fór alla leið í þeim hórskap.

Og þetta "góða" sem þú minnist á í tilvitnun þinni getur verið hvað sem er. Fyrir mér kemst Biblían t.d. ekki inn í þá skilgreiningu. Og ekki heldur guð.


Ívar Ísak - 02/07/04 15:30 #

Blessaður Snær.

Að vera trúaður er ekki það sama og eiga frelsið sem Jésús gefur. Það er rétt hjá þér margir sem eru trúaðir eru þunglyndir og í allskonar trúræknisfjötrum en það hefur ekkert með það frelsi sem Jesús býður að gera.

Bréf Páls til Galatamanna 5 1Til frelsis frelsaði Kristur oss. Standið því stöðugir og látið ekki aftur leggja á yður ánauðarok.

"Critically examine everything. Hold on to the good." Líka Páll postuli.


Snær - 02/07/04 19:17 #

Nú, þykir þessi meinta tegund frelsis ekkert að gera með hamingju? Einkennilegt, ef svo er.

og hverskonar frelsi er þetta annars? Er það mögulegt að þetta þetta frelsi eigi að einkennast af því að vera nær sannleikanum?

Persónulega þykir mér það visst frelsi, og er þess vegna mjög sáttur við mín lífsviðhorf.

"Think for yourself and question all authority." --Arthur C. Clarke


Ívar Ísak - 03/07/04 01:44 #

Þegar maður upplifir frelsi þá fylgir því af sjálfsögðu hamingja!!! Það eru fáir ef nokkrir sem eru hamingjusamir þegar þeir eru ófrjálsir.

Ég efast ekkert um það að fólk geti ekki verið sátt við sín lífsviðhorf þó að það þekki ekki frelsið sem Jesús gefur.

Það er sannleikurinn um Jesú sem gerir fólk raunverulega frjálst. Og það frelsi er fullkomið.

Jóhannesarguðspjall 8 31Þá sagði Jesús við Gyðingana, sem tekið höfðu trú á hann: ,,Ef þér eruð stöðugir í orði mínu, eruð þér sannir lærisveinar mínir 32og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa. 33Þeir svöruðu honum: ,,Vér erum niðjar Abrahams og höfum aldrei verið nokkurs manns þrælar. Hvernig getur þú þá sagt: ,Þér munuð verða frjálsir`?

"Critically examine everything. Hold on to the good." Páll postuli.


Snær - 03/07/04 11:52 #

Aha, þú segir það já. Ég verð nú að segja fyrir mitt leiti að enn sem komið er hef ég ekki hitt (að mér vitandi) þunglyndan trúleysingja, en nóg er að finna af döprum þeistum.

Og ef það er einungis hinn "eini og sanni" boðskapur sem þú og aðrir þykjast boða sem frelsar, ætti þetta þá ekki að sýna sig í tölfræði hvað varðar hlutfall kristinna sem eru ánægðir með líf sitt, ef fólk við svipaðar aðstæður er spurt?

og ef það myndi ekki ganga upp til þess að sanna mál þitt, væri það þá vegna þess að kristnir lifa við betri aðstæður en aðrir? Að guð færi trúendunum gott líf?

Svo finnst mér ekki ganga upp hvernig þú staðhæfir eitthvað bara svona, algerlega án neinna gagna eða góðra raka til þess að geta rökstutt mál þitt. Svo vísarðu bara í þitt vald, og telur það nægilegt máli þínu til stuðnings.

Þú ert eins og Boxer úr hinni ágætu bók Animal Farm, þegar einhver andmælir hinum mikla leiðtoga hans, endurtekur hann einfaldlega stöðugt "Napoleon is always right."

Skiptu bara 'Napoleon' út fyrir 'guð'.

"Think for yourself and question all authority." --Arthur C. Clark


Snær - 03/07/04 11:55 #

Ah, já, svo er ég einstaklega hamingjusamur maður, og mjög sáttur við þá stöðu sem ég hef komið mér í í lífinu. Er ég þá kannski bara undantekning?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.