Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Siðlaust trúboð

Ég mæli með grein Sigurðar Hólm, Siðlaust trúboð, sem birtist á vefsíðunni Skoðun. Sigurður fjallar í greininni um misnotkun trúfélaga á geðveikum.

Í athugasemd minnir Sveinn Magnússon framkvæmdarstjóri Geðhjálpar á að Geðhjálp lagði fram kærur árið 2003 vegna meintrar misnotkunar trúfélaga á geðsjúkum. Það mál er enn í vinnslu.

Ritstjórn 13.05.2004
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Davíð - 13/05/04 19:54 #

Ég er á meðal þeirra sem tilheyra kristnu trúflélagi utan Þjóðkirkjunnar, það að segja að trúfélög misnotki geðfallaða er ásökun á öll trúfélög og því hvet ég menn að nafngreina þau trúefélög eða kirkjur sem þeir telja fara ílla með fólk, svo þau trúfélög geti annað hvort játað sekt sína eða sýnt framm á sakleysi sitt. Omega er ekki trúfélag heldur ílla rekin sjónvarpstöð, sem þó býr yfir gullmolum í sinni dagskrá. Ég er hvítausunnumaður ef þið veltið fyrir ykkur hvar á skalanum ég er sé :)


Sigurður Hólm Gunnarsson - 14/05/04 00:48 #

Sæll Davíð, auðvitað á maður ekki að dæma allan skóginn frá einstökum trjám. Það var ég ekki að gera í grein minni.

Í athugasemd við grein mína segi ég:

Mér þykir undarlegt að þeir sem standa að þessari stöð skuli misnota aðstöðu sína með þessum hætti. Ég efast reyndar ekki um að sumir (en alls ekki allir) sem þarna eru trúi virkilega fólk geti verið andsetið og að geðsjúkdómar séu orsakaðir af djöflinum. Um leið og maður á auðvitað að bera virðingu fyrir trú fólks þá má sú virðing ekki ganga það langt að saklaust og veikburða fólk hljóti skaða af. Aðstandendur stöðvarinnar, sem segja trú sína innihalda ákveðin siðferðisboðskap, hljóta að skilja þetta.

Ég get ómögulega sagt hvaða trúarflokkar sem standa að Ómega bera sérstaka ábyrgð og hverjir ekki. Í þessu tilfelli var það Eiríkur Sigurbjörnsson, sem ég held að sé stjórnandi Ómega, sem tók viðtal við þessa ungu konu.

Ómega, sem sjónvarpsmiðill ber ábyrgð og líka þeir sem standa að stöðinni. Það er á ábyrgð allra hina frjálsu safnaða hvað gert er í nafni Ómegu. Ég ætti ekki að þurfa að gagnrýna þetta. Gott fólk sem þarna starfar ætti að vera fullfært um að gera það. Ég saknað þess hins vegar að hafa heyrt nokkur andmæli frá þessum aðilum.

Hvet ég nú öll þau samtök sem standa að Ómega, en styðja þessa misnotkun ekki, til að láta í sér heyra. Vellíðan fjölda fólks er í húfi!


Skúli - 14/05/04 09:13 #

Get ekki annað en tekið það fram að í þetta skipti er ég sammála pistlahöfundi hér á þessum vettvangi.

Ég skal láta ykkur vita líka næst þegar það gerist!


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 14/05/04 09:39 #

Ef tilgangurinn væri að gera Skúla til geðs er ljóst að aðferðin er að skrifa sem minnst og vísa þess í stað annað :-)


Davíð - 14/05/04 18:18 #

Ég held að það standi enginn sofnuður á bak við Omega, eru að vísu mikið í samstarfi við Samfélag Trúaðra þar sem Guðmundur Örn er forstöðumaður. Innlendum kristnum söfnuðum hefur gefist kostur að senda út efni á stöðinni. Mér persónulega finnst margt af því sem stjórnendur Omega láta frá sér þegar verið er að biðja um fé afar óúthugsað og ósmekklegt, en er það glæpur? Fólki er alltaf frjálst að gefa er það ekki? En mér finnst þessi umræða soltið á villugötum ef málið snýst um Omega, því Omega er ekki trúfélag. Ef einungis um Omega er að ræða, þá finndist mér réttara að ræða um misnotkun kristilegs fjölmiðils á geðsjúkum. Ég vil taka það framm að Omega býr yfir góðum þáttum í og með sem vert er að horfa á.
Þetta er eins og aðrar sjónvarpstöðvar með lélegt og gott efni á dagskrá og sitt sýnist hverjum. :) Davíð

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.