Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Enn eru Passíusálmarnir þjóðarskömm

Ég ætla hér aðeins að taka upp baráttumál Frelsara vors hér á Vantrú. Ég hef verið að lesa yfir viðbrögð við greinum hans um Passíusálmana og má til með að benda á eitt lítið atriði:

Hallgrímur Pétursson úthúðar G/gyðingum (hvort hann á við kynþáttinn eða trúflokkinn skiptir í þessu samhengi hér ekki máli). Þessi úthúðun er svo lesin upp í útvarpi á hverju ári, fyrir tilstilli Þjóðkirkjunnar.

Á sama tíma mælast þessir sömu þjóðkirkjumenn til þess að menn virði trú annarra, hverrar trúar sem þeir eru. Þetta er aftur á móti mjög mikilvægt í samhenginu.

Hallgrímur Pétursson ber enga virðingu fyrir trúarskoðunum gyðinga (ef hann er ekki að ráðast á kynþáttinn, þ.e.) Slíkt getur vel hafa verið alsiða á þeim tímum sem hann var uppi, hann aðhylltist einhverja rétttrúnaðarguðfræði sem ég hef ekki hugmynd um hvort er dauð í dag. En það skiptir ekki máli heldur þetta:

Fyrst Þjóðkirkjan boðar nú umburðarlyndi fyrir trúarskoðunum annarra (líka gyðingatrú), af hverju í ósköpunum er þá á okkar tíð verið að lesa þessa umburðarlausu og hatursfullu sálma með velþóknun?

Passíusálmarnir eiga einfaldlega ekkert erindi við okkur í dag, síst af öllu sem eitthvað handa Þjóðkirkjunni að hampa. Boðskapur þeirra fer fullkomlega í bága við það sem hún gefur sig út fyrir að boða.

En kannski er þetta umburðarlyndi bara í nösunum á Þjóðkirkjunni. Það eru frekar nýlegar fréttir að hún sé að boða slíkt, því öldum saman refsaði hún mönnum og brenndi fyrir að aðhyllast aðrar hugmyndir en hennar. Kannski er Þjóðkirkjan bara, í þessu nýtilkomna fjölþjóðasamfélagi, hrædd um sjálfa sig og notar þennan nýja boðskap til að losna sjálf við gagnrýni á allar þær ranghugmyndir og hindurvitni sem hún boðar.

Já, mér þykir það líklegast.

Birgir Baldursson 06.05.2004
Flokkað undir: ( Siðferði og trú , Hallgrímur Pétursson , Passíusálmarnir )

Viðbrögð


Hreinn Hjartahlýr - 06/05/04 11:06 #

Væri Mein Kampf á virðulegum stalli ef hún væri skrifuð af snilld, jafnvel rímuð og stuðluð? Ja, er það sambærilegt? Ég spyr nú bara. En margir trúleysingjar hafa mætur á Passíusálmunum vegna rím- og stílsnilldar. Boðskapurinn skiptir þá engu.


Daníel - 06/05/04 11:46 #

Sem er nú reyndar mjög merkilegt miðað við hvað mörg kvæðanna eru klúðurslega orðuð og mikill leirburður. Það reynast reyndar góðir kviðlingar inn á milli. En þetta er náttúrulega bara misjafn smekkur manna og víst finnst mörgum skýrum þetta vel ort þó þeir séu ekki sammála innihaldinu.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?