Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Opið bréf til guðs

Kæri guð

Ef þú ert til þá væri ég til í að þú svaraðir nokkrum spurningum fyrir mig. Ég geri mér grein fyrir því að ef þú ert til þá hefur þú vafalaust mikið að gera en væntanlega ertu með einhverja aðstoðarmenn eins og ráðherrar hafa. Það er meinalaust af minni hálfu að þeir svari fyrir þig, að sjálfsögðu í samráði við þig. Ef þú ert til ertu vafalaust orðinn leiður á því að svara spurningum eins og af hverju verða stríð, af hverju er fólkt fátækt o.s.frv. Ég ætla því ekki að þreyta þig, ef þú ert til, á slíkum spurningum heldur á öðrum sértækari.

Spurning 1: Ef þú ert til, átt þú þá kirkjuna sem stofnun?

Spurning 2: Ef þú ert til, og átt kirkjuna, er það þá rétt skilið að fólkið eigi ekki kirkjuna?

Spurning 3: Ef þú ert til, og átt kirkjuna en fólkið ekki, hefurðu þá hugsað þér að skrá kirkjuna á hlutabréfamarkað?

Spurning 4: Ef þú ert til, og átt kirkjuna en hefur ekki hugsað þér að skrá kirkjuna á hlutabréfamarkað, af hverju ekki?

Spurning 5: Ef að þú ert til, og átt kirkjuna, af hverju í andskotanum (afsakaðu orðbragðið) þarf þá fólkið að borga allt sem að viðkemur þessari kirkju þinni?

Spurning 6: Ef þú ert til, hvernig myndir þú bregðast við ef að ríkið tæki eignir þínar, svo sem Þingvelli, eignarnámi?

Spurning 7: Hefur þú fengið greiddan arð af eignum þínum?

Vonandi sérðu þér fært að svara þessum spurningum mínum. Það máttu gera hvort heldur sem er á opinberum vettvangi, hér á þessari síðu, eða með því að senda mér tölvupóst á netfangið freysi@hotmail.com ef þér finnst það þægilegra.

Með kveðju Freyr Rögnvaldsson, trúleysingi

Lifðu heill

Freyr Rögnvaldsson 03.05.2004
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Guð - 04/05/04 21:40 #

Sæll, afakaðu hvað ég svara seint en eins og þú veist þá er ég næstum því alltaf upptekinn svo það er erfitt fyrir mig að finna tíma til að svar bréfum frá fólki.

En þú varst með nokkrar spurningar og ætli ég geri ekki eins og góðum guði sæmir og svara þeim.

"Spurning 1: Ef þú ert til, átt þú þá kirkjuna sem stofnun?"

Ég er með öllum mönnum í anda þannig að tæknilega séð þá flokkast kirkjan sem mín eign sem og eign fólksins.

"Spurning 2: Ef þú ert til, og átt kirkjuna, er það þá rétt skilið að fólkið eigi ekki kirkjuna?"

Sjá svar fyrir ofan.

"Spurning 3: Ef þú ert til, og átt kirkjuna en fólkið ekki, hefurðu þá hugsað þér að skrá kirkjuna á hlutabréfamarkað?"

Eins og ég sagði áðan þá á ég kirkjuna með fólkinu. Já, ég hef hugleitt það að fara með kirkjuna á hlutabréfamarkað, því eins og þú veist, þá er ég alvitur og því gæti ég ekki tapað á hlutabréfabraski, nema ég vildi.

"Spurning 4: Ef þú ert til, og átt kirkjuna en hefur ekki hugsað þér að skrá kirkjuna á hlutabréfamarkað, af hverju ekki?"

Sjá svar fyrir ofan.

Spurning 6: Ef þú ert til, hverning myndir þú bregðast við ef að ríkið tæki eignir þínar, svo sem Þingvelli, eignarnámi?

Mér finnst að Þingvellir eigi að tilheyra íslensku þjóðinni, ekki kirkjunni.

"Spurning 7: Hefur þú fengið greiddan arð af eignum þínum?"

Eins og ég sagði í svari við fyrstu spurningu þá er ég með öllum mönnum í anda og þar með er allur arður sem menn fá líka minn arður.

En af hverju byrjar þú flestar spurningarnar á: "ef þú ert til".

Er ekki tilvera mín óumdeilanleg?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.