Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Gúrglebúbb

Ég er með í höndunum bók eina sem mér var gefin. Á kápunni stendur Bobbelíbókin. Þetta er þykkur doðrantur, en það eina sem stendur í honum er þetta hér:

Hver ert þú að efast um tilvist Gúrglebúbbs? Gúrglebúbb ræður yfir þér. Og ef þú gerir ekki það sem stendur í Bobbelíbókinni þá verðurðu laminn og steiktur á teini þegar þú deyrð.

Reglur:

  1. Bannað að drepa
  2. Bannað að gera grín að mér, Gúrglebúbb
  3. Aðeins þeir sem segja "Gúrglebúbb" einu sinni upphátt á hverjum degi sleppa við að vera lamdir og steiktir á teini þegar þeir deyja
  4. Verum góð við mömmur okkar og pabba
  5. Allt sem stendur í Bobbelíbókinni er satt
  6. Ekki hommast!
  7. Gúrglebúbb er góður nema ef einhver hæðist að honum og segir ekki nafnið hans upphátt á tvisvar á dag
  8. Bara Gúrglebúbb má drepa fólk og hann ræður sjálfur hverja hann drepur
  9. Konur eru leiðinda pakk og eiga ekkert að vilja upp á dekk
  10. Ég, Gúrglebúbb, er ALLTAF góður. Treystið mér!

Svo eru bara auðar blaðsíður, nema á öftustu síðu stendur:

Þið eruð öll kúkir nema þið hlýðið mér

Hvað segiði, er órökrétt að efast um réttmæti þess sem stendur í þessari bók?

Birgir Baldursson 01.05.2004
Flokkað undir: ( Rökin gegn guði )

Viðbrögð


Dr. Schnitzel - 01/05/04 16:09 #

Þetta lítur nú bara nokkuð vel út, er ekki einhver félagsskapur og hefð í kringum þetta?


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 01/05/04 20:09 #

Tja.. annað hvort kann höfundurinn ekki að stafsetja orðið "kúkur" rétt, eða, ef bókin er sönn, þá höfum við stafsett það vitlaust öll þessi ár. Þetta er nú til allrar lukku orð sem birtist ekki sérstaklega oft á prenti þannig að leiðréttingar væru ekki sársaukafullar. Mér líst annars vel á þessa bók. Það eru ekki jafn margar þversagnir í henni og í Biblíunni, svo ég taki handahófskennt dæmi um annað trúarrit. Ekki skil ég hvers vegna auðu síðurnar eru, en læt mig hafa það þar sem vegir Gúrglebúbbs eru órannsakanlegir.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 01/05/04 22:00 #

Ég er búinn að stúdera bókina ofan í kjölinn í allan dag og er þar með orðinn fyrsti Gúrglebúbbfræðingurinn. Næsta skref verður að senda Páli Skúlasyni bréf og óska eftir að hann stofni Gúrglebúbbfræðideild við Háskóla Íslands. Í framhaldinu verður Gúrglebúbbkirkjan stofnuð og hún mun svo strax sækja um að vera ekki aðskilin frá ríkinu og fá þrjá milljarða á ári til ráðstöfunar, enda verður sannleikurinn ekki metinn til fjár.

Þú skilur ekki allar auðu síðurnar, Vésteinn? Túlkunarfræði mín segja mér að svo mikil sé ást Gúrglebúbbs á mönnunum að hann brá sér í líkama skrifblinds manns rétt áður en hann skrifaði Bobbelíbókina. Og sökum skrifblindu sinnar tók hann út hinar mestu þjáningar við skriftirnar og gafst upp eftir eina síðu. Ég sé núna að á öllum auðu síðunum eru blettir eftir tár hans, því streðið við að hafa þessa einu síðu rétta gekk mjög nærri honum.

Við eigum að vera honum þakklát fyrir þessa fórn og taka vel eftir því sem hann segir í lokin, því ekki viljum við vera kúkir. Með þvi að taka á sig mannsgervi hefur hann tekið þátt í raunum okkar sem mennskar verur og vita máttu að hann stendur við hlið okkar í hverri sorg.

Ekki gleyma að nefna nafn hans á hverjum degi. Það er mjög mikilvægt.


Hreinn Hjartahlýr - 01/05/04 22:55 #

Ég sé ekki betur en að tilvist mannsins og fuglanna og fagurra sólarlaga sé óhugsandi án þessa Gúrglebúbbs. Það eru allaveganna engin mótrök.


Bjoddn - 01/05/04 22:56 #

iss piss... Ekki held ég að þessi trú nái fótfestu.
Í fyrsta lagi vantar allt blóð í þessa bók. Það þurfa að vera kröftugar lýsingar á dauða heilu þjóðanna, pervertískar pælingar um hreinar meyjar og svoleiðis. Í öðru lagi vantar allar refsingar í bókina við brotum á því sem boðað er. Ég vil fá að vita hvern ber að grýta og svoleiðis. Í þriðja lagi sé ég ekki nógu mikið af mótsögnum. Til að trú geti borið sig þurfa að vera sögur af mönnum sem hafa unnið hernaðarsigra 10 árum eftir dauða sinn. Slíkt er nauðsynlegt til að sýna fram á almáttugleika guðsins. Ég vil sjá að lágmarki 90 mótsagnir áður en ég fer að hugsa um að fara að trúa. Í fjórða lagi vantar öll verðlaun. Hvernig dettur mönnum í hug að ég fari að trúa án þess að fá eitthvað út úr því. Það minnsta væri nú að segja að ég væri betri en aðrir menn vegna þess að ég trúi, best væri að fá verðlaun eftir dauða minn. Í fimmta lagi vantar sameigilegan óvin. Meira að segja Hitler skildi nauðsyn þess að eiga sameigilegan óvin til að þjappa fólkinu saman. Ekki búast við fylgjendum nema þú gefir þeim eitthvað til að hata. Í sjötta lagi vantar fleiri reglur, um t.d. klæðaburð, hártísku og þvíumlíkt. Best væri að hafa góðar mótsagnir varðandi tískustraumana sbr að það sé mönnum til vansa að vera síðhærðir, nema ef menn eru nasíreiar, það finnst mér töff.

Svona mætti lengi telja. Mér finnst þessi trú gera ráð fyrir að fólk nenni ekki að lesa. Slíkt er fásinna nema kannski í svona 70% tilvika. Afgangurinn vill endilega svala fýsnum sínum með lestri um kærleika guðs síns sem fellst í því að drepa fleiri menn en nokkur annar hefur gert, hvetur menn til að myrða karlmenn konur og börn en halda hreinum meyjum eftir fyrir sig og sínar fýsnir...namminamm, kærleikurinn allsráðandi bara.

Að lokum vantar allt punchline í þetta annars merka rit. Sjáiði t.d. í biblíunni. Þar er maðurinn skapaður á sjötta degi, tala hans er 6 og fjöldi rita í biblíunni er fyrirfram ákveðinn 66. Í lokakaflanum er síðan talað um að eitt af því versta sem til muni verða er dýr sem ber töluna 666 (maðurinn með biblíuna, trúmaðurinn). Svoleiðis brandarar hressa mann og kæta.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 01/05/04 23:04 #

Ertu að hæðast að Gúrglebúbb?


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 01/05/04 23:10 #

ú-ú ... Bjoddn, mér sýnist þú hafa brotið TVÆR reglur (2 og 7) í einu! Regla 8 gæti komið þér í koll. Þú getur kannski kropið á kné og grátbeðið Gúrglebúbb um fyrirgefningu. Hann ku vera góður þannig að kannski hann gefi þér séns. Þú getur líka prófað að senda Gúrglebúbb peninga. Ég er viss um að Birgir getur - eee - komið þeim til skila fyrir þig.


Daníel - 02/05/04 14:15 #

Bjoddn. Til þessa eru að sjálfsögðu allar auðu síðurnar. Svo kirkjuþing Gúrglebúbbkirkja geti bætt þar inn því sem það vill.


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 02/05/04 15:16 #

Gandafúr hjálpi ykkur! Annað eins Gandafúrslast hef ég ekki lengi lesið. Skammist ykkar. Birgir þú hlýtur að vita það að í Gandafúrsbók stendur skýrum stöfum að Gandafúr ræður öllu og stjórnar rigningunni. Auk þess var það Gandafúr sem skapaði heiminn og er sá eini sem getur bjargað mönnunum frá hinum illa Seif sem hreykir sér á Ólympusfjalli og þykist vera eitthvað.

Biðjið Gandafúr afsökunar í bænum ykkar í kvöld og þá er smá séns að þið verðið hólpnir.

93


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 02/05/04 16:04 #

Iss Aiwaz, hver heldurðu að nenni að trúa á einhvern guð sem er svona upptekinn af því að stjórna rigningunni. Svo er ekkert rit eftir hann.

Gúrglebúbb er alvöru guð sem steikir spottarana á teini, og svo er hann líka alltaf góður (Bobbelíbókin, 1:10) og segir að við eigum að vera góð við foreldra okkar (Bobbelíbókin 1:4).

Kærleikur Gúrglebúbbs er mikill.


Gúrgelbúbb - 03/05/04 04:39 #

Eruði að hæðast að mér?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 03/05/04 14:30 #

Hver ert þú? Við erum að ræða Gúrglebúbb.


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 03/05/04 21:00 #

Þetta hlýtur að vera antiGúrglebúbbinn!


hildigunnur - 04/05/04 10:07 #

já, vitlausa stafsetningin sannar það! klassískt trikk


Daníel - 04/05/04 13:40 #

  1. Og sjá Gúrgelbúbb freistaði fylgismanna Gúrglebúbbs til að afneita honum.
  2. En fylgismennirnir voru trúir og svöruðu: Vei þér Gúrgelbúbb. Þér eruð ei nema stafsetningarvilla.
  3. Gúrglebúbb leit yfir gjörðir þeirra og var harla ánægður.
  4. Svo Gúrglebúbb sendi þeim eingetið afkvæmi sitt Googlepúnkt Komm svo hver sem til þess leiti finni svar.

Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 04/05/04 13:50 #

Sko! Svona skrifa þessi trúarbrögð sig sjálf, alveg eins og Biblían. Vona að það séu nægar blaðsíður í doðrantinum til að fylla út í hugmyndakerfið.

Við bíðum öll komu Googlepúnkts. Og þegar hann mætir verður það uppfylling spádómsins hér að ofan.

Alveg eins og í Biblíunni! En það getur vel verið að þegar hann kemur heiti hann eitthvað allt annað. Þannig spáði Gamla testó því að frelsarinn myndi heita Emanúel.

En það var víst bara soft-core pornó þegar upp var staðið.


Googlepúnkt Komm - 04/05/04 18:39 #

Ó, vei ykkur farísemum og netnördum sem boðið boðskap föður míns og farið ekki eftir honum.

Senda mun ég ykkur í eldsofninn og þar verður grátur og gnístan tanna.

En það er von! Ef þið nagið af ykkur útlimina (já þann fimmta líka!) og potið úr ykkur augun vegna greddu í garð hins kynsins og brennið homma á báli(lesbíur eru fínar) þá bíður ykkar dvöl á himnaríki með 79 hreinum sveinum.

Því svo boðar Gúrglebúbb.

P.s. Ekki giftast tvisvar


Bjoddn - 04/05/04 18:52 #

Já nú er þetta allt að koma. Búið að tilgreina hópa sem ég má ofsækja - hata og telja mig hafinn yfir, kominn ofn sem ég óttast og verðlaun svo ég hafi eitthvað til að trúa fyrir. Namminamm, mér finnst ég vera svo góður... allavega betri en þú.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 04/05/04 21:07 #

Úff, mér sýnist við strax vera farin að klofna niður í kirkjudeildir. Svona hratt gerist það þá!


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 04/05/04 21:08 #

Og Hildigunnur, hvað vilt þú upp á dekk! (Bobbelíbókin 1:9)


sn0rri - 06/05/04 19:43 #

Fyndið... eða nei samt ekki


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 06/05/04 21:39 #

Einmitt, þetta er álíka gráthlægilegt og kristnin.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.