Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Aðskilnaður borgar og kirkju

Á baksíðu Fréttablaðsins í dag er auglýsing frá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur um Fjölskylduhátíð á sumardaginn fyrsta í öllum hverfum borgarinnar. Frábært ekki satt? Skoðum dagskránna aðeins.

Í fjórum af sex hverfum borgarinnar eru guðþjónustur og helgistundir hluti af hátíðarhöldunum, skrúðgöngur fara frá kirkjum eða að kirkjum. Hvernig stendur á því að ÍTR telur það vera hlutverk sitt að fylla bekkina í kirkjum borgarinnar? Sumardagurinn fyrsti er ekki kristilegur hátíðisdagur, hann er úr heiðnum sið og þjóðkirkjan hefur ekki gert stórkostlegar tilraunir til þess að kristna hann, allavega ekki fyrr en núna.

Hvers vegna telur borgin nauðsynlegt að auglýsa stofnun sem nýtur þegar gríðarlegra ríkisstyrkja? Þetta er augljóslega gróf móðgun við trúleysingja og þá sem aðhyllast ekki þjóðkirkjukristni. Miðað við nýlega könnun Fréttablaðsins þá er allavega þriðjungur landsmanna sem ekki trúir kenningum þjóðkirkjunnar og það þýðir að stór hluti borgarbúa sem eru afgangsstærð í hugum forsvarsmanna ÍTR.

Þetta er mismunun, mismunun á grundvelli trúarskoðana og slíkt brýtur gegn stjórnarskránni. Við hljótum að krefjast þess að ÍTR hætti þessari mismunun og taki tillit til þess að Reykjavík er fjölmenningarsamfélag þar sem ótal trúarskoðanir er að finna.

Óli Gneisti Sóleyjarson 21.04.2004
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 21/04/04 12:36 #

Ég spurði í fyrra: Hvað gerðið Jesús sumardaginn fyrsta.

Í Seljahverfi endaði skrúðgangan í Kirkjunni þar sem haldin var Gvuðsþjónusta! Eftir það hófst skemmtun. Finnst fólki þetta eðlilegt?
Þetta er glórulaust - menn gera sér bara ekki grein fyrir því.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 21/04/04 12:49 #

Ég heyrði í fréttum í gær að kröftug bæn muni hljóma um Reykjavíkurborg á Sumardaginn fyrsta. Margar kirkjudeildir og kristnir hópar munu fara um bæinn og gaula bænir á blasti.

Sagði ekki frelsari þeirra að maður ætti að biðja í kyrrþey? Getur þetta fólk ekki bara beðið heima hjá sér í staðinn fyrir að vera áreita samborgara sína með þessu galdravæli á degi sem hefur ekkert með kristni að gera?

Þetta er ekkert annað en frekja og yfirgangur.


Hreinn Hjartahlýr - 21/04/04 15:59 #

Ég heimta sameiningu íþróttahreyfingarinnar og kirkjunnar. Þá ætti landsliðið loksins að ná árangri. Nú er bara að biðja fyrir fallegri mörkum á Íslandsmótinu. Af hverju haldiði að múslimar hafi aldri unnið HM í fótb? Hverjum heldur guð með í fótbolta? Nú brasilíu auðvitað. Þess vegna eiga þeir sætustu kærusturnar.


Morgana - 22/04/04 23:10 #

Fín ábending. þannig er mál með vexti að ég er heiðin og vinn hjá ÍTR. Sá í dag í seljahverfinu einmitt að þegar skrúðgangan fór framhjá hólmaseli að kirkjunni að tæpur helmingur fólks beygði til vinstri upp að tjörninni en hinn helmingurinn til hægri til kirkjunnar. Þeir sem ekki fóru í kirkjuna fengu skemmtunina mikið fyrr en hinir kristnu íslendingar! Þeir fengu pylsur og gos og þurftu ekki að bíða í röð!!!! Húrra fyrir þeim sem fara ekki í kirkju á sumardaginn fyrsta!!! Fór svo á blót hjá ásatrúarfélaginu um kvöldið....

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.