Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Tugmilljónaskuld þjóðkirkjunnar?

Í kjölfar greinaskrifa minna um ólöglegar fermingar þjóðkirkjunnar hefur þeirri spurningu verið velt upp hvaða þýðingu þessar upplýsingar hafa. Hvaða áhrif hefur þetta á þá sem voru fermdir ólöglega? Væntanlega er einfaldast að velta fyrir sér peningahliðinni.

Prestar í fjölmennum sóknum raka að sér peningum fyrir að sjá um fermingar. Nú þegar það kemur í ljós að fermingarnar voru framkvæmdar ólöglega þá hlýtur það að vekja upp spurningar um endurgreiðslu. Við hljótum að vera að tala um a.m.k. tugmilljónir króna.

Hvernig hyggst þjóðkirkjan taka á þessum endurgreiðslum? Líklega er hér komið verkefni fyrir röggsaman lögfræðing. Það ætti að vera lítið mál að finna viljuga skjólstæðinga (hér á Vantrú eru væntanlega nokkrir) og þá standa peningakistur þjóðkirkjunnar opnar.

Ef einhverjum finnst þetta kaldlynt hjá mér þá bendi ég einfaldlega á að það hefur verið gróf vanræksla í gangi hjá þjóðkirkjunni í áratugi. Annað hvort hafa þeir ekki vitað af lögunum eða þá að þeir hafa hunsað þau, hvoru tveggja hlýtur að gefa í skyn að biskuparnir hafi ekki verið starfi sínu vaxnir.

Stóra spurningin í þessu máli er kannski sú hvort Helgi Hóseasson hafi verið fermdur áður en hann varð fullra 14 ára (hann er fæddur í nóvember) og hvort hann muni slást í hóp þeirra sem kæra kirkjuna.

Óli Gneisti Sóleyjarson 16.04.2004
Flokkað undir: ( Helgi Hóseasson , Kristindómurinn )

Viðbrögð


Jósef H. G. - 16/04/04 14:36 #

Sæll Óli Gneisti.

Þarna er ég þér algerlega sammála. Kirkjan og kristin trú, hafa verið notuð sem stjórntæki alla tíð. Og allt kostar þetta peninga auðvitað. Þetta hefur ekkert með einhvern himnafaðir að gera, heldur engöngu enn einn tákngervingur kristninnar. Það er löngu kominn tími til að rísa gegn þessu ofstæki. Og setja mannkynið á hærra plan. TAKK!


joi stori - 16/04/04 16:23 #

já kirkjan er eina fyrirbærið í milljónaskuld...


Sveinn Ó. Kristinn - 16/04/04 16:32 #

Varða ýmis önnur verk og boðskapur kirkjunnar ekki við fleiri lög? Hvað með loforð um eilíft líf í paradís þeirra himnafeðga? Þetta hljómar grunsamlega og kirkjan getur seint sannað að "viðskiptavinir" hennar fái yfirhöfuð nokkuð fyrir sinn snúð. Er þarna ekki um að ræða vörusvik? Vita Neytendasamtökin af þessu?


joi stori - 16/04/04 16:54 #

í einhvers bænum ákveddu þig hvort þetti eigi að vera heimasíðu kirkjumál eða hvort guð sé til eða ekki...því þetta styður ekkert mál þitt hvort guð sé til, ef þetta er satt þá styður þetta frekar að manneksjan er ekki nógu sniðug!


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 16/04/04 17:04 #

Jói, þessi vefur tekur á málum sem tengjast trú, þetta fellur vel innan þeirrar skilgreiningar. Ef þér finnst þessi grein ekki passa þá geturðu bara sleppt því að lesa hana.


joi stori - 16/04/04 17:34 #

þetta segir samt ekkert um hvort guð sé til...þú ert meira að setja út á fólk almennt en hvort guð sé til!


joi stori - 16/04/04 17:36 #

ég er trúaður, margt sem ég hef lesið hér um kirkjuna ef það er satt er ekki alveg nógu sniðugt, þá breytir ekki trú minni á guð...eins og ég segi ef þetta er satt þá tek ég minna mark á manneskjunni!


Kalli - 16/04/04 19:23 #

Að okkar mati sköpuðu manneskjur kristni (og trú almennt), þar með eru árásir á þá menn sem viðhalda kristina trú mjög réttlætanlegar. Skipulögð trúarbrögð og stofnanir sem byggðar eru á þeim eru miklu verri í mínum huga heldur en hvort einhver Jói útí bæ kýs að trúa á yfirnáttúrulega veru (sem er að sjálfsögðu ekki til :) svo í stuttu máli þá er tilgangur þessa vefs mun meiri heldur en að reyna að fá fólk til að ganga í andsöfnuðinn okkar.


Heiða - 17/04/04 16:17 #

Kalli sagði að vegna þess að fólk hefði skapað kristni væru árásir á fólk sem viðheldi henni mjög réttlætanlegar. Ég trúi ekki á "guð" en það þýðir ekki að ég hafi ekki neina virðingu fyrir skoðunum og trú annarra... Er enginn séns á að þeir sem eru að viðhalda kristninni séu trúaðir og vilji stofna samtök til að hjálpa öðrum sem vilja trúa? Það er bara mjög svipað og þið gerið... stofnið samtök fyrir þá sem trúa ekki.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 17/04/04 16:49 #

Heiða, endilega kíktu á þetta og þetta.


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 17/04/04 17:12 #

Ég ber virðingu fyrir fólki og þykir meira að segja vænt um það og einmitt þess vegna vil ég leggja mitt af mörkum að leysa fjötrana af úlnliðum þess og losa klútana sem eru fyrir augum þeirra. Það lýsir ekki virðingu að láta meðbræðurna lifa í lygavef blekkinga og ranghugmynda. Það lýsir hins vegar væntumþykju að hjálpa þeim að losna úr slíku. Árásum á fólk er ág á moti, en heilbrigð, málefnaleg gagnrýni skaðar engan.


Kalli - 19/04/04 10:33 #

Jú, ég er mjög sammála því að virða skuli skoðanir annarra, en það eru takmörk þar eins og allsstaðar, og þessir aðrir eru að sóa pening okkar og ljúga að okkur (viljandi eða óviljandi)...þeir eru eins og verstu stjórnmálamenn...

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?