Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Gleðilega ...pesakh?

Eins og svo margt annað eignaði kristna kirkjan sér páska, sem voru upprunalega til í heiðni og gyðingdómi, sem og hjá Hebreum fyrir gyðingdóm, löngu fyrir daga Móse. Páskar voru þá haldnir til að fagna fæðingu fyrstu lambanna og voru einskonar uppskeruhátíð hirðingja, sem Hebrear voru. Páskalambið var þá borðað með viðhöfn líkt og Jesús gerði síðar með lærisveinum sínum, en gyðingurinn Jesús var einmitt krossfestur á páskahátíð gyðinga í Jerúsalem.

Ekkert í nýja testamentinu bendir til þess að haldið hafi verið upp á páska, fyrstu kristnu mennirnir tóku margt úr gyðingdómi og héldu því mörgum siðum og venjum gyðinga. Páskar eru reyndar elstir kristinna hátíða en fyrst var einungis haldið upp á upprisudaginn. Loks á 4. öld voru dagarnir orðnir 8, eins og aðrar stórhátíðir að hætti gyðinga. Eftir sem aldir liðu var það talið óhóf að hafa svo marga daga og efnahagslega nauðsynlegt að fækka þeim.

Í Evrópu blönduðust hinir ýmsu fornu siðir í hátíðina, enda vorhátíð haldin á þessum tíma frá örófi alda. Enska og þýska nafn hátíðarinnar (Easter og Ostern; sem þýðir austur, átt sólarupprisunar) eru einmitt tilkomin af þessari fornu vorhátíð.

Ástæðan fyrir því að á Íslandi hafi verið lítill vorhátíðarsvipur í gegnum tíðina á páskahaldinu er talin sú að við eigum aðra eldri vorhátíð, sem er sumardagurinn fyrsti. En kannski er hluti af ástæðunni einnig sú að vorið kemur síðar hér en annars staðar í Evrópu.

Sú staðreynd að upprunalega var þessi dagur ekki haldin til heiðurs Jesús þýðir þó ekki að óviðeigandi hafi verið af kristinni kirkju að eigna sér þessa hátíð eins og gæti sagst um svo margar aðrar. Jesús var jú krossfestur þá og er undarlegt að ekki skuli hafa verið talað um hátíðarhöld í sambandi við himneska fæðingu frelsarans í nýja testamentinu.

Á Íslandi er þó lítill trúarlegur bragur á páskum, sem betur fer, eins og virðulegur skoðanabróður fjallar um í páskahugvekju sinni. Með þetta í huga er spurning um að borða súkkulaði í óhófi, enda virðast þeir siðir sem minnst hafa að gera með kristni lifa bestu lífi.

Heimildir:
Saga Daganna e. Árna Björnsson
Saga Páskanna
Vísindavefur Háskóla Íslands

Karl Jóhann 12.04.2004
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Bjoddn - 12/04/04 02:43 #

Páskar voru þá haldnir til að fagna fæðingu fyrstu lambanna og voru einskonar uppskeruhátíð hirðingja, sem Hebrear voru.

Nú er ég alveg ruglaður. Ég hélt alltaf að páskar gyðinga hefðu eitthvað að gera með Egyptaland, plágur og Móse... að menn væru að minnast þess er guð drap elstu syni egypta en þyrmdi gyðingum eða eitthvað þvíumlíkt. En alltaf lærir maður eitthvað nýtt :)

Í 12 kafla 2. Mósebókar er talað um páska Drottins. Þá áttu menn víst að drepa hrút og smyrja blóði á dyrastafi hjá sér til að merkja hús gyðinga í Egyptalandi svo að engill drottins mundi ekki drepa elsta barnið í húsinu. Það kallaði drottinn páska og menn áttu síðan að minnast þessa kynslóð eftir kynslóð, borða lambakjöt með allskonar tilfæringum og svona til að muna eftir þeim degi er guð drap fullt af saklausum krökkum því þeir áttu egypska feður, sem og þeim sama degi er Móse lagði af stað með liðið frá Egyptalandi..

Endilega kíkja á 2. mósebók, 12. kafla :)


Kalli - 12/04/04 11:18 #

Einmitt, þetta er það sem gyðingar kalla "passover", þegar guð fór yfir bæinn og svo framvegis...en upprunin er samt eldri og orðið páskar er komið úr þessari fornu vorhátíð Hebrea. Já, alltaf lærir maður eitthvað nýtt ;)


dídí - 12/04/04 16:35 #

Hvað ertu að segja okkur með þesssari grein eiginlega? Það er búið að breyta þessu, so what? Ertu kannski ekki til í að koma og fagna smá fæðingu lambanna? Hlutir breytast kallinn.


Bjoddn - 12/04/04 16:53 #

Það sem ég les úr þessari grein dídí, er að kristin trú er í raun samansull af auglýsingabrellum til að auka við hana fylgi. Menn hafa tekið sér hátíð hér og verðlaun þar til að auglýsa trúna upp. Þessar hátíðir og verðlaun koma annarsstaðar frá og finnst mér gott framtak að upplýsa fólk um slíka hluti. Ég t.a.m. vissi ekki að páskar hefðu verið haldnir sem hátíð fyrir tíma gyðingdóms en nú veit ég það. Slík vitneskja rýrir gildi páskanna fyrir mér þar sem þeir eru í raun ekkert annað en gamlir siðir sem sífellt eru færðir í nýjan búning eftir því hvað hentar á hverjum stað og tíma. Slíkir siðir hafa því ekkert með trú að gera annað en auglýsingagildið.

Ef hlutirnir breytast, þá er það ekki bara só what því guðs orð á að standa að eilífu. Ef svona hlutir taka breytingum, þá er guð annaðhvort bara platari, eða þá að hann er einfaldlega ekki til, nú eða þá að þeir sem fyrir slíkum hlutum standa eru hræsnarar og vitleysa hjá fólki sem vill sýna sínum guði virðingu að fara eftir slíkum mönnum.


Kalli - 12/04/04 17:24 #

Þakka þér Bjoddn fyrir mjög svar. En Dídí, af hverju þarf ég að vera að segja eitthvað með þessari grein? Kannski vill ég bara fræða fólk um sögu páskanna til þess að þau viti hvaðan siðir þeirra eru komnir, að minnsta kosti hef ég áhuga á slíku.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.