Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Flaggað fyrir trúfrelsi?

islfan.gifEllefu sinnum á ári á að flagga við ríkisstofnanir, í fjögur skipti af þessum ellefu er tilefnið kristileg hátíð. Þessir helgidagar eru föstudagurinn langi, páskadagur, hvítasunnudagur (sem fæstir vita hvers vegna er yfirhöfuð haldið upp á) og jóladagur. Þetta þýðir að fjórum sinnum á ári, morgna og kvölds, þá fara ótal ríkisstarfsmenn (á launum hjá mér persónulega) á fætur snemma morguns til að flagga og snúa aftur fyrir sólarlag til að fjarlægja fánann.

Hver ætli sé kostnaðurinn af þessu? Þeir fá væntanlega stórhátíðarkaup fyrir þetta, kannski að það sé örlítið ódýrara föstudaginn langa af því ríkisstarfsmennirnir þurfa ekki að draga fánann nema hálfa leið upp.

Óli Gneisti Sóleyjarson 10.04.2004
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


dídí - 12/04/04 16:52 #

Verulega tilgangslaus grein.. Ég sé engan kostnað á því að hífa upp fána once in a while, ekki ef maður á eitt stykki fána, sem vonandi flestir eiga.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 12/04/04 16:58 #

Verulega innihaldslaust komment hjá þér. Útskýrðu fyrir mér af hverju ég á að borga fyrir það að minnast einhverra atburða sem ég tel að hafi aldrei gerst.


Úlfurinn - 13/04/04 13:00 #

Jo fanden rænde meg,ég held að þetta hafi nú gerst.En hvort það er ástæða til að flagga fyrir honum frekar en öðrum sakamönnum sem hafa verið teknir af lífi í gegnum tíðina,það er annað mál. En þess má geta í forbífarten að ég(og vonandi aðrir trúleysingjar)er á móti dauðarefsingum,sama hver glæpurinn er.En gæjinn frá Nasaret var auðvitað bullandi sekur um margvísleg afbrot. Það mætti kannski flagga fyrir öllum þeim sem hafa verið drepnir í Jesúnafni í gegnum tíðina?Kannski á Allrasálnamessu


Hr. Pez - 15/04/04 09:57 #

Ef eitthvað er hlýtur að vera enn dýrara en ella að flagga í hálfa stöng á föstudaginn langa, þar sem fyrst þarf að draga fánann alla leið upp, svo einn þriðjung af leiðinni niður, og hnýta. Og um kvöldið þarf að hífa hann upp aftur, svo niður. Svo verknaðurinn er enn meiri fyrir vikið. Ég er þó ekki svo viss um að það kosti okkur neitt meira fyrir vikið...

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?