Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Gvuðinn hans Theodórs

Ég hef gengið í nánu samfélagi við Guð í 23 ár og hef fengið mikið af ótrúlegum bænasvörum. Það er reyndar þannig að við erum oft hluti af bænasvarinu og þurfum oft að bera okkur eftir björginni. Sannleikurinn er samt sá, að "Guð hjálpar þeim sem biðja hann um það".

Þetta skrifar Theodór Birgisson um Gvuðinn sinn, hann hjálpar þeim sem biðja um það

En hvað segir þetta okkur um Gvuðinn hans Theodórs, þessa veru sem Theodór og fleiri trúa að sé til og vaki yfir þeim. Gvuðinn hans Theodórs hlýtur að vita af öllum sem þurfa á hjálp að halda, hann er víst alvitur. Hann hlýtur að geta hjálpað þeim, hann er jú almáttugur. Hann hlýtur að vilja hjálpa þeim, hann ku vera algóður.

En hann gerir það ekki. Gvuðinn hans Theodórs situr hjá, fróar sér yfir þjáningum fólks og bíður eftir að skríllinn ákalli hann og grátbiðji um hjálp. Hann hefur ekkert frumkvæði, hjálpar ekki þeim sem eru hjálpar þurfi heldur þeim sem fara á hnén með spenntar greipar.

Má ég þá frekar biðja um frasann Gvuð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir, því sá Gvuð er bara fullkomlega röklaus en ekki líka algjörlega siðlaus. Og þó.

11:00
Þess má geta að Theodór fjarlægði athugasemd (trackback) sem ég hafði sett á færsluna til að vísa á þessa grein, auk þess hefur hann lokað fyrir athugasemdir. Ég veit ekki hvort hann breytti færslunni að öðru leiti þar sem ég vistaði ekki upprunalegu útgáfuna. Athugasemdin sem birtist við færslu Theodórs leit svona út.

Gvuðinn hans Theodórs situr hjá, fróar sér yfir þjáningum fólks og bíður eftir því að skríllinn ákalli hann og grátbiðji um hjálp.

Matthías Ásgeirsson 02.04.2004
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Kvistur - 02/04/04 16:05 #

Ef Guð er orðið, er þá Theodór ekki að tala við sjálfan sig. Ef svo er, velur hann þá ekki bæði spurningarnar og svörin.


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 02/04/04 19:48 #

Hvað ef gvuðinn lét athugasemdirnar hverfa?


Snær - 03/04/04 14:47 #

Hvar eru nú hinir trúuðu?

Vantar einn eða tvo til þess að koma með athugasemdir, svona eins og "ég vona bara að guð hafi miskunn yfir ykkur þegar endirinn kemur".

Good times.


dídí - 08/04/04 02:45 #

"Hann hlýtur að geta hjálpað þeim, hann er jú almáttugur. Hann hlýtur að vilja hjálpa þeim, hann ku vera algóður. En hann gerir það ekki"

ótrúlegt hvað þú ert eitthvað viss í þinni sök, hvar færðu að vita svona hluti?


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 08/04/04 03:31 #

ótrúlegt hvað þú ert eitthvað viss í þinni sök, hvar færðu að vita svona hluti?
Hvaða hluti erti að tala um?

Áttu við eiginleika Gvuðs eða þá staðreynd að hann hjálpar ekki þeim sem sannarlega eru hjálpar þurfi?

Ef þú ert að tala um eiginleikana, þá er þetta einfaldlega það sem trúmenn nefna til sögunnar þegar þeir lýsa Gvuði, ég veit sem er að fyrirbæri með þessa eiginleika getur ekki verið til.

Hvernig veit ég að þessi Gvuð hjálpar ekki þeim sem eru hjálpar þurfi? Tja, ég fylgist með því sem er að gerast í heiminum.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.