Það er til siðs þegar eitthvað nýtt er tekið í notkun, jarðgöng, stofnun eða stærri byggingar, að biskupinn komi og fremji galdrasæringar. Markmiðið með þessu á auðvitað að vera það að yfirnáttúrlegir andar mæti á svæðið og haldi verndarhendi sinni yfir öllu klabbinu.
Karl Sigurbjörnsson mætti með fylgdarliði upp á Kárahnjúka þegar starfsemi var þar að hefjast, og hafði í frammi töfrabrögð ógurleg. Þetta átti að tryggja farsæla framkvæmd og blessun hins mikla anda á himninum á fyrirtækinu.
En hvað gerist? Banaslys, grafa hrapar og skemmist, tankbíll veltur, fótbrot í göngum og hvað eina. Verðum við ekki að senda töframanninn aftur þarna uppeftir? Hinir upphaflegu galdrar eru eitthvað farnir að dofna.
Svo væri ráð að senda gamla seiðkarlinn á endurmenntunarnámskeið í hvítagaldri.
Það var ballestin sem klikkaði á gröfunni,Guð var bara of seinn að grípa
Góð grein og smekklega sett fram. Þessir kyrkju-jarmarar eru ekki að standa sig í stykkinu.
Þú virðist ekki vita hvað er að Blessa, Birgir. Og þar sem talað er á móti göldrum í Biblíunni, hvernig getur þú þá kallað þetta galdra. Veistu hvað galdrar eru. Það er alls ekkert samasem merki á milli galdra og Blessunar. Þetta er tvennar ólíkar andstæður. Þegar menn blessa hluti eru menn að fela Guði hlutina og játa að þeir vilji víja hlutina í þágu Hans. Menn eru ekkert að tryggja neitt.
Þegar menn blessa hluti eru menn að fela Guði hlutina...
Semsagt galdrasæringar.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Úlfurinn - 27/03/04 11:00 #
Þeir slá ekki Gvendi góða við þessir nútíma töframenn.