Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Passía fórnarlamba kristninnar

Taxtar fyrir kristileg böðulsverk frá Þýskalandi gefnir út af erkibiskupnum í Köln árið 1757

 

 

Dalir

Alb.

1

Fyrir að rífa í sundur með fjórum hestum

5

26

2

Fyrir að lima mann í sundur

4

 

5

Fyrir að hálshöggva og brenna

5

26

7

Fyrir að kyrkja og brenna

4

 

8

Fyrir snöru og fyrir að hlaða köst og kveikja í

2

 

9

Fyrir að brenna lifandi

4

 

11

Fyrir að brjóta mann lifandi á hjóli

4

 

13

Fyrir að setja upp hjól, með líkamanum undnum á því

2

52

19

Fyrir að skera af hönd eða einstaka fingur, og fyrir að hálshöggva

3

 

20

Fyrir að brenna með heitu járni

1

26

22

Fyrir að hálshöggva og setja höfuðið á stöng

3

26

24

Fyrir að hálshöggva, vinda líkamann á hjóli og setja höfuðið á stöng

 5

 

28

Fyrir að svíða glæpamann fyrir aftökuna með glóandi töngum, - hver holdbruni

 

26

31

Fyrir að negla tungu eða hönd á gálga

1

26

42

Fyrir fyrsta stig pyndingar

1

26

44

Fyrir annað stig pyndingar, þar með talið að setja limi á eftir, með smyrsli á þá

2

26

Sama ár (1757) og þýska böðulsverðskráin var gefin út, þá var mikil hungursneið á Íslandi. Meðal annars misnotuðu sumir Þjóðkirkjuprestar þess tíma tækifærið til að okra á glorsoltnum lýðnum með því að selja mjöl gegn eignum fátæklinganna. Svo rammt hvað að þessu að Magnús Gíslason amtmaður þurfti að klaga þessa gjörninga til Kaupmannahafnar. Einnig bannfærði Finnur Jónsson biskup fólk sem í neyð át hrossakjöts í hallærinu. Biskup vildi frekar að fólk félli úr hungri en að gæða sér á hrossakjöti, því slíkt væri synd í augum Drottins. Þetta sama ár á Fróni voru þjófar hengdir sem aldrei fyrr af kristnum kærleik.

Nú streymir fólk í kvikmyndahús til að horfa á Passíu Krists með fullan munn af poppkorni. Það er raunalegt fyrir fólk sem hefur samvisku í að horfa á kristið fólk þakka Guði sínum Yahweh fyrir að hafa fórnað syni sínum á þennan hátt. Flestir vita að vegna kristni hafa tugir milljóna karla, kvenna og barna verið slátrað á grimmilegan hátt. Þannig varð meint saga um dauða eins Krists milljónum lifandi einstaklingum að fjörtjóni. Þessi fórnarlömb kristninnar þurftu mörg að þola skelfilegar þjáningar vegna helsjúkrar trúar. Í bókinni "Blekking og Þekking" eftir prófessor Níels P. Dungal er passía einnar konu þýdd beint upp úr bókum kirkjunnar á Spáni:

Blekking Þekking, bls. 440 - 445:


Af því að nákvæmar skýrslur eru til um þessar aðfarir skal hér getið orðrétt frásagnar, sem Lea (Lea: 1. c. 3. bindi bls. 24.) segir, að sé rétt vanaleg skýrsla og alls ekki af þeim ljótustu. Það er tiltölulega væg vatnspynding, þar sem aðeins var notuð ein skál af vatni, svo að ekki hefur farið nema lítri niður í sakborninginn. Það er kona, er Elvira del Campo hét, sem er undir ákæru fyrir Trúverndinni í Toledo 1568 fyrir að eta ekki svínakjöt og fara í hrein nærföt á laugardögum. Hún viðurkenndi þetta hvort tveggja, en neitaði allri villutrú, svo að hún var pynduð. Hinn 6. apríl er hún leidd fram fyrir rannsóknardómarana og fulltrúa biskups og skýrt frá, að ákveðið sé að pynda hana. Með þessa hættu fyrir augum er hún áminnt um að segja satt, en hún svarar því, að hún hafi þegar gert það. Þá var samþykktin um pyndinguna lesin. Konan féll á hné og beiddist að fá að vita, hvað þeir vilji, að hún segi. Síðan segir skýrslan:

Hún var borin inn í pyndingaklefann og henni sagt að segja sannleikann, en hún sagði, að hún hefði ekkert að segja.

Skipað var að afklæða hana og enn var hún áminnt, en hún þagði.

Þegar hún var orðin nakin, sagði hún : "Senores, ég hefi gert allt, sem um mig er sagt og ég ber falsvitni á móti sjálfri mér, því að ég vil komast hjá þessum ósköpum. Guð veit, að ég hefi ekki gert neitt".

Henni var sagt að bera ekki falsvitni á móti sjálfri sér, en að segja sannleikann. Byrjað var að binda handleggi hennar.

Hún sagði "Ég hefi sagt sannleikann. Hvað á ég að segja ?"

Henni var sagt að segja sannleikann og hún svaraði : "Ég hefi sagt sannleikann og hefi ekkert að segja".

Einn strengur var reyrður um handleggi hennar og hún áminnt um að segja sannleikann, en sagðist ekkert hafa að segja.

Þá æpti hún og sagði : "Ég hefi gert allt, sem þeir segja".

Henni var sagt að segja nákvæmlega hvað hún hefði gert.

Hún svaraði "Ég hef þegar sagt sannleikann". Síðan veinaði hún og sagði : "Segið mér, hvað þér viljið, því að ég veit ekki, hvað ég á að segja".

Henni var sagt að segja, hvað hún hefði gert, því að hún væri pynduð af því, að hún hefði ekki sagt það, og nú var skipað að vinda einn snúning upp á strenginn.

Hún æpti : "Losið mig, Senores, og segið mér, hvað ég á að segja : Ég veit ekki, hvað ég hefi gert. Drottinn minn, miskunnaðu mér syndugri"

Enn var snúið upp á

og hún sagði : "Losið mig dálítið, svo ég geti munað, hvað ég hefi að segja : Ég veit ekki, hvað ég hefi gert. Ég át ekki svínakjöt, af því að mér varð illt af því. Ég hefi gert allt. Losið mig og ég skal segja sannleikann."

Enn var skipað að snúa upp á strenginn

og hún sagði : "Losið mig og ég skal segja sannleikann. Ég veit ekki, hvað ég hefi að segja - losið mig í guðs nafni - segið mér, hvað ég á að segja - Ég gerði það, ég gerði það - þeir meiða mig, Senor - Losið mig og ég skal segja það".

Henni var sagt að segja það

og hún sagði : "Ég veit ekki, hvað ég hefi að segja - Senor, ég gerði það - ég hefi ekkert að segja - Ó, handleggirnir mínir, Losið mig og ég skal segja það".

Hún var beðin að segja, hvað hún hefði gert

og hún sagði : "Ég veit það ekki, ég át ekki af því að ég vildi það ekki".

Hún var spurð af hverju hún hefði ekki viljað það

og hún svaraði : "Æ, Losið mig - takið mig héðan og ég skal segja það þegar ég er komin héðan - ég sagði, að ég hefði ekki etið það".

Henni var skipað að tala

og hún sagði : "Ég át það ekki, ég veit ekki af hverju".

Enn var skipað að snúa upp á

og hún sagði "Senor, ég át það ekki, af því að ég vildi það ekki, Losið mig og ég skal segja það".

Henni var sagt að segja, hvað hún hefði gert á móti vorri heilögu, kaþólsku trú.

Hún sagði "Takið mig héðan og segið mér, hvað ég á að segja - þeir meiða mig - Ó, handleggirnir, handleggirnir mínir" Og þetta endurtók hún margsinnis og hélt áfram : "Ég man ekki - segið mér, hvað ég á að segja - Ó, hvað ég á bágt - Ég skal segja allt sem þið viljið, Senores - þeir eru að brjóta handleggina á mér - losið mig svolítið - ég gerði allt, sem sagt er um mig".

Henni var sagt að segja nákvæmlega, hvað hún hefði gert.

Hún sagði : "Hvað á ég að segja ? Ég gerði allt - losið mig, því að ég man ekki, hvað ég hefi að segja - sjáið þið ekki, hve veikluð kona ég er ? - Ó, ó, handleggirnir á mér eru að brotna".

Skipað var að herða enn á

og þegar það var gert æpti hún : "Ó ! Ó ! losið mig, því ég veit ekki, hvað ég á að segja. Ó, handleggirnir á mér - Ég veit ekki, hvað ég á að segja - ef ég vissi það skyldi ég gera það".

Skipað var að herða á strengjunum

og hún sagði : "Senores, hafið þið enga miskunn með syndugri konu ?"

Henni var svarað, jú, ef hún vildi segja sannleikann.

Hún sagði : "Senor, segið mér, segið mér það".

Strengirnir voru hertir aftur

og hún sagði : "Ég hefi þegar sagt, að ég hafi gert það".

Henni var sagt að segja nákvæmlega frá því

og þá sagði hún : "Ég veit ekki, hvernig ég á að segja það, Senor, ég veit það ekki".

Síðan voru strengirnir aðskildir og taldir og það voru sextán snúningar, og þegar snúið var upp á í síðasta sinn slitnaði strengurinn.

Síðan var skipað að setja hana á stigann (potro).

Hún sagði : "Senores, af hverju viljið þið ekki segja mér, hvað ég á að segja ? Senor, látið mig á gólfið - hefi ég ekki sagt, að ég gerði það allt ?"

Henni var sagt að segja það.

Hún sagði : "Ég man það ekki - takið mig héðan - ég gerði allt, sem þið sögðu" Hún sagði : "Senor, eins og ég hefi sagt yður, veit ég það ekki fyrir víst. Ég hefi sagt, að ég gerði allt, sem vitnin segja".

Henni var sagt að segja nákvæmlega, hvað vitnin höfðu sagt.

Hún sagði : "Ég veit það ekki. Ó, ó, þeir eru að rífa mig í stykki - ég hefi sagt, að ég gerði það - sleppið mér".

Henni var sagt að segja það.

Hún sagði : "Senores, það hjálpar mér ekkert að segja, að ég hafi gert það og ég hefi játað, að það sem ég hafi gert hefur komið mér út í þessar kvalir. - Senor, þér vitið sannleikann - Senores, í guðs nafni hafið miskunn með mér. Ó, Senor, takið þetta af handleggjunum á mér - Senor, losið mig, þeir eru að drepa mig".

Hún var bundin á stigann með strengjunum, hún var áminnt um að segja sannleikann og skipað var að herða á strengjunum með stöngunum (garrotes).

Hún sagði : "Senor, sjáið þér ekki, að þessir menn eru að drepa mig ? Senor, ég gerði það - í guðs nafni sleppið mér".

Henni var sagt að segja það.

Hún sagði "Senor, minnið mig á það, sem ég vissi ekki - Senores, hafið miskunn með mér - sleppið mér í guðs nafni - þeir hafa enga meðaumkun með mér - ég gerði það - takið mig héðan og ég skal muna það sem ég get ekki hér".

Henni var sagt að segja sannleikann, eða hert yrði á strengjunum.

Hún sagði : "Segið mér, hvað ég á að segja, því að ég veit það ekki - ég sagði, að ég vildi ekki eta það - ég veit bara að ég vildi ekki eta það" og þetta endurtók hún margsinnis.

Henni var sagt að segja, af hverju hún vildi ekki eta það.

Hún sagði : "Af þeirri ástæðu, sem vitnin segja - ég veit ekki, hvernig ég á að segja það - bágt á ég að geta ekki sagt það - ég sagði, að ég hefði gert það og guð minn, hvernig get ég sagt það? Síðan sagði hún, að þar sem hún hafi ekki gert það, hvernig geti hún þá sagt það - "Þeir vilja ekki hlusta á mig - þessir menn vilja drepa mig - sleppið mér og ég skal segja sannleikann".

Hún var enn áminnt um að segja sannleikann.

Hún sagði : "Ég gerði það, ég veit ekki, hvernig ég gerði það - ég gerði það af því sem vitnin segja - sleppið mér - ég er örvita og veit ekki, hvernig ég á að segja það - losið mig og ég skal segja sannleikann".

Síðan sagði hún : "Senor, ég gerði það, ég veit ekki hvernig ég á að segja það, en ég segi það eins og vitnin segja það - sleppið mér héðan - senor, eins og vitnin segja, svo segi ég og játa það".

Henni var sagt að lýsa því.

Hún sagði : "Ég veit ekki, hvernig ég á að segja það - ég man ekki neitt - Drottinn, þú veist, að ef ég vissi, hvernig ég ætti að segja nokkuð annað, mundi ég gera það. Ég veit ekkert meira en að ég gerði það og guð veit það".

Hún sagði margsinnis : "Senores, Senores, ekkert hjálpar mér. Þú, Drottinn, heyrðu að ég segi sannleikann og get ekki sagt neitt meira - þeir eru að rífa sálina út úr mér - skipið þeim að losa mig".

Síðan sagði hún: "Ég sagði ekki, að ég hefði gert það - ég sagði ekkert meira".

Síðan sagði hún : "Senor, ég gerði það til að fylgja lögmálinu".

Hún var spurð, hvaða lögmáli.

Hún sagði : "Lögmálinu, sem vitnin segja - ég lýsi því öllu, Senor og man ekki hvaða lögmál það var - Ó, að móðir mín skyldi nokkurn tíma eiga mig".

Hún var spurð, hvaða lögmál hún meinti og hvaða lögmál vitnin ætti við. Þessi spurning var hvað eftir annað endurtekin, en hún þagði og sagðist loks ekki vita það. Henni var sagt að segja sannleikann, eða hert mundi vera á strengjunum með stöngunum (garrotes), en hún svaraði engu. Skipað var að herða enn um einn snúning á strengjunum og hún áminnt að segja, hvaða lögmál það væri.

Hún sagði : "Ef ég vissi, hvað ég á að segja, mundi ég gera það. Ó, senor, ég veit ekki, hvað ég á að segja - Ó, Ó, þeir eru að drepa mig - ef þeir vildu segja mér hvað - Ó, senores! Ó, hjartað í mér!"

Síðan spurði hún, af hverju þeir vildi að hún sagði það, sem hún gæti ekki sagt og veinaði hvað eftir annað : "Ó, hvað ég á bágt". Síðan sagði hún: "Drottinn er til vitnis, að þeir eru að drepa mig, án þess að ég geti játað".

Henni var sagt, að ef hún vildi segja sannleikann áður en vatninu væri hellt, skyldi hún gera það og létta á samvisku sinni.

Hún sagði, að hún gæti ekki talað og að hún væri syndari.

Síðan var kveikurinn settur í kok hennar og hún sagði : "Takið það í burt, ég er að kafna, og ég er veik í maganum".

Síðan var ein kanna af vatni látin renna niður og henni að því búnu sagt að segja sannleikann.

Hún beiddist skrifta, sagðist vera að deyja. Henni var sagt, að pyndingunni mundi verða haldið áfram þangað til hún segði sannleikann og hún var áminnt um að gera það, en þótt hún væri spurð hvað eftir annað, sagði hún ekki neitt. Trúverndarinn sá, að hún var orðin örmagna af pyndingunum og skipaði, að þeim skyldi hætt.

Þessir sannleiksleitendur höfðu lært ýmsan sannleika i starfi sínu og þar á meðal þann, að þegar maður hafði verið píndur þannig til óbóta, var hentugra að láta nokkra daga líða, áður en hann væri pyndaður aftur, því að þá væri hann viðkvæmari, þegar sárin væri að byrja að gróa. Fjórum dögum seinna var þessi kona aftur pynduð. Hún féll saman þegar hún var afklædd og beiddist miskunnar. En þegar allar hinar fyrri pyndingar voru endurteknar á helaumum líkama hennar urðu svör hennar ruglingslegri en áður og þegar hún var aðfram komin gátu kvalarar hennar loks fengið út úr henni játningu um, að hún væri Gyðingatrúar.

Það hörmulegasta við allar þessar aðfarir var það, að þær áttu alls ekki neitt skylt við neina sannleiksleit. Menn játuðu það, sem þeir áttu að játa, þegar pyndingarnar gengu fram úr hófi. Kirkjan færir það fram sér til afsökunar, að allar játningar pyndingaklefans hafi orðið að staðfesta innan sólarhrings, utan pyndingaklefans. Og það er rétt. En sá er hængurinn á þeirri afsökun, að ef þeirri játningu bar ekki saman við hina, þá varð að pynda upp á nýtt, því að annars lá málið ekki ljóst fyrir. Og sú yfirlýsing, sem rétturinn heimtaði, að játning þessi væri gefin án ótta við pyndingu, var ekkert annað en vísvitandi lygi, því að ef játningin var afturkölluð, vissi sakborningurinn, að það þýddi nýja umferð í pyndingaklefanum. Það hét þá ekki, að pyndingarnar væri endurteknar, heldur var þeim aðeins haldið áfram.

Frelsarinn 22.03.2004
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Eyþór - 23/03/04 15:15 #

Já, væri það ekki æðislegt ef við lifðum í trúlausum heimi, tryðum bara t.d á sjálf okkur. Þessar trúir (gildir einu hvers lags)eru mannkyninu bara til trafala!


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 23/03/04 16:02 #

Eimen tú ðatt!


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 29/03/04 17:58 #

Góð bók, skuggalegur kafli.Kristni er á miskilningi byggt, trúarlegt röfl hjá málglöðum manni með sólsting sem sagðist hafa séð sýn Jesús. Páll var sjúkur á geði. Tilgangur með þessum pyntingum? Til að drepa og slá eignarhald á eignir villutrúarmannsins...


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 09/04/04 18:58 #

Mér finnst ærin ástæða til að kenna í brjósti um þessa konu. Ég hefði líklega verið lagður á hjól og steglu líka þar sem ég ét ekki venjulegt alisvínakjöt. Pyndingar og píslir sem fólk hefur þurft að þola í gegn um tíðina í nafni trúarinnar eru samt ekki trúnni að kenna og þótt maður kenni í brjósti um Jesú fyrir hans píslir, þá þýðir það ekki að maður eigi ekki eftir neina meðaumkvun fyrir fólk eins og þessa konu. Meðaumkvun er ekki eitthvað sem minnkar eftir því sem maður lætur hana í ljós; það að sýna einum meðaumkvun skerðir ekki meðaumkvunina sem er eftir handa næsta manni sem á hana skilda. Þeir sem ábyrgir eru fyrir pyndingum í katakombum dómkirkna miðalda, eða fyrir blóði drifnum krossferðum, eða fyrir grimmúðlegu "trúboði" eða nornabrennum, eru ekki Jesús og lærisveinarnir. Þeir sem framkvæma verknaðinn eru þeir sem eru sekir; rannsóknarrétturinn og glæpir hans eru ekki glæpir Jesú heldur rannsóknardómaranna og hinnar stofnanavæddu, kaþólsku kirkju. Mér þykir vafasamt að sverta boðskap Jesú með því að spyrða hann saman við glæpamenn og níðinga. Jesús hafði nú þrátt fyrir allt boðskap sem nokkuð er til í, þótt hann hafi ekkert einkaleyfi á honum. Það er til fjöldinn allur af trúarbrögðum sem boðar mannkærleik, fyrirgefningu og svo framvegis, en Jesús er ekkert síðri en aðrir sem halda því fram. Þótt ritningin blandi saman við það þvaðri um guð, má vel hugsa sér að það sé útúrsnúningur, líkingamál eða jafnvel einföldun svo fólk skilji það betur. Þannig að, mín meðaumkvun er með Jesú, með Elvíru þessari, og með öðrum sem þjást saklausir.


Satan - 10/04/04 00:54 #

Ég skal ekki segja um Iesus, en hatur mitt beinist að fyrirtækinu "Kyrkja" og þeim sálsugum sem þar stjórna. Þetta fyrirtæki hefur í gegnum tíðina valdið þvílíkri afturför í þróun lækninga, hungursneið meðal fátækra, stöðnun í vísindum, kynferðisglæpum á nunnum og ungum drengjum, yfirhylmingu glæpamanna og svo náttúrulega þjóðarmorðum og þjóðhreinsunum... o.s.frv. Þessir verknaðir hafa verið stundaðir beint af kyrkjunni og svo að sjálfsögðu allur hinn óhroðinn sem er gerður í nafni kristninnar.

Í dag standa menn frammi fyrir okkur sem kalla sig "kirkjunnar menn" og gætu sagt " Já við vitum að við erum í þessari stöðu í dag vegna þess að forverar okkar rændu, kúguðu og terroríseruðu fólkið í landinu. Við vitum að kirkjan efnaðist með stuldi á landi og fé landsmanna. Við viðurkennum að við sjálfir förum ekki eftir þeim kenningum sem við erum að boða, en við getum haft lifibrauð af því að halda áfram að jarma um háfleigar hugsjónir og fólkið í landinu virðist enn gleipa við þessu, svo við höldum bara áfram."

Kirkjan er hriðjuverkasamtök sem hafa náð völdum og hafa þróað aðferðir sínar. Meðlimir þessara hriðjuverkasamtaka eru út um allt í kringum okkur og í sjónvarpinu. Þessir menn hafa komist til valda vegna glæpa gegn mannkyninu og hérna kemur svo rúsínan í pylsuendanum. Hvernig bregst fólk við út um allan heim. ÞAÐ FYLGIR ÞEIM. Hér á nútíma Æslandi er erum við svo aftarlega á merinni, eiginlega alveg í görninni með þessi mál að það er ekki enn búið að aðskylja ríkið og kyrkjuna. Börn sem fæðast í þessu landi eru sjálfkrafa skráð í þessi hriðjuverkasamtök og ef fólk flytur milli landshorna er hætta á að þú verðir sjálfkrafa skráður í samtökin. Flestir vaxa einhverntíma úr grasi og komast að sannleikanum um kirkjuna og hvernig hriðjuverkasamtökin komust til valda. Hvernig bregst fólk við? Það bregst ekki við! Það finnst mér alveg óskiljanlegt.

Er Göbbels-tæknin málið ("ef þú lýgur nógu oft að fólkinu þá trúir það á endanum"). Er meirihluti fólksins í þessu landi að gleipa við þessari hræsni.

Einhvernstaðar stendur "Fólk er fífl"


didi - 12/04/04 17:27 #

og þú ert eitt þeirra

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.