Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Passíusálmarnir eru þjóðarskömm III

Fyrir stuttu síðan benti ég að Passíusálmar séra Hallgríms Péturssonar eru þjóðarskömm, þótt þeim sé hampað opinberlega sem þjóðargersemum. Viðbrögð aðdáenda og trúmanna skáldsins voru afar athyglisverð. Mörgum aðferðum var beitt til að afsaka gjörðir sálmaskáldsins. Helst mátti á þeim heyra að hann vær saklaus sauðabóndaklerkur á Íslandi að gagnrýna trúaða gyðinga fyrir 2000 árum samkvæmt sögum Biblíunnar. Auk þess að hann væri rétttrúnaðarguðfræðingur sem segir reyndar meira um þá guðfræði en skáldið. Einnig að Gyðingur sé ekki það sama og Gyðingur, í séra Hallgríms nafni o.s.frv. Viljandi eða af heimsku snéru gagnrýnendur út úr af miklum móð svo að mér er nauðugur einn kostur að skrifa aðra grein til útskýra þetta alvarlega mál betur.

Grundvöllur alls þessa máls er sú Gyðingar hafa mátt þola óskaplegar ofsóknir af hendi kristinna manna sem náðu eflaust hámarki og endalokum með hinum kristnu nasistum. Frá upphafi þessara ofsókna, sem hófust löngu fyrir fæðingu séra Hallgríms, var ástæða þeirra að Gyðingar drápu Jesú Krist og trúðu ekki á mannssoninn. Fyrir það máttu Gyðingar þola endalausar ofsóknir og þjáningu. Sá blóðvöllur þar sem tugir milljóna Gyðinga voru myrtir er skelfilegri en orð fá lýst. Það eru staðreyndir sem við verðum að taka tillit til og það er lágmarks krafa að gömlu Gyðingahatri sé ekki að hampað sem þjóðargersemum.

Til að sverta Gyðinga fyrir að drepa Jesú Krist var búinn til sá áróður að þeir séu svikulir, fégráðugir og illgjarnir. Stuðst var við Júdas í guðspjöllunum til að persónugera Gyðinga. En Júdas sveik Jesú Krist fyrir þrjátíu silfurpeninga. Það kemur kannski fáum á óvart að nafnið Júdas (Júði) er í raun samheiti fyrir Gyðing. Frá upphafi hefur Rómarkirkjan þannig hamrað á Gyðingahatri, lýst þá svikula, fégráðuga og illa. Sömu orð notaði Lúter til að réttlæta ofsóknir gegn Gyðingum. Sömu steríótýpu notaði séra Hallgrímur í áróðri sínum, nasistar o.s.frv.

Upp úr 1600 bauð Kristján IV Danakonungur portúgölskum Gyðingum vernd ef þeir flýðu til Glückstadt í Þýskalandi, en þeir voru þá ofsóttir í Hamburg. Danakonungur vildi þannig notfæra sér þekkingu þeirra í verslun og viðskiptum. Einnig bauð hann á svipuðum tíma um fimm þúsund Gyðingum til Danmerkur í sama tilgangi. Þrátt fyrir andúð fólks á Gyðingum þá ákvað Kristján IV að halda yfir þeim hlífiskildi og nýta þekkingu þeirra til að fjármagna rekstur hins fjárfreka konungsdæmis.

Um 1630 fluttist séra Hallgrímur í Glückstadt og hefur örugglega orðið þar var við togstreitu bæjarbúa við Gyðinga. Þegar séra Hallgrímur fer svo til lútersks prestsnáms í Danmörku bjuggu þar líka Gyðingar sem voru áberandi í verslun og viðskiptum. Það er því augljóst að séra Hallgrímur gat ekki annað en þekkt til Gyðinga eftir dvöl sína í Þýskalandi og Danmörku. Í ofanálag gekk hann að eiga Guðrúnu Símonardóttur (Tyrkja-Guddu), þannig að á heimili þeirra hjóna var meiri þekking á kynþáttum og erlendum samfélögum en venja var á Íslenskum heimilum þess tíma.

Árið 1543 hafði Lúter ritað bókina "Gyðingar og lygar þeirra", þar sem kennifaðir íslenskrar Þjóðkirkju og skáldsins fer haturs orðum um Gyðinga. Á sama tíma og séra Hallgrímur bjó í Evrópu var Gyðingahatur algengt, þeir voru ofsóttir og myrtir við minnsta tilefni. Algengt var að þeir þyrftu oft að flytjast búferlaflutningum til að forðast ofbeldi og misþyrmingar, allt vegna þess að þeir höfnuðu og létu drepa Jesú Krist. Þegar lúterska Saurbæjarskáldið semur Passíusálmanna upp úr 1650 var það gert í andrúmslofti kristilegs Gyðingahaturs.

Við skulum fara yfir áróður séra Hallgríms gegn Gyðingum í Passíusálmunum. Nákvæmlega sama hatur og Lúter boðaði sem og kristin kirkja þess tíma. Þessi hatursáróður hefur kostað milljónir Gyðinga lífið.

8:6 ... Guðs syni Júðar guldu í laun grimmd, hatur og fangelsi.
Hér er Gyðingum lýst grimmum, hatursfullum og sekum um að koma Jesú í svartholið.
15:1 ... líkar það öllum (Gyðingum) vel, hverninn þeir gætu greiðast guðs syni komið í hel.
Hér er Gyðingum látið vel líka að koma Jesú í dauðann.
15:10 ... Orðum hans ekki treystu, illgjarnir Júðar þeir
Hér er Gyðingar sagðir illgjarnir og að þeir hafni Jesú Kristi.
16:1 Júdas í girndar gráði, af Gyðingunum fyrst, þrjátíu peninga þáði, því sveik hann herrann Krist. ...
Hér Júdas sem samnefnari Gyðinga sagður fyrir græðgi svíkja Jesú.
19:1 Gyðingar höfðu af hatri fyrst, harðlega klagað Jesúm Krist ...
Hér eru Gyðingum lýst sem hatursfullum ásækjendum Jesú Krist.
20:2 ... Gyðingar heldur hart, herrann klöguðu um margt, með æði, ógn og dramb. ...
Hér eru Gyðingar brjálaðir og drambsamir við að ofsækja Jesú Krist.
25:2 Þá gekk Jesús út þanninn, þyrni og purpurann bar. Sagði: Sjáið hér manninn, sjálfur dómarinn þar. Gyðingar gáfu svar: Burt með hann, svo þeir segja. Sá skal á krossi deyja. - Ósk þeirra ein sú var.
Hinn saklausi Jesú á að deyja af ósk Gyðinga
27:8 Huga sný ég og máli mín, minn góði Jesú, enn til þín. Pílatus kóng þig kallar hér, krossfesting Júðar óska þér
Rómarhöfðinginn Pílatus er saklaus en Gyðingum kennt um dauða Jesú Krist. Dæmigerður kristilegur áróður þess tíma.
27:9 Blóðshefnd á sig og börn sín með, blindaður lýður hrópa réð. Efldist svo þessi óskin köld, enn í dag bera þeir hennar gjöld. Athugagjarn og orðvar sért, einkum þegar þú reiður ert. Formæling illan finnur stað, fást mega dæmin upp á það.
Hér lýsir séra Hallgrímur nákvæmlega hvernig Gyðingar hafa kallað yfir sig hefnd Guðs um ókomna framtíð. Í þessu kvæði kemur svo augljóst fram að séra Hallgrímur á við alla Gyðinga fram á sinn dag. Einnig að það sem þeir hafa mátt þola sé þeim sjálfum að kenna.
30:6 ... Gyðingafólk þá guðs náð missti, gafst heiðingjum dýrðarhnoss.
Hér er lýsir séra Hallgrímur að allir Gyðingar, hann undirstrikar það með því að segja Gyðingafólk, misstu náð Guðs og urðu þá að heiðingjum. Nákvæmlega svona áróður var réttlæting fyrir Gyðingaofsóknum.
33:4 Nakinn Jesúm á jörðu, Júðar krossfestu þar, með heiftar sinni hörðu. Hendur og fæturnar, teygt allt og togað var; gekk svo járngaddur nístur, gegnum lófa og ristur, skinn og bein sundur skar
Á mjög táknrænan hátt segir sálmaskáldið hvernig Gyðingar krossfestu Jesú og hver heift þeirra hrottaskapur var mikill.
35:6 Svoddan virðingu vildu hann, vondir Gyðingar sneyða.
Áfram er Gyðingum úthúðað í Passíusálmunum.
50:5 Gyðinga hörð var heiftin beisk, hjartans blindleiki og villan treisk. Þeim kunni ei nægjast kvöl og bann, sem Kristur fann. Líka dauðan þeir lasta hann
Það eru engin takmörk fyrir hatri séra Hallgríms á Gyðingum. Jafnvel eru þeir sagðir lasta hann eftir dauðann á krossinum.
50:9 En þeir sjálfir, og er það víst, upprisu drottins hafa lýst, þó kennimenn Júða af kaldri styggð, kvaldir í blygð, keyptu þá til að bera lygð.
Hér lýsir Saurbæjarklerkurinn því hvernig kennimenn Gyðinga reyna að kaupa fólk til að trúa ekki á Jesú Krist. Hversu lágt er hægt að leggjast?

Svo augljóst er hatur séra Hallgríms á Gyðingum sem kristallast í hans lútersku kristni að engin afsökun dugar. Í opinberum skólum landsins er bók Lúters um "Gyðingar og lygar þeirra" ekki kennd og prestar vilja helst ekki við hana kannast. Ekki eru lesnir valdir kaflar úr þeirri bók á RÚV. Sama gildir um svipaðar bókmenntir eins og Mein Kampf hans Hitler. Það dettur engum í hug að banna slíkar bækur, en Þjóðverjar telja þær ekki til menningaverðmæta. Það nákvæmlega sama á við Passíusálma séra Hallgríms. Aldrei hefur nokkrum manni dottið hug að banna þá, en þeir eiga ekki heima opinberlega á RÚV né í skólakerfinu eins og staðan er í dag.

Þeir sem fremstir fara í að verja Gyðingahatur séra Hallgríms hafa því miður bakað sér heljar skömm. Vissulega geta menn síðar svarið af sig ósómann þegar þeir vakna af vondum draumi, eins og herra Sigurbjörn Einarsson af aríaspeki Helga Pjeturs. Jafnvel Mel Gibson sá sig knúinn að klippa úr mynd sinni The Passion Of Christ fyrir opinbera birtingu, vers Matteusar 27:25 Og allur lýðurinn (Gyðingar) sagði: "Komi blóð hans yfir oss og yfir börn vor!" En kristin kirkja hefur notað þetta vers til að réttlæta Gyðingahatur og ofsóknir í Guðs heilaga nafni um aldir. En hér eru menn þess umkomnir að hunsa alla veraldarsöguna, blóðvöllinn og þá skelfingu sem Gyðingar hafa mátt að þola í kristinni Evrópu.

Það sem eykur á alvarleika og vanda þessa máls kristallast í orðum herra Karl Sigurbjörnssonar þegar hann ritar af hrifningu um sálmanna á kirkjan.is:
Það var gæfa Íslendinga að þessir sálmar, trú þeirra heit og hrein, einlægnin og auðmýktin, málsnilldin og viskan, og holl og tær siðfræðin urðu vegurinn og uppistaðan í trúarlífi og siðferðismótun þjóðarinnar og lá henni á hjarta og á vörum í aldir þrjár til ómældrar blessunar. Nú er það okkar hlutverk að sá arfur glatist ekki. Verði hann okkur og börnum okkar til blessunar um ókomna tíð.
Með þessum orðum hefur herra Karl kallað yfir börn okkar og þjóð ævarandi skömm.

Það er einlæg ósk mín að Passíusálmar verði ekki lesnir á RÚV og þeir teknir af dagskrá í skólum landsins. Í núverandi ástandi verða þeir áfram þjóðarskömm og það væri dapurt að þurfa að fá utanaðkomandi aðila til að segja okkur þann sannleika. Það er eins og helför kristinnar kirkju gegn Gyðingum um liðnar aldir, með sömu ódæðisfrösum og séra Hallgrímur beitir í sálmum sínum, skipti okkur ekki lengur máli. Það er ekki sæmandi að þvo hendur Saurbæjarskáldsins upp úr laug Pílatusar. Við verðum öll að taka siðferðilega ábyrgð á mannkynsögunni með því forðast mistök forfeðranna. Það gerum við með því að hafna hatursboðskap séra Hallgríms Péturssonar gegn Gyðingum.

Frelsarinn 16.03.2004
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 16/03/04 10:08 #

Kannski einhver hafi áhuga á að senda t.d. Simon Wiesenthal stofnuninni eða ríkisstjórn Ísrael þessa lauslegu þýðingu í e-mail. Ríkisstjórn Íslands hlýtur að vera stolt af sínum ríkisáróðri í ríkisútvarpinu:

... The Jews repaid the son of God with cruelty, hate and jail.

It pleased them all (The Jews) how expediently they could manage to send the son of god to hell. Those evil Jews didn't trust his words...

The greedy Judas first accepted 30 coins from the Jews to betray the lord Christ...

From their hatred the Jews had first accused Jesus Christ...

Harshly and with madness, intimidation and pride the Jews accused the lord...

The Jews gave their answer: Away with him, they said. He shall die on a cross. - It was their only wish.

My dear good Jesus, I turn my address and thought to you. Pilate to call you king but it is the Jews that want you crucified.

The blinded screaming mob (of Jews) called upon themselves and their children, a bloody revenge. And to even to this day they must pay for this cold wish. !!!!!!!!!!!!!

At that moment the Jewish people lost the grace of god and this great treasure was given to the gentiles.

The Jews with their harsh hatred crucified the naked Jesus. They pulled on his hands and feet and mauled his hands and feet with an iron rod. The evil Jews wanted to deny him such dignity.

The Jewish mob was filled with bitter hate, blindness of heart ...

But the Jewish priests have themselves surely described the rising of the lord but coldly and in painful shame have bribed them to lie.


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 16/03/04 10:46 #

"vers Matteusar 27:25 Og allur lýðurinn (Gyðingar) sagði: "Komi blóð hans yfir oss og yfir börn vor!" [...] Með þessum orðum hefur herra Karl kallað yfir börn okkar og þjóð ævarandi skömm."

Kannski er það bara ég en mér finnst þetta orðalag eiginlega kallast á eða bergmála hvort í öðru. Ef Passíusálmarnir ýta undir gyðingahatur, kemur þá ekki blóð fórnarlambanna yfir oss og börn vor? Burtséð frá rotinni kennivaldsinnrætingunni, þá má líka muna það, að frá bragfræðilegu sjónarmiði eru Passíusálmarnir einhvers staðar á milli þess að vera klám og leirburður. Eins og reyndar fleira sem kirkjan hampar sem andlegum verðmætum.


villi - 30/03/04 10:15 #

Mér finnst passísálmar Hallgríms Péturssonar fullkomlega eiga vel við og engin þörf á því að skammast sín fyrir þá! Þetta er ákveðinn siðaboðskapur sem við Íslendingar eigum að varðveita! Ef við trúum á Jesú krist þá eigum við fullan rétt á því að fordæma Gyðingum


jogus (meðlimur í Vantrú) - 30/03/04 13:01 #

Það var rétt Villi! Verjum siðleysið, því það er jú kristið og við eigum öll að vera stolt af öllu sem kristið er! Það krefst ekki gagnrýni!


Satan - 30/03/04 21:37 #

Gyðingarnir... Er það einungis kyrkjan sem hefur hefur ýtt undir hatur í garð gyðinga, vegna sögunnar um krosslafið? Er kannske eitthvað í siðum og háttum þessa fólks, sem gerir það and-samfélagslegt? Hvað með skipulagt þjóðarmorð gyðinga á palestínumönnum? Er það kannske í lagi, þar sem þeir áttu svo bátt greyin, svo eru þetta bara líka arabar!


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 30/03/04 23:16 #

Ég rakst bara á það að 5. sálmurinn heitir "Um komu Gyðinga í grasgarðinn" sem bendir til þess að þá hafi engir Gyðingar verið í garðinum. Það er að segja að Jesús og lærisveinarnir séu ekki Gyðingar.


Tóti - 16/03/06 01:31 #

Og fyrst við erum að hneykslast á gömlum bókum verður þá ekki að skammast sín fyrir þjóðsögurnar fyrir hvernig þær tala um svarta menn (blámenn) og íslendingasögurnar fyrir hvernig þær tala um indíána (skrælingja)?

Annars hef ég aldrei lesið Passíusálmana og finnst soldið fyndið hversu "pólitískt vitlausir" þeir er þá.

En ég freistast til að vera aðeins á móti því það eru allir svo djöfull sammála á þessum vef.


frelsarinn@vantru.is (meðlimur í Vantrú) - 16/03/06 10:40 #

Tóti ég mæli með þessu fræðslumyndbandi um málið


Tóti - 16/03/06 15:30 #

Mjög flott! Meira svona.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.