Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Um sjálfstæða hugsun

kss.jpg


Ég verð að biðja ykkur um að líta aðeins á þessa áhugaverðu samræðu hér. Og höggva sérstaklega eftir einu atriði.

Þarna eigast við varaformaður Siðmenntar, Sigurður Hólm Gunnarsson, og maður að nafni Lárus Páll Birgisson. Lárus þessi tekur lungann úr umræðunni í að gera trúlausum upp skoðanir og lætur augljósar staðreyndir sem fram koma í andsvörunum sem vind um eyru þjóta. En það var ein setning hjá honum sem sló mig:

Hefur þér ekki verið kennt að trúa engu sem ekki er hægt að sanna?

Hér súmmerast upp á einu bretti allt það skilningsleysi sem stöðugt dynur á okkur trúlausum. Það er eins og menn sjái ekki að við séum fær um að ástunda sjálfstæða hugsun.

Hver ætti svo sem að hafa kennt okkur að trúa engu sem ekki er hægt að sanna? Þetta er niðurstaða sem kemur sjálfkrafa við að ástunda gagnrýna hugsun. Það er ekki nema von að hin heittrúuðu haldi að trúleysið sé trú, að því sé innstallerað í okkur á sama hátt og kjaftabullinu sem þeirra eigin höfuð eru svo full af.

Það er hægt að kenna gagnrýna hugsun og hvetja til hennar. En það þarf að ástunda hana sjálfa til að mynda sér skoðanir, en láta ekki kenna sér þankagang á borð við þann sem Lárus nefnir þarna. Slíkt færi á svig við eðli hennar.

Við erum ekki hugsanaþrælar heldur frjálsborið fólk með heilbrigðan efa.

---

Svipað: Vísindi eru ekki trúarbrögð

Birgir Baldursson 28.02.2004
Flokkað undir: ( Vísindi og trú )

Viðbrögð


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 28/02/04 00:35 #

Hver kenndi þér annars að trúa ekki öllu sem fólk lýgur í þig?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 28/02/04 00:41 #

Presturinn minn.


Hlín Stefánsdóttir - 28/02/04 18:58 #

Ef það hefur enginn kennt ykkur að trúa ekki á neitt sem ekki er hægt að sanna, þá hefur heldur enginn kennt okkur að trúa á Guð...


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 28/02/04 19:26 #

Ég hefði haldið að það væri eðlilegasti hlutur í heimi að trúa ekki hvaða rugli sem er.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 28/02/04 22:09 #

"þá hefur heldur enginn kennt okkur að trúa á Guð..."

Ertu alveg viss um það? Hvaðan kemur þér þá hugmyndin um hann (væntanlega hinn kristna guð) til að byrja með?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.