Ég hef oft heyrt það frá trúmönnum að það sé ekki rökrétt að nota vísindi sem mælikvarða á trú, það sé ekki hægt að afsanna eða sanna tilvist guðs með vísindum og því ætti ekkert að vera að ræða málin á þeim forsendum.
Ég tel hins vegar að vísindin séu frábær mælikvarði á trú og trúarbrögð, til dæmis kristni. Sagnfræði og fornleifafræði sýna okkur að Biblían er nánast aldrei raunveruleg heimild um sögu. Náttúruvísindi sýna okkur að í Biblíunni er ekki að finna neina þekkingu um uppruna lífsins eða líffræði mannsins. Stjarnfræði, jarðfræði, eðlisfræði og landarfræði hafna heimsmynd Biblíunnar. Mannfræði, sálfræði og félagsfræði hjálpa okkur að skilja hvernig og hvers vegna trúarbrögð verða til.
Trúaðir menn hafa í gegnum tíðina reynt allt til að sanna trú sína með hjálp vísindanna, reyndar voru trúarbrögð lengi vel forsenda vísindaiðkunar í Evrópu. Ef vísindi og trú rákust á þá voru staðreyndir vísindanna einfaldlega rangar en staðhæfingar trúarinnar réttar (enda er erfitt að rífast við bálköst). Hægt og rólega varð erfiðara að hunsa skynsemina og því náði sannleikurinn yfirhöndinni. Vísindin höfnuðu semsagt kristinni trú og í kjölfarið hafa kristnir menn hafnað vísindunum sem mælikvarða á kristni.
Eru annars nokkur rök fyrir því að trú falli utan við ramma vísindanna? Er málið ekki einfaldlega að trúmenn vilja ekki taka tillit til vísindanna af því þau sanna ekki trú þeirra? Áður fyrr báru trúmenn allavega þá virðingu fyrir trú sinni að vísindin myndu sanna hana þegar þau hefðu tæki til þess, nú hafa þeir bæði gengisfellt og upphafið trú sína með því að aðskilja hana frá skynseminni.
Reyndar á þetta ekki við um alla trúmenn, enn þann dag í dag er til fólk sem heldur því fram að Biblían sé sönn og að heimsmynd hennar sé rétt. Hvernig þetta fólk getur lifað án þess að vera í tengslum við raunveruleikann er mér algjörlega óskiljanlegt.
Það er þó bara stigsmunur á afneitun sköpunarsinna á náttúruvísindum og annarri trú, þetta snýst allt um sjálfsblekkingu (eða óskhyggju). Það er sjálfsblekking sem veldur því trúmenn segja að vísindin séu ekki mælikvarði á trú. Ef raunveruleikinn hentar ekki þá er hann bara settur í annað sætið og einhver yfirnáttúruheimur er settur í fyrsta sæti.
Sjálfsblekking (eða óskhyggja) veldur því að trúmenn halda því að staðhæfingar þeirra um að vísindi geti ekki rannsakað þennan yfirnáttúruheim, að staðhæfingar þeirra þurfi ekki að sanna á sama hátt og aðrar. Grundvöllur trúar snýst nefnilega ekki um einhverja andlega dýpt einsog oft er haldið fram, trú gengur einfaldlega út á að drekkja rökhugsun um ákveðna hluti með sjálfsblekkingu og óskhyggju.
Það er annars alveg satt að vísindin geta ekki mælt guð. Ástæðan er einföld, Guð er ekki til.
Ég skil ekki alveg málið með það að vera að afsanna tilvist Guðs. Þú þarft ekkert að trúa á Guð en ég skil ekki hvað þú færð útúr því að sanna fyrir fólki sem trúir á Guð að hann sé ekki til. Sumt fólk finnur mikla huggun í því að trúa að það sé eitthver æðri máttur í tilverunni og að það sé líf eftir dauðann og mér finnst það bara allt í lagi ef þetta fólk finnur virkilega ekkert betra að lifa fyrir heldur en dauðann!Sumt fólk er bara þannig og ég sé ekki tilganginn í að reyna að taka þessa von frá þeim. Ég er reyndar sjálf ekkert voða trúuð en það fer ekkert fyrir brjóstið á mér ef að aðrir eru það. Að sjálfsögðu er ég alls ekki að reyna að banna ykkur að skrifa um þetta enda hlynnt tjáningarfrelsi. Ef þetta er það sem gefur ykkar lífi gildi þá verður bara að hafa það.
Mitt álit er að trúin taki frá fólki tækifæri til lífs.
Annars þá ættirðu bara að lesa greinina Upphafning sinnuleysis og helst að koma með ahugasemdir þar enda er ætlast til þess að athugasemdir séu ekki sendar á greinar nema þær eigi við um þá grein.
Hvernig geturðu sagt:
"Ég tel hins vegar að vísindin séu frábær mælikvarði á trú og trúarbrögð, til dæmis kristni"
þegar þú segir strax á eftir:
"Náttúruvísindi sýna okkur að í Biblíunni er ekki að finna neina þekkingu um uppruna lífsins eða líffræði mannsins"
Er þetta ekki frekar mikil þversögn. Prófaðu að lesa Biblíuna. Biblían styður vísindi mjög vel. Hinsvegar er ekki talað um vísindi í Biblíunni að ástæðulausu en alls konar læknisfræðileg hugtök og margt vísindalegt til að hjálpa fólki er hægt að finna í Biblíunni.
Biblían styður vísindi mjög vel.
Reisa menn upp frá dauðum? Reka út illa anda í lækningaskyni? Rísa upp frá dauðum?
Jahá.
Af hverju getur köttur ekki mælt eða skilið hvernig sjónvörp eru búin til,, kanski af því honum er ekki ætlaðp það.
"Þessi illskiljanlega þörf fólks fyrir einhverskonar trú virðist tengjast því að geta ekki sætt sig við dauðann sem endi tilverunnar. Hver og einn einstaklingur telur sig svo merkilegan,topp sköpunarinnar..."
Það er einmitt málið. Allir hafa innst inni þessa vitund að þeir séu þungamiðja alheimsins og hefur heimurinn alltaf fjallað um þetta, að bæði Jörðin, mannveran og einstaklingur eru það sem allt snýst um (einn biskup sagði meira að segja að arfi yxi til að halda mannekjunni upptekinni).
Fólk getur almennt illa sætt sig við það að það sé vel möguleiki á því að það mun deyja og fái ekki endilega "sérmeðferð" hjá gvuði
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Úlfurinn - 27/02/04 12:10 #
Þessi illskiljanlega þörf fólks fyrir einhverskonar trú virðist tengjast því að geta ekki sætt sig við dauðann sem endi tilverunnar. Hver og einn einstaklingur telur sig svo merkilegan,topp sköpunarinnar,að tilhugsunin um að verða að engu er óbærileg.Þess vegna sækir fólk í gamlar þjóðsögur og kreddur og skapar ímyndað framlíf,því "ekkertið"er óbærilegt.