Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Trúir fólk í alvöru?

Um daginn var ég að rökræða við félaga minn um fótbolta. Við vorum að rífast um hvort liðið mundi verða ofar í enskudeildinni Liverpool eða United. Hann var harður á því að Liverpool mundi ganga betur, en ég var harður á því að United mundi verða ofar. Þá sagði ég "ok veðjum upp á það". En hann vildi það ekki. Þegar á reyndi þá bakkaði hann. Það er hægt að álykta að hann trúi því ekki að Liverpool verði ofar í deildinni, nokkuð augljóst.

Ég hlustaði í útvarpinu um daginn á einhverja kristilega útvarpsstöð. Þar var sagt " Ég og vinkona mín vorum ekki búnar að vera góðar vinkonur að undanförnu en þá bað ég til Guðs að hann lagaði þetta og núna erum við bestu vinkonur, Guð er æðislegur". Sem sagt maður biður til Guðs og hann hjálpar manni. Trúaður maður gæti sagt "Guð heyrir alltaf bænir þínar, þú þarft bara að biðja til Guðs og að lokum mun hann bænheyra þig" Ok! Af hverju biður trúað fólk þá ekki Guð um að passa til dæmis bílana sína og húsin sín. Fínt að þurfa að ekki að borga tryggingar, ég meina Guð hlýtur að vilja gera þetta fyrir fólkið sitt. Nei trúaða fólkið gerir þetta ekki, það tekur ekki sjensinn. Ég á við það að ef maður er ekki með eignir tryggðar gæti fjárhagurinn farið til helvítis á einni nóttu.

Trúir fólk þá í alvörur á mátt Guðs? Mundi trúaður maður vera á ótryggðum bíl en biðja Guð í staðinn á hverju degi um að passa bílinn? Ég held ekki.

Cave 20.02.2004
Flokkað undir: ( Rökin gegn guði )

Viðbrögð


Hildur - 26/02/04 10:45 #

Ertu ekki að dæma fólkið frekar en Guð í þessu tilviki? Hvað kemur það mér eða þér við hvort fólk trúi á Guð eða ekki? Og þetta með bílinn... er þetta ekki dæmi um þá sem treysta ekki Guði en trúa á hann? Skiptir samt engu... þetta er fólkið sem á gagnrýnina skilið... Ekki Guð! Ein pæling líka... er þetta ekki vefur um trúleysi? af hvejru er þá aðallega talað um kristni á honum? Af hverju er kristnin rökkuð niður á trúLAUSUM vefi? Merkið er meira að segja strikað yfir tákn kristninnar... ætti þetta ekki frekar að vera eitthvað svona anti-kristni samtak? smá pæling... gaman að vita hvað þið segið.

Kv Hildur


Cave - 26/02/04 12:39 #

Jú ég er að dæma fólk.

Þú sagðir "Hvað kemur það mér eða þér við hvort fólk trúi á Guð eða ekki?". Kristnir menn hafa EKKI hugsað svona í gegnum tíðina, ef að einhver hefði heyrt þig segja þetta fyrir svona 500 árum þá hefði verið kveikt í þér með það sama. Ef að helmingur jarðarbúa mundi trúa að Súpermann væri til þá mundi ég gagnrýna það, alveg eins og ég gagnrýni að Guð sé til.

Ég spyr, er til fólk sem trúir bókstaflega á fullkominn Guð en treystir ekki á hann?

Til þess að sannleikurinn komu í ljós þá verður að gagnrýna lygarnar, er það ekki nokkuð ljóst. Ég held að það sé mjög erfitt að tala um trúleysi örðuvísi en að tala um trúarbrögð.


jogus (meðlimur í Vantrú) - 26/02/04 12:46 #

Hildur,

sjá t.d. Á að virða skoðanir annarra?

Prófaðu að smella á lógóið, þá opnast síðan warning-symbols


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 26/02/04 13:29 #

Ef þú þrýstir á krossviðvörunarmerkið þá kemur útskýring á því.

Að sjálfssögðu á gagnrýnin við um fólk en ekki guð af því að guð er ekki til, það er til fólk sem skellir skuldinni á guð en það fólk er trúað.

Kristni er mest gagnrýnd hérna af þeirri einföldu ástæðu að flestir Íslendingar eru kristnir. Ef við myndum eyða meirihluta tíma okkar að tala um hvað hindúismi sé órökréttur eða hvað sé lítið vit í gyðingdóm þá værum við ekki að ná til neins sem aðhyllast þau trúarbrögð. Flestir okkar eru líka aldir upp í kristinni trú og því finnst okkur við hafa sérstakan rétt til að gagnrýna hana. Þú getur hins vegar líka kíkt á nýaldargreinarnar, þær eru ekki gagnrýni á kristni. Margar greinar hérna fjalla líka frekar almennt um trú en oft með tilvísun í þá trú sem við þekkjum mest.

Þú ættir kannski að prufa að spyrja til dæmis biskup um hvers vegna hann sé sífellt að tala illa um trúlausa.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.