Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Vogarskálar efans - Prófaðu trú þína

Eftirfarandi spurningarlisti er úr bókinni Doubt:A History eftir Jennifer Hecht. Þessar spurningar eru til þess að ætlaðar að sjá hve trúað eða trúlaust fólk er, á eftir spurningunum koma smá leiðbeiningar til að átta sig á því hvað svörin gefa til kynna.

Svaraðu spurningunum með "Já", "Nei" eða "Ekki viss".

1. Trúir þú að einhver trúarbrögð feli í sér sannindi um raunverulegt eðli heimsins og tilgang lífsins?

2. Trúir þú að einhver hugsandi vera hafi skapað alheiminn?

3. Er einhver máttur sem flæðir um allan heiminn, heldur honum saman og/eða sameinar allar lifandi verur?

4. Getur bæn skilað árangri á þann hátt að einhver vera eða máttur bregðist við hugsunum þínum eða orðum?

5. Trúir þú að þessi vera eða máttur geti hugsað eða talað?

6. Trúir þú að þessi vera hafi minni eða rökhugsun?

7. Getur þetta afl tekið á sig mannsmynd?

8. Trúir þú að vitund eða lífskraftur mannvera haldi áfram að vera til eftir að líkaminn deyr?

9. Trúir þú að einhver hluti manneskju lifi áfram eftir dauðann, hér eða annars staðar?

10. Trúir þú að tilfinningar eigi að teljast sannanir þegar við erum að reyna að skilja heiminn?

11. Trúir þú að ást eða siðferðisvitund gefi til kynna að það sé til heimur sem er óútskýranlegur með líffræði, félagsmótun eða tilviljun, m.ö.o. búi yfir sviði æðri merkingar?

12. Trúir þú að það sé ekki mögulegt að þekkja heiminn að fullu með vísindunum einum?

13. Ef einhver myndi segja "heimurinn er einungis samansafn af efni, án þess að rökhugsun hafi komið þar nálægt eða að nokkur tilgangur sé með því og að allt líf á Jörðinni er smávægilegt og tilgangslaust fyrirbæri sem á sér stað í afkima alheimsins á örskotsstundu og mun aldrei verða dæmt, eftir því tekið né munað eftir því," myndir þú segja, "Nú gengurðu full langt. Þetta er rangt hugsað hjá þér

Ef þú svaraðir öllum spurningunum neitandi þá ertu trúleysingi, rök- og efnishyggjumaður. Ef þú svaraðir fyrstu sjö spurningunum neitandi en svaraðir síðan nokkrum játandi þá ertu guðleysingi en þó ekki algerlega laus við trú. Ef þú svaraðir að minnsta kosti tveimur af fyrstu sjö spurningunum "ekki viss" þá ertu agnostískur. Ef þú svaraðir einhverjum spurningunum með Jái þá gætirðu samt sem áður verið guðleysingi eða agnostískur en ekki alveg laus við trú. Ef þú svaraðir níu eða fleiri spurningum játandi þá ertu án efa trúaður, margar spurningarnar fela líka í sér að jákvætt svar við þeim er nóg til þess að þú teljist trúaður.

Þýtt og aðlagað með aðstoð félaga í Vantrú.

Óli Gneisti Sóleyjarson 16.02.2004
Flokkað undir: ( Vísindi og trú )

Viðbrögð


Sigurpáll - 16/02/04 18:21 #

Leiðandi spurningar, prófið dregur ranga mynd af þankagangi heilbrigðar persónu.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 16/02/04 18:45 #

Værirðu til í að rökstyðja þessa fullyrðingu eitthvað? Hvaða tilgangur væri annars með því að hafa spurningarnar leiðandi?


Fyrirspurn - 16/02/04 20:20 #

Mig langaði til að forvitnast hvort einstaklingur sem ekki er skráður í þjóðkirkjuna og einstaklingur sem er skráður í þjóðkirkjuna geti gift sig í kirkju og/eða skýrt börn sín í kirkju???


Jósi - 16/02/04 20:45 #

Þetta próf er aðeins of afdráttarlaust. Það tekur ekki tillit til skoðana eins og að mögulega séu til vísindalegar skýringar á draugum, hugsanaflutningi og restinni af vitleysunni sem fólk trúir á. Vísindin eru ekki búin að skýra út allt í heiminum, og þökk sé hlutum eins og óvissulögmáli Heisenbergs þá munu þau aldrei geta skýrt allt út. Kannski lifir vitund okkar eftir líkamsdauða. Þó að ég telji slíkt að vísu ólíklegt þá afskrifa ég það ekki, vegna þess að ég hef ekki fengið óyggjandi sönnun fyrir gagnstæðu.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 16/02/04 20:57 #

Biskup hélt einhvern tíman fram að þjóðkirkjan bæði ekki um meðlimaskírteini þegar fólk leitaði til hennar.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 16/02/04 21:09 #

Prófið þarf ekki að taka tillit til þess hvort vísindin geti skýrt drauga, ef þú trúir að það sé hægt að skýra drauga með vísindalegum aðferðum þá er það trú af því kenningin byggir ekki á sönnunum. Prófið er ekki mælikvarði á það hvort trúleysið sé rétt skoðun.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 16/02/04 23:53 #

Þó að ég telji slíkt að vísu ólíklegt þá afskrifa ég það ekki, vegna þess að ég hef ekki fengið óyggjandi sönnun fyrir gagnstæðu.

Með öðrum orðum, þú afskrifar ekki neitt - eða hvað?


þór - 07/09/04 11:50 #

guð er ekki til...


Lárus Páll Birgisson - 07/09/04 20:02 #

Reyndar þá er hann til.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 07/09/04 23:33 #

Nú er það. Fyrst hann er til þá hlýtur hann að hafa einhverja eiginleika. Gætir þú talið einhverja þeirra upp fyrir okkur?


Lárus Páll Birgisson - 08/09/04 00:50 #

sköpunarkraft


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 08/09/04 01:28 #

Fínt.

Gvuð getur semsagt skapað. Getur hann skapað hvað sem er? Hefur hann skapað allt sem er?


Lárus Páll Birgisson - 08/09/04 05:02 #

Já ætli það ekki bara.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 08/09/04 09:31 #

Allt þetta þar með talið?


Lárus Páll Birgisson - 08/09/04 20:06 #

Já svona nokkurnveginn.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 08/09/04 21:18 #

Áhugavert. Hefur hann einhverja aðra eiginleika?


Lárus Páll Birgisson - 09/09/04 00:02 #

eflaust


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 09/09/04 00:42 #

Það væri áhugavert ef þú myndir telja upp fleiri eiginlega þessa meinta Gvuðs sem þú fullyrðir að sé til. Þú gætir t.d. gert það á spjallborðinu.

Þú mættir í leiðinni rökstyðja þá fullyrðingu að þessi Gvuð búi yfir sköpunarmætti.


Lárus Páll Birgisson - 09/09/04 01:00 #

Já ég gæti haldið lengi áfram að tala um þann Guð sem ég trúi á. Finnst nú lítið varið í þessa spjallþræði en ég væri meira en lítið til í eitthvað svona málþing eins og þegar Kristileg Skólasamtök buðu Sigga Hólm í svoleiðis rökræður.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.